Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Hjónaminning: Guðmunda Jónsdóttír * - Steindór Amason Guðmunda: Fædd 12. september 1903. Dáin 19. júní 1992. Steindór: Fæddur 27. desember 1897. Dáinn 5. september 1986. Guðmunda Jónsdóttir, ekkja Steindórs Amasonar skipstjóra, lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. júní sl. Guðmunda og Steindór bjuggu í tæp fimmtíu ár að Öldugötu 53 hér í borg eða þar til þau fiuttu á Hrafn- istu haustið 1983, en þar lést Stein- dór þrem árum síðar. G'uðmunda fæddist í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmundsdótt- ur frá Hallskoti í Flóa og Jóns Gestssonar frá Sviðugörðum í sömu sveit. Jón og Guðrún eignuðust tvo syni, Gest Elías stýrimann, sem kvæntur var Kristínu Jónsdóttur, sem lifir mann sinn, og Egil Hans bakarameistara, sem kvæntur var Soffíu Bjamadóttur og era þau bæði látin. Guðmunda ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarskólann, þar sem hún reyndist ágætur námsmaður, en ástæður íjölskyldunnar leyfðu ekki að hún héldi áfram námi og varð hún því snemma að svipast um eftir atvinnu. Fyrstu árin eftir fermingu vann Guðmunda á sumrin hjá Guðfinnu ömmu sinni í Hall- skoti, en þegar hún var átján ára réðist hún til Guðrúnar Jóhanns- dóttur skáldkonu frá Brautarholti og manns hennar Bergsteins Jóns- sopar og vann þar við húsverk og í verslun sem hjónin ráku. Hjá þeim starfaði hún fram yfír tvítugt er hún réðst til verslunar Gunnþórann- ar. Þar starfaði hún þar til hún giftist Steindóri í júnímánuði árið 1934. Eigendur verslunarinnar vora þær Gunnþórunn Halldórsdóttir leikkona og Guðrún Jónasson, sem í mörg ár var bæjarfulltrúi í Reykja- vík. Mikil vinátta var milli Guð- mundu og kaupkvennanna, sem entist á meðan þær lifðu og átti hún margar skemmtilegar endur- minningar frá þeim tíma, ekki síst frá siglingunni, sem Guðmunda fór í með Guðrúnu til innkaupa fyrir verslunina til Edinborgar og Kaup- mannahafnar árið 1930. Sama gilti um fyrri vinnuveitendur Guð- mundu, hjónin Bergstein og Guð- rúnu, þau urðu æfilangt vinir henn- ar. Steindór, maður Guðmundu, fæddist í Réttarholti á Skagaströnd næstelstur átta bama Ingibjargar Pálsdóttur og Áma Ámasonar frá Höfnum á Skaga, er seinna var kenndur við Höfðahóla á Skaga- strönd. Hin systkinin vora Ámi stýrimaður, látinn, Sigrún húsmóð- ir, látin, Ingibjörg húsmóðir, látin, Áslaug -starfsmaður hjá Tollstjóra, Hjalti verslunarmaður, látinn, Mar- grét verslunarmaður og húsmóðir og Steinunn húsmóðir. Steindór var persónuleiki, sem ekki gleymdist þeim sem kynntust honum. Hann var harðduglegur við hvað eina, sem hann tók sér fyrir hendur, vel lesinn, hikaði ekki við að taka afstöðu til þeirra mála, sem efst vora á baugi hveiju sinni og þá fyrst og fremst þeirra sem tengdust fiskveiðum og verkun sjávarafla, en um þau málefni skrif- ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. * Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 aði hann margar blaðagreinar. Steindór var um fermingu þegar hann og Ámi bróðir hans hófu sjó- róðra á árabát frá Skagaströnd og seldu aflann þar og á Blönduósi. Útgerðin gekk vel og ungu físki- mennimir sannfærðust um að lífs- björgina skyldi á sjóinn sækja. Ingi- björg og Ámi fluttu til Reykjavíkur nokkra fyrir fyrri heimsstyijöld og fóra elstu drengirnir strax að vinna þau störf sem til féllu í landi og síðan á sjó. Eftir nokkur ár á sjón- um fóra þeir báðir í Stýrimanna- skólann og luku farmannaprófi árið 1919. Steindór starfaði síðan á togur- um óslitið næsta aldarfjórðung, lengst af á Kveldúlfstogurum í stöðu fyrsta stýrimanns. Margt dreif á daga Steindórs á þessum 25 árum enda