Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 17 Framtíð á Evrópsku efnahagssvæði? eftir Kristínu Ástgeirsdóttir Á næstu mánuðum munu íslend- ingar glíma við spurninguna um að- ild að Evrópsku efnahagssvæði (EES) og í framhaldi af því hvort aðild að Evró_pubandalaginu komi til greina fyrir Islendinga. Fyrir síðustu kosningar lýstu allir stjómmálaflokkar því yfir að aðild að EB væri ekki á dagskrá. Hins vegar hefur það gerst á síðustu mánuðum að æ fleiri velta vöngum yfir aðild að EB og vilja kanna hvað hún felur í sér. Við Kvennalistakonur höfum tekið þann pól í hæðina að sjálfsagt sé að kanna málið frá öllum hliðum til þess að íslendingar viti um hvað valið stendur. Við erum þó sannfærð- ar um að íslendingar eigi að bíða átekta og hafna aðild að EES og EB. Mín skoðun er sú að meðan ring- ulreið ríkir í Evrópu, hvort sem lítið er til vesturs eða austurs, sé rétt fyrir okkur að skoða okkar gang, þrýsta á samþykkt GATT- samning- anna sem m.a. opna nýja möguleika fyrir sjávarútveginn, kanna aukin viðskipti við Asíulönd, Bandaríkin og Kanada og leita eftir tvíhliða samn- ingum við Evrópuríkin. Þótt við höfn- um EES þurfa kjör okkar ekki að versna, vegna þess að í gildi eru við- skiptasamningar við þessi lönd og við getum leitað nýrra leiða. Hvað vinnst og hvað tapast? Þótt margir neiti því að með aðild að EES sé ísland komið inn í for- dyri Evrópubandalagsins og álíti að hægt verði að búa við samkomulagið til frambúðar, eru þeir margir sem telja að sú sambúð verði afar ófull- nægjandi til lengdar, enda yfirlýst markmið nánast allra ríkisstjórna EFTA-þjóðanna að sækja um aðild að EB. Við hljótum að spyija okkur hver sérstaða Islands sé, hvers vegna ætti annað að gilda um okkur en hinar EFTA-þjóðimar þegar til lengdar lætur? Hversu lengi heldur sjávarútvegsstefna EB okkur utan dyra? Hvemig framtíð vilja íslend- ingar fyrir böm sín? Viljum við ís- land innan eða utan hinna stóm efna- hagsheilda, sem stefna að því að verða stórríki Evrópu? Vilja íslenskar konur tengjast á afgerandi hátt svæði þar sem staða kvenna er allt önnur og verri en við þekkjum? Hvað vinnst og hvað tapast? Þessum spurningum verður að svara í um- ræðum næstu mánaða. Ég ætla hér á eftir að velta upp spurningum sem snerta stóru línurn- ar í málinu og snerta atriði sem ég tel vert að íhuga í umræðunni um aðild að EES. Evrópubandalagið verður að bíða betri tíma, þótt ég telji reyndar afar erfítt að slíta þessi mál í sundur. Hvað kostar EES okkur? 1: EES samningurinn og sú hugs- un sem að baki býr byggist á vest- rænum hugmyndaheimi þar sem hagvöxtur, fijáls samkeppni, iðnað- ur, neysluhyggja, hagur fýrirtækj- anna og karlveldi ráða för. Hagspek- in er augnabliksins þar sem gagnrýn- islaus markaðshyggja situr í önd- vegi. EES er framtíðarsýn þeirra sem telja að vestrænt hagkerfi sé hið eina rétta, hið stóra sé fremra hinu smærra, einsleitni betri en fjöl- breytni, lögmál efnahagslífsins æðri lögmálum mannlífsins. EES sprottið upp úr andlausu embættismanna- veldi Evrópubandalagsins þar sem lýðræði er af skomum skammti og afar langt á milli kjósenda og ráða- manna. Hvað verður um lýðræðið og áhrif almennings á svæðinu og hvemig skyldi konum ganga að bæta hag sinn í þessari paradís stórfyrir- tækjanna? 