Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1992 Guðjón Hjartarson Alafossi-Minning Fæddur 19. október 1927 Dáinn 18. júní 1992 Mig rak í vörðurnar við að svara henni Sólveigu litlu. Þegar hún skynjaði hikið sagðist hún alveg vita hvernig maður kæmist upp til Guðs á himninum þegar maður væri dá- inn: „Maður fer bara í stóra flug- vél, alveg eins og þegar afi fór til Rússlands, og þegar maður er kom- inn alla leið upp í himininn fer mað- ur úr flugvélinni og bankar hjá Guði.“ Það setur að mér tómleika og þungan trega að vita kæran vin, Guðjón Hjartarson, horfinn úr þessu jarðlífi. En vissulega er einlægni og fölskvaleysi barnsins sá aflvaki, sem megnar að sefa tregann og fylla tómið. I hugsun um hann er svo sérkennilega auðfundin samsvörun með einlægni barnsins og lífsmynd- inni hans; allur hans sérstæði pers- ónuleiki, allt hans líf og starf, er sveipað sérstæðum ljóma, sem að- eins á sér hliðstæðu þar. Ég veit að ég er ekki einn um að telja eitt af hnossum lífsins að hafa fengið að kynnast Guðjóni og eiga með honum samleið. Það var ómet- anlegt að kynnast þeim drengskap og heiðarleika, þeirri ljúfmennsku og því lítillæti, sem prýddu hann svo ríkulega. Hin einstaka elja og at- orkusemi í athöfnum hans mótuðust af þessum eðliskostum og voru sam- ferðafólki hinn mætasti þroskaskóli. Stundum var hann svo bamslega bráður og alveg dásamlega laus við áhyggjur af annarra áliti og mati, gæska hans og fas ailt leiddi gjarn- an fram manngildið gegn hégóma og pjátri. Það var heilt undur að fylgjast með þegar hann skólaði unga gagnslitla spjátrunga á átaka- stund, þegar hlutir stefndu í voða og Guðjón fann hrikta í stoðum ævistarfs síns. Lífssýn hans var ætíð fram á veg, til framtíðar, fortíð- in var vissulega og hét en hún skipti aldrei afgerandi máli. Guðjón byggði upp og hans uppbygging grundvall- aðist á sátt við menn og líðandi stund. Samskipti við aðra voru ekki ein- asta ein sterkasta hlið Guðjóns, hvort heldur á heimaslóð eða í íjar- lægum heimshomum. Með hæfileik- um sínum til að umgangast aðra af nærgætni og einlægni lagði hann grann að sérstæðu ævistarfi, sem átti hug hans allan. Þar var hann ötull frumkvöðull, vakinn og sofinn, sífellt að vinna í haginn fyrir sam- ferðamenn sína og skilaði búi þjóðar okkar ríkulegum afrakstri. Sjálfur safnaði hann aldrei digram sjóðum af fé en um langan aldur verður nafn hans tengt íslenskum ullariðn- aði órofaböndum. Ég held að þeir, sem kynntust persónuleika Guðjóns, hafi flestir komist að því að þetta sérstæða náttúrubarn, sem hann var, tengdist landi okkar og uppruna afar sterkum böndum. Margir sérstæðir staðir í byggð og óbyggð geyma mynd hans og munu varðveita minningar um dvöl hans; Veiðivötn, Þórsmörk eða Vík, það vora heimavellir* Guðjóns þegar stundir gáfust milli stríða. í góðvinahópi með eitthvað til dund- urs, kannski bleyta veiðidót, stinga plöntum í mold eða baksa í að grilla; ja, þvílíkir tímar! Þrátt fyrir tíðar fjarvistir að heim- an, ýmissa erinda, held ég að Guðjón hafi verið fjölskyldu sinni mikill vin- ur og Ijúfur. Ef til vill skipti það aldrei höfuðmáli hvar á jarðarkringl- unni hann var staddur, andblær hans var ætíð nálægur. Þeir, sem þekktu hann, vissu að hans griðland var heima á Drift hjá Sólveigu, konunni sem hann átti