sigldi hann öll styij- aldarárin til Bretlands. Fyrsta stríðsveturinn sigldi hann einnig til Þýskalands um dönsku sundin en þetta var varasöm leið vegna hafn- banns og tundurduflabelta. Seinna í styijöldinni var gerð loftárás á togarann í Englandssiglingu, en heppnin var með og enginn lést af sáram sínum. Einnig komu þeir eitt sinn að brennandi olíuskipi og féll það í hlut Steindórs og áhafnar hans að bjarga þeim sjómönnum, sem stokkið höfðu fyrir borð og reyndu að synda frá skipinu í log- andi olíunni, en hinn togarinn sem var á svæðinu tók að sér að bjarga þeim, sem komust höfðu í björgun- arbátana. Þetta var erfítt verkefni eins og mörg önnur, sem íslenskir sjómenn tókust á við á þessum tíma. Eftir styijöldina fór Steindór í land en skömmu seinna tók hann að sér framkvæmdastjóm fyrir bæjarútgerð í Neskaupstað á meðan útgerðin var að komast á stað og hafði þá m.a. eftiriit með smíði tveggja togara útgerðarinnar í Bretlandi. Fékk hann því framgengt að gerðar vora ýmsar endurbætur á skipunum, sem síðan vora teknar upp við smíði á öðram skipum af sömu gerð. Eftir þetta kvaddi Steindór tog- arana endanlega ef undan era skild- ar nokkrar veiðiferðir með Norð- fjarðartogarana. Seinna keypti Steindór hænsnabú í félagi við vin sinn Kristján Kristjánsson skip- stjóra. Eftir andlát Kristjáns rak Steindór búið með góðri aðstoð fjöl- skyldunnar þar til hann var 75 ára. Guðmunda og Steindór eignuðust tvo syni, Áma og Jón, en urðu fyr- ir því mikla áfalli að missa Árna aðeins sex ára gamlan. Guðmunda var mikil húsmóðir og á Öldugötu 53 var oft margt um manninn, þeg- ar ættingjar og vinir húsráðenda litu inn til að heimsækja fjölskyld- una. Foreldrar Guðmundu bjuggu einnig í húsinu og nutu nálægðar við dóttur og tengdason. Jón Stein- dórsson starfaði lengi sem loft- skeytamaður hjá Landhelgisgæzl- unni og er nú kennari í Sjómanna- skólanum. Hann er kvæntur Guðnýju Ragnarsdóttur frá Vest- mannaeyjum. Börn þeirra eru Guð- munda og Haraldur, sem vora í miklu uppáhaldi hjá afa og ömmu og voru ásamt foreldrum stoð og stytta gömlu hjónanna þegar elli og heilsuleysi sóttu að. Nú þegar Guðmunda er öll er mér efst í huga þakklæti til þessa góða fólks fyrir allt það sem þau vora frændfólki sínu. Guð blessi minningu þeirra. Við Ragnheiður og börnin send- um Jóni og fjölskyldu hans samúð- arkveðju. Páll Halldórsson. Hún amma mín og alnafna er dáin. Nú þegar ég kveð hana hinstu kveðju fyllir söknuður hugann, en jafnframt ljúfar minningar um liðn- ar samverustundir. Á sumrin dvöld- um við systkinin tvö oft með henni og afa í sumarbústaðnum Hestvík. Það voru yndislegir dagar, uppfullir af áhyggjuleysi æskuáranna og þar áttu amma og afí stóran hlut að máli. Fram í hugann kemur mynd af ömmu við gömlu kolaeldavélina. í pottum mallar eitthvað góðgæti og ilmur af nýbökuðu brauði fyllir húsið. Við systkinin sitjum með afa á gamla sófanum og hann les fyrir okkur um Binna og Pinna. Svo eft- ir matinn var gjarnan spilað á spil, vist eða bridge. Gönguferðir vora fastur liður í tilveranni. Amma kenndi okkur að þekkja blómin og lyngið og örnefni á flestum hæðum og hólum sem leið okkar lá um. Þær era ófáar „gibbagöturnar" í Hestvík og ná- grenni, sem við höfum trítlað við hlið ömmu. Þama voram við eins og lítil kóngaböm í ríki okkar. Átt- um m.a. heljarinnar bú upp í gili, sem amma lifði sig inn í með okkur og lagði til ýmislegt sem nýttist við búskapinn. hver dagur var heilt ævintýri út af fyrir sig. Við lærðum snemma að handleika veiðistöng og slægja fisk og ekki vorum við göm- ul þegar við fengum fyrsta að róa gamla bátnum hans afa. Amma kom stundum með út á vatn að veiða, en