Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 15 1992 Kristján Erlendsson „Þrátt fyrir að leitin að orsök sjálfsofnæmis- sjúkdóma hafi verið erfið hingað til hefur mikið áunnist í rann- sóknum á þeim til hags- bóta fyrir sjúklinga. Með áframhaldandi rannsóknarstarfi má búast við frekari fram- f örum og að við nálg- umst lausn gigtargát- unnar.“ við afleiðingar þeirra og nota ónæmisbælandi lyf. Þessi lyf bæla ekki aðeins þann feril sem farið hefur úrskeiðis heldur allt varnar- kerfi líkamans en við það eykst sýkingarhætta einstaklingsins; auk þess geta þau valdið öðrum hættu- legum aukaverkunum. Slík lyfja- meðferð áorkar þó oft að fyrir- byggja alvarlegar vefjaskemmdir og eyðileggingu líffæra þótt í sum- um tilvikum dugi þau ekki. Þá verð- ur að fást við afleiðingar óheftrar sjúkdómsvirkni, t.d. skipta um ónýta liði eða framkvæma líffæra- flutninga vegna ónýtra nýrna. Mikilvægt er að hafa augun opin fyrir öðrum orsökum sjálfsof- næmissjúkdóma en óeðlilegri bólgumyndun eins og að framan er lýst. Ónæmiskerfið á mikilvægan þátt í hreinsun niðurbrotsefna úr líkamanum. Gallar á þeirri starf- semi eða skortur á nauðsynlegum eggjahvítuefnum geta leitt til bólgu vegna ertingar frá úrgangsefnum. íslenskir læknar hafa komist að slíkum galla hjá sjúklingum hér- lendis og tekist hefur að bæta skortinn með reglulegum plasma- gjöfum og komast þannig hjá erfiðri lyíjagjöf. Slík dæmi viðhalda voninni um að í fleiri tilfellum megi finna orsakir er leiði til mark- vissari meðferðar. Horfur og rannsóknir Sjúklingar sem haldnir eru slík- um sjálfsofnæmissjúkdómum virð- ast oft ekki mikið veikir við fyrstu sýn og oft tekst þokkalega að halda sjúkdómi þeirra í skefjum. Þeir sem fá hins vegar alvarlegar vefja- skemmdir er leiða til þess að mikil- væg líffæri, eins og nýru og lungu og liðir eyðileggjast, verða fyrir varanlegri örorku og örkumlum. Þrátt fyrir að leitin að orsök sjálfsofnæmissjúkdóma hafi verið erfið hingað til hefur mikið áunnist í rannsóknum á þeim til hagsbóta fyrir Sjúklinga. Með áframhaldandi rannsóknarstarfi má búast við frek- ari framförum og að við nálgumst lausn gigtargátunnar. Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum ogklínískri ónæmisfræði og starfnr á Landspítalanum. Um alaskalúpínu og „European dimploma44 eftir Birki Fann- dal Haraldsson Flóra íslands hefur fram til þessa ekki þótt fjölbreytt, enda landið ein- angrað. Á síðustu áratugum hafa þó alls kyns plöntur, skrautblóm, trjáplöntur, matjurtir ofl. ofl. verið fluttar til landsins, þykir þetta sjálf- sagt til yndisauka, aukinna afurða, bættra landkosta og af ýmsum öðr- um ástæðum. í leit að harðgerðum plöntum til að nýta við endurheimt landgæða var farið vítt um völl, sú leit hefur fært Iandinu okkar ýmsa nýta borg- ara í gróðursamfélagið og tel ég að við eigum að taka við þeim fagn-. andi. Sjálfsagt þykir að taka vel á móti innflytjendum í mannfélagið, með því erum við ekki aðeins að leysa úr neyð einstaklinga og fjöl- skyldna, við erum ekki síður að auka fjölbreytni samfélags okkar. Ekki hef ég heyrt um að varðveita beri upphaflega víkingastofninn ómengaðan. Ein er sú planta sem hingað barst fyrir fáum áratugum og skilað hef- ur meiri og betri árangri við upp- græðslu blásinna mela en nokkum hefði dreymt um. Alaskalúpína heit- ir hún og hefur það umfram