2. Meðan blæðandi sár móður Jarðar kalla á umönnun og gjör- breytta lifnaðarhætti vestur- landabúa, blása karlarnir til áfram- haldandi sóknar í sömu átt og fyrr, til að auka hagvöxtinn og tiil að Evrópa nái til sín stærri skerf í sam- keppninni við Bandaríkin og Japan. Sú stefna gengur þvert á brennandi þörf fyrir sjálfbæra þróun og aukið jafnvægi milli ríkra þjóða og fá- tækra. 3. Samningurinn mun kalla á gíf- urlegt kerfi, stofnanir og þjónustu bæði heima fyrir, sameiginlega fyrir samningsaðila og sérstaklega, fyrir EB annars vegar og EFTA hins veg- ar. Hér á landi liggur ekki fyrir nein úttekt á því hvað samningurinn muni kosta okkur eða hvaða áhrif hann muni hafa á atvinnu- og efnahagslíf til góðs eða ills. Því er einfaldlega haldið fram að áhrifin verði mikil og góð fyrir efnahagslífið, án þess að það sé rökstutt á nokkurn hátt, en niðurstaðan gæti orðið önnur. Hjálpræðið kemur að utan 4. EES á að verða hið nýja hjálp- ræði í þrengingum þjóðarinnar, án þess að skýrt sé hvemig það á að gerast. Enn einu sinni er þjóðinni ætlað að trúa á töfralausn að utan, meðan staðreyndin er sú að framtíð- in er og á að vera í höndum okkar sjálfra. Stóra spumingin er hvort við ráðum við samkeppnina að utan? Hvað um íslenska verktaka ef mun stærri fyrirtæki úti í Evrópu bjóða í verklegar framkvæmdir hér? Hvað um íslenskan iðnað sem nú býr við samdrátt í útflutningi, væntanlega vegna þess að hann á erfitt uppdrátt- ar í samkeppninni? Hvernig em bankar, tryggingafélög og aðrar þjónustustofnanir sem samningurinn nær til búnar undir vaxandi sam- keppni? Hvað um þær gífurlegu fjár- festingar sem þörf verður á til að íslenskur sjávarútvegur geti sent Kristín Ástgeirsdóttir „Þótt margir neiti því að með aðild að EES sé ísland komið inn í for- dyri Evrópubandalags- ins og álíti að hægt verði að búa við sam- komulagið til frambúð- ar, eru þeir margir sem telja að sú sambúð verði afar ófullnægjandi til lengdar, enda yfirlýst markmið nánast allra ríkisstjórna EFTA- þjóðanna að sækja um aðild að EB.“ fullunnar sjávarafurðir í auknum mæli á markað í Evrópu, þar sem samkeppnin er mikil fyrir, hvaðan eiga þeir peningar að koma? 5. Samningurinn um EES mun gera okkur erfiðara fyrir að móta það þjóðfélag sem við viljum skapa sum hver, þ.e. þjóðfélag sem byggist á jöfnuði, velferð fyrir alla, lýðræði og jafnvægi manns og náttúru. Ástæðan er sú að við verður bundin af ótal reglum og þeirri hugmynda- fræði sem gegnsýrir ekki aðeins samninginn heldur hugmyndagrun- dvöll EB. í mörgum ríkjum Evrópu- bandalagsins er launum haldið niðri og verið að skera niður velferðarkerf- ið. Forsendan er sú að gera þurfí þjóðimar samkeppnisfærar á mark- aðssvæðinu. Ríkisstjórn íslands er reyndar byijuð á sama verki í sam- ræmi við það sem koma skal með efnahagssvæðinu. Hvemig „þarf“ að breyta íslensku velferðarkerfi til að íslendingar verði samkeppnisfærir í launum og sköttum? Hvernig eiga sveitarfélög og ríkið að afla sér