Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 29 Bogasalur Þjóðminjasafnsins: Sýning um húsvemd SÝNINGIN Húsvernd á íslandi verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safns Islands laugardaginn 27. júní kl. 14.00. Þar er saga húsverndar á Islandi rakin i stórum dráttum og kynntar aðgerðir opinberra aðila sem markað hafa stefnuna á hveijum tíma. Mikill hluti sýningarefnis er ljós- myndir, gamlar og nýjar, en einnig eru þar teikningar, vatnslitamyndir og uppdrættir af gömlum húsum og húshlutum. Bogasalurinn, ferningur- inn og hálfhringurinn, skiptir sýning- unni eðlilega í veraldlega deild og kirkjudeild. Á milli bogans og salar- ins hefur verið komið fyrir uppruna- legu milligerðinni úr Bessastaða- kirkju sem varðveitt hefur verið í Þjóðminjasafninu í nær hálfa öld og markar milligerðin þannig skil milli deilda. Húsvernd, húsafriðun og rann- sóknir á byggingararfi íslendinga hafa orðið umfangsmikill þáttur þjóðminjavörslu í landinu. Sýning- unni eru ætlað að gefa mynd af fram- vindu húsvemdar frá því Þjóðminja- Listahátíðin Loft- árás á Seyðisfjörð: Dagskráin í dag Héðinshúsið: Tónleikar kl. 20. Soul Control, Mind in moti- on, T-World, Pís of kake, Ajax. safnið hóf brautryðjandastarf sitt á þriðja áratug aldarinnar og stuðla jafnframt að umræðum um að hveiju skuli stefna í framtíðinni. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦----- 270 næring- arfræðing- ar funduðu UNDANFARNA daga hafa rúm- lega 270 næringarsérfræðingar og aðrir sérfræðingar frá öllum Norðurlöndum setíð ráðstefnu í Háskólabíói, kynnt niðurstöður rannsókna og fjallað um sam- vinnu sín á milli. Fjöldi erinda var haldinn á ráð- stefnunni og meðal annars var greint frá nýjum rannsóknum á eðli og meðferð offítu og fjallað um næringu ungbama og ungs fólks á Norðurlöndum. Einn morgunn var helgaður umræðu um næringar- rannsóknir í þróunarlöndum. Fyrirlestrar og fundur um líftækni og sjávarlífverur DR. Rita R. Colwell örverufræðingur heldur tvo fyrirlestra og teku þátt í sérstökum umræðufundi um líftækni og sjávarlífverur í dag. Fyrirlestrarnir bera heitið „The Potentíal of Marine Bioteehnology" og „Environmental Biotechnology - Use of Molecular Biotechnology in Bioremediation“. Dr. Colwell er prófessor í örveru- fræði við University of Maryland í Bandaríkjunum og er hún núver- andi stjórnarformaður og fyrrver- andi framkvæmdastjóri við Líf- tæknistofnun Marylandríkis. Dr. Colwell starfar einnig við sjávarlíf- tæknimiðstöð þeirrar stofnunar. Fyrirlestramir og umræðufund- urinn verða haldnir í húsnæði Há- skóla íslands í Odda stofu 101, í dag föstudaginn 26. júní og hefjast kl. 13.30. Frá uppsetningu á verkum í Hulduhólum. Sumarsýning í annað skipti á Hulduhólum OPNUÐ verður á Hulduhólum í Mosfellsbæ, laugardaginn 27. júní, önnur sumarsýning sem þar er haldin. Steinunn Marteinsdóttir tók í fyrra í notkun nýjan sýningarsal á Hulduhólum þar sem hún rekur keramíkverkstæði. Þar var þá haldin fyrsta sumarsýning við góða að'sókn og sýndu þijár lista- konur með Steinunni. En í ár hef- ur hún fengið listamenn af nokkr- um kynslóðum til liðs við sig. Nýliðinn í hópnum er Inga Hlíf