lífið með. Saman tók- ust þau á við súrt og sætt, svo undar- lega ólík en sérkennilega samrýnd. Þau vora sameiginlegur möndull fjölskyidu og ástvina og með þeim urðu hinar ljúfustu stundir okkar hinna að lifandi veruleika. Mér fannst hann Guðjón stundum vera mikið í ferðalögum en það héldu honum engin bönd pg svo var ákaf- lega gott að fá hann heim aftur. En nú era Rússlandsferðimar að baki og hann er lagður af stað í þá ferð, sem ein skiptir máli. Úr þeirri ferð verður enginn sóttur suður á Völl. Ég veit að hann fer til þess lands, sem bjarmar yfir hvað bjart- ast, og þegar hann bankar þar þarf hann ekki að óttast móttökurnar. Á því landi mun hann ekki fremur sækjast eftir vegtyllum en meðal okkar heldur halda áfram að rækta garðinn sinn, garð fegurðar og eilífs yndis. Þeir, sem kveðja hann nú að sinni, búa að hinum dýrasta sjóði þar sem era minningar úr litauðugu lífi og hún er ljúfsár sú tilhugsun að eiga hann að í veruleika minninganna um alla framtíð. Sannarlega verða kveikt marglit kertaljós og skálað í suðrænu hnossgæti í minningu Guð- jóns og þá verða aftur jól. Fari hann sæll sá kæri vinur og hafi einlæga þökk fyrir allt. Jóhannes Johnsen. Guðjón Hjartarson verksmiðju- stjóri varð bráðkvaddur þann 18. júní sl. aðeins tæpra 65 ára að aldri. Er nú skarð fyrir skildi. Með honum er genginn einn þeirra ágætismanna sem áttu sinn mann- dómsferil í Mosfellssveit um miðja öldina. Guðjón var mjög virkur í félagsmálum, einkum UMF Aftur- eldingu. Hann var formaður þar um skeið og gegndi ýmsum öðram trún- aðarstöðum fyrir félagið á árunum 1948 og fram á sjöunda áratuginn. Hann sat í hreppsnefnd tvö kjörtíma- bil, frá 1954 til 1962. Sýndi hann þar bæði árvekni og myndarskap og naut trausts og virðingar allra manna. Guðjón var fæddur að Nesjavöll- um í Grafningi þann 19. október 1927, sonur hjónanna Guðlaugar Narfadóttur og Hjartar Níelssonar frá Bíldsey í Breiðafírði. Hann ólst upp hjá foreldram sínum að Nesja- völlum, í Gaulvetjabænum og víðar. Að lokinni skólagöngu í barnaskóla og í Héraðsskólanum að Laugar- vatni réðst Guðjón til Sigurjóns á Álafossi og þar var hans ævistarf. Fyrst vann hann við bústörf á Ála- fossi, en seinna sem verkstjóri í úti- vinnunni við verksmiðjuna. Árið 1962 varð hann verksmiðjustjóri og gegndi síðar ýmsum mikilvægum stjórnunarstörfum. Ekki kann ég að skýra nákvæm- lega frá störfum Guðjóns að Ála- fossi, en hitt veit ég að hann naut mikils trausts og virðingar eigenda og forráðamanna Álafoss alla tíð. Fyrst hjá Sigurjóni Péturssyni og sonum hans og seihna hjá Fram- kvæmdasjóði, eftir að ríkið varð eignaraðili að ullarverksmiðjunni. Hann starfaði með forstjóranum Ásbirni Sigurjónssyni, Pétri Péturs- syni, Pétri Éiríkssyni og Ingjaldi Hannibalssyni. Allir kusu þeir að hafa Guðjón sér við hlið í vandasöm- um störfum. Við Guðjón vorum nánir sam- starfsmenn í Ungmennafélaginu, bæði í félagsmálum og íþróttum. Hann var þar hinn ágætasti liðsmað- ur. Hann keppti einnig í frjálsum íþróttum fyrir félagið og í hand- knattleik. A því sviði náðu íþrótta- menn í Mosfellssveit lengst á lands- vísu. Nefna má að lið félagsins skip- aði sér í efstu sæti á íslandsmótum. Árið 1952 náði það öðra sæti í ís- landsmeistaramóti, en Fram varð í fyrsta sæti. Guðjón keppti í liði Áftureldingar í 10 