þeirra tekna sem þau verða að afsala sé_r vegna EES (t.d. aðstöðugjöldin). Á að mæta tekjutapinu með niður- skurði á velferðinni? Tollalækkanir duga skammt þar á móti. EB mótar stefnuna 6. Með EES-samningnum er kúrs- inn tekinn í ákveðna átt. Það er ver- ið að steypa ríki Evrópu í sama mót, heild sem bundin verður af tug- þúsundum laga og reglugerða sem gilda eiga fyrir allt svæðið en em til orðin innan EB. Með EES-samn- ingnum em íslendingar að gerast aðilar að samkomulagi sem Evrópu- bandalagsþjóðirnar höfðu þegar gert, þó með nokkrum fyrirvömm og ör- yggisákvæðum. Það skal tekið fram að í reglum EB er margt gott að finna, enda em þau lönd komin lengra en við á ýmsum sviðum t.d. í umhverfismálum, en þær peglur sem horfa til góðs getum við'tileink- að okkur án aðildar að EES. Málið snýst um það að meta samn- inginn í heild og áhrif hans á ís- lenskt samfélag. Þar er ekki um neitt smáræði að tefla, heldur sjálft fjórfrelsið: fijálsa vömflutninga, þjónustu (m.a. banka- og trygginga- starfsemi), fjármagnsflutninga (fjár- festingar) og fólksflutninga, auk þess sem samningurinn kemur inn á neytendavernd, stöðu vinnandi fólks, umhverfismál o.fl. Samningurinn takmarkar rétt okkar til að móta stefnu í þessum málaflokkum og við verðum að hlýða dómum að utan. í því felst ákveðið valdaafsal. Hentar slíkt kerfí í jafn litlu og sveiflu- kenndu samfélagi og við búum í? 7. Hversu lengi verður fullnægj- andi að taka við lögum og reglum frá Brussell og geta ekki haft nein áhrif á mótun þeirra? Málið verði borið undir þjóðina Þegar allt kemur til alls snýst EES-málið um það hvort við ætlum sjálf að ráða för. Hvort við ætlum að stefna samfélagi okkar með lýð- ræðislegum hætti í þá átt sem við teljum besta utan EB-veldisins, eða að gangast undir leiðsögn miðstýr- ingar- og karlaveldisbáknsins í Evr- ópu og takmarka þar með frelsi okk- ar til að velja og skapa, um leið og við afsölum okkur hluta þeirra rétt- inda sem tók forfeður okkar 114 ár (1830-1944) að ná úr höndum Dana. Við erum bundin af ýmsum alþjóð- legum samningum sem takmarka fullveldi okkar, en ég fæ ekki séð að EES-samningurinn færi íslenskri þjóð þá ávinninga sem réttlæti það valdaafsal sem hann felur í sér. Við komumst vart hjá því að fýlgja meg- instraumum í verslun og viðskiptum og að aðlagast breyttum kröfum, en það krefst ekki aðildar að stórum efnahagsheildum og það á ekki að gerast gagnrýnis- og hugsunarlaust- af því bara. Við skulum ekki mála skrattann á vegginn, heldur vega og meta rökin og halda upp málefna- legri umræðu. Ábyrgð okkar er mik- il því með ákvörðuninni um að sam- þykkja eða hafna aðild að EES mörk- um við okkur framtíðarstefnu. Því er það lágmarkskrafa að þetta mikil- væga mál verði borið undir þjóðina. Höfundur er þingkonn Kvennalistans í Reykjavik. Raðgangan; Kjalarnes - Borgarnes, 5. ferð: Hvammsvík - Brynjudalsvogur eftir Sigurð Kristinsson Raðganga Ferðafélagsins frá Kjal- arnesi um Hvalfjörð til. Borgarness heldur áfram næstkomandi sunnu- dag 28. júní. Hægt er sem fyrr að velja á milli strandleiðar og fjallaleið- ar. Hér er stuttlega minnt á