flestar aðrar plöntur að vera sjálfbær. I skjóli róta hennar þrífst baktería sem framleiðir köfnunarefni fyrir plöntuna sjálfa og umhverfi henn- ar, sem verður af þessum sökum fijósamur jarðvegur án verksmiðju- áburðar. I annan stað er plantan harðgerð og þrífst best á lítt grónu landi og sér sjálf um frædreifingu eftir að hún er einu sinni komin á staðinn. Að auki ber hún litfögur blóm. Nú mætti ætla að hér væri á ferð velkominn landnemi til íslands svo jafnvel mætti kalla himnasend- ingu, en svo er því miður ekki. Frek- ar andar köldu til þessa unga land- nema og virðist mér sá kuldi vaxa því meir sem hann sannar sig bet- ur. Ekki veit ég skýringu á þessu en ljóst er að fagurblár litur blóma- breiðunnar fer fyrir brjóstið á ein- hveijum. Mér kemur þá í hug Eyr- arrósin, sem með sínum rósrauðu blómum slær fagurri slikju á rakar miTSUSHIBR 0GOLF Golfkerrur Fisléttar og sterkar Verð aðeins kr. 6.800,- Lokað á laugardögum MHIstsœ T> áreyrar víða í óbyggðum, hefur mér virst heldur annað en að við henni sé amast fyrir litarháttinn. Að vísu mun Eyrarrósin hafa numið land á íslandi nokkru fyrr heldur en lúp- ínan, gæti jafnvel hafa borist með Leifi Eiríkssyni, eða öðrum vestur- förum fyrri tíma, en'gerir það hana rétthærri? Hver á meiri rétt til land- vistar og fullra borgararéttinda, heldur en sá sem auðveldlega aðlag- ast umhverfinu og vel gegnir því starfi sem hann var til kvaddur. Þetta vil ég biðja menn að hug- leiða vel því augljóslega þurfum við að takka á öllu því sem máttur okkar leyfir til að snúa við þeirri óheillaþróun í landeyðingu, sem öll- um má vissulega vera ljós, en er svo erfið við að fást. í ritinu Náttúruverndarfréttum sem Náttúruverndarráð gefur út er í 1. tbl. 1992 meðal annars lúpínan til umfjöllunar, þar segir: „lúpínan er talin óæskileg á friðlýstum svæð- um vegna þess að tilgangurinn með friðlýsingu er að reyna að varðveita hinn náttúrulega gróður landsins og leyfa náttúrunni að þróast eftir sínum eigin lögmálum“. Og enn segir: „Tilvera lúpínunnar í þjóð- garðinum hefur aftrað því að sótt væri um European Diploma fyrir þjóðgarðinn, en það er viðurkenning Evrópuráðsins á stórfenglegu landslagi og eða sérstæðu lífríki, sem staðurinn vissulega státar af“. (Hér er verið að tala um Skaftafell.) Það er stórfenglegt í Skaftafelli og breytir stimpill Evrópuráðsins eða annar hégómi þar engu um. Þarna hefur meðal annars verið grætt um allstórt svæði undir ferða- mannaþjónustu, þar sem áður var lítt gróið land, ætla ég að þar megi finna ýmis grös af erlendum upp- runa t.d. Beringpunt á tjaldstæðum og er það vel. Meðfram Skeiðará hafa verið gerðir varnargarðar úr möl á vírnetspylsum til að veijast ágangi árinnar, er það hið besta mál og vildi ég gjarnan sjá slíkar varnir víðar um land t.d. að Jökulsá við Herðubreiðarlindir. Ekki er þetta þó „að leyfa náttúrunni að þróast eftir sínum eigin lögmálum“, enda á slík kenning hvergi heima nema í stofnunarmusteri. „í sumar mun Náttúruvemdar- ráð hefjast handa við að hefta og takmarka útbreiðslu lúpínu í Mors- árdal“. ,(Nátt. Fréttir, 1. tbl. 1992) Lengi hefur mér þótt að stofnana- valdið í höfuðborginni sé víðs fjarri raunveruleikanum sem dreifbýling- ar þessa lands lifa við, kveður rammt að þessu á ýmsum stofnun- um og fer versnandi virðist mér, eftir því sem fleiri og fleiri alast