Ásgrímsdóttir er sýnir málverk. Hún útskrifaðist í fyrra frá Mynd- listarskólanum og tekur nú í fyrsta sinn þátt í sýningu. Sverrir Ólafsson sýnir skúlpt- úra, þar sem hann kemur lífsvið- horfum sínum á framfæri á tákn- rænan hátt'og setur þá náttúru og umhverfi í öndvegi. Sveinn Björnsson sýnir klippimjmdir sem hann kallar afstrakt-fantasíur. Steinunn Marteinsdóttir leggur einkum keramíklágmyndir til sýn- ingarinnar. Sumarsýningin verður opin út júlímánuð að minnsta kosti. (Úr fréttatilkynningu.) Hótel Valhöll: Málþing um þing og þjóð MÁLÞING um þing og þjóð verður haldið á Þingvöllum nk. sunnudag. Hanna María Péturs- dóttir þjóðgarðsvörður mun flytja ávarp, en síðan verða haldnir sjö fyrirlestrar um ólík málefni. Að því loknu verða umræður. Þeir sem halda fyrirlestrana eru Helgi Þorláksson sagnfræðingur og ber fyrirlestur þans heitið „Orn og Öxi“, Einar Ámason líffræð- ingur mun fjalla um aðferðir stofn- erfðafræðinnar og uppruna íslend- inga, Hilmar Om Hilmarsson hljómlistamaður um „Rúnaraun- ir“, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlis- fræðingur um siglingakunnáttu norrænna manna á miðöldum, fyr- irlestur Magnúsar Þorkelssonar fomleifafræðings ber heitið „Þing- vellir, minjastaður í gleymsku“ og Þorsteins Þorsteinssonar „Tímatal í Grænlandsjökli". Einnig mun Matthías Viðar Sæmundsson bók- menntafræðingur flytja fyrirlest- ur. Málþingið er haldið á Hótel Valhöll og hefst kl. 14.00. Þeira sem hafa áhuga á að sækja þingið er bent á að hafa samband við Hótel Valhöll. Kanadískur listamaður með sýningri OPNUÐ verður í Gallerí 11 á Skólavörðustíg 4a, laugardaginn 27. júní, sýning með verkum eft- ir kanadíska myndlistarmanninn Garry Neill Kennedy. Garry var skólastjóri í Listahá- skólanum í Halifax í Nova Scotia. Einnig var hann frumkvöðull að stofnun og rekstri prentsmiðju, NSCAD Press, en þar var prentaður fjöldi bóka um og eftir ýmsa mynd- listarmenn, svo sem Hans Haacke, Jenny Holzer og Daniel Buren. Opnun sýningar Garry Neills Kennedys í Gallerí 11 verður laug- ardaginn 27. júní kl. 15 en henni lýkur 9. júlí. (Úr frétíatilkynningu.) ^®Grænmeti á grillið Það er eins og flestír álítí að ekki sé hægt að efna til grill- veislu án þess að kjöt sé á mat- seðlinum. Og fáum dettur í hug að grilla grænmeti, sem er bæði fljótlegt og gott. Nú streymir íslenska grænmet- ið inn, ljúffengt og fullt af vítam- íni og tegundirnar eru margar. Ekki þekkja allir þær fjölmörgu tegundir, sem eru í boði, má þar nefna eggaldin, sem margir hafa aldrei bragðað, þótt það hafi verið ræktað í Hveragerði frá árinu 1970, fyrst í tilraunskyni, en nú hefur mikið verið ræktað af því í mörg ár, og meðan íslenska fram- leiðslan liggur niðri, er það flutt inn. Ýmsar tegundir eru af eg- galdini og aldinið er ekki einu sinni alltaf egglaga og liturinn er allt frá því að vera hvítgrænn í það að vera dökkgrænn og gulur og jafnvel purpurarauður, en þau aldin höfum við ekki enn séð hér á landi, hins vegar hafa fengist hér smá, hnöttótt eggaldin, hvít að lit. Þau eru komin alla leið frá Thailandi. Þegar ég kaupi egg- aldin, hefur fólk oft snúið sér að mér og sagt: „Hvað gerir þú við þetta, er þetta gott?