Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. JUNI 1992 21 Þorgeir Þorgeirsson kveðst vonast til að 108. grein al- mennra hegningarlaga verði breytt: Sýnist Hæstiréttur þurfa að fara varlegar í framtíðinni „MÉR finnst þetta vera góður dómur," sagði Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans við dómi Mannréttindadómstólsins. Hann kvaðst vonast til að þessi niður- staða leiddi til þess að 108. grein almennra hegningarlaga yrði breytt eða hún felld niður. „Mín ósk hefur lengi verið sú, því ég tel þessa grein óeðlilega. En jafnvel þótt svo verði ekki gert, þá sýnist mér að Hæstiréttur muni þurfa í framtíðinni að fara varleg- ar en hingað til í að túlka hana; að þetta sé áminning um það að almenn mannréttindi eigi sinn rétt líka gagnvart þessari grein. Ef þetta er einhver áminning til Hæstaréttar þá er það áminning um það að þeir hafi túlkað þessa lagagrein of þröngt gagnvart tíáningarfrelsisákvæðum mannréttíndasáttmála og stiórnarskrár." Þorgeir kvaðst fyrir sitt leyti ekki fallast á þau rök sem færð séu í dóminum fyrir því að sýkna ís- lenska ríkið af sakargiftum um brot gegn 6. grein mannréttindasáttmál- ans þar sem réttarhöld fyrir saka- dómi hafi ekki verið óvilhöll því dómara hafi verið gert að gæta hagsmuna fjarstadds ákæruvalds. „Mér hefur mistekist að sanna að þarna hafi verið brotið. Á hinn bóg- inn er ég fyllilega sáttur við að koma því atriði ekki í gegn. Mér finnst alveg nóg fyrir svona byrj- anda í mannréttindabrotum á al- þjóðavettvangi að fá eitt brot — það hefur þeim sjálfsagt fundist líka — og í annan stað eru að koma ný lög um meðferð opinberra mála, sem ganga í gildi 1. júlí og í þeim lögum er leiðrétting á öllum þeim atriðum sem ég fann að í dómskerfinu. Þetta veit líka mannréttindadómstóllinn því þetta kom fram við málflutning- inn í janúar. Þannig að með ein- hverjum hætti vona ég að mitt mál hafi orðið til að flýta fyrir þessari réttarbót," sagði Þorgeir. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Þorgeiri Þorgeirssyni 530 þúsund krónur úr ríkissjóði vegna kostnað- ar hans við rekstur málsins, þar á meðal 250 þúsund krónur til með- flutningsmanns hans Tómasar Gunnarssonar hrl. Hafnað var kröfu um 2 milljóna bætur vegna tekju- missis sem Þorgeir taldi hafa leitt af breyttri stöðu sinni sem rithöf- undar gagnvart útgefendum og markaðinum hér á landi í kjölfar málsins. „Mín staða sem nokkurs konar uppreisnarmanns gegn kerf- inu gerði það að verkum að mínar bækur urðu lélegri söluvara sem endaði með því að ég stóð uppi án útgefanda," sagði Þorgeir. Hann sagði að hinar tildæmdu 530 þús- und krónur væru um það bil sjö- undi partur af þeim kostnaði sem hann hefði í raun borið vegna máls- ins. „En ég læt mér það alveg nægja. Mér finnst þetta líka góð útkoma og raunverulega gleðiefni að þetta skuli ekki vera peninga- rnál. Það nýr mér því enginn um nasir að ég hafi verið að gera þetta til þess að græða á því. Mér finnst hitt skipta miklu meira máli, undir- stöðuatriðin, en peningarnir miklu minna." Þorgeir sagðist ekki þora að hafa mörg orð um hugsanleg áhrif þessa dóms. „Satt að segja hafa viðbrögð- in í dag verið miklu öflugri og sterk- ari en ég átti von á og ég hef eigin- lega alveg nóg með þá undrun sem fyllir minn hug yfir því. Á þessari