Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Umboðsmaður Alþingis: Gjaldtaka vegua toll- eyðublaða athuguð UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur óskað eftir því við fjármálaráðu- neytið að það geri grein fyrir því, hvernig staðið sé að töku gjalds fyrir tollskýrslueyðublöð og á hvaða lagaheimildum sú gjaldtaka sé byggð. Einnig óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið skýri, hvers vegna tollyfirvöld neita að taka við tollskýrslum, sem Verslunarráð íslands hefur prentað. Frá þessu er greint í frétta- bréfi Verslunarráðs íslands. Ríkistollstjóri hóf í lok febrúar að selja tollskýrslueyðublöð og kosta eyðublöðin á bilinu 40 til 70 krónur. Jónas Fr. Jónsson, lög- fræðingur Verslunarráðs, segir að ráðið hafi þegar í upphafi gert athugasemdir við þessa gjaldtöku og talið að hún hefði ekki laga- stoð. „Mat okkar er að þegar þjón- ustugjöld fara að vera í verulegu ósamræmi við kostnaðinn við veitta þjónustu, sé í raun um skattlagningu að ræða og hér er á ferðinni slíkt tilfelli," segir Jón- as. „Samkvæmt stjórnarskrá er óheimilt að leggja skatta á nema með lögum og við getum ekki séð að þessi gjaldtaka hafí slíka stoð. Það er vikið að þessum gjöldum í athugasemdum við íjárlagafrum- varpið en það er ekki nóg.“ Jónas segir að vegna þessarar afstöðu tollyfirvalda hafi Verslun- arráðið hvatt félagsmenn til að fá álit umboðsrnanns Alþingis á mál- inu. Umboðsmaður hafi nú vegna slíks erindis sent fjármálaráðu- neytinu bréf þar sem hann óski eftir skýringum á gjaldtökunni og því að tollyfirvöld hafni eyðublöð- um Verslunarráðs. Indriði Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að erindi umboðsmanns Alþingis sé nú til meðferðar þar og búast megi við svari ráðuneytisins á næstunni. Fé bjargað af Lágheiði Númi Jónsson bóndi'á Reykjarhóli í Fljótum og syn- ir hans þrír bjarga þremur hrútum sínum úr sjálf- heldu á Lágheiði, þar sem þeir sátu fastir í snjó- skafli. Þtjár klukkustundir tók að troða slóð fyrir skepnumar niður á færan veg. Búið var að fínna átta dauðar kindur í Fjörðum og Númi hafði fundið tvö dauð lömb í gær. Sjá Akureyrarsíðu, bls. 28. Hækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa gagnrýnd: Útboð Húsnæðisstofnunar gaf ekki tilefni til hækkunar — segir Elfar Gudjónsson, sölustjóri hjá Kaupþingi Jónas segir að þegar tollyfírvöld hafí hafíð sölu eyðublaðanna hafí Verslunarráð boðið félagsmönnum sínum sams konar eyðublöð þeim að kostnaðarlausu. Þau hafí verið nákvæmlega eins og eyðublöð tollsins, nema hvað þau hafí verið merkt Verslunarráði. Tollyfírvöld hefðu í samráði við fjármálaráðun- eyti neitað að taka við þessum eyðublöðum, þrátt fyrir að engin lagaákvæði séu um einkarétt tolls- ins á prentun slíkra blaða og þrátt fyrir að í þeim athugasemdum við fjárlagafrumvarp, sem áður var vísað til, væri greinilega ekki talið að sú skylda hvíldi á tollyfírvöldum að útbúa og afhenda þessi gögn. Buðu klám til sölu á Hlemini LÖGREGLAN handtók í fyrri- nótt tvo menn og eina konu sem grunuð eru um að hafa selt klám- myndbandsspólur, meðal annars á Hlemmi. Mennirnir voru vistað- ir á lögreglustöðinni yfir nótt og málið hefur verið sent til RLR. Maður gerði lögreglunni aðvart skömmu eftir miðnætti í gær að kona og tveir menn í bíl við Hlemm væru að bjóða til sölu klámmynd- bönd. Skömmu síðar handtók lög- reglan fólkið við Umferðarmiðstöð- ina. Við leit í bifreiðinni fundust 15 myndbandsspóiur með klámefni. Auk þess að bjóða til sölu klám- efni, sem er ólöglegt, er talið að fólkið hafi gerst sekt um ólöglega fjölföldun. ♦ ♦ ♦---- Hitaveitan: 19,9 millj. vegria end- urnýjunar BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að taka 19,9 milljóna króna til- boði lægstbjóðanda, Grétars Sveinssonar, í endurnýjun á hluta dreifikerfis Hitaveitu Reykjavíkur. Tvö tilboð bárust í verkið og er tilboð lægstbjóðanda 86,21% af kostnaðaráætlun, sem er rúmar 23 millj. Gunnar og Guðmundur sf. buðu 20,9 millj., eða 90,53% af kostnaðaráætlun. §Ú ÁKVÖRÐUN Landsbréfa hf., viðskiptavaka húsbréfa, að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna úr 7,15% í 7,25% á miðvikudag hefur hlotið nokkra gagnrýni á verð- bréfamarkaði, þ. á m. frá Kaup- Knapi á Ógát var Jón Þ. Ólafs- son en eigandi er Þorsteinn Ey- jólfsson. Búast má við spennandi keppni þegar í úrslitin kemur á sunnudag því stutt er í næsta hest sem er Hrafnfaxi frá Búð- ardal sem Einar Öder Magnússon sat en hann hlaut 8,44 í ein- kunn. Næstir komu Drómi frá Hrappsstöðum með 8,41, knapi Vignir