Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Ný atvinnutækifæri
Samdrátturinn í efnahagslífínu,
sem staðið hefur yfir í 3-4
ár, er farinn að segja til sín á
vinnumarkaðnum. Mestu ræður
þar um að þorskkvótinn fyrir yfír-
standandi ár var skorinn niður
úr 320 þúsund tonnum í 265 þús-
und og nú hefur Hafrannsókna-
stofnun lagt til að kvótinn verði
enn skorinn niður í 190 þúsund
tonn á næsta ári og 175 þúsund
tonn næstu tvö ár þar á eftir. Það
gefur augaleið að svo gífurlegur
niðurskurður á aflakvótum hefur
afdrifaríkar afleiðingar á vinnu-
markaðinn. Enda hefur atvinnu-
leysi farið vaxandi á þessu ári og
horfumar em ískyggilegar næstu
misseri verði ekki gripið til ráð-
stafana til úrbóta.
Ríkisstjórnin, vinnuveitendur
og verkalýðshreyfingin verða í
sameiningu að taka hér til hendi,
því það er illþolandi að vinnufúsar
hendur fái engin verkefni, að ekki
sé talað um þau sálrænu og fé-
lagslegu áhrif sem atvinnuleysið
hefur á einstaklingana og fjöl-
skyldur þeirra. Atvinnuleysi er
eitthvert versta böl sem við er
að stríða í sérhveiju þjóðfélagi.
íslendingar hafa blessunarlega
verið lausir við það á lýðveldistím-
anum og það er frekar að þeir
hafi liðið fýrir of mikla vinnu
undanfama áratugi þenslu og
uppbyggingar. Það má að skað-
lausu draga úr vinnuálagi, en
atvinnuleysi má aldrei setja mark
sitt á íslenzkt samfélag.
Pjölgun starfa í íslenzku at-
vinnulífi er verkefni sem segja
má að taþi ekki enda á meðan
þjóðinni fjölgar. Við þær aðstæð-
ur sem við búum við nú þarf að
hafa langtímasjónarmið í huga,
en brýnast er að taka á vandanum
sem á brennur og skapa ný störf
á vinnumarkaði næstu vikur og
mánuði. Þar þurfa allir að leggj-
ast á eitt, en fyrst og fremst at-
vinnufyrirtækin. Opinberir aðilar
þurfa að liðka eins og kostur er
fyrir stofnun nýrra atvinnufyrir-
tækja og hvers konar nýsköpun
í atvinnulífí.
Undanfama áratugi hafa verið
uppi hugmyndir um hvers kyns
nýmæli í atvinnulífinu og nú er
tími til kominn að dusta rykið af
skýrslum og álitsgerðum og
kanna hvort grundvöllur hafi ekki
skapazt til að hrinda einhveijum
þeirra í framkvæmd. Nú virðist
loksins vera kominn skriður á
stofnun frísvæðis á Keflavíkur-
flugvelli vegna væntanlegrar að-
ildar að Evrópsku efnahagssvæði.
Þar er hugsunin sú að nýta að-
gang að mörkuðum Evrópu með
því að gefa erlendum fyrirtækjurri
kost á framleiðslu og samsetn-
ingu iðnaðarvöru án tolla á að-
föngum, ekki sízt á sviði hátækni-
iðnaðar, og flytja út aftur. Hagur
íslendinga af þessu yrði áukinn
atvinna, sala'a hvérs'kyris' þjo'ri-
ustu og tækniþekking. Stofnun
slíks frísvæðis er flókið mál, en
nú er kominn tími til að taka til
hendinni og hrinda málinu í fram-
kvæmd.
Meðal húgmynda sem lengi
hafa verið á sveimi er nýting jarð-
efna, bæði útflutningur þeirra svo
og framleiðsla hér á landi. Nokk-
uð hefur verið gert í þeim efnum
og nú eru uppi áætlanir um vikur-
útflutning frá Snæfellsnesi.
Vatnsútflutningur hefur lengi
verið til umræðu og margar áætl-
anir gerðar, en lítið orðið úr fram-
kvæmdum. Þar er til mikillar fyr-
irmýndar sá árangur sem Sól hf.
hefur náð og í þessum efnum er
rétt að hlusta á viðvaranir Davíðs
Sch. Thorsteinssonar um að
skemma ekki markaðsaðstöðuna
með útflutningi í tankskipum
heldur fullvinna vöruna hér á
landi.
