Morgunblaðið - 07.06.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.06.1992, Qupperneq 32
fWtr0«iMíií>i!í> ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Vegna breytinga og stækkunar á gjörgæslu- deild Borgarspítalans getum við boðið eftir- taldar stöður hjúkrunarfræðinga: • Stöðu deildarhjúkrunarfræðings/verkefn- isstjóra I á vöknun. Deildarhjúkrunarfræð- ingur/verkefnisstjóri I hefur umsjón með hjúkrun á 10 rúma vöknunareiningu og heyrir undir hjúkrunarstjóra gjörgæslu- deildar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu í bráða-, svæfinga- eða gjörgæsluhjúkrun. • Stöður hjúkrunarfræðinga á gjörgæslu- deild. í boði er mjög áhugaverð einstakl- ingshæfð aðlögun, sem byggist á tilsögn, sýnikennslu og umræðum ásamt sjálf- stæðum verkefnum. Vinsamlegast leitið upplýsinga hjá Kristínu Gunnarsdóttur hjúkrunarstjóra, í síma 696331 eða 696332. Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinnar starfsemi á hjartadeild Borg- arspítalans óskum við eftir að ráða hjúkrun- arfræðinga á allar vaktir. Hjartadeildin er 27 rúma deild, þar sem fram fer hjúkrun sjúkl- inga með bráða hjartasjúkdóma. Boðið er upp á einstaklingsbundna aðlögun. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá Dagbjörtu Þyrí Þorvarðardóttur hjúkrunarstjóra, í síma 696567. Geðdeildir Borgarspítaia Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á A-2, Borgarspítala, sem er bráðamóttökudeild fyrir geðsjúka. Deildin skiptist í tvær eining- ar, sem hafa náið samband sín á milli. í boði er m.a.: ★ Vinnuhlutfall samkvæmt samkomulagi. ★ Möguleiki á föstum vöktum. ★ Starf við fjölbreytt verkefni, tengd með- ferð og fræðslu. ★ Skipulögð aðlögun undir handleiðslu. ★ Aðstaða til líkamsræktar. ★ Barnaheimili. ★ Góður vinnuandi. Nánari upplýsingar um deildina og stofnun- ina gefur Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 696-355. Hjúkrunarfræðingar - sérkennarar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi vant- ar hjúkrunarfræðing og sérkennara til starfa næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-12544. Skólameistari. Leikskólar Reykjavíkurborgar Nýtt skóladagheimili: Foldakot við Logafold Starfsfólk óskast í eftirtaldar stöður: Yfirfóstru, deiidarfóstru, aðstoðarfóik í eldhús og inni á deild, matráðskonu og í ræstingu. Aætlað er að opna skóladagheimilið um miðjan ágúst. Daglegur opnunartími er kl. 7.30-17.30. Upplýsingar gefa forstöðumenn, Gyða Þóris- dóttir og Sigríður Sigurðardóttir, í síma 683077. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Adminislralion ot occupatlonal safety and health Bildshöföa 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík Mengunarmælingar Óskað er eftir að ráða efnafræðing/efnaverk- fræðing eða annan með sambærilega menntun til starfa við mengunarmælingar á vinnustöðum. Lögð er áhersla á kunnáttu í hollustuháttum á vinnustöðum (industrial hygiene). Starfsþjálfun erlendis kemur til greina. Upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkisins, Reykjavík, fyrir 1. júlí. Nánari upplýsingar veitir Víðir Kristjánsson yfirdeildarstjóri í síma 91-672500 'W Mosfellsbær Leikskólinn Hlíð, óskar eftir að ráða eftirfar- andi starfsfólk. 1. Fóstru til að sjá um hreyfiþjálfun barnanna í sal, einnig kemur til greina að ráða íþrótta- kennara eða annað uppeldismenntað fólk. 2. Deildarfóstru á deild 3 - 6 ára barna. 3. Starfsmann á deild 2 - 4 ára barna, vinnu- tími frá 13.00 - 18.00. Störfin eru laus frá 10. ágúst (eða eftir sam- komulagi). Upplýsingar gefur Gunnhildur Sæmunds- dóttir leikskólastjóri í síma 667375. Leikskólinn Hlaðhamrar óskar eftir að ráða eftirfarandi starfsfólk; 1. Fóstrur óskast og/eða annað uppeldis- menntað fólk. 2. Annað starfsfólk. Upplýsingar gefur Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri í síma 666351. Félagsmálastjóri. íþróttakennarar íþróttakennara vantar að Héraðskólanum að Núpi. Kennsla í 10. bekk og 2 ára framhalds- deild, þar með talin íþróttabraut. Mikil vinna í boði. Upplýsingar í símum 94-8222, 94-8236 og 94-8241. Sölu- og skrifstofu- starf Vélainnflytjandi óskar eftir að ráða starfs- kraft í framtíðarstarf til sölu- og skrifstofu- starfa. Um er að ræða yfirgripsmikið starf við sölu og kynningu á vélum, tækjum og tilheyrandi búnaði. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sölu- og skrifstofustörfum og áhuga á vélum. Nauðsynlegt er að viðkom- andi eigi auðvelt með að vinna skipulega og sjálfstætt. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast skilað á auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 7984“ fyrir 16. júní nk. Heimilisvöruverslun Ert þú að leita að krefjandi framtfðarstarfi? Sérhæft sölu- og afgreiðslustarf er laust hjá þekktu fyrirtæki í Reykjavík, sem selur fallega heimilisvöru, m.a. búsáhöld, ýmsa aðra smá- vöru og stærri heimilistæki. Vinnutími fylgir venjulegum opnunartíma verslana. Við leitum að konu til starfa í búsáhalda- deildinni. Menntun frá Hótel- og veitinga- skólanum eða Húsmæðraskóla væri æskileg. Smekkvísi í vöruframsetningu og góð vöruþekk- ing nauðsynleg. Sjálfstæði og frumkvæði í vinnu skilyrði. Æskilegur aldur 35-40 fára. Einnig leitum við að karlamnni til starfa í heimilistækjadeild til að selja stærri heimilis- tæki. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf- stætt, hafa frumkvæði og reynslu af sölu- mennsku. Æskilegur aldur 30-40 ára. í boði eru tvö góð framtíðarstörf fyrir dug- mikla einstaklinga hjá traustu fyrirtæki. Áhugaverð laun eru í boði. Upplýsingar veitir Katrín S. Ólafsdóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf - Skeif- unni 19, á eyðublöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyri 12. júní nk. Hagvangur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.