Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992
25
ítalaen
rspítala
Sumarlokanir 1992
Skurðlækningadeild A3 - lokuð
frá 22. maí til 1. júlí.
Skurðlækningadeild A5 - lokuð
frá 3. júlí til 6. ágúst.
Skurðlækningadeild A4 - iokuð
frá 7. ágúst til 9. september.
Lyflækningadeild A6 - 10 rúm
af 30 lokuð frá 1. júní til 1. septem-
ber.
Lyflækningadeild A7 - 11 rúm
af 25 lokuð frá 1. júní til 1. septem-
ber.
Endurhæfinga- og taugadeild
E61 - 10 rúm af 30 lokuð frá 1.
júní til 1. september.
Endurhæfinga- og taugadeild
E62 - 10 rúm af 30 lokuð frá 1.
júní til 1. september
Nokkrar deildir verða opnar í allt
sumar, öldrunarlækningadeildimar
B4 og B5 svo og hjartadeild B6.
Heimahjúkrun -
Heilsu-
verndarstöð:
Þjónusta aukin ef þörf krefur
Starfsemi heimahjúkrunar
Heilsuverndarstöðvarinnar verður
ekkert dregin saman í sumar heldur
aukin ef þörf krefur. Að sögn
Margrétar Þorvarðardóttur, hjúkr-
unarframkvæmdastjóra heima-
hjúkrunar, hefur starfsfólk hennar
ekki orðið vart við neina aukningu
á eftirspum eftir þjónustu þrátt
fyrir lokanir á sjúkrahúsum en seg-
ir að það kunni að breytast þegar
líða taki á sumarið. „Við drögum
ekkert úr þjónustu á sumrin, ef eitt-
hvað er þá aukum við hana,“ segir
Margrét.
MorgunDiaoio/ övernr
Ólafur Karl Nielsen líffræðingur fór með fálkaungann norður í
land í gær þar sem hann mun reyna að finna honum hreiður
með ungum af svipaðri stærð.
Lögreglan í Herning í Danmörku:
Grunur um að sömu menn
hafi áður smyglað fuglum
ANNAR af fálkaungunum tveimur sem smyglað var til Danmerkur
er nú kominn norður i land þar sem reynt verður að finna hreiður
handa honum með ungum af svipari stærð, að sögn Jóhanns Brands-
sonar hjá Náttúrufræðistofnun. í danska blaðinu Politiken í gær
kemur fram að lögreglan í Herning í Danmörku, þar sem íslending-
arnir tveir voru teknir, grunar að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem
mennirnir hafi reynt að smygla ránfuglum.
í Politiken er rakið hvemig fugl-
amir fundust í Danmörku. Þar
kemur fram að lestarstjórinn Rene
Jensen hafi heyrt hávært öskur í
fuglum um borð í lestinni og í
fyrstu hafí hann haldið að um
máva væri að ræða. Þegar hann
kom um borð í lestina hafi hann
aftur á móti séð tvo unga menn
fóðra tvo stóra fuglsunga og þar
sem lestarstjórinn er fuglaáhuga-
maður hafi hann um leið séð að
ungarnir væru ránfuglar.
Að sögn Jóhanns Brandssonar
er unginn, sem á að sleppa, enn
það ungur að hann getur vanist
því að lifa aftur sem villtur fálki.
„Fálkar eru náttúrugæfir og því
venjast þeir fljótt þeim sem gefur
þeim mat. Um leið og fálkaunginn
kemur í hreiður hjá fálkapari sem
gefur honum þá venst hann því.
Fálkaunganum virðist ekki hafa
orðið meint af ferðinni," segir Jó-
hann.
Starfsmenn hjá varnarliðinu:
Ottast að tilfærslur
skili ekki sparnaði
- segir formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur
FORMAÐUR Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segist óttast,
að tilfærslur í starfsmannahaldi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
muni ekki skila tilætluðum sparnaði. Hann segist hafa áhyggjur af
því að í þessum tilfærslum missi eldra fólk með langa starfsreynslu
vinnuna, en það eigi líklega erfiðast með að fá nýja vinnu.