upp úr tengslum við dreifðar byggð- ir landsins. í minni sveit, Mývatnssveit, geis- ar hamslaus gróðureyðing og hefur gert lengi en sækir sífellt í sig veðr- ið og hefur nú á þessu ári hamast meir en ég veit áður dæmi tii. Sveit- in er sem kunnugt er verndarsvæði Náttúruverndarráðs og á þá sjálf- sagt náttúran að fá að þróast eftir eigin lögmálum, að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við mikla til- burði ráðsins 'til að stemma stigu við óheftri framrás eyðingarafl- anna. Til að missa ekki það litla sem eftir er af gróðri landsins út í veður og vind þarf mjög mikið átak, þekk- ingu, skilning, peninga og ekki síst harðgerðar jurtir til að beita við endurheimt einhvers af öllu því sem tapast hefur í aldanna rás. Á sama tíma kemur fram hjá Náttúruvernd- arráði, að ekki séu peningar fyrir hendi til að sinna nauðsynlegu sum- areftirliti á hálendinu. Hvort sem ég lít til aura Skeiðar- ár, auðna Mývatnssveitar eða ann- arra græðanlegra svæða á Islandi, við það, að European Diploma fyrir Skaftafell geti verið þess virði að Náttúruverndarráð beiti til þess kröftum sínum á því herrans ári 1992 að slíta upp nokkrar lúpínur af árbökkum Skeiðarár sumardag langan. Höfundur er starfsmaður Kröfluvirkjunar og áhugamaður um umhverfismá! -------» » »-------- Heimsfrum- sýning á jap- anskri kvik- mynd á Islandi NÝ JAPÖNSK kvikmynd, Fjar- lægt sólsetur (Tooki Rakujitsu), verður frumsýnd hér á landi áður en hún verður sýnd í- Japan. Frumsýningin hér er í tilefni af íslandsheimsókn japanska rithöf- undarins Watanabe Junichi, for- manns Japansk-íslenska vináttu- félagsins sem stofnað var þegar forseti íslands heimsótti Japan síðastliðið haust. Watanabe er einn þekktasti núlif- andi rithöfundur Japana og er kvik- myndin Fjarlægt sólsetur m.a. byggð á bók eftir hann. Hann kom til Islands í þriggja daga heimsókn fimmtudaginn 25. júní, en hann er í tuttugu manna sendinefnd frá Jap- ansk-íslenska vináttufélaginu. Einungis er ein sýning fyrirhuguð á myndinni hér á landi í Háskóla- bíói, laugardaginn 27. júní kl. 17.45 í sal 2. Myndin verður með enskum texta. Framleiðendur myndarinnar eru Shochiku, eitt stærsta kvik- myndafyrirtæki í Japan, ásamt Asa- hi-sjónvarpsstöðinni og Tokyu-sam- steypunni. Heimsfrumsýning á japanskri kvikmynd erlendis með þessum hætti er mjög óvenjuleg og verður sýningin rækilega kynnt í japönsk- um fjölmiðlum. Japansk-íslenska vináttufélagið vill með þessu móti undirstrika áhuga sinn um að efla menningartengsl á milli Japans og íslands. (Úr fréttatilkynningu) útiuf: GLÆSIBÆ, SÍMI 812922 Tilkyitning um útboó á Sparibréf um Veódeildar Sparisjóós Haf narf jaróar 1.«lokkur 1992 Útgáfudagur: Heildarfjárhæó: Gjalddagar: Sölutímabil: Grunnvísitala: Einingar bréfa: Verótrygging og ávöxtun: Ársávöxtun umfram verótryggingu: Söluaóilar: 25.júní 1992. 200.000.000. 15.11.1995,15.05.1996,15.11.1996, 15.05.1997,15.11.1997,15.05.1998, 15.11.1998,15.05.1999. 25.06.1992-25.06.1993. 3210. 50.000,200.000,1.000.000. Of angreind bréf eru verðtryggó miöaó viö hækkun lánskjaravísitölu. 7,30% á fyrsta söludegi. SparisjáÓur Hafnarf jaröar, Reykjavíkurvegi 66, og Kaupþing hf., Kringlunni 5. Umsjónaraóili útboös: Kaupþing hf. KAUPÞING HF Kringlunni 5,103 Reykjavík - sími 91-689080, símbréf 91-812824.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.