Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 NIÐURSTAÐA MANNRETTINDADOMSTOLS EVROPU I MALI ÞORGEIRS ÞORGEIRSSONAR Forsaga málsins FRAMLAG Þorgeirs Þorgeirssonar rithöfundar til mikillar opin- berrar umræðu um lögregluofbeldi haustið 1983, í tengslum við Skaftamálið svokallaða, var að skrifa tvær greinar sem birtust í Morgunblaðinu 7. desember og 20. desember 1983. Auk þess að minnast á „Skaftamálið" fjallaði hann um fleiri mál sem hann hefði vitneskju um þar sem lögreglumenn hefðu beitt almenna borgara ofbeldi og harðræði. Þann 27. desember 1983 ritaði Svala Thorlacius lögmaður Lög- reglufélags Reykjavíkur ríkissak- sóknara bréf og fór fram á að fram færi opinber rannsókn „þannig að allir aðilar sem hlut gætu átt að máli verði látnir standa fyrir máli sínu,“ segir í bréfinu. „í greinum þessum báðum einkum þó þeirri fyrri kemur fram grófur áburður, dylgjur og ærumeiðandi að- dróttanir í garð lögreglumanna. Alvarlegasti áburður greinarhöf- undar er sá að ungur maður hafí slasast svo af völdum lögreglu að hann hafi hlotið af mikla og varan- lega örorku,“ segir ennfremur í bréfí lögmannsins. Hin opinbera rannsókn fór fram og leiddi tii þesá að ríkissaksókn- ari gaf út ákæru þar sem krafíst var refsingar yfír Þorgeiri Þor- geirssyni fyrir brot á 108. grein almennra hegningarlaga sem kveður á um að hver sá sem hafí í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða við hann, eða um hann út af því, skuli sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varði sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt. Á grundvelli þessar ákæru var Þorgeir Þorgeirsson dæmdur til að greiða 10 þúsund króna sekt með dómi sakadóms Reykjavíkur frá 16. júní 1986. Sá dómur var staðfestur í Hæstarétti 20. október 1987. Þorgeir Þorgeirsson skaut mál- inu til Mannréttindanefndar Evr- ópu og taldi dóminn brjóta gegn Mannréttindasáttmálanum í fjór- um atriðum. Mannréttindanefndin hafnaði því að taka fyrir kvartan- ir vegna þess að sakadómarinn sem dæmdi málið hafði áður verið starfsmaður saksóknara og hafn- aði einnig að fjalla um það að Þorgeiri var synjað um leyfí til að verja sig sjálfur fyrir Hæstarétti. Mannréttindanefndin féllst hins vegar á, að bera undir Mannrétt- indadómstól Evrópu hvort mál Þorgeir hefði hlotið meðferð fyrir óháðum óhlutdrægum dómstóli og einnig hvort brotið hefði verið gegn ákvæðum 10. greinar mann- réttindasáttmálans um tjáningar- frelsi. Mannréttindanefndin skýrði frá þessari ákvörðun sinni þann 14. mars 1990. Málið var flutt fyrir Mannréttindadómstólnum í Strasbourg í janúarmánuði og í gærmorgun ías Norðmaðurinn Rolv Ryssdal, forseti Mannrétt- indadómstólsins, í heyranda hljóði dómsorð í fyrsta málinu sem ís- lensk stjómvöld hafa þurft að verj- ast fyrir Mannréttindadómstóln- um. Sex hinna níu dómara sem dæmdu malið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Þriðji frá vinstri er Rolv Ryssdal, forseti réttarins. Aðrir dómarar í málinu voru, auk Garðars Gíslasonar hæstaréttardómara, L.-E. Pettiti frá Frakklandi, R. Macdonald frá Kanada, A. Spielman frá Lúxemborg, S.k. Martens frá Hollandi, E. Palm frá Svíþjóð, R. Pekkanen frá Finnlandi og A.N. Loizou frá Kýpur. Á innfelldu mynd- inni eru Þorgeir Þorgeirsson, t.h., við málflutninginn í Strasbourg í janúar ásamt Tómasi Gunnarssyni hrl. Ákvæði um ijáningarfrelsi brotin með dómi Hæstaréttar Kröfur til óhlutdrægrar og óháðrar dómsmeðferðar ekki brotnar Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg hefur kornist að þeirri niðurstöðu að brotin hafi verið ákvæði 10. greinar Mann- réttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi með dómi Hæstarétt- ar Islands frá 20. október 1987 yfir Þorgeiri Þorgeirssyni rithöf- undi sem sakfelldur var fyrir meiðyrði um ótilgreinda lögreglu- menn í Reykjavík og þar með brot