stund hef ég þá tilfinningu að þetta muni kannski hafa einhver áhrif og þá vonandi til góðs," sagði hann. Þorgeir flutti mál sitt sjálfur fyr- ir Mannréttindadómstólnum eins og fyrir mannréttindanefndinni áður en meðflutningsmaður hans og ráð- gjafi var Tómas Gunnarsson hrl. Fulltrúi Svíþjóðar hjá Mannrétt- indanefndinni, Danelius að nafni, flutti málið af hálfu Mannréttinda- nefndarinnar en sá háttur er hafður á í málum sem Mannréttindanefnd- in leggur fyrir Mannréttindadóm- stólinn „Ef það er einhverri persónu að þakka að þetta mál vannst þá er það Tómas Gunnarsson," sagði Þorgeir Þorgeirsson. „Hann vann feykilega vel í þessu máli alveg frá upphafi." Agúst Fjeldsted hæsta- réttarlögmaðw láthm Ágúst Fjeldsted hæstaréttar- lögmaður lést á Borgarspítalan- um 21. júní síðastliðinn, 75 ára að aldri. Ágúst fæddist 19. nóvember 1916 í Reykjavík, sonur hjónanna Lovísu og Lárusar Fjeldsted hrl. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936 og embættisprófí í lögfræði frá Háskóla íslands 1941. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1944 og hæstaréttarlögmaður árið 1956. Hann réðst fulltrúi í málflutnings- skrifstofu föður síns 1941 og rak hana síðan í félagi við hann og Theódór.B. Líndal hrl. til 1955, en síðan í félagi við Benedikt Sigur- jónsson hrl. til 1966. Frá 1966 rak hann skrifstofuna með Benedikt Blöndal hrl. og síðar einnig Hákoni Árnasyni hrl., en frá 1988 og allt til dauðadags rak hann skrifstofuna í félagi við son sinn, Skúla Th. Fjeldsted hrl., og Harald Blöndal hrl, Ágúst var í stjórn Lögmannafé- lags íslands 1945 til 1966, og var hann formaður frá 1960 til 1966. Hann átti sæti í stjórn Sjóvátrygg- ingafélags íslands hf. 1964 til 1969, og í stjórn Sjóvár-Almennra trygg- inga hf. frá árinu 1989 til dauða- dags, og einnig í stjórn Líftrygg- ingafélags Sjóvár og síðar Sjóvár- Almennra trygginga hf. Hann sat í stjórn Almenna byggingafélagsins hf. 1947 til 1975 og var formaður frá 1970 til 1975 er félagið var sameinað Almennu verkfræðistof- unni hf. Hann var stjórnarformaður í Nýja bíói hf. frá 1965 til 1987 og stjórnarformaður í Vermi hf. frá 1969 til 1980. Þá sat hann í stjórn Ness hf. frá 1956 tíl 1972 og var hann formaður frá 1967 til 1972. Ágúst var lögfræðilegur ráðu- nautur breska og danska sendiráðs- ins á íslandi frá 1964. Var hann sæmdur riddarakrossi Dannebrog árið 1973 og gerður Commander of the Order of the British Empire (CBE) 1967. Hann var heiðursfé- lagi í Lögmannafélagi íslands. Ágúst var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Jónína Skúladóttir Thorar- ensen, f. 22. nóvember 1916, d. 12. desember 1958, og eignuðust þau fimm börn: Vigdísi, húsmóður, Andrés, cand.jur., stórkaupmann í Glucksborg, Skúla Thorarensen hrl., Lárus og Ágúst, sem lést 1973. Önnur kona Ágústar var Hjördís Þorleifsdóttir, f. 20. apríl 1916, d. 12. mars 1976. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Jónsdóttir hjúkrun- arfræðingur. IHUNERKOMIN ÍCERAVE Ný íslensk „hardcore", „softcore" og „rave" danstónlist meo splunkunýjum og spennandi flytjendum. Stórgott sýnishom af því besta sem íslensk tónlistarflóra er aÖ gefa af sér þessa dagana. Þetta er plata sem kitlar danstærnar gífurlega. S-K-l-F-A-N ¦ •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.