Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNl 1992
Sjónræn saga
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Menningarstofnun Bandaríkj-
anna sýnir um þessar mundir P.
Lynn Cox myndverk, sem eru gerð
undir áhrifum frá íslenzku lands-
lagi og nefnir listakonan sýninguna
„The Saga of Icelandic Landscape".
P. Lynn Cox, sem er frá Louse-
ville, Ky, er fædd 1952 og hefur
BA-gráðu í listum frá háskólanum
í Louseville og meistaragráðu frá
háskólanum í Pennsylvaníu. Hún
hefur haldið fimm einkasýningar
og tekið þátt í miklum fjölda sam-
sýninga víðs vegar um Bandaríkin.
Um þessar mundir starfar hún sem
aðstoðarprófessor við fagurlista-
skólann í Westminster.
Þannig stendur á ferðum hennar
hér, að hún var Fulbright-styrkþegi
í þijá mánuði á sl. ári og notaði
hann til að ferðast um landið og
varð fyrir sterkum áhrifum af því.
I ár fékk hún aftur styrk til ís-
landsfarar og nú úr sjóði frá Amer-
ican-Scandinavian Foundation,
sem kenndur er við Thor Thors
fyrrum sendiráðsherra í Washing-
ton.
Svo sem sýningarskráin ber með
sér hefur margt höfðað sterkt til
Lynn Cox, t.d. fjöll, óbyggðir, litir,
vindur og vatn, en sé svo tekið
mið af myndverkunum á veggjun-
um, var það fyrst og fremst hijúf-
leikinn í náttúrunni.
Stóru myndverkin á sýningunni
eru t.d. þannig útfærð, að hið
hijúfa og ójafna yfírborð blasir við
skoðandanum og virkar í sumum
tilvikum í meira Iagi fráhrindandi.
En ljóst er, að gerandinn er hér
að túlka sérstök áhrif, sem hún
varð fyrir af því, sem við getum
jafnvel nefnt hijúfleika villimerkur-
innar. Þá er samsetning myndverk-
anna í meira lagi óregluleg og ein-
ingar vaxa jafnvel út úr þeim, jafn-
framt því.að gijóthnullungar hanga
á þræði utan á einni mikilli og af-
langri. Ferlið er að vísu ekki frum-
legt og hefur sést áður hérlendis
auk þess að vera algengt í margvís-
legri mynd erlendis. Leikurinn
byggist þá á að sameina tvívíð og
þrívíð form og um leið skapa and-
stæður og er í sjálfu sér fullgildur.
En Lyn Cox velur trúlega þessa
leið til að lýsa sérstökum hrifum
frá landinu auk þess, sem hún er
að segja einhveija sögu í bland.
Að vissu leyti felst í því nokkur
ögrun að sjá landinu okkar lýst á
þennan hátt, en ósnortinn berang-
urinn og hijúfleikinn hafa raunar
orðið fleiri útlendum myndlistar-
mönnum að myndefni. íslenzkir
málarar leita hins vegar yfirleitt
til hinna form- og litrænu stemmn-
inga og verði hið hijúfara þeim að
myndefni, meðhöndla þeir það yfir-
leitt á allt annan hátt, því að þeir
skynja nálægð landsins og að það
er lífgjafi þeirra. Sjónarhorn gests-
Það virðist vera að færast í auk-
ana að myndlistarmenn sýni í
Stuðlakoti og er ekki nema gott
um það að segja, en hingað til
hafa þó listiðnaðarsýningar fallið
best að hinum litlu og yndislegu
húsakynnum.
Um þessar mundir og fram til
sunnudags 28. júní sýnir þar Helga
Magnúsdóttir allnokkur myndverk,
sem aðallega er unnin í þurrkrít,
auk fáeinna í olíukrít.
Helga útskrifaðist úr málara-
deild MHl vorið 1980, og hefur
áður haldið eina sýningu í FÍM-
salnum, sem dijúga athygli vatki
fyrir sérstæða virkjun birtuflæðis
á myndfleti, enda bar sýningin rétt-
nefnið „Skíma“, auk þess hefur hún
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Þetta eru allt litlar myndir og
flestar eru tilbrigði við landið auk
örfárra, sem teljast hreinar form-
stúdíur, þ.e. rannsóknir á áhrifa-
mætti forma, lita og ljóss.
ins er allt annað og hlutlægara.
Ég held að Menningarstofnunin
sé alls ekki rétta umgerðin utan
um slíka sýningu, og að hún hefði
t.d. notið sín mun betur í húsakynn-
um Nýlistasafnsins.
Mér gekk þannig illa að meta
hana og það var einkum mynd af
birkitré, sem vakti athygli mína
fyrir þróttmeiri myndbyggingu en
ég varð var við í hinum og um leið
Þetta eru mildar myndir, ogjafn-
vel þegar myndefnið er sótt í vatns-
föll og fossa, en þá er það öllu frek-
ar til að spila á form- og ljósbrigði
en að lýsa kraftinum í vatninu.
Þykir mér dálítið eftirtektarvert
hve margar konur hafa leitað til
þessa myndefnis á keimlíkan hátt
á síðustu árum, en án þess að
óbeisluð náttúruorkan höfði til
þeirra. Frekar eru þetta eins konar
framstreymandi lækjarbunur, sem
gerendur virkja á myndrænan hátt
og hafa yfir sér svip kyrrstöðu og
eilífðar. Þannig séð virka myndim-
ar stundum sem kyrralífsmyndir
er hafa yfir sér vissan svip fram-
streymandi ferils.