ár og var mikil- vægur leikmaður sem vinstrihand- arskytta. Guðjón var einnig áhugamaður um skógrækt og var formaður Skóg- ræktarfélags Mosfellssveitar um skeið. Hann lagði 'ið líknar- og menningarmálum, m.a. á vegum Li- onsklúbbs Kjalarnesþings. Að leikslokum skulu Guðjóni færðar þakkir fyrir gott samstarf í félags- og íþróttamálum í Mosfells- hreppi. Guðjón Hjartarson kvæntist Sól- veigu Sigurðardóttur 22. október 1955 og eignuðust þau þrjú börn. Þau era Sigurður framkvæmda- stjóri, Vík í Mýrdal, fæddur 3. ágúst 1956. Marta líffræðingur við Heilsu- gæslustöðina í Reykjalundi, fædd, 6. febrúar 1961 og Pétur iðnaðar- maður, fæddur 23. júlí 1964 Þau Sólveig og Guðjón bjuggu allan sinn búskap á Álafossi, þar sem þau byggðu sér hús í Drift, en það var gamalt smábýli í námunda við Álafoss. Félagar og samherjar í byggðar- lagi Guðjóns minnast hans nú með þökk og virðingu. Fjölskyldu hans og vandamönnum vottum við inni- lega samúð. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. Guðjón Hjartarson, verksmiðju- stjóri, Álafossi, lést í Reykjavík þann 18. júní. Með honum er genginn drengur góður og einn af mátt- arstólpum íslensks uliariðnaðar. Guðjón fæddist að Nesjavöllum þann 19. október 1927, sonur hjón- anna Guðlaugar Narfadóttur og Hjartar Nielssonar er þar bjuggu. Guðjón kom fyrst að Álafossi sum- arið 1942 og vann þar við bústörf. Að loknu námi við Héraðsskólann á Laugarvatni hóf hann störf hjá Ála- fossi og vann þar óslitið síðan. Hann vann fyrst að byggingaframkvæmd- um, svo og við ýmsa aðra útivinnu, en tók síðar að sér viðhald á vélum fyrirtækisins en varð verksmiðju- stjóri um 1960. Naut sín þar vel annarsvegar mikil tækniþekking og þekking á ullarvinnslu og hinsvegar sérstakir hæfileikar til að umgang- ast fólk. Um 15 ára skeið var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera samstarfsmaður Guðjóns. Hræddur er ég um að hafa oftar verið þiggj- andi en veitandi í því samstarfi. Þekking Guðjóns á ull og ullar- vinnslu virtist óþrjótandi. Hann hafði aflað sér þekkingar af reynslu og sjálfnámi og var óspar á að miðla öðrum af fróðleik sínum ef eftir var leitað. Sagði ég oft þegar mig eða aðra rak í vörðurnar vegna ein- hverra tæknilegra atriða: „Látum okkur fletta upp í Guðjóni, við fáum svar við þessu hjá honum.“ Það ráð var nánast óbrigðult. Guðjón skapaði grundvöllinn að nútíma ullariðnaði á íslandi með tveimur uppfinningum sínum. Er þar fyrst til að taka hespulopann, sem Guðjón þróaði upp úr gamla góða plötulopanum. Hespulopinn var fyrst framleiddur hjá Álafossi í mars- mánuði 1967. Skapaðist þar fyrst grundvöllur til útflutnings hand- pijónabands í neytendaumbúðum frá Islandi. Hespulopinn hefur æ síðan verið seldur innanlands og utan og verið ein af aðalframleiðsluvörum Álafoss. Hafa verið fluttar út þús- undir tonna á þeim 25 árum sem liðin era frá uppfinningu hans. Hin uppfinningin sem Guðjón vann að í félagi við Gunnlaug Sigurðsson, prjónameistara í Kópavogi, var þró- un íslensks bands til framleiðslu á peysum og öðrum ullarfatnaði í vél- um. Þessum tilraunum þeirra félaga var lokið seint á sjöunda áratugnum með svokölluðu loðbandi. Það band var og er enn undirstaðan undir ull- arvöraframleiðslu íslendinga. Eins og sést af framansögðu hefur Guð- jón markað dýpri spor en