Á fundi, sem Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra hélt með
sarfsmönnum á Keflavíkurflugvelli á
þriðjudaginn, kom fram að ekki yrðu
teljandi breytingar á heildarfjölda
íslenskra starfsmanna vamarliðsins
fram til áramóta. Hins vegar yrðu
talsverðar tilfærslur. Ráðherra sagði
að 25 störf hefðu verið lögð niður í
júní, 18 til viðbótar í júlí, 17 yrðu
ráðnir í september og 18 yrðu ráðn-
ir tímabundið til 8 mánaða. Því til
viðbótar mætti gera ráð fyrir, að 17
fengju ráðningu hjá verktökum.
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla-
víkur, segir að tilfærslurnar felist
meðal annars í því, að starfsmönn-
um, til dæmis í ræstingum, sé sagt
upp, en sumir fái síðan vinnu aftur
hjá verktökum. Einnig sé um það
að ræða, að starfsfólk sé flutt milli
deilda.
Kristján segist óttast, að þessar
tilfærslur muni ekki skila þeim
sparnaði, sem til er ætlast. Meðal
annars geti það gerst, að fólki með
mikla starfsreynslu sé sagt upp, en
óvant ráðið í staðinn.
Þannig geti í sumum tilvikum
jafnvel þurft að ráða fleiri þegar upp
er staðið, en áður var sagt upp.
Hann segist hafa talsverðar áhyggj-
ur af atvinnuhorfum þeirra elstu,
sem missi vinnuna og það sé ein-
kennilegt, ef ekki sé hægt að hliðra
til fyrir þá á rúmlega 900 manna
vinnustað.
Hann segir að lokum, að forsvars-
menn þeirra 9 verkalýðsfélaga á
Suðurnesjum, sem héldu fundinn í
Stapa á þriðjudaginn, hafí óskað eft-
ir viðræðufundi með utanríkisráð-
herra, en ekki hafí borist svör um
það hvénær af honum geti orðið.
Ráðstefna norrænna röntgenlækna:
Stöðug þróun í tækní
við myndgreiningu
Á ráðstefnu norrænna röntgen-
lækna í gær kom fram að unnið
er að þróun sérstaks skuggaefnis
til þess að nota við skoðun melting-
arvegs í segulómunartæki. Þegar
segulómunartæki komu fyrst á
markaðinn var gert ráð fyrir að
Beat Iseli, eigandi Saga Reisen í Sviss um minnkandi ferðamannastraum til íslands:
Fólk getur varla lengur látið
eftir sér svona dýrt sumarfrí
Vandi sem hijáir allan ferðaiðnaðinn, segir Clive Stacey hjá Arctic Experience 1 Bretlandi
SKIPTAR skoðanir eru milli erlendra ferðaskrifstofa um ástæður minnk-
andi aðsóknar í Islandsferðir. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í
gær, búast sum innlend ferðaþjónustufyrirtæki við 25-50% samdrætti í
tjald- og hálendisferðum, en ferðaskrifstofur þær í Evrópu, sem Morgun-
blaðið hafði samband við í gær, virðast ekki sjá fram á svo mikinn sam-
drátt. Forsvarsmenn þeirra greinir og á um veigamikil atriði, svo sem
verðlag og áhrif þess, og í hvernig ferðum skerðingin komi helst fram.
dýr. Við höfum verið að reyna að fá
„Markaðurinn þolir ekki
sífelldar verðhækkanir"
Beat Iseli, eigandi ferðaskrifstof-
unnar Saga Reisen í Sviss, sagði að
samdráttur í bókunum í íslandsferðir
í sumar væri um 22% miðað við síð-
asta ár. „Á heildina litið er aukin eftir-
spurn eftir ódýrari ferðum, því fólk
leggur mikla áherslu á verðið samfara
mikilli efnahagslægð í Sviss,“ sagði
hann. „Við seljum þó heldur fleiri
tjaldferðir en í fyrra, en hótelferðir
hafa dregist saman, og það er fyrst
og fremst vegna verðsins."