oft var hún heima við á meðan og beið með heitt kakó og meðlæti þegar í land var komið. Stundum komum við heim renn- blaut og köld á fótum eftir að hafa vaðið í tjörninni eða hlaupið um berfætt úti. Þá var okkur skellt í heitt fótabað' fyrir framan „Skand- íuna“ og sokkar hengdir til þerris fyrir ofan. Alltaf hugsaði hún svo vel um okkur. Ég minnist þess líka hvernig hún þvoði okkur hátt og lágt upp úr gamla vaskafatinu, sem stóð á eldhúsborðinu, áður en við fóram að sofa. í eldhúsinu var allt- af hlýtt og notalegt, gamla kola- eldavélin sá fyrir því, og á kvöldin baðaði kvöldsólin það í geislum sín- um þar til hún settist bak við Jóru- kleif. Amma kenndi okkur að meta fegurð sólarlagsins og nauðsyn Fædd 25. nóvember 1923 Dáin 18. júní 1992 Amma mín fæddist í Færeyjum, en fluttist ung til íslands og vann þá við elliheimilið Grund. Hún kynntist fljótlega afa mínum, Finn- boga Þorsteinssyni, og voru þau lífsföranautar þar til hann dó á síðasta ári. Þau hófu búskap sam- an árið 1948. Saman komu þau upp tíu bömum, en áður átti amma mín Sheilu sem fæddist árið 1943. Með slíkan barnahóp var lífsbar- áttan oft erfíð, en með dugnaði og elju komu þau bömunum á legg. Sem barn er mér minnisstætt hve fjölskyldan var dugleg og sam- hent, með ömmu í broddi fylking- ar, við matargerð og annað stúss. Amma var sérstaklega dugleg við allskyns hannyrðir. Þegar þröng var í búi þurfti að spara og nýta sem best það sem fyrir var. Föt á börnin voru heimasaumuð, gerð af natni, og litu jafn vel út og sjálf- sagt vandaðri en þau sem fengust í búð. Vinnudagurinn var langur hjá vætunnar fyrir gróðurinn. Af henni lærðum við að þekkja fuglana og söng þeirra og að bera virðingu fyrir náttúranni. Amma og afi vora árrisul og iðin. Alltaf var eitthvað við að vera. Litlar hendur máttu hjálpa til við hvað sem fyrir lá, en aldrei var það nein kvöð. Það mátti líka alltaf fresta verkum, ef við þurftum á athygli að halda. Þessi æskusumur í Hestvíkinni með ömmu og afa eru i minningunni einn allsheijar sælutími. Það var svo gott að vera nálægt henni ömmu. Aldrei sagði hún styggðaryrði um nokkurn mann og kenndi mér að líta alltaf á björtu hliðarnar á tilverunni. Hláturmild og jákvæð eru orð sem lýsa henni vel. „Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín“ sönglaði hún oft. Hún var líka orðatiltækið — sælla er að gefa en þiggja — holdi klætt. Amma var þessi dæmigerða hús- móðir af aldamótakynslóðinni. Hún var fædd og uppalin í Reykjavík og vann þar í verslun í nokkur ár, eða þar til hún giftist afa, Steind- óri Ámasyni. Upp frá því helgaði hún sig heimilinu. Afi var sjómaður og því mikið í burtu. Þá hvíldi rekst- ur heimilis og barnauppeldis á hús- móðurinni. Eins og títt er um sjó- mannskonur hafði hún áhyggjur af afa þegar hann var á sjó, en hann var farsæll í starfi og sigldi sínu skipi ætíð heilu í höfn. Þó var hann stundum hætt kominn, m.a. í stríð- inu og ég man eftir peysu af honum sem amma geymdi alltaf. Við systk- inin fengum oft að skoða peysuna og heyra söguna sem henni fylgdi, en á peysunni var gat eftir byssu- kúlu sem strokist hafði eftir afa - án þess að hann sakaði. Okkur þótti þetta hin merkilegasta saga, en alvöruna skildi ég ekki fyrr en löngu síðar. Pabbi er eina barnið hennar ömmu, sem lifði til fullorðins ára. Eldri bróðir hans, Árni, dó 1941, aðeins 6 ára. Nokkru síðar gekk amma með tvíbura, en þegar stutt afa, en ekki síður hjá ömmu, þegar börnin voru hvað flest heima gafst sjaldan tími til að varpa öndinni léttara. Þó var amma fróð um alla skapaða hluti, sér í lagi á erlend tungumál. Hún hafði góða þekk- ingu á dönsku, ensku og þýsku en auk