á 108. grein almennra hegning- arlaga sem veitir opinberum starfsmönnum ríkari æruvernd en öðrum. Átta dómarar mannréttindadómstólsins komust að þess- ari niðurstöðu en sá níundi, Garðar Gíslason hæstaréttardómari, sem sat í dóminum í þessu máli, taldi dóminn ekki stangast á við Mannréttindasáttmálann. Mannréttindadómstóllinn féllst hins vegar ekki á að brotið hefði verið gegn 6. grein sáttmálans um að réttarhöld skuli heyja fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli með því að fulltrúi ákæru- valds hefði ekki verið viðstaddur öll réttarhöldin við sakadóm Reykjavíkur heldur hafi sakadómarinn gætt hagsmuna ákæru- valdsins að fulltrúa þess fjarstöddum, en það er í samræmi við þá réttarskipan hér á landi sem horfið verður frá um næstu mánaðamót. Dómstóllinn telur að fulltrúi ákæruvaldsins hafi ver- ið viðstaddur þau þinghöld þegar fjallað var um þau atriði sem skáru úr um sekt eða sýknu. þessarar greinar skal ríki heimilt að krefjast þess að útvarps-, sjón- varps-, og kvikmyndafyrirtæki séu eigi rekin nema samkv. sérstöku leyfí. 2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð, er heim- ilt að þau séu háð þeim formsregl- um, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum, sem mælt er í lögum og eru nauðsynlegar í lýðfijálsu 10. grein Mannréttindasáttmál- ans, sem dómstóllinn telur að ís- lensk stjórnvöld hafi brotið, er svohljóðandi í opinberri íslenskri útgáfu: 1. „Hver maður á rétt til aðjáta í ljós álit sitt. í rétti þessum felst frelsi til að ráða skoðunum sínum, fá og miðla vitneskju og hugmynd- um heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Þrátt fyrir ákvæði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra: Nefnd kanni hvernig á að bregðast við dómnum Hugsanlegt að lögfesta mannréttindasáttmálann ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa nefnd þriggja sérfræðinga sem falið verður að skila áliti fyrir haustið um það hvernig íslenskum stjórnvöldum beri að bregðast við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirssonar, þar á meðal hvort breyta beri 108. grein almennra hegningarlaga. Ráðherra hyggst einnig fela sérfræðingunum að kanna hvort rétt sé að lögfesta hér á landi Mannréttindasáttmála Evrópu, sem Islendingar staðfestu árið 1954. „Við fljótan yfírlestur á dómn- um sýnist mér að þar sé ekki gerð bein krafa um að [108. grein al- mennra hegningarlaga] sé vikið til hliðar eða það sé í sjálfu sér ósamrýmanlegt Mannréttinda- sáttmálanum, hér sé öllu fremur um það að ræða hvort þessi stranga túlkun fái staðist. Það er augljóst af niðurstöðu dómsins að hann telur að svo sé ekki,“ sagði ráðherra. „Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar að það sé mikið álitamál hvort rétt sé að viðhalda þessari aðgreiningu milli opinberra starfs- manna og annarra, eins og hegn- ingarlögin gera ráð fyrir í dag og tei eðlilegt að það sé skoðað hvort fella beri niður þessa sérstöku vernd sem opinberir starfsmenn njóta. Ég er ekki viss um að það þjóni þeirra hagsmunum að njóta þessarar sérstöku vemdar í nútíma þjóðfélagi." „Það má vel vera að fyrir því hafí verið ástæður á sínum tíma en mér sýnist flest benda til þess að þær eigi þá ekki við í þjóðfélag- inu eins og það er nú. Það verður eitt af þeim atriðum sem ég mun óska eftir að nefndin skoði sér- staklega burtséð frá því hvort það er skýr krafa samkvæmt niður- stöðu Mannréttindadómstólsins eða ekki,“ sagði Þorsteinn Pálsson. þjóðfélagi vegna öryggis almenn- ings og ríkis eða landvarna, til að komið sé í veg fyrir óspektir eða glæpi, til að vemda heilbrigði eða siðgæði, mannorð eða réttindi ann- arra, til að koma í veg fyrir upp- ljóstran trúnaðarmála eða til að tryggja vald og óhlutdrægni dóm- stóla.