Ýmis erlend fyrirtæki hafa að
undanförnu sýnt áhuga á verk-
smiðjurekstri hér og t.d. hefur
þýzkt stálfyrirtæki lýst áhuga á
stofnun stálbræðslu vegna lágs
orkuverðs, svo og brezkt fyrir-
tæki k stofnun þilplötuverk-
smiðju. I þessum tilfellum og öðr-
um er nauðsynlegt að bjóða ork-
una á eins hagstæðu verði og
mögulegt er, nóg er af henni nú
ónýttri, og einnig þurfa sveitarfé-
lög að bjóða erlendum fyrirtækj-
um hagstæð kjör til að laða þau
til framkvæmda og verkalýðsfé-
log hagstæða samninga, t.d. með
fyrirheitum um að beita ekki
verkföllum í ákveðinn árafjölda.
Þar er til fyrirmyndar samningur
verkalýðsfélaganna á Suðurnesj-
um við Atlantsál. Allir þurfa að
leggjast á eitt í þessum efnum.
Isjendingar eiga mikla mögu-
leika í framtíðinni á að nýta ork-
una til uppbyggingar stóriðju og
annars orkufreks iðnaðar og ekki
er eftir neinu að bíða að nýta þá.
Það tekur hins vegar tíma og leys-
ir ekki núverandi vanda. Skjót-
asta leiðin til atvinnusköpunar er
trúlega veiði vannýttra fiski-
stofna og frekari fullvinnsla afl-
ans, vinna vörur beint á neytenda-
markaði, svo og uppbygging
þeirra fyrirtækja sem þegar eru
starfandi, m.a. er talið unnt að
stórauka tekjur af ferðaþjón-
ustunni með tiltölulega litlum
kostnaði, og þýðir þá ekki að
hækka ferðaþjónustuna umfram
verðlagsþróun í landinu, svo við-
kvæmir sem útlendingar eru fyrir
slíku eins og nú sýnir sig.
í kjarasamningum sl. vor var
stofnuð atvinnumálanefnd með
aðild ríkisstjórnar og vinnumark-
aðarins til að skoða leiðir til at-
vinnuaukningar. Nú, tveimur
mánuðum síðar, hefur lítið heyrzt
frá nefndinni. Vaxandi atvinnu-
leysi og versnandi horfur gera það
að verkum að nauðsynlegt er að
nefridin hraði'sEörfunf síhuimi
Sumarlokanir sjúkrahúsa:
Meiri lokanir á Landsp
í fyrra - minni á Borgai
Lítil sem engin starfsemi á Landakoti 19. júlí til 9. ágúst
LOKANIR á sjúkrahúsum í Reykjavík vegna sumarleyfa starfsfólks
og sparnaðaraðgerða sums staðar eru hafnar. Á Landspítal a er
gert ráð fyrir lokun um 17% sjúkrarýmis en í fyrra var 13% sjúkra-
rýmis spítalans lokað. Á Landakoti hefur mikil breyting orðið á
rekstrinum, deildum verður lokað samtímis í skamman tíma og verð-
ur nær engin starfsemi þar frá 19. júlí til 9. ágúst. í haust verður
hafin þar starfsemi eftir nýju skipulagi. Á Borgarspítala verður
minna um lokanir í sumar en í fyrra þar sem bráðavaktir sem áður
voru á Landakoti hafa verið færðar yfir á Borgarspítala.
Landakot:
Mikil breyting á rekstrinum
Talsverð breyting hefur orðið á
rekstri Landakotsspítala í ár og
verða lokanir í sumar með öðru sniði
en í fyrra. „Þetta er gjörbreyttur
spítali. Áður þurftum við að sinna
bráðavöktum og urðum því að dreifa
lokununum yfir lengri tíma. Nú ein-
skorðum við lokanirnar við skemmri
tíma, svo frá 19. júlí til 9. ágúst
verður hér sáralítil starfsemi,“ segir
Gunnar Már Hauksson, rekstrar-
stjóri Landakots.
Hann segir að lokanirnar í sumar
séu miðaðar við að draga úr kostn-
aði til að halda rekstri sjúkrahússins
innan ramma fjárlaga. „Fjárveiting-
ar til okkar voru lækkaðar um 450
milljónir á þessu ári sem gerði það
að verkum að við þurftum að gjör-
breyta starfseminni og hætta bráða-
vöktum. Lokanirnar í sumar miðast
við að ráða ekki í afleysingastöður
en þegar erum við búin að fækka
um 145 manns í starfsliðinu," segir
Gunnar Már.
