Morgunblaðið - 07.06.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
\imm
SUNNUDAGUR T. JÚNÍ 1992
27
Jón Kristófer Sig-
urðsson - Minning
Fæddur 7. janúar 1912
Dáinn 29. maí 1992
Ég geri mér grein fyrir að það
er ekki í litið ráðist að skrifa um
Jón vin minn, því það er af mörgu
að taka og hvað skal velja og hveiju
skal hafna?
Jón fæddist í Stykkishólmi, sonur
hjónanna Margrétar Oddfríðar
Skúladóttur og Sigurðar Karlssonar
úrsmiðs.
Átta ára var hann kominn út í
Fagurey til ömmu sinnar og frænda
og var þar 8 sumur. Þessu ævi-
skeiði gerir Jón góð skil í bókinni
Syndin er lævís og lipur er Jónas
Árnason færði í letur og út kom
1962, endurútgefm 1984.
Fyrstu kynni okkar hafa byijað
1941 og margt drifið á okkar daga
síðan, svo var það 1976 að ég fór
með honum til Isafjarðar. Var hann
þá flokksforingi, gleymi ég aldrei
hvað hann gaf af sér á barnasam-
komum, þar naut hann sín enda
þær samkomur vel sóttar. Jón var
námsmaður mikill, sér í lagi lágu
mál vel fyrir honum og kom sér vel
í starfi hans í Hjálpræðishernum. Í
föðurlandi Hersins, Englandi, gekk
Jón í herskóla og kom lautinant
með eina bestu einkunn sem gefin
var, enda þegar vinur hans Bergur
Pálsson var að reyna að fá hann
lausan úr enska hernum og var í
viðtali við æðsta mann herliðsins í
seinni heimsstyrjöld þá á sá að
hafa haft á orði að hann botnaði
ekkert í mister Sigurðssyni, hann
talaði bestu ensku sem heyrðist í
breska her hans hátignar konungs-
ins.
Jón var vel hagmæltur og ég vil
segja skáld enda þýðandi góður
enda eru í söngbók Hjálpræðishers-
ins sálmar er haiin hefur þýtt úr
erlendum málum og eins eftir hann
sjálfan eins og 296 í söngbókinni,
einn fallegasti vitnisburður í þeirri
bók og er þó af miklu að taka.
Oft á tíðum fór ég villur vegar
vafínn myrkri og geig á efans braut.
Fallinn djúpt í set og sindur þegar
sjúkur loks ég flýði í drottins skaut.
Þar ég fyrirgefning’ fann og græðslu
frelsuð sál mín blóði og eldi skírð;
gleði fyllt og hrein af efa og hræðslu.
Halelúja syngi guði dýrð.
Aldrei bregðast drottins dýru heiti
dagur hvers þess sönnun færir mér
er í hlýðni boðum hans ég breyti
blítt mér hljómar: Náð min nægir þér.
Mætti ekkert framar ótta valda
eða ginna mig af lífsins stig,
ég er sæll og ég vil Guði gjalda
glaða þökk hann endurleysti mig.
Oðum liða ævi minnar dagar,
óðum nálgast sú hin mikla stund
er í náð það hæstum Guði hagar
héðan mig að kalla á sinn fund.
Þá ég skal með fegra iagi og ljóði
lausnaranum þakka hans ríku náð
Halelúja hans með eigin blóði
heitið mitt í lífsins bók er skráð.
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
blónfiiciicil
Jón gaf sig til kaþólskrar trúar
á efri árum og var það sem annað
sem hann tók fyrir í lífinu allt gert
í auðmýkt og trúarstyrk enda ein-
Iægur trúmaður.
31. maí 1939 giftist Jón í fyrra
sinni Sigríði Kristjánsdóttur en þau
slitu samvistir eftir sjö ára sambúð.
Kann ég ekki að greina frá þeirri
konu, sá hana aldrei. Síðasta ár
dvaldi Jón á Hrafnistu hér í Reykja-
vík og þar kynntist hann seinni
konu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur,
mikilli ágætiskonu sem studdi hann
og dáði.
Ég fer nú að enda þessar fátæk-
legu línur en ég þakka Guði fyrir
að hafa fengið að kynnast Jóni og
öðlaðist dýpri merkingu í lífið við
þau kynni og ég vona að mér auðn-
ist að sjá mér færari menn gera
þessum mikla persónuleika betri
skil, því af nógu er að taka en að
endingu bið ég Guð að blessa eftir-
lifandi konu hans og styrkja hana
í komandi framtíð. Ég kveð Jón
með þakklæti. Hvili hann í friði og
guð blessi hann.
Ásgeir H.P. Hraundal.
Hér kveð ég góðan dreng. Góðan
vin minn. Mann, sem ég kynntist
nokkuð snemma þótt það tæki mig
meira en hálfa ævina að átta mig
á þeim kærleik og þeirri hlýju sem\
stöðugt logaði undir kankvíslegri
framkomunni.