Jónasson, Glæsir frá Vindheimum með 8,38, knapi Halldór Sigurðsson, Kveikur með 8,39, knapi Alexander Hrafn- kelsson, ísak með 8,32, knapi þingi og Verðbréfamarkaði ís- landsbanka. Ástæða fyrir hækk- uninni var m.a. sögð vera niður- staðan úr skuldabréfaútboði Hús- næðisstofnunar á þriðjudag þegar ákveðið var að taka tilboðum með Hörður Hermannsson, Hreggur frá Skógamesi með 8,32, knapi Lárus Hannesson og Stjarni frá Hafgrímsstöðum með 8,31, knapi Jóhann Hinriksson. Þessir átta hestar mæta í úrslit á sunnudag. Athygli vekur að öll eru þessi hross frá hestamannafélaginu Snæfellingi nema þau tvö fyrst- töldu en Ogát er frá Faxa í Borg- arfírði en Hrafnfaxi frá Glað í Dalasýslu. Kynbótadómnefnd mótsins dæmdi í gær hryssur en þær verða aftur sýndar á morgun laugardag. 7,15% eða lægyi ávöxtun. Þessi tvö verðbréfafyrirtæki telja að ekki geti verið samhengi á milli hækk- unarinnar og niðurstöðunnar úr útboðinu heldur hljóti aðrar ástæður að liggja þar að baki. Ásgeir Þórðarson, fprstöðumaður hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki gæti verið samhengi á milli hækkunar ávöxtunarkröfu húsbréfa og þeirrar niðurstöðu sem varð í uppboði Húsnæðisstofnunar. Hér væri um að ræða sambærileg bréf, t.d. hvað varðaði tímalengd, enda þótt húsnæðisbréfin væru einfaldari í umsýslu. Ástæðan hlyti fremur að vera aukið framboð húsbréfa hjá við- skiptavakanum því markaðurinn legði bréfín að jöfnu. Hann sagði að Verðbréfamarkaður íslandsbanka hefði keypt inn bréf miðað við 7,15% samningnum. Eldri samningur þjóðanna, sem gilt hefur undanfarin þijú ár, gerði ráð fyrir að íslendingar ættu rétt á 78% af leyfðum loðnukvóta, en Norðmenn og Grænlendingar 11% hvorir. Þetta hlutfall helzt óbreytt í nýja samningnum, sem tekur gildi 1. júlí næstkomandi og rennur út 30. apríl 1994. Samkvæmt samn- ingnum eiga löndin að leitast við að ná samkomulagi um heildarafla á loðnu á hverri vertíð, en náist ekki samkomulag fyrir ákveðinn tíma, ákveða íslendingar heildarafl- ann einhliða. Norðmenn og Græn- lendingar verða þó ekki bundnir af þeirri ákvörðun, telji þeir hana óvið- unandi. ávöxtunarkröfu framan af degi á miðvikudag en eftir að ljóst var orð- ið að viðskiptavakinn seldi húsbréf miðað við 7,25% ávöxtun hefði verið nauðsynlegt að hækka kröfuna. „Niðurstöður útboðs Húsnæðis- stofnunar gáfu ekkert tilefni til hækkunar á ávöxtunarkröfu hús- bréfa,“ sagði Elfar Guðjónsson, sölu- stjóri hjá Kaupþingi. „Áð mínu mati var þessi hækkun ávöxtunarkröfunn- ar óþörf nema ástæðan hafi verið sú að birgðir hafi safnast upp hjá Lands- bréfum. Það var mikið af peningum i umferð og t.d. gengu 200 milljónir ekki út í útboðinu. Ég er sannfærður um að Landsbréfum hefði tekist að selja húsbréf miðað við 7,15% ávöxt- unarkröfu. Hins vegar var ekki látið á það reyna.“ Elfar sagði að húsbréf og húsnæðisbréf væru nokkuð hlið- stæð bréf og því ekki óeðlilegt að ávöxtun þeirra væri sú sama. í bókun með samningnum segir að Norðmenn megi aðeins veiða 35% af bráðabirgðakvóta sínum innan íslenzkrar lögsögu. Áður máttu þeir veiða allan sinn afla inn- an landhelginnar ef þeim sýndist svo, án takmarkana nema hvað varðaði svæðalokanir og tímabund- in veiðibönn, að sögn Jóns B. Jónas- sonar, skrifstofustjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu. Landssamband útgerðarmanna lagðist síðastliðinn vetur gegn því að loðnuveiðisamningurinn yrði framlengdur óbreyttur og fór fram á niðurskurð á veiðiheimildum Norðmanna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ógát frá Þingnesi með hæstu einkunn út úr forkeppninni þrátt fyrir að vera fyrst í dóm, knapi er -Jón Þ. Ólafsson. Fjórðungsmótið á Kaldármelum: Sú fyrsta hafn- aði í fyrsta sætinu EKKI hefur það þótt vænlegt til árangurs að vera fyrstur í dóm í gæðingakeppni en undantekning frá þessari reglu átti sér stað á Fjórðungsmóti vestlenskra hestamanna á Kaldármelum í gær er hryssan Ógát frá Þingnesi hlaut hæstu einkunn 8,47 en hún var einmitt fyrst inn í dóm í B-flokki gæðinga á mótinu. Nýr samningur um skiptingu loðnustofnsins: Veiðar Norðmanna við Island takmarkaðar NÝR samningur milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um skiptingu norsk-íslenzka loðnustofnsins milli þjóðanna var undirritaður í Kaupmannahöfn í gær. í bókun við samninginn er gert ráð fyrir takmörkunum á veiðum Norðmanna í íslenzkri landhelgi, sem ekki voruj eldri samningi. Hlutfallsleg skipting loðnuafla á milli þjóðanna er hins vegar sú sama og í gamla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.