Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 13 Ahrifin af minni þorskafla I: Er ennþá hægt að höggva í sama knérunn? eftir Einar K. Guðfinnsson Fyrir flesta komu upplýsingar og álit Alþjóðahafrannsóknaráðsins og Hafrannsóknastofnunar um ástand þorskstofnsins hér við land eins og köld vatnsgusa. Við höfum undan- farin ár dregið árvisst úr þorskveið- unum að ráði fiskifræðinga. Menn gerðu sér því vonir um að nú væri botninum náð. Leiðin hlyti að liggja hér eftir upp á við, til móts við auk- inn þorksafla. Tillögur Alþjóðahafrannsókna- ráðsins og Hafrannsóknastofnunar eru á aðra lund. Tillögur Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins gera ráð fyrir að veidd séu 150 þúsund tonn af þorski á næsta ári, til þess að tryggja upp- byggingu stofnsins. Hafrannsókna- stofnun vill fara í þorskaflaskerð- ingu með nokkuð öðrum hætti. þar á bæ er lagt til að „takmarka afla við 175 þúsund tonn árin 1993 og 1994 og taka síðan tillit til nýrra aðstæðna. Þessi leið svarar til um 190 þúsund tonna þorskafla á flsk- veiðiárinu 1992/1993“, eins og orð- rétt segir í nýútkominni skýrslu stofnunarinnar. Nú er talið að árs- aflinn verði um 270 þúsund tonn af þorski á árinu 1992. Höfum oft veitt yfir 500 þúsund tonn Menn skyldu muna það að sá þorskafli sem við munum veiða á þessu ári er óvenjulega lítill, skoð- aður í sögulegu ljósi. Við þurfum að fara allt aftur til ársins 1948 til þess að finna dæmi um annað eins hér við land. Á árunum eftir síðari heimsstyij- öld hafa oft veiðst vel yfir 400 þús- und tonn af þorski. í nokkrum tilvik- um hefur veiðin á íslandsmiðum farið upp í rúmlega 500 þúsund tonn. Þar af einu sinni, árið 1954, í 547.530 tonn. Ef við síðan skoðum árin eftir að við fengum full og óskoruð yfír- ráð yfir fiskveiðilögsögunni okkar kemur í ljós að meðalþorskafli hér við land var um 362 þúsund tonn. Þetta eru árin 1977 til og með 1990. Það má því segja að hið eðlilega sé því afli sem er miklu meiri en sá sem fiskifræðingar álíta nú óhætt að taka úr sjónum við íslandsstrend- ur. Öll okkar uppbygging, allt okkar þjóðfélag og allar kröfur okkar, miðast við að afrakstur þorskstofns- ins sé í samræmi við reynslu okkar af því sem þorsksstofninn getur gefið af sér og hefur gefið af sér á undangengnum árum. 12 til 15 milljarða lækkun tekna Það er nauðsynlegt fyrir þá um- ræðu sem nú mun eiga sér stað á grundvelli álits Alþjóðahafrann- sóknaráðsins að öll íslenska þjóðin geri sér grein fyrir því hvað muni gerast ef farið verður í einu og öllu að ráðum fiskifræðinga. Við þurfum að skoða afleiðingar þess, ef farið verður að þessum tillögum, rétt eins og skynsamlegt er að íhuga afleið- ingar þess ef ekki verður farið að ráðum vísindamannanna. Menn hafa komist að því að allt að 12 til 15 milljarðar — 12 til 15 þúsund milljónir — muni hverfa út úr þjóðarbúinu í formi gjaldeyris- verðmætis ef tiliögur fiskifræðing- anna verða að veruleika. 12 til 15 milljarðar, sem við höfum nú til ráðstöfunar, verða ekki til staðar á næsta ári, ef við minnkum þorskafl- ann um 90 til 120 þúsund tonn á einu ári. Minni tekjur — minni útgjöld í dag er staðan sú að fæstir telja sig geta komist af með minna en þeir hafa í dag til ráðstöfunar. Við þurfum ekki annað en að rifja upp það mikla ramakvein, sem rekið var upp úr öilum áttum þegar ríkis- stjórnin hófst handa við að aðlaga útgjöld ríkisins og hins opinbera að raunveruleikanum. Raunveruleikinn sem við okkur blasti var sá að tekj- urnar voru að dragast saman. Þegar lagt var til að lækka þjóðarútgjöld- in, þar með talin útgjöld hins opin- bera, eitthvað í áttina að tekjuþróun þjóðfélagsins, brugðust flestir illa við. Þó blasir það við að við sem þjóð eyðum nú þegar langt umfram tekj- ur okkar. Það sjáum við á tölum um viðskiptahallann. Þannig hefur það verið nær undantekningarlaust síðustu áratugina. Tillögur Alþjóðahafrannsóknar- Einar K. Guðfinnsson „Menn verða nefnilega- að átta sig á því að tekju- tap vegna þorskveiða upp á marga milljarða króna er ekkert einka- mál sjávarútvegsins og þess fólks sem þar starf- ar. Tekjulegt hrun eins þjóðfélags, af þessari stærðargráðu, mun koma fljótt niður á ann- arri atvinnustarfsemi.