Hér er auðvitað um ákveðna
myndhugsun að ræða og væri
næsta fróðlegt að fá lýsingu og
skilgreiningu á henni af hálfu ein-
hvers áhgangandans.
En auðvitað er þetta gott ráð til
að skipta myndfletinum og skapa
er eins og sú mynd segi meiri sögu
en allar hinar til samans.
Fyrir utan stóru myndimar er á
vegg frammi mikill sægur af litlum
myndum, sem renna frekar saman
í eina heiid, en að hver einstök
höfði til skoðandans. I þeim mynd-
um eru þó landið og útlínur þess
öllu merkjanlegri. Fram kemur af
sýningunni, að Lynn Cox gerir sér
öðru fremur far um hreina og beina
Helga Magnúsdóttir myndlistar-
maður.
allt í senn; jafnvægi, hæga þenslu
og formræna spennu á milli hlut-
falla. Sem sagt skapa lífrænar
myndheildir er byggjast á dökkum
miðlun til skoðandans og þetta
finnst henni einhvem veginn hafa
samhljóm með sál landsins. Þannig
er engin umgerð utan um þau og
hún festir t.d. hinar minni myndir
með títipijónum á tréblokkir í stað
þess að setja þær undir gler. •
Þess má geta, að einnig eru
myndverk eftir listakonuna á kaffi-
stofu Hafnarborgar, Menningar og
listamiðstöð Hafnarfjarðar.
jarðlitum og allt í flauelssvart, sem
skjannahvítir taumar skera.
Með þessu er bæði verið að þjóna
hreinum myndrænum hvötum og
höfða til landsins.
Auðvitað er margt fleira í land-
inu en fossarnir sem höfðar til
Helgu og ein heillegasta myndin á
sýningunni er t.d. af stóru fjalli sem
alleyðilegt er í kringum og hefur
þar af leiðandi hlotið heitið „Allt í
kring er auðn“ (1). Annars voru
það ekki landslagsmyndirnar sem
helst höfðuðu til mín á sýningunni
heidur formstúdíurnar í olíukrít,
t.d. „Þú milda jörð“ (3) og „Skugg-
ar á grænni hlíð“ (4). Hér þykja
mér koma fram bestu eðliskostir
Helgu Magnúsdóttur sem málara,
sem eru hárfín litablæbrigði og
formræn mýkt.
A efri hæðinni eru svo fleiri
myndir í möppum á borði, og
mæli ég með skoðun þeirra, auk
þess er þar albúm með ljósmyndum
af allmörgum myndverkum lista-
konunnar sem fróðlegt er að fletta.
Hvort tveggja er góð viðbót við
hina litlu sýningu.
Ljós og birtuskil
ad láta drauminn
rætast og eignast
vandadar heimilisvörur
frá HABITAT
VANDADA
HREINT ÓTR
ÖRUR A
GU VERÐI!
Nú
retta
er
tækifærid
til
BIANCA MATAR- OG KAFFISTELL:
Dæmi: Bolli kr. 245.-, undirskál kr. 195.-,
súpudiskur kr. 195.-, matardiskur kr. 195.
HEREFORD BORÐ ( m / viðarplötu ):
Kr. 36.300.- ( 33.760.- stadgreitt )
ÓKEYPIS BÍLASTÆÐI!
Vid greidum 2ja klukku-
stunda bflageymslu á
Bergstödum, á horni
Skólavördustfgs og Berg-
stadastrætis, fyrir þá sem
versla f HABITAT.
ha bi ta Lt
| H Ú 2|
LAUGAVEGI13 - SÍMI ( 91 ) 625870
Opid virka daga frá
kl. 10.00 til 18.00
Opid Laugardaga frá
kl. 10.00 til 14.00
VERID VELKOMIH!
Sláttur haf-
inn í Saurbæ
Miðhúsum, Reykhólasvcit.
STURLAUGUR bóndi á Efrí-
brunná í Saurbæ í Dalasýslu byrj-
aði slátt fyrir helgi, en hann er
oftast fyrstur til þess að hefja
slátt hér um slóðir.
Spretta virðist undir meðallagi
og mun sláttur ekki byija almennt
fyrr en eftir hálfan mánuð á Breiða-
fjarðarsvæðinu. í rokinu sem hefur
gengið yfir að undanförnu hefur
gróður skemmst og seinka þær
skemmdir grasvexti.
- Sveinn.
------» ♦--------
■ HLJÓMS VEITIN Todmobile
heldur tvo dansleiki á Norðurlandi
nú um helgina. Ásamt Todmobile
kemur hljómsveitin Jet Black Joe
fram. Fyrri danleikurinn verður
haldinn í Víkurröst á Dalvík,
föstudaginn 26. júní kl. 23-3 og
sá seinni í félagsheimilinu á
Blönduósi laugardaginn 27. júní
kl. 23-3.
TAXI
HVERTSEMER
HVENÆRSEMER
LEIGUBÍLL
ER ÓDÝRARI
EN ÞÚ HELDUR