Hann segir að í haust verði á
Landakotsspítala hafin starfsemi
eftir nýju skipulagi en þá verði mið-
að við að þjóna biðlista- og göngu-
deildarsjúklingum. „Við reynum því
að taka á okkur sem mesta skerð-
ingu í sumar til að geta hafið heil-
lega starfsemi hér í haust,“ segir
Gunnar Már.
Sumarlokanir 1992:
Skurðdeild 3B - lokuð til hausts-
ins.
Skurðdeild 2B - lokuð frá 19.
júlí til 12. ágúst.
Dagdeild 3C - lokuð frá 29. júní
til 9. ágúst.
Gjörgæsla - lokuð frá 29. júní til
9. ágúst.
Lyflækningadeild 1A - lokuð til
haustsins.
Augnlækningadeild 1B, lyflækn-
ingadeild 2A, barnadeild og Hafnar-
búðir verða opnar í allt sumar.
Ríkisspítalar:
Um 17% af sjúkrarými
Landspítalans lokað
Landspítalinn
Áætlanir gera ráð fyrir að í sum-
ar verði lokað 17% af sjúkrarými
Landspítalans, að sögn Péturs Jóns-
sonar framkvæmdastjóra á ríkis-
spítölunum. llann segir þó ljóst að
nokkrar breytingar verði á áætlun-
unum og verði því væntanlega eitt-
hvað minna um lokanir. Í fyrra var
13% af sjúkrarýminu lokað.
Þegar rætt er um lokun á til-
teknum hluta sjúkrarýmis er miðað
við 550 rúm sem er Landspítalinn
án geðdeilda. Lokun á 17% sjúkra-
rýmisins samsvarar því að um 93
rúm séu lokuð frá 1. júní til 1. sept-
ember.
Hann segir að 90 milljónir af þeim
300 sem ráðgert er að spara á rík-
isspítölunum eigi að nást með
sumarlokunum en 210 milljónir með
almennum aðgerðum, niðurskurði á
yfírvinnu og fleiru.
Einn liður í að ná fram 210 millj-
óna króna sparnaðinum er niður-
skurður á afleysingum. „Það er því
miklu minna um sumarafleysingar
nú en í fyrra á öllum deildum,“ seg-
ir Pétur.
Hann segir að mjög erfitt sé að
framkvæma slíkar lokanir þar sem
þjónustugetan sé fyrir hendi á
sjúkrahúsinu og þörf sé fyrir þessa
þjónustu í þjóðfélaginu.
Sumarlokanir 1992
Geðdeild almenn göngudeild -
lokuð frá 15. júní til 15. ágúst.
Geðdeild dagdeild barna - lokuð
frá 21. júní til 4. ágúst.
Geðdeild móttökudeild - verður
fimm daga deild frá 1. júní til 31.
ágúst.
Geðdeild legudeild - verður fimm
daga deild frá 1. júní til 31. ágúst.
Bamadeild 12E - lokuð frá 14.
júní til 5. september.
Handlækningadeild 13A - lokuð
frá 1. apríl til 31. ágúst og verður
fímm daga deild frá 1. september
til 31. desember.
Handlækningadeild 12A - lokuð
frá 1. júní til 31. desember.
Lyflækningadeild 11A - lokuð frá
14. júní til 25. júlí.
Lyflækningadeild 11B - lokuð frá
26. júní til 15. ágúst.
Lyflækningadeild 32A - lokuð frá
28. júní til 8. ágúst.
Kvenlækningadeild 21A - lokuð
frá 1. júlí til 1. október.
Eftirfarandi deildir verða opnar í
allt sumar: Handlækningadeildir
11G, 12G, 13G og 13D, barnadeild
13E, lyflækningadeild 14E, 14G og
12E (krabbameinslækningadeild).
Kvenlækingadeildir aðrar en 21A
verða opnar. Þá verða flest af 245
rúmum geðdeildar opin.
Vífilsstaðaspítali
Lungnadeild - lokuð frá 1. júlí
til 1. september.
Lungnadeild 2 og hjúkrunardeild
verða opnar í allt sumar.
Húðlækningadeild - lokuð frá 26.
júní til 10. ágúst.
Opnuð verður dagdeild á legudeild
frá kl. 8 til 20 virka daga frá 10.
ágúst til 1. október.
Hátún
Öldrunarlækningadeild - ein
legudeild af þremur lokuð frá 1.
júní til 1. september.
Sjúklingar af þeirri deild munu
dvelja á Vífilsstöðum á meðan.
Fæðingarheimili Reykjavíkur
Lokað frá 1. júlí til 4. ágúst.
