Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 47
47 SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Krikanum Það var ekki knattspyrna sem gladdi augu sem leikin var í Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem FH-ingar máttu sætta sig við jafn- tefli, 0:0, gegn Þór. Það var greinilegt að Þórsarar voru ánægðir með að ná jafntefli - þeir léku varnarleik frá upphafi og gáfu FH-ingum eftir miðjuna. FH-ingar réðu gangi leiksins, en voru ekki nægilega grimmir á miðjunni til að bijóta Þórsara á bak aftur. Þá varði Lárus Sigurðsson, markvörður Þórs, í þrígang vel skot frá Herði Magnús- syni og hélt hann Þór á floti. Hlynur Birgirsson elti Hörð eins og skuggi í leiknum. Þórsarar, sem átti fáeinar skyndisóknir, komust næst því að skora þegar 20 sek. voru eftir af fyrri hálfleik. Sveinbjörn Hákonarson átti skot í stöng eftir slæm varnar- mistök FH-inga. Annars var leikurinn á núlli - FH-ingar frískari en daprir Þórsarar. Jafnt í baráttuleik Breiðablik og Akranes gerðu 1:1 jafntefli í miklum baráttuleik í Kópavoginum í gærkvöldi og máttu Blikar vel við Ste{án una- UBK er því enn Stefánsson á toppnum með 13 skrifar stig eftir 5 leiki en ÍA er með 7 stig eftir 4 leiki og Valur er á milli með 9 stig eftir 4 leiki. Breiðablik byrjaði af meiri krafti og uppskar mark á 4. mínútu er Ásta B. Gunnlaugsdóttir þrumaði í markið af 20 metra færi. Það kveikti í Skagastúlkum sem sóttu af krafti það sem eftir var fyrri hálfleiks en náðu ekki að koma boltanum inní rammann þrátt fyrir mörg góð færi. ÍA hélt áfram að sækja eftir hlé og náði loks að jafna á 71. mínútu þegar Anna Lilja Valsdóttir skoraði eftir misheppnað úthlaup marka- varðar UBK. Blikastúlkur börðust allann tím- ann og áttu skilið stig fyrir það. „Þetta var barátta og þær voru erfiðar í seinni hálfleik. Þær tóku okkur í nefið í meistarakeppni KSÍ en við ákváðum að hefna og hirða öll stigin en ég er sátt við eitt því Skagaliðið er í góðu formi, hefur góða miðju og er einfaldlega gott lið“ sagði Margrét Sigurðardóttir, sem ásamt Ástu B. Gunnlaugsdótt- ur og Ásthildi Helgadóttur, barðist einna best. Skagastúlkur voru sterkari og fljótari en óheppnar upp við mark- ið. Guðlaug Jónsdóttir stóð sig frá- bærlega í vörninni, Karitas Jóns- dóttir, Halldóra Gylfadóttir, Ásta Benediktsdóttir og Jónína Víg- lundsdóttir voru góðar. Stjaman úr Garðabæ sótti Þrótt Neskaupstað heim í 1. deild kvenna og fór heim með öll þrjú stig- ■■ *n> sigraði 2:3 í Ágúst skemmtilegum leik. Blöndal Auður Skúladóttir skrifar gerði fyrsta markið fyrir Stjömuna á 18. mínútu með skalla"éftir hornspymu. Þróttur jafnaði 5 mín. síðar með marki serbnesku stúlkunnar Mi-^ lokovic og þannig var staðan í hálf- leik. Anna Sigurðardóttir kom Stjörn- ustúlkum aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks og Guðný Guðnadóttir bætti þriðja markinu við á 60. mínútu. Inga Birna Hákonardóttir náði að laga stöðuna fyrir Þrótt fimm mín. fyrir leiksloka. Ragna Lóa Stefánsdóttir var best hjá Stjörnunni en serbneskt^. stúlkurnar ásamt Sesselíu Jónsdóttur voru sprækastar í liði Þróttar. -sagði Anthony Karl sem kom inn á sem varamaður og sá um