“ áðsins myndu þýða, yrðu þær að veruleika, enn minni tekjur þjóðar- búsins á næsta ári. Það yrði því óhjákvæmilegt að rifa seglin enn. Hjá ríkissjóði og öllu hans slegti, sem og hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. Menn yrðu að búa sig und- ir lægri tekjur, verri afkomu og at- vinnuleysi. Og kröfugerðarmenn á hendur ríkissjóði ættu að hafa í huga að óhjákvæmilega yrði að draga úr þjónustu og framkvæmd- um hins opinbera, ef ráðum físki- fræðinga yrði hlítt. Ekki einkamál sjávarútvegsins Menn verða nefnilega að átta sig á því að tekjutap vegna þorskveiða upp á marga milljarða króna er ekkert einkamál sjávarútvegsins og þess fólks sem þar starfar. Tekju- legt hrun eins þjóðfélags, af þessari stærðargráðu, mun koma fljótt nið- ur á annarri atvinnustarfsemi. Og það á ekki bara við um þær þjón- ustugreinar sem hafa afkomu sína af þjónustu við sjávarútveginn. Heldur munu minni tekjur í okkar þjóðfélagi óhjákvæmilega koma illa við kauninn á annarri þjónustu og framleiðslu. Þetta er ekki ýkja björt mynd sem hér er dregin upp. Þó ber að leggja áherslu á að þetta er lýsing á heilu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem menn hafa þó að ýmsu að hverfa. Þar sem atvinnustarfsemin hefur tekið á sig margbreytilega myndir. Þar sem menn eygja einhverja möguleika á að starfa á öðrum sviðum, þrátt fyrir allt. íslenskur sjávarútvegur er vita- skuld undirstaða þjóðfélags okkar. En vægi hans er þó misjafnt í at- vinnustarfsemi einstakra land- svæða. Og það sem meira er: Þorsk- veiðamar vega misþungt í ýmsum sjávarútvegsplássum. Sums staðar hafa menn að öðru að hverfa. Ann- ars staðar hafa menn fátt annað bjargræði. Þar verða menn að reiða sig á þorskveiðarnar. Þar verða hin beinu áhrif þorksveiðiskerðingar- innar mest. Að því máli verður sérstaklega vikið í síðari grein minni. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Nýtum glæsilegt samgöngumannvirki eftir Árna Ragnar Árnason í skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál, sem var rædd á Al- þingi, er fjallað um varnarsamstarf- ið við Bandaríkin, og undir þeim kafla um Keflavíkui'flugvöll. Stjórnsýsluskipan og staðsetning stofnana Nú er lokið framkvæmdum til aðskilnaðar varnarliðsumsvifa og almennrar flugstarfsemi. Tími er til kominn að afráða hvar í stjórn- sýslu okkar verði skipað stofnunum ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar og stimpilvélar Vélar tll póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 á Keflavíkurflugvelli. Allar heyra þær nú undir utanríkisráðuneytið og Varnarmálaskrifstofu þess. Sumar hafa ekkert með varnarsam- starfið að gera, aðrar aðeins að litlu leyti. Ég nefni fríhöfnina, tollgæsl- una og lögregluna, flugmálastjórn og Leifsstöð. Miðað við verkaskipti í stjórnarráðinu virðast þær eiga að heyra undir önnur ráðuneyti. Fram kom, að AWACS-vélarnar fara héðan vegna breytinga á eftir- litsflugi. Landhelgisgæslan hefur smám saman dregið úr rekstri skipa og aukið flugrekstur. Er það í beinu samhengi við breytt gæslustarf og mjög aukið hlutverk hennar í björg- unarstarfi, við strendur, út til hafs og inn til fjalla. Á Keflavíkurflug- velli yrði hún vel staðsett gagnvart fjölförnum flugleiðum, siglingaleið- um og fiskimiðum. Þar er björgun- arsveit varnarliðsins, sem gæslan hefur mikið og gott samstarf við, þar losnar pláss í flugskýli AWACS- vélanna og öll flugrekstrarþjónusta til staðar. Mér sýnist að flytja eigi Landhelgisgæslu Islands til Kefla- víkur. Það mundi efla möguleika þess að íslendingar taki við flug- rekstri fyrir varnarliðið. Þá þarf að hefja umræður um frambúðarfyrir- komulag björgunarstarfsemi frá íslandi í tengslum við stjórn okkar Islendinga á alþjóðlegri flugumferð um norðanvert Atlantshaf. Jilll UrtÁ þegar PaÖer ULll (i Flughöfn er atvinnutæki Við minnkandi umsvif varnarliðs- ins mun draga úr umferð á þess