strand- leiðina sem faríto verður frá Hvamm- svík inn í Brynjudalsvog. Hjá Hvammsvík liggur gamli veg- urinn bak við lítinn höfða sem heitir Skeiðhóll og er norðan í Reynivalla- hálsi sem hér gnæfir yfir leiðum. Uppi í höfðanum er stakur steinn áþekkur staupi eða kaktusi í lögun. Þama er hinn þekkti Staupasteinn en hans rétta nafn mun þó vera Steðji. Hér var vinsæll áningarstaður og ætti að halda venjunni. Annað skemmtilegt örnefni er Sauðhóll fyrir ofan Hvamm, brattur og kringumgróin kietthóll, besta skjól í öllum áttum og kunnu kindur að nota sér það. Þverbrött hamraflug í Reynivallahálsi grúfa hér yfir. Þau eru úr veðruðu móbergi og er þar stundum furðusjón og margvíslegar kynjamyndir, þegar þoka læðist um rofnar bergsnasir. Innan Hvammsvíkur eru brattar kleifar að sjó en skammt inn frá þeim er Hvítanes með miklum rústum frá ámm síðari heimsstyij- aldarinnar. Þá höfðu vígdrekar og fiutningalestir bandamanna eitt ör- uggasta lægi við Norður-Atlantshaf hér á Hvalfirði milli Hvammsvíkur Á slóóum Ferdafélags íslands og Miðsands, nógu langt frá flugvöll- um á meginlandi Evrópu. Skal ósagt látið hvaða áhrif það hafði á gang styijaldarinnar. Frá Hvítanesi er skammt að Fossá. Þar var býli til skamms tíma en nú nýtir Skógræktarfélag Kópavogs jörðina að mestu leyti. Um aldamót ætti vel að sjást árangur af þeirri skógrækt. Fyrrum var þama þjóð- vegur inn eftir Fossárdal og yfir fjall- ið til Kjósar og áfram um Svínaskarð til syðri byggða við Faxaflóa. í Brynjudalsvogi bíður rútan. Þessi ferð hefst frá BSÍ, austanmegin, kl. 13, en kl. 10.30 verður farin göngu- ferð á Botnssúlur sem er svipmesti fjallaklasi í fjallahring Hvalfjarðar. Góðar stundir. Höfundur er fyrrverandi kennarí. LP þakrennur fylgihlutir LP þakrennukerfiö f rá okkur er heildarlausn. Níösterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDEILD SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 Alal ^tia&atoH Playmouth Voyager '89, 8 manna, nýinnfl. Kr. 1.550 þús. Vitara '90-'91 JLXI, rauður, rafdr. o.m.fl., dekk 33“, ek. 35 þ.km. Kr. 1.390 þús. Oldsmobile Cutlas Sierra '87, rauðbrúnn, 40 þ.km., sjálfsk. o.fl. Plusskl. glæsivagn. Kr. 995 þús. Dodge Shadow Turbo '89, rauður, 14 þ.km., töff bíll frá Chrysl- er. Kr. 1.080 þús. vl% „íjutn atln ttla Volvo 740 GLX '90, blár, sjálfsk. Kr. 1.650 þús. Nissan Sunny '92, nýr bíll, sjálfsk. m/öllu. Skipti. Kr. 1.150 þús. Subaru Legacy '90, 27 þ.km. Kr. 1.220 þús. Subaru St. '88, hvítur, afm.bíll. Kr. 800 þús. Charade TX '87. Kr. 350 þús. Toyota Corolla '87. Kr. 370 þús. Lada Samara '87. Kr. 135 þús. Benz 230 E '82, sjálfsk. Kr. 480 þús. Opel Kadett Station GLS '87. Kr. 590 þús. Mazda 323-F '91, hvítur, 25 þ.km., 5 dyra. Kr. 950 þús. Escort 1.4 '87, rauður, sparibíll. Kr. 400 þús. Cherokee Laredo '85, 3,8 vínrauð- ur, 60 þ.km. Kr. 1.050 þús. Benz 307-D '85 rúta, 13 sæta, 56 þ.km., aflst. Kr. 1.490 þús. Eitt hundraö bíiar á svæðinu. Elsta bílasalan í borginni v/Miklatorg, símar 15014 og 17171. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! fli*f$iisttfrlfofeife

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.