Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 co n ...alltaf til að tryggja atvinnu Námsráðgjöf í framhaldsskólum eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Námsráðgjöf má skilgreina sem ráðgjöf er varðar nám einstaklings- ins, þ.e. val hans á áföngum, náms- brautum ásamt upplýsingum um nám hérlendis sem erlendis. um e oi Á FELLIHÝSUM, TJÖLDUM, TJALDVÖGNUM oll. ofl. Homdu á sýninguna og næidu tiéf TsumarNltiod... Sarnaferdarúm trá 3.500 Picnic - seh Hæiibox Hippagrill Grillijfirbreiðslð Grillbrauðrisr ofl. ofl. hríngdu - við sendum dæhling Sendum einnigí pöstHröfu... frá 4.990 321 1.860 frá 1.500 frá 4.100 frá 400 EINN MEÐ ÖLLU . 255.000 R 50 þú£ ú! • rest á 24 mán ASTRO TJALDVAGN □ BVLTINGÍTJHLDVÖGNUM SUMRRHÚSGÖGNÍ MIHLU ÚRVRLI tré og plast RLLUR VlflLEGUBÚNRÐUR 35 gerölr af tjöldum GRILLGGGOS HRNDR ÖLLUM .har sem ferðalagið bgrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • SÍMI91-621780 • FAX 91-623853 Námsráðgjöf getur einnig verið fólgin í því að aðstoða nemendur sem hafa áhuga á að breyta náms- venjum sínum, aðstoða þá við að skipuleggja tíma sinn, aðstoða þá við umsóknir um nám erlendis og fleira í þeim dúr. Þegar fyrstu námsráðgjafarnir tóku til starfa í framhaldsskólum landsins má ætla að þetta hafi verið hugmyndin um það starfssvið sem einna helst byði þeirra og má telja fullvíst að þörfin fyrir eiginlegri námsráðgjöf hafi frá upphafi verið brýn og borið góðan árangur. í dag má einnig ætla að mikil þörf sé fyrir náms- ráðgjöf sérstaklega í ljósi þeirra breytinga sem nú eru í uppsiglingu í skólamálum og þá ekki síst á ís- lenska námslánakerfinu. Eins árs reynsla mín sem náms- ráðgjafi í einum af framhaldsskól- um landsins leiddi í ljós að hluti nemenda höfðu ekki síður þörf á annars konar ráðgjöf og þá helst sálfræðiráðgjöf samhliða hinni eig- inlegu námsráðgjöf. Það voru fjöl- mörg og ólík vandamál sem nem- endur komu með, vandamál sem kölluðu iðulega á ráðgjöf í formi sálfræðiaðstoðar svo sem stuðning sviðtala, sálfræðimeðferða og fræðslu um ýmis mál sem tengdust persónulegum vandamálum. Al- geng vandamál voru fælni af ýmsu tagi, t.d. ótti við próf og fall, kvíði og streita, þunglyndi, sjálfsmorðs- tilhneigingar, vinaleysi, samskipta- erfíðleikar í fjölskyldum nemend- anna og önnur persónuleg og geð- ræn vandamál. í ljósi þess að þörf nemenda er augljóslega ekki alltaf einskorðuð við hina eiginlegu námsráðgjöf heldur kréfst einnig annars konar aðstoðar og þá oft sálfræðiaðstoðar er ekki úr vegi að skoða námsferil þeirra einstaklinga sem eru starf- andi námsráðgjafar í framhalds- skólum. Í fljótu bragði virðist að meðal námsráðgjafa kenni ýmissa grasa hvað menntun viðkemur. Þeir sem gegna þessum störfum hafa í sumum tilfellum lokið kenn- araprófi frá Kennaraháskóla ís- lands; hafa lokið BA-prófi í uppeld- isfræði/sálarfræði eða öðrum greinum. Sumir hafa einnig lokið MA-prófi í einhveijum félags- vísindagreinanna og síðast en ekki síst eru einstaklingar sem útskrif- ast hafa frá Háskóla íslands með sérmenntun í námsráðgjöf, þ.e. eins árs viðbótarnám við BA-próf eða B.ed.-próf. Það má gera því skóna að þeir sem sinna starfi námsráðgjafa og þá sérstaklega þeir sem takmarka sig ekki einungis við eiginlega námsráðgjöf, fái inn á borð til sín svipuð vandamál. Ef hinn mismun- andi námsferill námsráðgjafa er skoðaður má ætla að viðbrögð og meðhöndlun við þeim erindum sem Kolbrún Baldursdóttir. „ Að lokum má spyrja hvort ekki mætti í framhaldi af slíkri reglugerð breyta stöðu- heitinu „námsráðgjafi“ í „skólaráðgjafi“ fyrir þá ráðgjafa innan skól- anna sem sinna bæði eiginlegri námsráðgjöf og félags- og sálfræði- , ráðgjöH11 nemendur koma með til þeirra sé æði mismunandi. Á meðan nem- endum er boðið upp á félags- og sálfræðiráðgjöf samhliða náms- ráðgjöf í einum skóla geta nemend- ur í öðrum skóla einungis átt kost á eiginlegri námsráðgjöf og þurfa þá jafnvel að kaupa sálfræðiþjón- ustu utan skólans. í ljósi þess hversu misleitur hóp- ur námsráðgjafa virðist vera hvað námsferil þeirra viðkemur er e.t.v. ekki úr vegi að framhaldsskólar stuðli að því að menntun þ eirra verði samræmdari. Það nám sem nú býðst í Háskóla íslands er vissu- lega liður í slíkri samræmingu þar sem nám þetta gefur ríkari þekk- ingu á þeim vandamálum og að- stæðum sem kynnu að koma upp hjá nemendum. Slíkt nám eykur einnig færni þeirra á að meta hvort vandamál nemendanna séu þess eðlis að þörf sé á að vísa þeim til annars fagfólks svo sem sálfræð- inga eða geðlækna. Einnig mætti stuðla að slíkri samræmingu með því að löggilda starf námsráðgjafa. Nú þegar námsráðgjafar eru svo til í öllum skólum landsins er spurn- ingin hvort ekki sé tímabært að settar verði fastmótaðri kröfur hvað viðkemur menntun þeirra. Að lokum má spyrja hvort ekki mætti í framhaldi af slíkri reglugerð breyta stöðuheitinu „námsráðgjafi" í „skólaráðgjafi" fyrir þá ráðgjafa innan skólanna sem sinna bæði eig- inlegri námsráðgjöf og félags- og sálfræðiráðgjöf? Höfundur er sálfræðingur. SUNNLENDINGAR, FERÐAMENN. Hjá okkur er matvörudeild með stórkostlegt úrval. Sérvörudeild meö útivistarvörur, garðhúsgögn, grill og gjafavörur. Byggingarvörudeild með allt til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.