Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992
Sýslumannsemb-
ættið í Reykjavík:
Nýtt tölvu-
kerfi brast
undanálagi
Heilsugæsla í framhaldsskólum:
Prófkvíði o g lélegt matar-
æði hrjáir marga nemendur
- segja forsvarsmenn skólanna
HEILBRIGÐISFRÆÐSLA og heilsuvernd er með ýmsu móti í fram-
haldsskólum landsins en heildarskipulag á þessum þáttum skóla-
starfs virðist vera í lágmarki. Aðstoðarskólameistari Menntaskólans
á Akureyri segir að prófkvíði sé sá kvilli sem hann verði mest var
við meðal nemenda. Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi kveðst óttast að heilsugæsla í skóla sínum sé ekki fullnægj-
andi. í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hefur skólameistarinn áhyggj-
ur af mataræði nemenda.
á því að betra skipulags á heilbrigð-
isfræðslu og heilsuvemd sé þörf í
framhaldsskólum landsins. Þá segir
Þorsteinn Þorsteinsson skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í
Garðabæ segir að enginn vafi leiki
Svanbjöm Frímmmsson
fyrrv. bankastjóri látínn
SVANBJÖRN Frímannsson fyrr-
verandi bankastjóri lést á Borg-
arspítalanum í Reykjavík þann
9. júlí sl., 88 ára að aldri.
Svanbjöm var fæddur 14. júlí
1903 á Akureyri. Hann stundaði
nám bankafræðum og tungumálum
í Danmörku og Þýskalandi veturinn
1928-1929 og í London 1935-1936.
Svanbjöm starfaði hjá Islands-
banka og síðar Útvegsbanka Is-
lands á Akureyri 1920-1935. Árið
1936 hóf hann störf í Landsbanka
íslands í Reykjavík. Hann var að-
alféhirðir Landsbankans frá 1937
til 1942, aðalbókari og aðstoðar-
bankastjóri 1945-1957, og banka-
stjóri frá 1957 til 1970. Svanbjörn
var bankastjóri Seðlabanka íslands
1971-1973.
Svanbjöm var formaður Við-
skiptaráðs 1943-1945. Hann átti
sæti í ýmsum samninganefndum
um verslunarviðskipti við útlönd frá
1948 til 1963 og var m.a. einn
þriggja fulltrúa íslands á stofnfundi
Alþjóðabankans og Gjaldeyrissjóðs-
ins í Bretton Woods í Bandaríkjun-
um árið 1944. Þá átti Svanbjörn
sæti í stjóm Flugfélags íslands og
síðar Flugleiða, og gegndi stjórnar-
Svanbjörn Frímannsson.
formennsku í Kassagerð Reykjavík-
ur um árabil.
Eftirlifandi eiginkona Svanbjörns
er Hólmfríður Andrésdóttir. Þau
hjónin eignuðust þijú börn.
Þorsteinn að sérstök þörf sé á að
kanna mataræði unglinga og ungs
fólks á framhaldsskólastigi. Því sé
ábótavant og það svo mjög að það
komi illa niður á heilsu sumra. Fjöl-
brautaskólinn í Garðabæ hefur
lækni í starfí tvo tíma á viku. Sami
læknir tekur þátt í kennslu í líf-
fræði í skólanum og stendur ásamt
hjúkrunarfræðingi skólans fyrir
fundum nemenda á sal þar sem
fjallað er um ýmis heilbrigðismál.
Heilsuvernd í Fjölbrautaskóla
Suðurlands fer fram í samvinnu
við heilsugæsluna á Selfossi og
segir skólameistari að skólaskoðun
hafi ekki farið fram árlega.
Menntaskólinn á Akureyri hefur
skólalækni sem hefur umsjón með
heilsuvernd í skólanum. Allir nem-
endur Fjölbrautaskólans í Garðabæ
gangast undir læknisrannsókn áður
en þeir útskrifast.
Valdimar Gunnarsson aðstoðar-
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri segist ekki vilja fullyrða
að heilsuvernd og heilbrigðis-
fræðsla í skólanum sé fullnægj-
andi, en kveðst ekki hafa hnotið
um neitt sem bendi til þess að þess-
um þáttum sé verulega ábótavant.
„Sá sjúkdómur sem ég verð mest
var við að hijái nemendur er próf-
kvíði,“ segir Valdimar. Hann segir
að mikil fræðsla fari fram um
mannslíkamann, heilbrigði og
heilsurækt í íþróttakennslunni í
skólanum og allir nemendur fái
kennslu í heilsufræði mannsins inn-
an líffræðikennslunnar. Þór Vig-
fússon skólameistari Fjölbrauta-
skóla Suðurlands segir einnig að
innan íþróttakennslunnar í skóla
sínum fari fram mikil fræðsla um
heilsugæslu og heilsuvernd. Þór
segir að þarna hafí orðið mikil
framför eftir að fræðilegi þátturinn
í íþróttakennslunni var aukinn fyrir
nokkrum árum.
„Um aðra þætti, svo sem
áfengisneyslu og alvarlega sjúk-
dóma eins og eyðni er fjallað bæði
beint og óbeint,“ segir Valdimar
aðstoðarskólameistari á Akureyri
og getur þess jafnframt að nem-
endur skólans hafí sjálfir haft for-
göngu um að úthýsa reykingum
úr húsnæði skólans. „Á heimavist-
inni þar sem búa 150 nemendur
hefur ekki verið reykt í nokkur ár
og reykingum í öðru húsnæði skól-
ans er að mestu útrýmt. Þó er enn
reykt á hluta kennarastofunnar en
hér eru uppi sterkar raddir sem
ræða um að hætta því.“
Á ÁTTUNDA hundrað slgöl bár-
ust inn til þinglýsingar hjá sýslu-
mannsembættinu i Reykjavík mið-
vikudaginn 8. júlí sl. Þá hafði þing-
lýsingadeildin verið óstarfhæf í
viku vegna fjarvista löglærðra
fulltrúa. Mikið álag skapaðist
vegna þessa mikla fjölda skjala
er streymdi inn og ekki bætti úr
skák að nýtt tölvukerfi varð
óstarfhæft þannig að enn meiri
erfiðleikar sköpuðust.