Iseli sagði, að meðan önnur lönd
lækkuðu verðið til að viðhalda ferða-
mannastraumnum væri annað uppi á
teningnum á Islandi. „Aðsókn í ís-
landsferðir hefur ekki gert annað en
að aukast undanfarin ár, en nú er svo
komið að ferðir á 16.000'krónur til
Tyrklands og Grikklands eru farnar
að veita dýrum íslandsferðum alvar-
lega samkeppni því fólk getur varla
lengur leyft sér svona dýrt sumarfrí.“
Iseli kvað verðlag innanlands einnig
vera of hátt. „Það eru einkum hótelin,
bílaleigurnar og maturinn sem eru of
samstarfsaðila okkar til að stöðva sí-
felldar verðhækkanir, en sumir virðast
halda að það megi bjóða markaðnum
hvað sem er, þangað til þeir allt í einu
mæta veggnum," sagði hann.
„Verðlag á íslandi ekki
óeðlilegt“
„Þetta er ekki bara íslenskur vandi,
heldur hrjáir þetta allan ferðaiðnað-
inn,“ sagði Clive Stacey hjá ferðaskrif-
stofunni Arctic Experience í Carlisle,
Bretlandi. „Bókunum til íslands hefur
fækkað um 10-15% hjá okkur, en ég
fæ ekki séð að það einskorðist við
ákveðnar tegundir af ferðum." Ástæð-
ur samdráttarins kvaðst hann fyrst
og fremst telja efnahagslegar.
„Miðað við marga aðra ákvörðunar-
staði hefur ísland ekki komið sem
verst út í sumar,“ sagði Stacey. „Hlut-
fall ánægðra farþega er um 95%, sem
er langt fyrir ofan flesta aðra staði.“
Stacey sagði, að þó vissulega væri
almennt verðlag á íslandi í hærra lagi,
væri það ekki það sem stæði ferðaiðn-
aðinum fyrir þrifum. „Það eina sem
er virkilega dýrt. er að bprða á veit-
ingastöðum,“ sagði hann. „íslending-
ar ættu alls ekki að lækka verð á
ferðum til að draga að sér fleiri ferða-
menn. Ég hef sjálfur gengið úr skugga
um, að verðlag á hinum einstöku þátt-
um ferðaþjónustunnar getur ekki tal-
ist óeðlilegt, þar með talin hótel, leið-
sögumenn og svo framvegis. Það
vinnst ekkert með því að lækka verð-
ið svo mikið að ágóðinn hverfí. Lægra
verð leiðir auk þess til minni gæða,
sem engu bjargar," sagði Stacey.
„Gengur vel að bóka
í hótelferðir“
Gerard Alant rekur ferðaskrifstof-
una Alant’s tours í París og kveðst
hafa selt mikið af íslandsferðum á
undanförnum árum. Hann sagði að
bókanir hefðu byijað óvenjusnemma
í ár, og tímabilið frá janúar til maí
hefði verið líflegt, en síðan hefðu bók-
anir dregist saman.
„Ástandið er gott hjá okkur,“ sagði
hann. „Það hafa jafnvel verið erfið-
leikar með að fá næg sæti í flugi fyr-
ir hópana.“ Hann sagði, að einkum
gengi vel að bóka í hótelferðir, því
þær nytu vinsælda eldra fólks, sem
hefði nægilega háar tekjur.
„Aftur á móti hefur verið samdrátt-
ur í aðsókn bakpokaferðalanga, sér-
staklega vegna verðsins. Þótt þetta
fólk hafi efni á flugmiðanum gerir það
sér oft á tíðum ekki grein fyrir því,
hversu dýrt er að lifa á ísl.andi, svo
við verðum hreinlega að vara það við
því,“ sagði Alant. Einnig kvaðst hann
hafa orðið Var við einhvern samdrátt
í skipulögðum tjald- og hálendisferð-
um, en þó ekki verulegan.
