Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 21 Ólympíuskákmótið í Manila: * Islendingar í 7.-10. sæti fyr- ir síðustu umferð mótsins Fengu 3 vinninga í viðureigninni við Rúmena í 13. umferð í gær MIKILL fögnuður ríkti í herbúðum íslensku skáksveitarinnar eftir viðureig-nina við Rúmena í 13. umferð skákmótsins í Manila í gær en íslensku skákmennirnir bættu við sig 3 vinningum í gær og eru í 7.-10. sæti á mótinu þegar lokaumferðin hefst á morgun. Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Arnason unnu sínar skákir gegn Istrat- escu og Ionescu en skákir Jóhanns Hjartarsonar og Margeirs Péturs- sonar enduðu með jafntefli. íslenska sveitin tefldi gegn Rúss- um í 11. umferð á laugardag og náðu 1 1/2- vinningi gegn 2 1/2 vinningi Rússa. Jóhann Hjartarson sá aldrei til sólar í viðureigninni gegn heimsmeistaranum Kasparov og tapaði en skákum Margeirs og Khalifmans, Helga og Kramniks og Jóns L. og Vyzmanavin lauk öllum með jafntefli. Er árangur Helga talsvert afrek þar sem Kramnik, sem virðist vera nýjasta stjarnan á skákhimninum, hefur þegar fengið 8 1/2 vinning úr 9 skákum á mót- inu. Helgi hafði lengst af heldur lakara tafl, en var aldrei í verulegri taphættu. íslenska sveitin náði 11/2 vinn- ingi gegn 2 1/2 vinningi Þjóðveija í 12. umferð skákmótsins og ollu þau úrslit Islendingunum nokkrum vonbrigðum en þeir ætluðu sér sig- ur gegn Þjóðverjum enda þótt Þjóð- veijarnir séu með sterkara lið á pappírnum. Úrslitin urðu þau að Jóhann og Lobron gerðu jafntefli, Hertneck vann Helga og Jón L. og Hort og Hannes og Lutz gerðu jafn- tefli. íslenska sveitin lagði upp með þá hernaðaráætlun í viðureigninni við Þjóðveija að reyna fyrst og fremst að ná fram sigri með hvítu LISTAHATIÐIN LOFTÁRÁSÁ SEYÐISFJÖRÐ: Dagskráin í dag Gallerí Ingólfsstræti Gunnar Kvaran flytur Sellós- vítu nr. 1 í G-dúr eftir J.S. Bach. Sigríður Elliðadóttir söngkona og Vilhelmína Ólafs- dóttir píanóleikari flytja lög eftir Óskar Guðmundsson, blökkumannasálma og aríu eft- ir Rossini, Bizet og Bellini. Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau og Anna Guðný Guðmundsdóttir leika kammertónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Jón Stefánsson, Þórarinn Torfason, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Torfi Ólafsson flytja ljóð. mönnunum en tefla gætilega með svörtu. Þetta gekk vel framanaf og drógu Jóhann og Jón L. vígtennurn- ar úr sínum andstæðingum og náðu hálfum vinningi fyrirhafnarlítið. Á hinum borðunum höfðu íslending- arnir betri stöður. Skák Helga og Hertnecks var þó mjög flókin og staðan viðkvæm. Náði andstæðing- urinn hættulegri kóngssókn á mikil- vægu augnabliki þegar Helgi lék af sér og náði síðan að skipta upp í unnið endatafl. Hannes tefldi lengi vel af sama öryggi og í fyrri skákum og allt stefndi í sigur hans en Þjóðveijarn- ir voru sjálfir búnir að afskrifa Lutz. Ef til vill hefur reynsluleysi Hannesar háð honum þegar hér var komið og hann flýtt sér um of. Ollu þessi úrslit verulegum von- brigðum að sögn Áskels Kárasonar, fararstjóra liðsins, og eru í raun fyrstu slæmu úrslitin í öllu mótinu fyrir íslendingana en eftir 12 um- ferðir hafði íslenska sveitin teflt við 7 af 8 sterkustu sveitum mótsins. Því var ljóst að íslenska sveitin yrði að ná mjög góðum úrslitum í loka- umferðunum til að eiga von um að bæta besta árangur Islendinga til þessa, sem var 5. sæti á Ólympíu- skákmótinu í Dubai árið 1986. Af öðrum úrslitum í 12. umferð má nefna að Rússland vann