Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 14
MÁTTURINN OO DYRDIN
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992
KYNNUM
STORVIRKAR HAÞRYSTIDÆLUR
FRÁ OERTZEN
Getum boðið hóþrýstidælur fyrir verktaka og aðra aðila sem þurfa kraftmiklar dælur.
Dælur og dælustöðvar íyrir sjdvarútveginn.
Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stíflubum rörum.
Sýning laugardag 27. júní kl. 14:00 -17:00
Komib og reynið tækin og kynnist möguleikum þeirra.
Skeifan 3h-Sími 812670-FAX 680470
NORRÆNT GIGTARAR
Sjálfsofnæmi
Orsök alvarlegustu gigtsjúkdómanna
eftir Kristján
Erlendsson
Þeir gigtsjúkdómarnir eru alvar-
legastir sem stafa af óheftri bólgu
enda getur hún lagst á flest líffæri
líkamans, s.s. húð, nýru, miðtauga-
kerfi og lungu. Þar sem bólgan er
mjög útbreidd fylgir henni oft al-
mennur slappleiki, hitavella eða
hitaköst. Ef litið er til orsaka þess-
ara sjúkdóma er eðlilegast að
kenna þá við sjálfsofnæmi en þar
sem einkenni frá liðum og stoð-
kerfi eru ráðandi eru þeir gjarnan
flokkaðir sem gigtsjúkdómar eða
fjölkerfa bandvefssjúkdómar.
Aætlað er að á milli 8 og 10 þús-
und manns þjáist af þessum sjúk-
dómum hérlendis. Hér er um að
ræða sjúkdóma eins og iktsýki
(langvinna liðagigt), rauða úlfa og
sérstakar tegundir bólgu í vöðvum
og æðum.
Orsakir
Vísindamenn hafa í áratugi leit-
að að og rannsakað orsakir sjálfsof-
næmissjúkdóma. Ljóst er að um
er að ræða flókið samspil umhverf-
is og erfðaþátta þar sem bakteríur,
veirur, jafnvel lyf og einstaka sinn-
um ákveðnar matartegundir virðast
geta ræst ónæmiskerfið. Eftir
þessa ræsingu nær ónæmiskerfið
ekki að hægja á sér eins og eðli-
legt er og heldur það því áfram
óheftu starfi þ.e. óheftri bólgu-
myndun. í þeim tilvikum þar sem
hægt er að sýna fram á ákveðna
utanaðkomandi þætti sem valda
þessum sjúkdómum skiptir það
sköpum fyrir meðhöndlun viðkom-
andi einstaklings en slík tilvik eru
hins vegar fá.
Ástæða þess að yfirleitt er ekki
hægt að átta sig á því hvað veldur
bólgumyndun er að þegar einkenn-
in koma fram er ræsiþátturinn, sem
kom ferlinu af stað, löngu horfinn.
Hann hefur hins vegar náð að koma
slíku róti á ónæmiskerfíð að ekki
er hægt að bæta úr. Vonir manna
til að finna eina sameiginlega orsök
alvarlegustu gigtsjúkdómanna hef-
ur því dofnað með árunum. Hins
vegar er fyrir hendi góð þekking á
því ferli sem liggur að baki sjúk-
dómsmynduninni vegna rannsókna
á eðlilegu
starfi ónæmis-
kerfisins.
Ónæmiskerfið
er varnar- og
hreinsikerfi
líkamans,
magnar and-
svar gegn t.d.
bakteríum og
drepur þær og
hreinsar úr lík-
amanum. Til
þeirrar starf-
semi eru kallaðar ýmsar tegundir
fruma, einkum úr flokki hvítra
blóðkorna, svokallaðar eitilfrumur
og átfrumur. Við innrás baktería í
líkamann safnast frumurnar á inn-
rásarstað, skipta með sér verkum
og hefja varnarstarf sitt. Svonefnd-
ar T-hjálparfrumur stjórna aðför-
ihni og ræsa m.a. B-frumur sem
mynda mótefni. Þessu ferli lýkur
svo með tilkomu átfruma, sem éta
veiklaðar bakteríur og eyða, og
T-bælifruma, sem hemja ónæmis-
kerfið þegar verkefninu er lokið.
Truflist hins vegar stjórn ferlisins
er afleiðingin afvegaleitt ónæmis-
kerfi sem ræðst gegn stoðkerfi lík-
amans, þ.e. liðum, vöðvum, sinum
og sinafestum, og ýmsum öðrum
líffærum hans. Þannig verða til
sjálfsofnæmissjúkdómar.
Meðferð
Hingað til hefur ekki tekist að
fyrirbyggja framangreinda at-
burðarás og þess vegna reyna
læknar fyrst og fremst að hafa
áhrif á hana með lyfjameðferð.
Allar helstu framfarir í meðferð
gigtsjúkdóma á síðustu árum hafa
verið byggðar á aukinni þekkingu
á því hvað gerist, ferlinu sjálfu,
þ.e. að komast að því hvaða boð-
efni losna, að kynnast nánar starfi
fruma ónæmiskerfisins og finna lyf
sem hafa meiri og markvissari áhrif
á bólguferilinn með minni auka-
verkunum. Þrátt fyrir miklar
framfarir eru þó mörg ljón á vegin-
um því þau lyf sem hafa mest áhrif
á sjúkdómsvirknina hafa yfirleitt
mestar aukaverkanir.
Eðlilega fínnst mörgum það
ófullnægjandi árangur að geta ekki
brugðist við orsök þessara sjúk-
dóma og þurfa þess í stað að kljást
Fyrir metnaáarfulla grlllmeistara
Originaí Hickory
Recipe Bold Flavor
Country Style
(Grænn flöskukragi)
Þessi sósa er blönduð meö hun-
angi, dijon-sinnepi og kryddi.
Bragöiö er sætt og sterkt. Sósan
hentar vel meö kjúklingum og
svínakjöti. Hún er einnig góö í
pottrétti og í heita brauörétti.
Country Southern
Stylc Style
Western Style
(Dökkblár flöskukragi)
I sósunni er ferskt krydd. Hún
er grænmetisblönduð og með
léttu reykbragði. Sérstaklega
gott er að marinera kjöt í
þessari sósu.
New Orleans Style
(Rauður flöskukragi)
Þessi sósa er ættuð frá
Louisiana og hefur hið fræga,
sérstaka „kreóla“-bragð. Hún
er óviðjafnanleg í allri
matargerð.
Sjá lýsingu á öðrum Hunt's grillsósum í væntanlegum eða nýlega birtum auglýsingum.
HUNT'S -fjölskylda af tómatvörum
j.