Hann hét Jón Sigurðsson, en
sótti annað nafn til viðbótar, „Krist-
ófer“, inn að rúmstokki mikilmenn-
is sem kvaddi þennan heim á holds-
veikraspítalanum í Laugarnesi, en
vinur Jóns, eitt af stórskáldum okk-
ar, bætti um betur og varpaði ævin-
týraljóma á titilinn með því að
bæta gráðunni sem Jón ávann sér
í Hjálpræðishernum aftan við nöfn-
in og úr varð það heiti sem áunnið
hefir sér heiðurssæti í sögunni: Jón
Kristófer Kadett:
Ef annar hvor okkar Jóns hefði
sloppið við að drekka sér til óbóta
er hætt við að við hefðum ekki
kynnst. Má því segja, að fátt sé svo
með öllu illt að ekki boði nokkuð
gott. Við drukkum ekki oft saman,
og þó, en Jóni tók ég fýrst eftir
vitnandi úti á Lækjartorgi með
Hjálpræðishernum og þótt fram-
koma Jóns snerti þá skopskyn mitt
átti ég eftir að kynnast því til hlítar
að honum var fúlasta alvara við
boðun fagnaðarerindisins. Framan
af ævinni vorum við kunningjar, en
eftir að fundum okkar bar saman
innan AA-samtakanna hændumst
við smám saman hvor að öðrum
uns úr varð vinátta.
Jón er í mínum huga dæmi um
mann á ævilöngum flótta frá sjálf-
um sér. Það vill enginn drekka eins
og hann Jón gerði, það vill enginn
drekka eins og ég drakk, það vill
enginn drekka sér til óbóta, en við
gerum það samt. Jón var skáld, Jón
var svo mikið skáld að hann þurfti
ekki einu sinni að yrkja til að svala
skáldgáfunni því í öllu sem hrærð-
ist sá hann líf, fegurð og samruna
til framþróunar.
Aumt var sterkt, dimmt varð
bjart, illt hélt áfram að vera illt
þangað til hið góða yfirskyggði það.
Jón var trúaður — mjög trúaður
maður. Hann mun hafa sótt traust
sitt á Frelsarann til vina sinna í
Hjálpræðishernum, en neistann
sagðist hann hafa fengið úr Helga-
kveri, og man ég til þess að hann
aumkvaði mig að ég skyldi hafa
verið kominn af bamaskólastiginu
þegar hætt var að krefjast þess að
Helgakverið væri lært utanbókar.
Hann reyndi samt ekki að útskúfa
mér úr félagi trúaðra og áttu skoð-
anir okkar á trúmálum eftir að
krossast allrækilega innan AA, báð-
um til góðs. Við trúðum því að
máttur okkar sterkari gæti gefið
okkur vitið á ný. Og hvað drykkju-
skapinn snertir þá vorum við bæn-
heyrðir, annar fyrr en hinn seinna,
enda efaðist hvorugur um boðskap-
inn sem segir: Leitið og þér munið
finna, knýið á og fyrir yður mun
upp lokið verða.
Vinur minn átti eftir að lifa það
að finna gæfuna, finna svo rækilega
fyrir henni að á áttræðisaldri hlakk-
aði hann til hvers dags og kveið
engu. Lífslánið sótti hann til kon-
unnar sem hann giftist á gamals
aldri, en endurnýjun lífsneistans
sótti hann til Frelsarans sem vinir
hans í Hjálpræðishernum höfðu
gróðursett svo rækilega í sálu hans
að honum fannst ekki lengur taka
því að brúka kjaft þegar rakin tæki-
færi til skoðanaskipta rúlluðu upp
í fangið á honum.
Steinar Guðmundsson.
t
Bestu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa
HERMANNS EGILSSONAR
frá Galtalæk
f Biskupstungum.
Jensfna Jónatansdóttir,
Jónatan Hermannsson, Þórhildur Oddsdóttir,
Steinunn Hermannsdóttir, Ingjaldur Pétursson
og barnabörn.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
KRISTINS ÓLASONAR
fv. brunavarðar,
Dalbraut 20,
Reykjavfk.
Hrafnhildur Kristinsdóttir, Hjörvar Sævaldsson,
Kristinn Ó. Kristinsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir,
Einar Á. Kristinsson, Rebekka Ingvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
LEGSTEIN^V^^
HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI • SlMI 652707
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — slmi 681960
Lei Framleiðum alls Veitum fús umi ícftpinar Jðllillllll r stæfðir og gerðir af legsteinum. lega upplýsingar og ráðgjöf jerð og val legsteina.
1 S.HELGASON HF STEIVISMKMA 3KBUMÚVEGI 48-SlMl 76677
NYTT SIMANUMER HJA
SLYSAVARNAFÉLAGINU
62-7000
Slysavarnafélag Islands hefur fengió nýtt
símanúmer. Framan við gamla númerið
27000 hefur verið bætt tölustafnum 6.
Nýja símanúmerið er: 62-7000 - 62-7000.
Slysavarnafélag íslands.
utanhússklæðning
Eru eftirfarandi vandamál
að angra þig?
ALKALI-SKEMMDIR
FROSTSKEMMDIR
LEKIR VEGGIR
SIENDURTEKIN MALNINGARVINNA
LÉLEG EINANGRUN
EILÍFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
sto-utanhússklæðningarinnar:
STO-KLÆÐNINGIN
...er samskeytalaus akríl-klæðning
...er veðurþolin
...leyfir öndun frá vegg
...gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri
...er litekta og fæst í yfir 300 litum
...er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott
STO-KLÆÐNINGUNA
...er unnt að setja befnt á vegg, plasteinangrun eða steinull
...er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er,
án tillits til aldurs eða lögunar
Sto-klæðningin þekur 50 þúsund fermetra vfðs vegar um land
STO-KLÆÐNINGIN ENDIST STO-KLÆÐNING
- ÞÝSK GÆÐAVARA jft Á ÍSLANDI í 6 ÁR
BÍLDSHÖFÐA 18
112 REYKJAVÍK
RYÐI”
SÍMI 91 - 67 33 20
FAX 91 - 67 43 20