Blikana Hvað sögðu þeir? „ÞAÐ er enginn sáttur við að sitja á bekknum, ég var orðinn banhungraður og vildi sýna hvað í mér býr,“ sagði Valsar- inn Anthony Karl Gregory, eftir að hafa komið inn á sem vara- maður á 62. mínútu í leik Vals og Breiðablik. Innkoma hans breytti gangi leiksins, hann fiskaði vítaspyrnu og skoraði mark; sá með öðrum orðum til þess að Breiðablik tapaði sín- um sjötta leik í röð í deildinni. Jafnræði var með liðunum í byijun og fátt markvert gerðist fyrstu 20 mínúturnar. Blikar sóttu í sig veðrið er á leið og náðu að skapa sér Eiríksson nokkur fæn. Þeir skrifar voru mun ákveðnari í öllum návlgum, hirtu boltann hvað eftir annað af miðjumönnum Vals og virtust til alls líklegir. Á 32. mínútu varði Bjami Sigurðsson glæsilega frá Willum Þór, og skömmu áður hafði Valur Vals- son, sem nú lék í fremstu víglínu, skotið rétt yfír mark Vals. Þetta hristi örlítið upp I Völsurum og átti Salih Porca skot að marki Blika seint í hálfleiknum, sem hafnaði I þversl- ánni. Eftir því sem leið á leikinn virtist draga af Blikum. Sóknaraðgerðir þeirra báru ekki árangur og sáu menn um tíma vart ástæðu til að fylgja boltanum eftir í skyndisóknum, sem leiddi til þess að þær runnu flest- ar út í sandinn. Valsmenn gengu á lagið og kræktu í þau litlu tök sem Blikar virtust hafa á leiknum til að bytja með. Á 62. mínútu kom áður- nefndur Anthony inn á, og hleypti það miklu lífí í leikinn. Á 75. mínútu braust hann inn í teiginn og var felld- ur af markverðinum Cardaklija, og dæmdi dómarinn umsvifalaust víta- spyrnu. Úr henni skoraði Steinar Adolfsson örugglega. Þremur mínút- um síðar skoraði Anthony annað mark Vals, eftir laglegan undirbún- ing Salih Porca. Sá litli vindur sem enn virtist vera í Blikum undir lokin, hvarf algjörlega eftir þennan fram- gang varamannsins og sigldu Vals- menn stigunum þremur örugglega í höfn. Miklar breytingar voru gerðar á liði Breiðabliks fyrir þennan leik. Tveir nýir komu inn í vömina og Valur Valsson, sem lék sem aftasti maður í síðasta leik, var nú í fremstu víglínu, svo eitthvað sé nefnt. Breyt- ingin virtist ætla að skila sér, Blikar byijuðu af krafti, en loftið hvárf úr þeim í jafnt og þétt eftir því sem á leið. Varnarmennimir nýju, Sigurður Víðisson sem lék sinn fyrsta leik I sumar og Tékkinn Pavol Kretovic stóðu sig einna best. Valsmenn vora lengi í gang, töpuðu flestum návígum til að bytja með, en rifu sig upp úr meðalmennskunni í seinni hálfleik. Baldur Bragason og Steinar Adolfs- son vora bestir Valsmanna, títtnefnd- ur Anthony Karl setti mark sitt held- ur betur á leikinn, og Bjami Sigurðs- son sá um að Blikar skoruðu ekki mark, en 462 mínútur eru síðan þeir gerðu það síðast I 1. deild. „Ég er ánægður með stigin þijú. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, en náð- um að vinna okkur inn í leikinn I þeim síðari. Innkoma Tonys hafði líka mjög góð áhrif á leik okkar,“ sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari Vals eftir leikinn. „Við byijuðum ágætlega, en síðan datt botninn úr þessu í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að pressa þá framar í síðari hálfleik og þá fór þetta að ganga. Það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem er á þessum stað I deild- inni. Menn bíða alltaf eftir að það hrökkvi í gang, og það er bara tíma- spursmál hvenær það gerist," sagði Sævar Jónsson fyrirliði Vals. „Þetta er orðin mjög erfíð staða hjá okkur, og það verður erfitt að vinna sig út úr henni. Við erum að spila leiki þar sem við erum alls ekki lak- ari aðilinn, t.a.m. hér í kvöld og á móti ÍA, en töpum engu að síður. Vendipunkturinn í þessum leik var vítið sem þeir fengu, sem frá mínum bæjardyrum séð var ekki víti, og það era fleiri þeirrar skoðunar. Það var sá punktur sem gerði út um leikinn," sagði Vignir Baldursson þjálfari Breiðabliks. 4 ■ ^^Sævar Jónsson skallaði inn f vítateig Breiðabliks. MarkvÖrð- I iVurinn Hajzrudin Cardaklija kom út á mótí boltanum, Anth- ony Karl Gregory rak tána í boltann og Cardaklija missti af honum. Hann greip þess í stað í tærnar á Anthony og felldi hann við mark- teigshomið. Dómarinn dæmdi vftaspymu sem Steinar Adolfsson skor- aði ömgglega úr. ^%B#%Salih Porca braust af miklu harðfylgi upp hægri kantínn, ámu wkomst inn í vítateig og var alveg upp við endalínuna þegar hann gaf út á Anthony Karl Gregory sem sendi boltann í netið með vinstri fæti þaðan sem hann stóð við marktei^inn hægra meginn. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 ÚRSLIT FH - Þór 0:0 Kaplakrikavöllur, íslandsmótið í knatt- spymu 1. deild (Samskipadeild), fímmtu- dagur 25. júní 199g. Aðstæður: Hægur andvari, sól og völlurinn góður. Gult spjald: Sveinn Pálsson, Þór (49.), fyr- ir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Egill Már Markússon. Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Eyjólfur f Ólafsson. Áhorfendur: 1053. Lið FH: Stefán Arnarson - Birgir Skúla- son, Daníel Einarsson, Bjöm Jónsson - Þórhallur Víkingsson (Magnús Páisson 86.), Ólafur Kristjánsson, Andri Marteinsson>, Hallsteinn Amarsson, Þorsteinn Jónsson - Grétar Einarsson, Hörður Magnússon. Lið Þórs: Lárus Sigurðsson - Ámi Þór Árnason (Þórir Áskelsson 86.), Hlynur Birg- isson, Júlíus Tryggvason, Birgir Þór Karls- son - Láms Örri Sigurðsson, Sveinbjörn Hákonarson, Halldór Áskelsson, Sveinn Pálsson, Ásmundur Amarsson (Kristján Kristjánsson 46.) - Bjarni Sveinbjömsson. KA-Fram 1:2 Akureyrarvöllur, Aðstæðun Logn og ákjósanlegt knatt- spymuveður. Mark KA: Gunnar Már Másson (64.). Mörk Fram: Valdimar Kristófersson (38. og 87.). Gult spjald: Örn Viðar Amarsson, KA (65.) fyrir brot, Pavel Vandas, KA, (23.) fyrir mótmæla dómi. Kristján Jónsson, Fram (28.) fyrir brot, Pétur Amþórsson, Fram (76.) fyrir brot, Baldur Bjamason, Fraift (37.) fyrir mótmæli. Raut spjald: Enginn. Áhorfendur: 500. Dómari: Bragi Bergmann. Dæmdi ágæt- lega. Línuverðir: Ólafur Ragnarsson og Marinó Þorsteinsson. KA: Haukur Bragason - Öm Viðar Amars- son, Gunnar Gíslason, Steingrímur Birgis- son - Sigþór Júlíusson (Bjarki Bragason 79.), Hafsteinn Jakobsson, Gauti Laxdal, Bjami Jónsson (Ámi Hermannsson 56.), Ormarr Örlygsson - Pavel Vandas, Gunnar Már Másson. Fram: Birkir Kristinsson - Kristján Jóns- son, Pétur Ormslev, Steinar Guðgeirsson - Baldur Bjarnason, Kristinn R. Jónsson, Anton