“ I niðurstöðum dómstólsins segir að ekki sé um það deilt að með dómi hinna íslensku dómstóla hafí tjáningarfrelsi Þorgeirs verið skert. Slík skerðing brjóti gegn sáttmálanum nema mælt hafí ver- ið um það í lögum og lagasetning- in hafí þjónað tilgangi sem fram komi í fyrrgreindri 2. mgr. 10. grein sáttmálans enda lagasetn- ingin talin nauðsynleg í lýðfrjálsu þjóðfélagi af þeim ástæðum sem þar greinir. Varðandi spurninguna um hvort mælt hafi verið í lögum fyrir um atvik sem heimiluðu að skerða tjáningarfrelsi Þorgeirs Þorgeirs- sonar eins og gert hafi verið með dómi Hæstaréttar hafnaði dóm- stóllinn því, sem Þorgeir hafði haldið fram, að það stæðist ekki ákvæði mannréttindasáttmálans að beita 108. grein almennra hegningarlaga um mál hans. ís- lensku dómstólarnir hefðu beitt þessu lagaákvæði á þann hátt sem væri fyllilega í samræmi við orða- lag ákvæðisins og hefðu ennfrem- ur stuðst við fordæmi og auk þess hafi skerðingin stuðst við lögmæt- an tilgang, sem sé þann „að vernda... mannorð ... annarra“ eins og segir í sáttmálanum. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að sjcerðing á tjáningarfrelsi Þorgeirs Þorgeirs- sonar hafí ekki verið af ástæðum sem séu „nauðsynlegar í lýðfijálsu þjóðfélagi" og því hafi ákvæði 10. greinar mannréttindasáttmála Evrópu verið brotin á honum. Dómstóllinn féllst ekki á það með talsmönnum íslenska ríkisins að gera bæri greinarmun annars vegar á þátttöku í pólitískri um- ræðu og hins vegar í umræðu um aðra hluti sem almenning varði og einnig var því hafnað að tján- ingarfrelsi njóti því aðeins verndar mannréttindasáttmálans að því sé beitt á máta sem samræmist grundvallarreglum lýðræðis enda taki þessi sjónarmið ekki mið af því að eingöngu megi skerða tján- ingarfrelsi af ástæðum þeim sem raktar séu í 10. grein Mannrétt- indasáttmálans. I niðurstöðum dómsins er rakið að í blaðagreinum þeim sem málið reis út af hafí Þorgeir, auk þess að fjalla um mál þar sem um hafí verið að ræða að mati dómsins óumdeilt lögregluofbeldi (Skafta- málið, svokallaða), einkum greint frá því sem aðrir hafi sagt um lögregluofbeldi. Fram kemur að með því að dæma hann meðal annars fyrir að hafa ekki getað fært sönnur á staðhæfingar sem fram komu í greininni, hafí verið gerðar til Þorgeirs kröfur sem honum hafí verið ómögulegt að rísa undir. Dómstóllinn lítur svo á að Þor- geiri hafí ekki gengið það til með skrifum sínum að sverta orðspor lögreglunnar heldur hafi hann vilj- að koma á framfæri óskum um að ásakanir um lögregluofbeldi yrðu teknar til sjálfstæðrar og óháðrar rannsóknar. í greinunum hafi því verið fjallað um mál sem skipti almenning miklu og þegar fyrrgreindur tilgangur sé hafður í huga verði ekki litið svo að orða- val Þorgeirs sé utan eðlilegra marka. Tjáningarfrelsi á einnig við um móðganir í dóminum segir að -mannrétt- indadómstóllinn líti svo á að tján- ingarfrelsi sé ein grundvallarstoð lýðfrj álsra þjóðfélaga og það þjóni ekki aðeins þeim tilgangi að auð- velda miðlun upplýsinga og hug- mynda um mál sem séu vinsæl og móðgi engan heldur einnig um mál sem valdi móðgun, hneykslun og röskun. Þær skorður sem 10. grein Mannréttindasáttmálans setji við tjáningarfrelsi beri að túlka þröngt og færa þurfí gild rök fyrir öllum takmörkunum. Þar sem Þorgeir hafi tjáð skoð- anir sínar í grein í dagblaði beri í þessu sambandi að huga að hinu mikilvæga hlutverki dagblaða (the Press) í réttarríki. Þótt dagblöð megi ekki ganga út fyrir þau mörk sem meðal annars séu sett til að vernda mannorð annarra beri þeim engu að síður skylda til að birta upplýsingar og hugmyndir um málefni sem almenning varðar. Og ekki aðeins beri dagblöðum til þess skylda heldur eigi almenningur einnig rétt á aðgangi að slíkum upplýsingum og hugmyndum. Að öðrum kosti yrði blöðum gert ókleift að sinna hinu mikilvæga hlutverki „varðhunds almennings“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.