Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Eg er bara að láta vita að Ekki var okkur mömmu ljósið logar í baðherberginu. þinni og mér þakkað er við kostuðum allt fiðlunámið þitt... BREF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Ganga, skokk og holl útivist Frá Herði S. Óskarssyni: NÚ þegar vorhret er ekki lengur daglegt brauð og sumarið er að taka völdin er rétt fyrir fólk að huga betur að því hvað það getur gert fyrir sjálft sig svo því líði betur. í allri þeirri umræðu sem fram hefur farið um hollustu og heilbrigðishætti ýmiss konar, kemur æ betur í ljós að það þarf ekki svo glæsilegar íþróttahallir eða stórkostleg íþrótta- mannvirki til að fólk geti eflt þrótt sinn og þrek. Gönguferðir, skokk og alls konar útivera er í dag tískufyrir- brigði og verður vonandi lengi. Fólk ætti því að notfæra sér þessa bylgju í ríkari mæli en áður og fylgja henni eftir í ríkari mæli en áður og fylgja henni eftir með athöfn. Nú þykir ekki sá maður skrítinn í meira lagi eða eitthvað undarlegur sem sést á almannafæri gangandi eða skokk- andi í þar til gerðum klæðnaði. Þetta þykir sjálfsagður hlutur í dag og enginn horfir á eftir slíkum útivist- armönnum í forundran eins og áður. Þessi þróun er af hinu góða og hafi þeir þökk fyrir sem riðu á vaðið bæði í trimmnefnd ÍSl, UMFÍ, FRÍ og einstökum félögum víða út um land sem hafa látið sig þessi mál varða. Nú hafa verið stofnuð ný al- mannasamtök, ÍFA (íþróttir fyrir alla), sem taka eiga við af trimm- nefnd ÍSÍ og efast ég ekki um að þau koma til með að vinna vel að þessum málum. Það mun hafa verið fyrir 13 árum eða árið 1979 sem Ungmennafélag íslands helgaði einn dag á ári þessu verkefni og fékk þetta heitið „Göngudagur fjölskyld- unnar“ undir kjörorðinu „Holl útivist — heilbrigði allra“. Á þessum árum sem liðið hafa, hefur orðið stórkost- leg breyting á hugsunarhættti fólks. Göngudagurinn var víða notaður til að fara með fólk á nálæga, fagra staði. Því sagðar sögur af örnefnum og kennileitum sem áður fyrr á öld- inni þótti sjálfsagt að fólk vissi al- mennt um. Síðan var ýmislegt gert sér til skemmtunar eins og farið í leiki og grillað. Göngudagur fjöl- skyldunnar hefur á mörgum stöðum verið mjög vel nýttur í þessum efnum og fjöldi fólks hefur notið bæði fróð- leiks og ánægjulegrar útivistar. Ungmennfélagar, skátar, eldri borg- arar, hjartasjúklingar og allur al- menningur, þið sem búið utan Reykjavíkur og nágrennis, sláið ykk- ur saman um allsheijar göngu 27. júní eða þá einhvern annan dag sem álitlegur er, til að gera þetta að virki- legu átaki í bænum, þorpinu eða sveitinni. Landssamtök hjartasjúkiinga hafa tekið upp sem fastan lið í sinni starfsemi að efna til árlegs göngu- dags. Þessi dagur fór í fyrsta sinn fram árið 1991 og var þátttaka víða um land mjög góð. í Reykjavík fór gangan fram í Elliðaárdalnum og verður svo einnig í ár. í Elliðaárdaln- um, þessari náttúruperlu Reykjavík- ur er mikið um góðar gönguleiðir, um gamla óshólma, framhjá mörg- um örnefnum og kjarrivöxnum svæðum. Víða er myndarlegur trjá- gróður og margir sannkallaðir un- aðsreitir að dvelja í og skoða. Og ekki spillir Elliðaáin með vatnsföll sín og hliðarsprænur. Það er því ástæða til að hvetja alla sem geta valdið, að vera með laugardaginn 27. júní kl. 14.00, en þá fer fram önnur ganga þeirra Landssambands- manna í félagi hjartasjúklinga og hefst hún kl. 14.00, frá Mjóddinni í Breiðholti. Kunnugir menn frá Ferð- afélaginu og Útivist verða með og segja í stuttu máli frá sögu dalsins og staðháttum. Einnig verða boðnir fram svaladrykkir á áningastöðum. HÖRÐUR S. ÓSKARSSON starfsmaður Ungmennafélags ís- lands Hjartagangan 1992 Frá Frá Sigurði Helgasyni: LAUGARDAGINN 27. júní nk. fer fram Hjartagangan í ár. Gengið verður hér á höfuðborgarsvæðinu kl. 14.00 frá Mjóddinni um Elliða- árdal. Þennan sama dag verður væntanlega fjöldaþátttaka um land allt undir kjörorðinu Allir út að ganga. Áhersla er lög á að gera daginn að göngudegi fjöiskyidunnar. Gönguferðir stórbæta heilsuna Alltaf er að koma betur og betur í Ijós mikilvægi gönguferða til þess að efla og varðveita góða heilsu. Góður árangur kemur fljótlega í ljós og verða hér fimm mikilvæg atriði rakin nánar: 1. Skynsamleg hreyfing stuðlar að því að hjartað þjálfast og erfiðar minna. Jafnframt fellur blóðþrýst- ingur og áreynsla minnkar og blóð- streymið eykst. 