Morgunblaðið - 23.06.1992, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992
37
250 röntgenlækn-
ar þinga í Reykjavík
RÁÐSTEFNA Norrænna röntgenlækna, Nordiska Radiologkongress-
en, hin fimmtugasta í röðinni, verður haldin í Háskólabíói 23.-26.
júní. Þetta er í þriðja sinn sem slík ráðstefna er haldin hérlendis.
Virkir þátttakendur eru lang-
flestir úr röðum norrænna röntgen-
lækna, um 250, þar af 26 frá ís-
landi en auk lækna sækja þetta
þing eðlisfræðingar og tæknimenn
og fulltrúar frá lyíja- og tækjafram-
leiðendum. Með mökum þátttak-
enda sækja þetta þing á fímmta
hundrað manns. Vísindalegir fyrir-
lestrar fara fram samtímis í þremur
sölum í Háskólabíói. Fjallað verður
um flest svið myndgreiningartækni.
Eftir hádegi á miðvikudag verður
fjallað um bijóstaröntgenrannsókn-
ir og m.a. greint frá niðurstöðum
úr fyrstu umferð hópleitar að
bijóstakrabbameini með röntgen-
myndatöku á vegum Krabbameins-
félags íslands. Þrír erlendir gestir
flytja fyrirlestra um bijóstamynda-
rannsóknir og hópskoðun við leit
að krabbameini. Þá verða fyrirlestr-
ar um ísotóparannsóknir í öðrum
sal. í þriðja salnum verða flutt fijáls
erindi um segulómunarrannsóknir.
I öðrum sal verða flutt fijáls erindi
og í þriðja salnum verður fjallað
um ómskoðanir (sonar).
Þar sem þetta er 50. þingið var
ákveðið að allir þátttakendur færu
í sameiginlega Þingvallaferð auk
þess sem Nesjavallavirkjun verður
skoðuð eftir hádegi á fímmtudag.
Á föstudaginn verða flutt erindi
er tengjast rannsóknum á miðtaug-
akerfí. Eftir hádegi verður talað um
gæðamál og flytja þar erindi K. J.
Olesen frá Kaupmannahöfn og
Gunnar H. Guðmundsson, Reykja-
vík.
Setningarathöfn þessa þings
héfst á miðvikudagsmorgun kl. 9.30
í Háskólabíói að viðstöddum forseta
íslands og vemdara þingsins Vig-
dísi Finnbogadóttur. Heiðursfyrir-
lestur við opnun þingsins flytur
Ásmundur Brekkan prófessor. Ás-
mundur nefnir fyrirlesturinn „Kan
vi vad vi förmár?“, „Völdum við því
sem við getum?“ og höfðar hann
þar til þeirrar geysiöru þróunar sem
er og hefur verið í læknisfræðilegri
myndgreiningu á síðustu áratugum.
Norræn röntgenlæknaverðlaun
verða veitt íslendingi skv. sjóðsregl-
um við opnunarathöfnina. Hamra-
hlíðarkórinn mun syngja undir
stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kl.
11.30 flytur Holger Petterson frá
Lundi erindi um segulómunarrann-
sóknir og þróun þeirra síðustu 10
árin.
Nokkur fyrirtæki hafa leigt
svæði í anddyri Háskólabíós og
verða þar með sýningu og kynningu
á meðan á ráðstefnunni stendur.
Forseti þingsins er Öm Smári Am-
aldsson yfírlæknir röntgendeildar
Borgarspítalans, ritari er Baldur
F. Sigfíísson dósent, yfírlæknir
röntgendeildar Krabbameinsfélags-
ins og gjaldkeri er Einar Stein-
grímsson sérfræðingur á röntgen-
deild Landakotsspítala.
Markaðsdagar í Kringluimi
FYRIRTÆKIN í Kringlunni hafa ákveðið að efna til sérstakra
markaðsdaga, sem nefndir eru Kringlukast. Þeir verða í fyrsta
sinn á miðvikudaginn og fimmtudaginn í þessari viku. Góðar vörur
verða á sérstökum tilboðum, sem gilda einungis þessa tvo daga.
Verslanir og flest þjónustufyrir-
tæki í Kringlunni verða með sér-
stök tilboð á nýjum vömm 24. og
25. júní. Fyrirtækin bjóða ýmist
eina vömtegund, vöraflokk eða
allar vömr í viðkomandi verslun. Á
meðan á Kringlukastinu stendur
er veittur 20-40% afsláttur á þeim
vömm sem tilboðin ná til.
Ekki er um útsölu eða rýmingar-
sölu að ræða og við undirbúning
er lögð áhersla á að í boði séu ein-
ungis nýjar vömr.
Það verður hægt að gera kjara-
kaup á fyrsta Kringlukastinu.
Samtals verða fyrirtækin í Kringl-
unni með rúmlega 140 tilboð og
auk einstakra tilboða verða nokkr-
ar verslanir með 20-25% afslátt
af öllum vömm sínum. Þær vömr
sem em á tilboði hjá hveiju fyrir-
tæki verða auðkenndar með sér-
stöku Kringlukastsmerki.
(Úr fréttatilkynningu.)
Heildarvinningsupphæfiin :
87.176.819 kr.
Rööln :X11 -222-22X-2121
13 réttir:
12 réttir:
11 réttir:
10 réttir:
184 raðir á
4605 raðir á
43.725 raðir á
233.214 raðir á
127.920 - kr.
3.210-kr.
350-kr.
0-kr.
7 raöir komu fram meö 13 rétta hérlendis aö þessu sinni.
Vinningsupphæöin fy rir 10 rétta flyst yfir á næstu viku þannig
aö búast má viö aö 1. vinningur veröi þá um 60 milljónlr. Þaö
er því til mikils aö vinna næsta laugardag. Muniö aö sölukerfi
lokar á laugardag kl 12.00.
Jón Garðar Henrýsson
Sýnir í Gallerí Ingólfsstræti
Á VEGUM óháðu listahátíðarinnar var opnuð
laugardaginn 13. júni sl. sýning á málverkum
Jóns Garðars Henrýssonar.
Sýningin er í Gallerí Ingólfsstræti, á horni Ing-
ólfsstrætis og Bankastrætis. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 28. júní. Opið er daglega frá kl. 14
til 18 og er aðgangur ókeypis.
M
A
itubrennslu
Oddný Ölqfsdóttir,
Edda Sigurbergsdóttir og
Jngibjörg Sigu röa rdóltir
misstu samtals
34 kg affitu.
Líkamsrœkt er ntí
peirra lifsstfU.
íMm.
og pú ncet'ö ánœgjttlegum árangrr
- mæting 5x í viku í leikfimi
- fitumælingar og vigtun
- matardagbók- þátttakendur skila matardagbók og fá
umsögn og ráðgjöf um breytt mataræði
- Ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði
- aðhald og hvatning
Skemmtilegir tímar í góðum félagsskap og þú losnar við óvelkomna fitu
og lærir að tileinka þér nýjan lífsstíl svo að aukakílóin verði ekki framar
vandamái. Þú færð allar upplýsingar í síma 68 98 68.