„Fólk vill borga fyrir
það sem það fær“
Ómar Benediktsson, framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar Island Tours
í Þýskalandi, sagðist ekki hafa orðið
var við fækkun í bókunum. „Hjá okk-
ur hefur hins vegar orðið um 10%
aukning frá því í fyrra, við lok maí.
Tölur frá júní virðast auk þess ætla
að verða á svipuðu róli og í fyrra, svo
ég get sem betur fer ekki tekið þátt
í þessum grátkór," sagði Ómar.
Þó kvað hann ljóst að fyrirsjáanleg-
ur væri um 10% almennur samdráttur
í ferðaþjónustu í Evrópu, og væri
ástæðanna aðallega að leita í versn-
andi efnahagsástandi. „Vissulega má
til sanns vegar færa að ísland er dýrt,“
sagði hann. „Við viljum selja okkur
dýrt, þótt það sem við höfum upp á
að bjóða sé oft á tíðum ekki í hæsta
gæðaflokki. Fólk vill borga fyrir það
sem það fær, en er ekki til í að borga
of hátt verð miðað við gæði.“ Hann
minnti þó á, að margt væri að gerast
í Evrópu, er kynni að draga úr aðsókn
í íslandsferðir, og nefndi Ólympíuleik-
ana í Barcelona og Heimssýninguna
í Sevilla sem dæmi.
ekki yrði þörf á því að nota skugga-
efni þegar sjúklingur væri skoðað-
ur í tækinu en raunin hefur orðið
önnur. Röntgendeild Landsspítal-
ans tók sitt fyrsta segulómunar-
tæki í notkun á þessu ári. Á öðru
sviði myndgreiningartækni var
staðfest að ómskoðun (sónarskoð-
un) gefur jafn góðar niðurstöður
við rannsóknir á æðakerfinu og
eldri aðferðir með skuggaefni.
Ólafur Kjartansson, röntgenlækn-
ir, sagði að í fyrstu hefði verið talið
að hægt yrði að sleppa því að nota
skuggaefni þegar sjúklingur væri
skoðaður í segulómunartæki. Að hans
sögn kom síðan í ljós að stundum
þyrfti að nota skuggaefni til þess að
fá betri niðurstöður. Hann nefndi sem
dæmi að algengt væri að sprauta
skuggaefni í bláæðar við skoðun.
Hann sagði að það væri mjög erfítt
að skoða meltingarveg þar sem þarm-
ar væru á sífelldri hreyfingu og því
væri verið að þróa sérstakt skugga-
efni fyrir slíka skoðun í segulómunar-
tæki. Á ráðstefnunni var einnig um-
fjöllun um ómskoðun (sónarskoðun)
í gær. Þar kom m.a. fram að ómskoð-
un á æðakerfi, t.d. til þess að finna
skemmt svæði í hálsæðavegg er getur
orsakað æðastíflu í heila, gefur jafn
góða raun og notkun eldri myndgrein-
ingaraðferða með skuggaefnum. Sig-
urður V. Siguijónsson, röntgenlæknir
á Landsspítalanum, sagði að ómskoð-
un væri hættuláusari og kostnaðar-
minni en eldri aðferðir.
ASI vill
hvalveiðar
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt samhljóða á miðsljórn-
arfundi Alþýðusambandsins:
„Fundur miðstjómar ASÍ, hald-
inn 18. júní 1992, skorar á ríkis-
stjórn íslands að leyfa nú þegar á
þessu ári hrefnu- og hvalveiðar.
Allt virðist nú stefna í minnkandi
þjóðartekjur íslendinga vegna sam-
dráttar í þorskveiðum á næsta ári
og því óveijandi að nýta ekki þess-
ar auðlindir. hafsins."