þess gat hún bjargað sér á spænsku og ítölsku. Mikið dálæti hafði hún á bamabörnunum sínum og var afar stolt af afkomendun- um. Oft heklaði hún og pijónaði vettlinga og sokka á barnabörnin, jafnvel þó að önnur höndin væri lömuð seinni árin. Já, maður saknar þess að geta ekki skroppið „vestur eftir“ eins og við kölluðum það, sem barn til þess að leika sér og þegar árin liðu til þess að fá sér kaffisopa og ræða það sem efst var á baugi. Heimili gömlu hjónanna var fastur punktur í lífí mínu sem og annarra afkomenda þeirra. Víst á maður eftir að sakna þess, en maður verð- ur að horfa fram á veginn og taka föstum tökum á vandamálum kom- andi tíma með bjartsýni og þraut- seigju, rétt eins og afi og amma Minning: Lína Knútsdóttir var í fæðinguna datt hún og afleið- ingin varð sú að litlu stúlkurnar sem hún bar fæddust andvana. Það sorglega er að þeim hefði líklega verið hægt að bjarga ef læknir sem skoðaði ömmu hefði ekki gert mis- tök. Þau mistök kostuðu tvö lítil börn lífíð og amma var sjálf hætt komin. Sem kona og móðir get ég reynt að setja mig í spor ömmu við þessi áföll, en aldrei man ég eftir biturð hjá henni. Hún bar harm sinn í hljóði. Við töluðum stundum um Árna og hún sagði mér frá því hvemig hann hafði verið. Ég skoð- aði líka oft myndirnar af honum og ímyndaði mér stundum hvernig fjölskyldan væri ef hann hefði lifað. Ámma var trúuð kona og þegar rætt var um óorðna hiuti og áætlan- ir gerðar fram í tímann bætti hún gjarnan við „ef Guð lofar“. Lífíð kenndi henni að ekkert er öruggt í þessum heimi, en hún trúði því að allt hefði sinn tilgang. Amma og afi bjuggu á Öldugöt- unni og þaðan á ég margar ljúfar minningar. Ég skil það nú hversu mikil forréttindi það voru að fá að alast upp í návist þeirra. Það era ekki mörg börn í dag sem eiga ömmur og afa, sem alltaf eru til staðar. Alltaf tilbúin að gefa sér tíma til að hlusta, kenna, hugga, gleðja. Fram til 7 ára aldurs átti ég heima í sartia húsi og amma og afí. Þá fluttum við í hús sem foreldr- ar mínir byggðu á Melunum og því var stutt að skreppa upp á Oldó. Þar var oft gestkvæmt, en alltaf var maður jafn velkominn. Aldrei man ég eftir því að við systkinin væram skömmuð eða okkur refsað, þó sjálfsagt hafí nú margt verið brallað, sem ekki átti upp á pall- borðið hjá fullorðna fólkinu. Við lærðum þó snemma að hafa hægt um okkur meðan fréttir voru lesnar í útvarpinu. Afí fylgdist alltaf vel með þjóðfélagsumræðunni og ég minnist þess að oft þegar gesti bar að garði, fylltu heitar pólitískar umræður stofuna. Amma hafði sig lítið í frammi þegar þannig stóð á, hló bara að látunum í „þessum köll- um“, lagaði kaffí upp á gamla mátann frammi í eldhúsi og bakaði pönsur eða annað góðgæti. Alltaf fengum við líka að sitja til borðs með þeim fullorðnu og sérstaklega era mér minnisstæð afmæli afa, 27. desember, eri þá komu flestir vina og vandamanna afa og ömmu til þeirra. Þá voru tveir litlir glókollar oft sofnaðir í stóra rúminu þeirra áður en boðinu lauk. Hænsnabúið var fastur punktur í tilverunni, þar til ég var um ferm- ingu. Það ráku afi og amma meðan kraftar leyfðu, með dyggri aðstoð foreldra minna. Oft var glatt á hjalla þegar öll fjölskyldan hjálpað- ist að við að ljúka verkunum — safna eggjum, gefa púddunum, gerðu í sinni erfiðu lífsbaráttu. Það var alltaf stutt í góða skapið og glettnina þrátt fyrir vandamál líð- andi stundar. Er óhætt að segja að vel hafi ræst úr barnaskaranum þeirra, sem þau komu upp þó að þröngt væri í búi og oft erfítt upp- dráttar. Amma stóð ætíð við hlið afa míns í gegnum súrt og sætt, óbuguð. Hún reyndi sitt besta við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.