Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992
Skógareldarnir í Noregi;
Slökkvistarfið íþyng-
ir s veitarfélögunum
Skógareldarnir í Noregi eru þeir mestu í sögu landsins eins og fram
hefur komið en talið er, að 14 ferkílómetrar skóglendis að minnsta
kosti hafi brunnið til ösku. Það, sem af er árinu, hafa 1.000-1.500 eld-
ar, litlir og stórir, verið slökktir og tjónið þegar orðið fimm sinnum
meira en í fyrra, sem þó var ihetár að þessu leyti. Langvarandi þurrk-
um og miklum hitum er aðallega um kennt en talsmaður Skogbrand,
eina tryggingafélagsins í Noregi, sem brunatryggir skóglendi, segir,
að aðgæsluleysi eigi sinn stóra þátt í þessu.
Per Sindre Ás, talsmaður Skog-
brand, segir, að ástandið í norsku
skógunum sé nú svipað og 1947 en
þá hafi þó verið tiltölulega lítið um
skógarelda. Á áttunda áratugnum
urðu oft miklir skaðar, sérstaklega
1976, en ekkert í líkingu við þá, sem
orðið hafa á þessu ári. í fyrra eyði-
lögðust þrír ferkílómetrar skóglendi
í eldi en nú er óttast, verði engin
breyting á veðurfarinu, að þeir geti
orðið um 30 áður en lýkur. Segir Ás,
að suma eldana megi beinlínis rekja
til þess, að fólk hafi farið óvarlega
með eld eða kastað frá sér logandi
vindlingi.
Kostnaður við að slökkva eldana
er mikill og hann fellur allur að segja
má á viðkomandi sveitarfélag. Ríkið
kostar að vísu rekstur þyrlna þegar
þeim er beitt við slökkvistarf en íjár-
framlögin til þeirra eru löngu uppur-
in. Þeir eru því þungir baggarnir, sem
hafa lent á sumum smáum sveitarfé-
lögum að undanförnu, og dæmi eru
um, að 20-30% tekna þeirra hafi far-
ið í slökkvistarfið.
í Noregi er það siður að kveikja í
kesti á Jónsmessunni en að þessu
sinni var það bannað í öllum Austur-
og Suður-Noregi.
Meretz-bandalagið í Israel:
Berst gegn of miklum
áhrifum trúarbragða
MERETZ, flokkabandalag vinstra megin á stjórnmálakvarðanum, er
nú í lykilstöðu varðandi stjórnarmyndun í Israel. Flokkurinn fékk
tólf þingsæti í þingkosningunum á þriðjudag og er þar með þriðji
stærsti flokkurinn á ísraelska þinginu á eftir Verjfamannaflokknum
og Likud. Helsta baráttumál flokksins er að Palestínumönnum verði
leyft að stofna sjálfstætt ríki og verður væntanleg stjórnarþátttaka
flokksins til þess að í fyrsta skipti, síðan Israelar hertóku Vesturbakk-
ann og Gaza-svæðið árið 1967, hefur einn af aðalflokkunum í ríkis-
sljórn það að baráttumah.
Meretz, sem er hebreska og þýðir
„orka“, er bandalag þriggja flokka
og bætti við sig tveimur þingmönn-
um í kosningunum. Leiðtogi flokks-
ins er Shulamit Aloni, sem getið
hefur sér orð sem sköruleg baráttu-
kona fyrir mannréttindum. Hún hef-
ur meðal annars barist gegn því
valdi sem trúarleiðtogar hafa til að
heimila hjónavígslur og skilnaði og
einnig gegn sérstökum undanþágum
frá herþjónustu fyrir þúsundir ungra
heittrúaða gyðinga. „Þeir verða líka
að fara eftir lögum,“ hefur hún sagt.
Yitzhak Rabin, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, hefur útilokað
stjórnarsamstarf með róttækum
vinstrimönnum, sem fengu fimm
þingsæti í kosningunum á þriðjudag.
Hann þarf því að tryggja sér stuðn-
ing eins til tveggja trúarflokka og
af yfirlýsingum leiðtoga þeirra má
ráða að þeir setji ekki samstarf við
Meretz fyrir sig. Dedi Zucker, þing-
maður Meretz, sagði í gær að Rabin
yrði að semja við vinstriflokkana
áður en hann reyndi að laða trúar-
flokkana til sín.