2. Við áreynslu brennur bæði fita og kolvetni. I blóði okkar er fituefn- ið kólesteról og því er oft skipt í HDL-kólesteról, sem vinnur gegn æðakölkun, og LDL-kólesteról, sem eykur kölkun. Góð þjálfun eykur það góðkynja, HDL, en það vonda, LDL, minnkar. 3. Einnig hefur komið í ljós að með þjálfun takmarkast þörfin fyrir blóðsykur og minna þarf af insúlíni. Góð hreyfing vinnur vel gegn sykur- sýki, sem oft heijar á gamalt fólk. 4. Göngur styrkja liðamót og vinna gegn rýrnun vöðva. Komið hefur í ljós að hægt er að varðveita vöðva miklu lengur en áður var tal- ið. Lasburða fólki og eldri borgurum ber því einmitt að stunda reglu- bundnar gönguferðir, helst daglega. 5. Að lokum verður lögð áhersla á það að með líkamlegri áreynslu eykst almenn vellíðan fólks og það sefur betur. í ljós hefur einnig kom- ið að börn eiga auðveldara með að læra, ef þau iðka íþróttir eða stunda reglubundið líkamlega hreyfingu. Nýr lífsstíll íþróttafólk í góðri þjálfun er eftir 2-3 vikna hlé búið að missa verulega líkamlega hæfni, sem tekur langan tíma að ná aftur. Höfum í huga, að aðeins með því að við sjálf tökum virkan þátt í öllu forvarnarstarfi getum við náð árangri. Öll þurfum við því að stunda reglubundið göng- ur og líkamlega þjálfun. Með því að tileinka okkur nýjan lífsstíl, sem byggist m.a. á góðri þjálfun og bættu mataræði, er hægt að vænta veru- legs árangurs í bættri heilsu í fram- tíðinni. SIGURÐUR HELGASON, formaður Landssamtaka hjarta- sjúklinga og útgáfu- og félags- málastjóri Hjartaverndar, Lág- múla 9, Reykjavík HOGNI HREKK VISI Víkverji Víkveiji er harður baráttumaður gegn ruslpósti, eins og marg- oft hefur komið fram. Hefur hann oft fundið stuðning við sjónarmið sín. Nýlega hafði lesandi samband til lýsa vanþóknun sinni á frekju og yfirgangi Ríkisútvarpsins á þessu sviði. Hann sagðist hafa ver- ið að taka á móti sínum mánaðar- lega rukkunarseðli Ríkisútvarpsins og að þessu sinni hefði verið reynt að smygla inn á heimilið einhvers- konar getraunaseðlum. Með gíró- seðli Útvarpsins hefðu fylgt tveir skrautlega prentaðir seðlar með þeirri orðsendingu að nú bættust danskir peningar við. Maðurinn sagði að sér þætti þetta óviðunan- legt og vildi beina því til Ríkisút- varpsins að láta fólk í friði með svona rusl. XXX Blaðamenn Morgunblaðsins fá oft viðbrögð frá lesendum vegna málfarsins í blaðinu. Oft er verið að gera athugasemdir við eða ræða notkun einstakra orða. Stund- skrifar um með réttu en einnig stundum röngu. Er ánægjulegt fyrir blaða- menn að finna áhuga fólks og það verður oft til þess að menn hugsi sinn gang. Hér á eftir verða nefnd tvö nýleg dæmi. xxx Ifrétt um afhendingu nýju Vest- mannaeyjafeijunnar Heijólfs í Flekkefjord í Noregi kom fram að Heijólfur hefði verið smíðaður í Simek-skipasmíðastöðinni þar. Les- andi hringdi til að gera athugasemd við notkun orðsins að smíða í þessu sambandi. Sagði hann erfitt að smíða rúmlega tvö þúsund tonna skip, það hlyti að taka áratugi, aft- ur á móti hlyti skipið að hafa verið byggt. Sagði þessi lesandi að bátar væru smíðaðir með handverkfærum en skip og hús byggð. Af þessu til- efni fletti Víkveiji upp á þessum orðum í Orðabók Menningarsjóðs. Það er alls ekki endanlegur dómur en ekki gat hann annað séð en þar væri það talið gott og gilt að tala um smíði skipa. Að minnsta kosti er ekki tekið fram við hvaða tonna- tölu smíðin beytist í byggingu! Auk þess er yfirtleitt talað um skipa- smíðastöðvar. xxx Víkveija dagsins varð það á í fljótræði kvöld eitt fyrir skömmu að setja í fyrirsögn að þyrlusveit yrði notuð við vegaeftir- lit. Þarna var um að ræða flokk manna, m.a. lögreglumenn, sem ætlaði að fara í einni þyrlu til að hafa eftirlit með vegum hálendisins um hvítasunnuhelgina. Þar sem hér var um eina þyrlu að ræða var ekki rétt að tala um þyrlusveit en þegar Víkveija var bent á það var of seint að leiðrétta villuna. Ekki varð Vík- veiji var við að lesendur létu í sér heyra vegna þessa. Við umræður á ritstjórninni kom fram sú hugmynd að skýra mætti lítil víðbrögð með tilvísun til íslenskra aðstæðna, eng- inn gæti ímyndað sér þyrlusveit í eftirlitsflugi yfir vegum lslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.