vegum um Keflavíkurflugvöll. Er þá ekki úr vegi að huga að frekari nýtingu þessa mikla og glæsilega samgöngumannvirkis. Lagt hefur verið til að hækka gjaldtöku í Leifs- stöð og af farþegum sem um hana fara. Ekki laðar það viðskiptamenn hingað upp. Ég álít að við eigum nú þegar að hefja markaðssetningu á Kefla- víkui’flugvelli. Hann er einn af best búnu flugvöllum við Atlantshaf, við fjölfarnar og annasamar flugleiðir yfír hafið milli þeirra meginlanda sem eru öflugustu efnahagssvæði veraldar. Hann getur orðið hlið að viðskiptum þeirra á milli. Við eig- um, með viðskipta- og tollasamn- ingum við þjóðirnar á meginlöndum Evrópu, Ameríku og Asíu, að skapa hér tolla- og skattgriðland þeim sem vilja stunda viðskipti milli megin- landanna. Við eigum að kynna og markaðssetja Keflavíkurflugvöll sérstaklega í þessu samhengi. Til hvers að markaðssetja? Ég heyrði athafnamann, sem framleiddi tiltekna vöru og veitti kaupendum hennar þjónustu, stað- hæfa að góð vara selji sig sjálf. Ég hef heyrt menn spyrja hvort fyrirtæki gangi illa — það sé að auglýsa! Ástæða er til að við gerum okkur grein fyrir því, að enginn bíður eft- ir því einu að komast til íslands til að reka hér iðnað eða aðra starf- semi. Island er lítið land og nær óþekkt, við íslendingar erum fá- menn þjóð og nær óþekkt. Starfs- umhverfi það sem lög, reglur, toll- ar, skattar og önnur gjöld skapa hér á landi, er ekki betra en erlend- is — heldur verra. Við eigum mikla Árni Ragnar Árnason „Ég álít að við eigum nú þegar að hefja markaðssetningu á Keflavíkurflugvelli. Hann er einn af best búnu flugvöllum við Atlantshaf, við fjölfarn- ar og annasamar flug- leiðir yfir liafið milli þeirra meginlanda sem eru öflugustu efna- hagssvæði veraldar.“ orku — en hún er dýr. Hún verður ekki fyllilega samkeppnisfær fyrr en mengunarskattar verða lagðir á mengandi orku. Flutningar héðan og hingað munu vera hagkvæmir, en samt sem áður verulegur til- kostnaður miðað við staðsetningu á meginlandinu, nær markaðnum. Við búum hér sjálf, ekki vegna þess að hér sé hagkvæmara að búa en erlendis, heldur af því að við viljum vera íslendingar. Enginn kaupir vöru sem hann veit ekki einu sinni að er til, og ekki er í vöruhillunum þar sem hann verslar — hversu góð sem hún annars er. Enginn flytur né ferðast til lands sem hann veit ekki að er til. Enginn flytur fyrirtæki nema betra verði að reka það. Við verðum að skapa þær að- stæður sem gera það eftirsóknar- vert að starfrækja hér fýrirtæki í þeim atvinnugreinum sem við vilj- um fá hingað. Þær þarf að skapa með aðgerðum á sviði laga og reglu- gerða, um fjármagn, framleiðslu, vöruflutninga og samsetningu, vél- ar og tæki, tolla og skatta. Við þurfum að kynna land og þjóð til að yfirvinna vanþekkinguna um ís- land og okkur. Og við verðum að kynna og markaðssetja þær að- stæður sem við viljum bjóða. Við verðum að hafa okkur eftir þeim sem við viljum fá hingað. Meiri flugstarfsemi Um langt árabil héfur verið rætt um fríiðnaðarsvæði við Keflavíkur- flugvöll — fríhöfn. Nú vinna starfs- menn utanríkis-, iðnaðar-, við- skipta-, og fjármálaráðuneytis að framgangi þess. Vonandi sjáum við nokkurn árangur af starfi þeirra áður en langt líður. Setja þarf regl- ur sem leyfa hvers konar vörumeð- höndlun, framleiðslu, samsetningu, umpökkun og flutninga á vörum, vélum og tækjun á tollaeftirlits, að sinna allri fjármálahlið viðskipt- anna, og fá alla aðra þjónustu og aðföng eftir þörfum, allt inni á svæðinu. Fríhafnir hafa starfað um áratugi í Evrópu og fjölgar. Við þurfum að hasla okkur völl á þessu sviði. Fleiri flugfélög en Flugleiðir hafa sýnt því áhuga að setja hér upp starfsemi, t.d. í vöruflugi og leigu- flugi. Þau þarf að bjóða velkomin og bjóða sambærilega aðstöðu og Flugleiðir njóta, hvort heldur þau eru íslensk eða ekki. Þá bjóðast fleiri kostir á fískútflutningi og fleiri greinum hérlendis, og mögu- leikar fríhafnar aukast að miklum mun. Höfundur er alþingismaður Sjáifstæðisfiokks fyrir Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.