Peter Medding, prófessor í stjórn-
málafræði við Hebreska háskólann
í Jerúsalem, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að kjósendur Meretz
væru að mestu leyti gyðingar af
evrópskum uppruna. Flestir ættu
stuðningsmenn flokksins það líka
sameiginlegt að vera vel menntað
millistéttarfólk. Flokkurinn hefði
aðallega skýra stefnu á tveimur svið-
um. Hann væri reiðubúinn að af-
henda Palestínumönnum hernumdu
svæðin og hann berðist gegn of
miklum áhrifum trúarbragða á dag-
legt líf fólks. í efnahagsmálum væri
stefna flokksins hins vegar ekki eins
ljós. Meðal frammámanna Meretz
væri að finna jafnt skoðanir til
vinstri sem hægri í þeim efnum.
að blóraböggli innan aðildarríkj-
anna. Ljóst er að framkvæmda-
stjórnin vill hnekkja þeim orðrómi
að undir hennar verndarvæng hafi
sálarlausir skriffinnar í Brussel
seilst til ómaklegra valda og áhrifa
um daglegt líf íbúa aðildarríkjanna.
Lögð verði áhersla á að allar
ákvarðanir verði teknar sem næst
fólkinu og þeir aðilar sem best eru
til þess fallnir taki ákvarðanir
hveiju sinni. Delors benti á að þetta
gæti á stundum þýtt að ákvarðanir
væru best komnar hjá yfirþjóðleg-
um stofnunum. Hann nefndi um-
hverfismál sérstaklega í þessu sam-
bandi og kvað ljóst að tilvera EB
breytti engu þar um, aðildarríkin
yrðu eftir sem áður að vinna náið
saman á því sviði. Málið snerist um
myndugleika aðildarríkjanna út af
fyrir sig, aðildarríkjanna í sam-
starfí við stofnanir EB og sjálf-
stæði stofnana EB. Það mætti ekki
gleymast að umræðan fjallaði ekki
einungis um framkvæmdastjórnina
heldur ekki síður um aðrar stofnan-
ir bandalagsins, s.s. þingið og dóm-
stólinn.
Rætt um hærri fjárframlög
aðildarríkjanna
Líklegt er að erfiðasta málið á
dagskrá fundarins verði umræðan
um fjárhagsramma bandalagsins
næstu fimm árin. Síðasta áætlun
var samþykkt 1988 en hún var sú
fyrsta sem framkvæmdastjórnin
lagði fram undir forsæti Delors. í
ljósi þeirra áherslna sem komu fram
í Maastricht á efnahagslegan og
félagslegan jöfnuð innan banda-
lagsins gerir áætlunin fyrir næstu
fímm ár ráð fyrir að tvöfalda fram-
lög til uppbyggingarsjóða banda-
lagsins. Jafnframt er gert ráð fyrir
að hámarksframlög aðildarríkjanna
sem hlutfall af þjóðartekjum geti
hækkað úr 1,2% í 1,35%. I áætlun-
inni er og gert ráð fyrir nýju
markmiði fyrir byggðasjóði EB til
viðbótar við þau fimm sem eru fyr-
ir. Markmið sex innan uppbygging-
arsjóðanna beinist að því að jafna
út fyrirsjáanleg áföll í sjávarútvegi
og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi
í sjávarplássum til að mæta minnk-
andi afla og atvinnuleysi.
Delors sagði að í ljósi efnahags-
ástandsins um þessar mundir yrði
mun erfiðara að fá aðildarríkin til
að samþykkja hækkanir á framlög-
um sínum en fyrir fimm árum.
Framkvæmdastjórnin hefur ákveðið
að fresta umfjöllun um endur-
greiðslur til Breta úr sjóðum banda-
lagsins þar til í lok júlí en endur-
skoðun þeirra hefur verið sett fram
sem skilyrði fyrir hærri framlögum
til EB af hálfu nokkurra aðildar-
þjóða, m.a. Þjóðveija. Flest þykir
þess vegna benda til þess að Delors
II, eins og fjárhagsáætlunin hefur
verið nefnd, verði ekki samþykkt
fyrr en í fyrsta lagi á leiðtogafundi
í Edinborg í desember.
Pizzaland Ptour 4 teg
Kindabjugu
págens bruður 400 gr.
Ortóde appe'sínumarmelaði 400 gr.
Samsölu heilhveitíbrauð^Hl
Hversdagsis
Hegrakossar
KAUPSTAÐUR
MIÐVANGI HAFNARFIRÐI | VESTUR í BÆ (JL- HÚSINU)
í MJÓDD