nokkur annar í þróun íslensks ullariðnaðar. Þótt Guðjón hefði vissulega í mörg horn að líta við verksmiðju- stjórnina, gat hann þó gefið sér furðu mikinn tíma til að sinna ýms- um félagsmálum. Á yngri árum stundaði hann ýmsar íþróttir, bæði fijálsar og handknattleik. Hann var formaður ungmennfafélagsins Aft- ureldingar um skeið. Fyrsti formað- ur Skógræktarfélags Mosfellssveit- ar, stofnandi Lionsklúbbs Kjalames- þings og sat í hreppsnefnd Mosfells- hreþps í tvö kjörtímabil. Þá var hann driffjöður í stofnun og síðar endur- reisn Starfsmannafélags Álafoss og var á 40 ára afmæli þess gerður að fyrsta og eina heiðursfélaga þess. Eins og áður sagði vorum við Guðjón samstarfsmenn í 15 ár. Mér er óhætt að segja að við kynntumst betur en almennt gerist um sam- starfsmenn, þar sem við m.a. ferð- uðumst mikið saman á vegum fyrir- tækisins bæði innanlands og erlénd- is. Guðjón var einstaklega góður og skemmtilegur ferðafélagi. Hann átti sérlega auðvelt með að aðlaga sig misjöfnum aðstæðum og umgangast fólk af ólíku þjóðerni. Eins fórum við alloft saman í ferðalög á eigin vegum hér innanlands, sérstaklega til stangveiða. Úr öllum þessum ferð- alögum á ég góðar og skemmtilegar minningar um Guðjón. Guðjóni var Hjalti Ó. Jakobsson Laugargerði — Minning í dag kveðjum við systkinin bróð- ur okkar, sem alltof fljótt er frá okkur tekinn. Hann andaðist á sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi á dánardegi föður okkar, 18. júní, eft- ir nærfellt níu mánaða baráttu við meinið illa, sem svo marga leggur að velli. Illgresi líkamans kallar Fríð- ur mágkona okkar það réttilega, og ekki kunna læknavísiridin ennþá ráð til að uppræta það. Hjalti var ekki einn á ferð yfir móðuna miklu, því þennan dag varð bráðkvaddur frændi okkar, Guðjón Hjartarson, Álafossi. Þar ríkir þvi einnig harmur í húsi, en þeir voru systkinasynir. Hjalti Ólafur Elías hét hann fullu nafni, og var þriðja barn foreldra okkar, Mörtu E. Hjaltadóttur og Jakobs Narfasonar. Þau eignuðust átta börn, en þijú létust kornung. Við systkinin áttum ijúfa og góða æsku, þótt ekki væri auður í búi, og á kveðjustund er gott að eiga bjart- ar minningar um glaðværð og hjartahlýju. Myndir koma upp í hug- ann frá þeim dögum. Við sjáum Hjalta sem lítinn glókoll við hné mömmu, beinvaxinn og brosmildan fermingardreng, okkur eldri syst- kinin í heimsókn hjá ömmu og afa í Hafnarfirði, grallaralegan hlæjandi strák í gúmmístígvélum og með kúrekahatt, og alltaf var sólskin á þeim áram. Okkur finnst ekki svo ýkja langt síðan, en allt í einu er heil mannsævi liðin. Lífsstarf Hjalta var garðyrkjan, frá barnæksu átti hún hug hans all- an. Hann gekk í garðyrkjuskólann á Reykjum, og var yngstur nemenda sem þaðan hafa útskrifast, og var við nám í Danmörku í eitt ár. Hann gerðist garðyrkjubóndi í Laugarási í Biskupstungum 1957, og bjó þar æ síðan, fyrst í litlu sumarhúsi, en síðar í húsi sínu, Laugargerði, sem stendur hátt í brekku með fallegu útsýni yfir gróðursælt umhverfi. Hjalti eignaðist góða og fallega konu, Fríði Pétursdóttur, sem ól honum sex mannvænleg börn. Þau era öll uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. Barnabörnin eru orðin fjórtán, tvö þau yngstu fædd á þessu ári. Við minnumst ótal ánægjustunda í Laugargerði. Þar var alltaf gott að