“ Og svarið er: „Já, það er gott og auðvelt að matreiða." Nú skulum við matreiða íslenskt svar/íjólublátt eggaldin á grillinu, en auk þess eru hériómatar fylltir með svepp- um. Fyllt eggaldin 2 meðalstór eggaldin 30 g smjör 1 msk. matarolía 1 stór laukur 1 hvítlauksgeiri 3 meðalstórir tómatar 1 dl brauðrasp 1 tsk. oregano 1 dl rifinn ostur, sú tegund sem ykkur hentar djúpt álform og stór álbakki. 1. Kljúfið eggaldinin eftir endi- löngu. Skafið úr þeim aldinkjötið, en skiljið eftir 'h cm rönd út við hýðið. Saxið aldinkjötið smátt. 2. Hitið grillið, hafið minnsta hita á gasgrilli en staðsetjið grind- ina í-efstu rim á kolagrilli. Setjið á hitagrindina á ketilgrilli. 3. Setjið matarolíu og smjör í djúpt álform. Setjið á grillið. 4. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið smátt. Setjið í feitina og sjóðið í 3-5 mínútur. Hrærið í og gætið þess að þetta brúnist ekki. 5. Hellið sjóðandi vatni á tómat- ana, látið þá liggja í því í 'h mín- útu, fjarlægið hýðið. Saxið tómat- ana og setjið saman við lauk- maukið. Setjið eggaldinkjötið saman við. Sjóðið í 5 mínútur. 6. Setjið rasp og oregano sam- an við. 7. Skiptið maukinu jafn í hálf eggjaldinin. Rífið ostinn og stráið yfir. 8. Leggið á stóran álbakka. Aukið hitann á gasgrillinu í milli- straum, en færið grindina í milli- rim á kolagrilli og ketilgrilli. Grill- ið í 20 mínútur. Ef þetta er á opnu grillinu í millistraum, en færið grindina á millirim á kolagr- illi og ketilgrilli. Grillið í 20 mínút- ur. Ef þetta er á opnu grilli, er gott að leggja álpappír yfir. Tómatar fylltir með sveppum 6 frekar stórir tómatar 1-2 vorlaukar, nota má venju- legan lauk 30 g smjör 1 msk. matarolía 'h dl brauðrasp 'U tsk. múskat 200 g ferskir sveppir, villtir eða ræktaðir múskat milli fmgurgómanna 'h tsk. salt nýmalaður pipar þykkar litlar ostsneiðar, sú teg- und sem ykkur hentar Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 2 stórir álbakkir + álpappír 1. Þvoið tómatana, skerið ofan af þeim, takið innvolsið úr þeim með teskeið, hvolfíð síðan tómöt- unum og látið renna úr þeim, þerrið þá síðan að innan með eld- húspappír. Geymið það, sem þið tókuð úr tómötúnum og notið í annað. 2. Þvoið laukinn, saxið smátt. Þerrið sveppina með eldhúspappír eða burstið með mjúkum bursta. (Þvoið ekki). Saxið sveppina smátt. 3. Hitið grillið, hafið meðalhita á gasgrilli, en staðsetjið grindina í miðrim á kolagrilli, opnu eða lokuðu. Setjið helming smjörs og matarolíu á þunnbotna pönnu eða pott, setjið á grillið, setjið laukinn út í og steikið eða sjóðið í um 5 mínútur, bætið þá því sem eftir er af smjöri á pönnuna, setjið sveppina saman við og sjóðið í um 4 mínútur, eða þar til safinn er við að renna úr sveppunum. Stráið þá salti og pipar yfir. 4. Setjið rasp og múskat í skál. Stráið yfir sveppina. 5. Fyllið tómatana með mauk- inu, raðið á smurðan álbakka. Raðið litlum ostsneiðum yfir tóm- atana, leggið álpappír yfír. Steikið á grillið. Grillið í 10 mínútur. Athugið: Auðvelt er að fá gott brauðrasp með því að þurrka brauðsneiðar, setja þær í plast- poka og meija með kökukefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.