Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 31 Haukur Dór Gullmunir og myndlist á sýningu NÚ stendur yfir í Gallerí G15, Skólavörðustíg 15, samsýning gull- smiðanna Wilhelm Buchert og Ute Biige og myndlistamannsins Hauks Dórs. Wilhelm Buchert og Ute Biige eru bæði í fremstu röð þýskra gullsmiða og hafa haldið fjölda sýninga um allan heim og unnið til verðlauna fyrir hönnun og gull- smíði. Á sýningunni eru skartgrip- ir unnir í gull, platínu, silfur og fíngull með eðalsteinum. Haukur Dór sýnir myndir unnar með akryl á japanskan pappír. Sýningin er sölusýning. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og henni lýkur fimmtudag- inn 2. júlí. „Kvikmyndir“, nýtt tímarit HAFIÐ hefur göngu sína nýtt tímarit, er nefnist „Kvikmynd- ir“, timarit um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Blaðið er 80 blaðsíður og ritstjón er Böðvar Bjarki Pétursson. Útgáfustjóri er Jón T. Bjarnason og er blað- ið prentað í Odda hf. I stuttum inngangi segir rit- stjórinn að blaðinu sé ætlað að sameina alla þá aðila sem áhuga hafa á kvimyndagerð, hverju nafni sem hún nefnist. Umfjöllun um bíómyndir, sjónvarpsþætti, heim- ildamyndir, stuttmyndir vídeólist, tónlistarmyndbönd og auglýsingar rúmist á síðum Kvikmynda, en bíómyndir fái mesta umfjöllun. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Eggert Þorleifsson, bréf frá Þýskalandi eftir Margréti Rún, viðtal við Júlíus Kemp, Baltasar Kormák og Stein Ármann Magn- ússon um Veggfóður, grein um Karlakórinn Heklu, og grein um nýjar kvikmyndir. Þá er grein, sem ber heitið „Biskup í vígahug" og umfjöllun um „Svo á jörðu sem á himni“. Þá má nefna viðtal við Óskar Jónsson, Margréti Gústavs-' dóttur og Þröst Guðbjartsson um Forsíða tímaritsins „Kvikmynd- ir“. Sýna ljósmynd- ir í Perlunni Opnuð hefur verið ljósmyndasýn- ing í Perlunni sem ber nafnið ís- lensk fegurð. Sýnendur eru Björn Blöndal og Bonni. „Sódóma Reykjavík“ og gagnrýni, umfjöllun og fréttir. í lok heftisins eru kynntir nýjir leikarar, sem útskrifuðust úr Leiklistarskóla ís- lands 1991. TAXI LEIGUBÍLL ER ÓDÝRARI EN ÞÚ HELDUR Veiðidagur fjölskyld- unnar á sunnudaginn FERÐAÞJÓNUSTA bænda og Landssamband stangveiðifélaga bjóða sunnudaginn 28. júní nk. allri fjölskyldunni í ókeypis veiði á yfir 20 stöðum á landinu. Að baki veiðidegi fjölskyldunnar býr sú hugmynd að öll fjölskyldan drífi sig af stað í veiðitúr, njóti þess eina dagstund að renna fyrir góm- sætan vatnafisk í hinni stórbrotnu íslensku náttúru og kynnist um leið þessari skemmtilegri tómstundaiðju. Á sjötta tug stangveiðifélaga eru starfandi í landinu og mikill fjöldi þeirra rúmlega 125 ferðaþjónustu- bæja sem eru starfandi hafa á boð- stólum veiði í vötnum eða ám og sumir bjóða jafnvel upp á sjóstanga- veiði. Meðal þeirra vatna sem í boði verða eru: Úlfljótsvatn í Grafningi, um 20 km frá Selfossi, Botnsvatn þremur km austan við Húsavík og Haukdalavatn í Haukadal, 17 km frá Búðardal. í ýmsum blöðum og bæklingum SOKNARNEFND Háteigssafn- aðar efnir til fjölskylduferðar að Húsafelli og víðar um Borgarfjörð sunnudaginn 28. júní og verður lagt af stað frá Háteigskirkju eft- ir messu, sem hefst kl. 11.00. Ekið verður sem leið liggur um Dragháls í Skorradal þar sem áð verður á fögrum stað. Þaðan verður farið í Húsafell, umhverfi skoðað og svo sem Vötnum og veiði og Veiði- flakkaranum auk ýmissa sportveiði- blaða er hægt að afla sér upplýsinga um veiðisvæði, veiðivon, meðalstærð fiska og um þá þjónustu sem veitt er á bæjum í nágrenni veiðisvæða. Allar nánari upplýsingar um veiði- OPNAÐ var sunnudaginn 21. júní sl. kaffihús í Gistihúsinu á Eyrar- bakka, jafnframt var opnuð sýn- ing á verkum Bergljótar Kjartans- dóttur. Veitingar verða seldar í kjallara hússins en á miðhæðinni munu verða hvers kyns listsýning- dvalið um hríð. Að lokinni helgistund í kirkjunni verður farið að Hraunfoss- um um Hvítársíðu í átt til Borgar- ness og þaðan til Reykjavíkur. Hver og einn taki með sér nesti eftir þörfum. Tilgangur þessarar ferðar er fyrst og fremst að vera saman og efla og Styrkja samfélagið auk þess að skoða fallegt hérað. (Úr fréttatilkynnin|?u.) dag fjölskyldunnar er að fá í ókeyps bæklingi á öllum bensínsstöðvum um allt land. Að veiðidegi fjölskyldunnar standa Ferðaþjónusta bænda, Upp- lýsingaþjónusta landbúnaðarins og Landssamband stangveiðifélaga. ar. Að þessari starfsemi standa tvær konur, Jóhanna Leópoldsdóttir og Bergljót Kjart- ansdóttir. Kaffihúsið í kjallaranum er í göml- um, vinalegum stíl, sæti t.d. fengin úr dönsku leikhúsi sem verið var að leggja niður og bera þau þess merki að margir hafa tyllt sér á þau. Þá er innréttingin á bamum ekki síður forvitnileg. Gamla Gistihúsið var upphaflega byggt sem bamaskóli um 1880 og þjónaði það því hlutverki fram til 1913 að nýr barnaskóli var byggður. Húsið keypti Gunnar Jóns- son og var það síðan við hann kennt fram á þennan dag. Reyndar gekk það einnig undir nafninu Gistihúsið, enda var þar gisting og greiðasala allt til 1952/53, rekin af fjölskyldu Gunnars og síðar bömum hans. Gunnar steypti kjallara undir húsið, færði það nær götunni og byggði portbyggt ris með stómm kvisti. Þannig kemur húsið fyrir sjónir í dag. Kaffihúsið verður opið alla daga í sumar frá kl. 12 til 22. _ Qskar Fjölskylduferð um Borgarfjörð (Úr fréttatilkynningu.) Eyrarbakki: Menningarmið- stöð og kaffihús ^ 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.