koma, hvort heldur var í venju- lega sunnudagsheimsókn eða í af- mælis- og fermingarveislur. Hlýja, glaðværð og höfðinglegar móttökur mættu öllum sem að garði bar, og þar var áreiðanlega oft gestkvæmt. Þá var um árabil bréfhirðing í Laug- argerði. Það var siður þeirra Hjalta og Fríðar að koma hingað í Mosfells- sveitina fyrir hver jól, og færa okkur systkinum og góðvinum sínum hér fallegar jólastjörnur. Um seinustu jól í blóð borinn fróðleiksþorsti og alltaf var hann reiðubúinn og ákafur að bæta við menntun sína og reynslu- heim. Skipti þá engu máli um hvað hlutirnir snérast. Jafnframt var hann bjartsýnismaður að eðlisfari og tilbúinn að fara ólíklegustu leiðir að markinu. Sagði þá oft: „Þeir fiska sem róa.“ Guðjón var einhver mesti mann- kostamaður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og er ég þegar farinn að sakna hans. Guðjón kværitist eftirlifandi konu sinni, Sólveigu Sigurðardóttur frá Brekku í Holtum, þann 22. október 1955 og átti með henni 3 börn. Þau eru Sigurður, framkvæmdastjóri, Marta, líffræðingur, og Pétur, bif- reiðaviðgerðarmaður. Barnabörn hans voru orðin 5 er hann lést. Þeim öllum, svo og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Pétur Eiríksson. Hið skyndilega fráfall Guðjóns Hjartarsonar kom eins og reiðarslag yfir okkar sem höfum verið vinnu- félagar hans í lengri eða skemmri tíma. Nafn hans var óijúfanlega tengt íslenskum ullariðnaði og Alafossi. Þótt fyrirtækið Álafoss lifði tímana tvenna er óhætt að fullyrða að fé- lagsandi og samkennd starfsfólks hafi verið meiri en ég hef annars staðar kynnst. Guðjón var sá maður sem mestan þátt átti í að skapa það andrúmsloft sem þar ríkti með ró sinni, kímni og fórnfýsi. Hann var virkur félagsmaður starfsmannafélags Álafoss allt frá fyrstu árum þess en þegar starf félagsins hafði verið í lægð í allmörg ár fór hann á kreik á ný og var aðalmaðurinn í að endurvekja félag- ið. Varla var haldin sú samkoma eða fagnaður á vegum starfsmanna- félagsins að Guðjón og Sólveig kona hans væru ekki mætt. Auk þess að vera burðarás í fé- lagslífi starfsmannafélagsins gegndi Guðjón ávallt ábyrgðarstöðum innan Álafoss og alltaf var til hans leitað þegar einhver vandræði steðjuðu að, enda þekkti hann næstum hveija skrúfu í hverri vél í verksmiðjunni. Við sem áttum því láni að fagna að þekkja Guðjón Hjartarson og vinna með honum söknum sárt góðs vinar. Konu hans Sólveigu, bömum og öðram tengdum sendum við samúð- arkveðjur. Við kveðjum með söknuði frábæran mann, eina heiðursfélaga starfsmannafélagsins fyrr og síðar. Við þökkum fyrir samfylgdina. F.h. Starfsmannafélags Alafoss og starfsfólks ístex, Þrúður Helgadóttir. voru þau ekki á ferð, en jólastjörn- urnar komu samt, og báru okkur kveðju að austan. Það hefur verið erfitt að þreyja þetta kalda vor, og vita að hveiju dró. Hugurinn var alltaf hjá Hjalta og fjölskyldu hans, og mikið var beðið fyrir honum, bæði af skyldum og vandalausum. En við vissum að hann var ekki einn í baráttunni. Fríður flutti á spítalann með honum, og var hjá honum uns yfir lauk. Kjarkur hennar og sá sálarstyrkur er einstakur, og ekki öllum gefinn. Þökk sé henni, börnum þeirra og barnabörnum fyrir alla þeirra ást og umhyggju, svo og öðrum þeim sem hjúkruðu honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.