Bosníu 3-1, Uzbekistan vann Armeníu 2 1/2- 1 1/2, lettneska sveitin vann bandarísku sveitina 2 1/2-1 1/2, sveit Georgiu vann Ungveijaland 2 1/2-1 1/2, Indland vann England 2 1/2-1 1/2 og Israel vann Moldóvu með 3 1/2 vinningi gegn 1/2. í 13. umferð sem tefld var í gær náðist hins vegar góður árangur íslensku skákamannanna en ís- lenska sveitin náði 3 vinningum gegn 1 vinningi rúmensku sveitar- innar. Var baráttan geysilega hörð í þessari viðureign. Jóhann hafði hvítt gegn Suba á 1. borði og end- aði skákin með jafntefli. Margeir og Marin gerðu einnig jafntefli en Jón L. vann Ionescu og Hannes vann Istratescu. Voru skákir Jóhanns og Margeirs báðar afar flóknar og tvísýnar. Jó- hann hafði þijú peð gegn hrók Suba í lokastöðunni, efr neyddist til að þráskáka vegna stórhættulegra ^ _______ Olafur Thors og land- helgismálið í Stefni STEFNIR, tímarit um stjórnmál og menningu, er komið út og er það 1. tölublað 43. árgangs. Helsta efni blaðsins er grein Davíðs Ólafssonar, fyrrv. Seðla- bankastjóra, og ber hún heitið Landauðn eða landhelgi og fjall- ar um Ólaf Thors og landhelgis- málið. Meðal annars efnis í blaðinu má nefna grein eftir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sem nefnist Ný viðhorf í utanríkismálum og Björn Bjarnason, alþingismaður ritar um hrun Sovétríkjanna og áhrif þess á íslensk stjómmál. í grein Ólafs G. Einarsson, menntamálaráðherra, fjallar hann um menntun og menn- ingu sem lykil að velferð og fram- förum. ólafur segir í greininni, að hann hafi verið þeirra skoðunar að skynsamlegt sé að skipta mennta- málaráðuneytinu í tvennt, ráðuneyti menntamála og menningarmála. hótana Subas. Margeir þræddi ein- stigið í erfiðri skák gegn Marin og virtist ná betri stöðu um síðir en þá náði Rúmeninn að þvinga fram jafntefli. Istratescu tefldi stíft til jafnteflis í viðureigninni við Hannes sem tókst með seiglunni að ná fram vinningi úr þröngri stöðu. Er sigur Hannesar mjög mikilvægur bæði fyrir sveitina og hann sjálfan en Hannes þarf nú einungis að tefla eina skák til viðbótar til að ná þriðja áfanga að stórmeistaratitli og skipta úrslit skákarinnar engu máli í því sambandi. Hins vegar er óvíst að titillinn fáist staðfestur strax þar sem Hannes hefur ekki náð þeim 2.500 stigum sem krafist er. Nokkrum biðskákum var enn ólokið í gær en staða efstu liða fyrir síðustu umferð mótsins sem fram fer á morgun var þessi: Rúss- ar eru í 1. sæti með 37 vinninga, armenska sveitin er í öðru sæti með 32 1/2 vinning og Uzbekistan í þriðja sæti með 32 vinninga. í 4.-6. sæti eru Bandaríkin, Lettland og ísrael með 31 1/2 vinning. íslend- ingar, Englendingar og sveitir Tékkóslóvakíu og Bosníu eru svo í 7.10. sæti með 31 vinning. LEIÐBEINENDA NÁMSKEIÐ í SKYNDIHJÁLP Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands heldur LEIÐBEIN- ENDANÁMSKEIÐ í SKYNDIHJÁLP dagana 28. ágúst til 5. september n.k.. Námskeiðið er ætlað fólki úr heilbrigðisstéttum, sjúkraflutningamönnum og félögum úr hjálpar- og björgunarsveitum. Námskeiðinu lýkur með prófi og öðlast þátttakendur réttindi til að kenna almenningi skyndihjálp. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími 91-626722 Stefr.ir kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri blaðsins er Árni Sig- urðsson. BARUSTAL KLÆÐIR HðSIÐ MTT Sígilt form. Litaö eöa ólitaö. Afgreitt í lengdum aö ósk kaupenda. Hagstætt verð. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ, SÍMI 652000 ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.