Björn Markússon (Ásgeir Ásgeirsson 62.), Pétur Amþórsson, Guðmundur Gísla- son - Valdimar Kristófersson, Ríkharður Daðason (Jón Erling Ragnarsson 79.). Valur-UBK 2:0 Hlíðarendavöllur, fslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild - Samskipadeild - fimmtu- daginn 25. júní 1992. Aðstæður:Gott knattspyrnuveður, sólskin, nánast logn og völlurinn góður. Mörk Vals: Steinar Adólfsson (75.) víti. Antony Karl Gregory (78.) Gult spjald:Amar Grétarsson, UBK, (45.) fyrir munnsöfnuð, Grétar Steindórsson, UBK, (58.) fyrir brot, Willum Þór Þórsson, UBK, (85.), fyrir brot. Rautt spjald: Enginn Dómari:Gunnars Ingvarsson stóð sig vel. LínuverðinGylfi Orrason og Jón Siguijóns- son. - —s Áhorfendur:612 Valur: Bjami Sigurðsson - Izudin Dervic, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson - Ágúst Gylfason (Antony Karl Gregory 62.), Steinar Adólfsson, Gunnlaugur Einarsson (Gunnar Gunnarsson 84.), Baldur Bragason - Jón Grétar Jónsson, Amljótur Davíðsson. UBK: Hajzrudin Cardaklijia - Sigurður Víð- isson, Pavol Kretovic, Úlfar Óttarsson - Jón Grétar Jónsson, Willum Þór Þórsson, Sigur- jón Kristjánsson (Steindór Elísson 74.), Grétar Steindórsson, Hilmar Sighvatsson (Reynir Bjöm Björnsson 81.), - Amar Grét- arsson, Valur Valsson. Morgunblaðið/Bjarni Þórsarar höfðu góðar gætur á landsliðsrniðherja FH Herði Magnússyni, en þegar hann slapp laus sá Lárus Sigurðsson, markvörður Þór, við skotum hans. Ég var banhungraður Valdimar Kristófersson, Fram. Salih Porca, Val. Daníel Einarsson, Andri Marteinsson og Grétar Einarsson, FH. Lárus Sigurðsson, Þór. Örn Viðar Amarsson, Steingrímur Birgisson, Gunnar Gíslason, Bjarni Jónsson, Gunnar Már Másson, Ormarr Örlygsson, KA. Guðmundur Gíslason, Pétur Ormslev, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Baldur Bjarnason, Fram. Bjami Sigurðs- son, Einar Páll Tómasson, Steinar Adolfs- son, Baldur Bragason, Anthony Karl Greg- ory, Val. Hajzmdin Cardaklija, Sigurður Víðisson, Pavol Kretovic, Amar Grétarsson, Grétar Steindórsson, Breiðablik. KARFA / OL Fjórði tap- ,leikurinn Islenska landsliðið í körfu- knattleik tapaði fyrir Rúm- enum 85:99 í undankeppni Ólympíuleikanna í Murcia á Spáni í gærkvöldi. Leikurinn var jafn lengst af en Rúmenamir sterkari í lokin. Teitur Örlygsson átti stórleik og gerði 35 stig fyrir ísland. Rúmenar leiddu í hálfleik, 36:44. íslenska liðið byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og náði fljótlega að jafna og komst f fyrsta sinn yfír 65:64 þegar 9 mínútur voru til leiks- loka. Þegar fimm mín. voru eft- ir var staðan 72:74 fyrir Rúm- ena en síðan gaf íslenska liðið eftir og Rúmenar gengu á lagið og unnu örugglega, 85:99. Teitur Örlygsson átti frábæran leik, hitti mjög vel og gerði 35 stig. Aðrir sem skoraðu voru: Guðmundur Bragson 15, Magnús Matthíasson 13, Valur Ingi- mundarson 7, Nökkvi Már Jónsson 6, Jón Kr. Gislason 5, Guðni Guðnason og Axel Nikulásson 2 sUg hvor. Isienska iiðið hefur tapað öllum fjór- um lcikjum sjnum og ieiktir síðasta leiki ainn í keppninni gegn Portúgal i dag. KNATTSPYRNA / 1. DEILD - SAMSKIPADEILD KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.