Kópavogshæli
Opið í allt sumar.
Borgarspítali:
Utsendingar BBC:
Ekki leitað eftir heimild
útvarpsréttamefndar
FORSVARSMENN Aðalstöðvarinnar leituðu ekki eftir heimild út-
varpsréttarnefndar til útsendinga á fréttum bresku útvarpsstöðvar-
innar BBC, sem hófust síðastliðinn miðvikudag. „Ég tel að það hefði
verið viðeigandi að bera þessar útsendingar undir útvarpsréttar-
nefnd áður en útsendingar hófust,“ sagði Þorbjörn Broddason for-
maður nefndarinar. „Það sér hver einasti maður sem lítur á lögin
að þessar útsendingar eru álitamál, sem hljóta að koma til kasta
útvarpsréttarnefndar.“
I 3. grein útvarpslaga segir að,
„Útvarpsstöðvar skuli stuðla að al-
mennri menningarþróun og efla ís-
lenska tungu.“ Þar segir einnig, að
útvarpsstöðvar beri ábyrgð á því efni
sem sent er út og einnig að óheimilt
sé að aðrir aðilar en þeir sem heim-
ild hafa til útvarpsreksturs kosti al-
menna dagskrárgerð þótt ekki gildi
það um einstaka dagskrárliði. Benti
Þorbjöm á að óljóst væri hver bæri
ábyrgð á erlenda efninu og jafnframt
'að utanaðkomandi aðilum væri
óheimilt að reka útvarp- í gegnum
Ieyfishafa.
í reglugerð segir jafnframt að
,Útvarpsstöðvar skulu stuðla að al-
mennri mennigarþróun og taka þátt
í því að treysta grundvöll íslenskrar
tungu.“ Þorbjöm sagði það hljóta
véra álitamál hvort það váeri til efl-
ingar íslenskri tungu að senda út
stóran hluta dagskrárinnar á hveij-
um degi á annarri tungu.
Hliðstætt mál hafi komið upp áður
þegar útvarpsstöð hóf beinar útsend-
ingar á poppþætti frá Bandaríkjun-
um. „Úm það urðu töluverðar um-
ræður í útvarpsréttarnefnd og niður-
staðan varð sú að, þar sem um til-
tölulega lítinn hluta dagskrárinnar
væri að ræða, væri ekki ástæða til
að amast við því,“ sagði Þorbjörn.
„En eins og fram kemur í fréttum
þá hyggst Aðalstöðin senda út á
hveijum degi og oft á dag. Ég fæ
ekki séð að það fái staðist lög og
reglur. Með því er ég ekki að taka
persónulega afstöð til þess hvort
leggja eigi stein i götu þeirra sem
vilja senda út fréttir breska útvarps-
ins.“
Minna um lokanir en í fyrra
Borgarspítalinn yfirtók í vetur
bráðavaktir frá Landakoti og verður
því minna um lokanir þar heldur en
í fyrra. Aðalbráðavaktadeildir
sjúkrahússins eru skurðlækninga-
deildimar og hjartadeildin en bráða-
vaktirnar hafa áhrif á rekstur allra
deilda spítalans, að sögn Magnúsar
Skúlasonar aðstoðarframkvæmda-
stjóra, þar sem sjúklingar eru fluttir
yfir á aðrar deildir eftir-legu á bráða-
deildunum.
Magnús segir að lokanirnar á
Borgarspítalanum komi fyrst og
fremst til vegna skorts á starfs-
fólki, ekki vegna sparnaðaraðgerða.
„Við höfum ekki verið í þeirri að-
stöðu að þurfa að loka vegna sparn-
aðaraðgerða en mannekla hefur
lengi kreppt að okkur yfir sumartím-
ann.“
Hann segir að erfitt verði að halda
deildum opnum í sumar vegna skorts
á starfsfólki. „Bæði eru sumarleyfi
starfsfólks löng og að talsverðum
hluta er um sérmenntað fólk að
ræða sem erfitt er að finna stað-
gengla fyrir. Auk þess er skortur á
starfsfólki fyrir,“ segir Magnús.
Hann segir að yfirleitt séu fleiri
rúm í notkun á sjúkrahúsinu yfir
sumartímann heldur en gert sé ráð
fyrir í áætlun um sumarlokanir.
„Þegar deildum hefur verið lokað
alveg í ákveðinn tíma hefur það yfir-
leitt þýtt að sjúklingar liggi á
göngum á öðrum deildum."
...............4