Jón Skaftason sýslumaður í
Reykjavík sagði að á miðvikudag
hefði öll vinna farið í gang eftir viku
bið vegna fjarvista löglærðra fulltrúa
og allt steypst yfír í einu. Jón sagði
að á venjulegum degi kæmu um 200
skjöl inn til þinglýsingar en á mið-
vikudag hefðu á áttunda hundrað
skjöl borist. Hann sagði að nýtt tölvu-
kerfí er átti að taka í notkun 1. júlí
hefði dottið út seinnihluta dagsins.
Starfsmenn hefðu þess vegna orðið
að taka upp eldri vinnubrögð og
handskrifa pappíra. Það hefði því
verið mjög erfítt fyrir viðskiptamenn
er lentu í þessu ástandi. Jón sagði
að honum hefði verið tjáð af fag-
mönnum að alltaf væru einhveijir
byijunarörðugleikar þegar nýtt
tölvukerfí væri tekið í notkun. Hann
sagði að viðgerðarmenn hefðu unnið
við tölvurnar dag og nótt, og þær
störfuðu sæmilega nú.
Að sögn Jóns var strax miklu
minna álag í gær, fimmtudaginn
9.júlf. Búist væri við því að starfsemi
þinglýsingadeildarinnar yrði komin í
rétt horf um miðja næstu viku ef allt
í lagi yrði með tölvurnar.
Sjá bls. 16.
-----♦---------
Aðsóknarmet
í Sambíóunum
KVIKMYNDIN Tveir á toppnum,
sú þriðja í röðinni, setti að-
sóknarmet í Sambíóunum um síð-
ustu helgi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sambíóunum sáu alls 10.100 manns
myndina fyrstu fjóra sýningardag-
ana og er það mesta aðsókn sem
ein mynd hefur hlotið hjá Sambíó-
unum á svo skömmum tíma.
Að sögn Ingva Þórs Thoroddsen
hjá Sambíóunum átti kvikmyndin
Home Alone gamla aðsóknarmetið.
Óli Kr. Sigurðsson
forstjóri OLÍS látinn
ÓLI Kristján Sigurðsson, for-
stjóri Olíuverzlunar íslands,
varð bráðkvaddur í gærmorgun
er hann var staddur í Borgar-
firði. Óli var 46 ára að aldri.
Hann fæddist í Reykjavík þann
23. janúar 1946, sonur hjónanna
Ragnhildar Siguijónsdóttur og
Sigurðar Eyjólfssonar prent-
ara. Hann lauk sveinsprófi í
prentun árið 1964 en hóf síðan
verslunarstörf og verslunar-
rekstur á eigin vegum.
Óli Kr. Sigurðsson starfaði hjá
Hoffelli frá árunum 1974-1981 en
stofnaði heildverslunina Sund hf.
árið 1981 og rak hana sem fram-
kvæmdastjóri. Árið 1986 keypti
Óli Kr. Sigurðsson Olíuverzlun Is-
lands hf. og sinnti síðan rekstri
þess fyrirtækis sem forstjóri til
dauðadags.
Hann átti sæti í stjórn HB og
Co á Akranesi, Nýheija hf. og
útgerðarfélagsins Eldeyjar.
Óli Kr. Sigurðsson var tví-
Óli Kr. Sigurðsson.
kvæntur og lætur eftir sig tvö
börn og tvö stjúpbörn, öll uppkom-
in. Eftirlifandi eiginkona hans er
Gunnbórunn Jónsdóttir.
Hundur aðalleikari í
íslenskri bamamynd
Svanur og kettir í aukahlutverkum
NÝVERIÐ lauk tökum á barnamyndinni Seppa sem kvikmyndafélag-
ið Útí hött er að framleiða fyrir Ríkissjónvarpið. Ellefu leikarar
koma fram í myndinni en lítil tík að nafninu Tinna fer með aðal-
hlutverkið. Myndin sem er fyrir yngstu áhorfendurna er framlag
íslendinga í norræna barnamyndasyrpu sem á að sýna á öllum
Norðurlöndunum.
Konráð Gylfason kvikmynda-
tökumaður sagði að tökur hefðu
tekist prýðilega. Hann sagði að oft
væri sagt við kvikmyndagerð að
böm, dýr, og flugvélar skemmdu
allar áætlanir en tökur hefðu geng-
ið vel með Tinnu, er leikur hundinn
Seppa. Tinna var sérstaklega valin
og þjálfuð fyrir hlutverkið. Að sögn
Konráðs sá Ragnar Siguijónsson
um þjálfunina er stóð frá febrúar
til maí og stjómaði hann líka Tinnu
í þær tvær vikur er tökur stóðu
yfír. Konráð sagði að ekki hefði
verið hægt að keyra dýrið áfram í
hlutverkinu og hefði Tinna einfald-
lega hætt að leika þegar hún var
þreytt.
Konráð sagði að Tinna væri
þjálfaður minkahundur og hefði
stundum komið upp í henni veiði-
eðlið þegar hún hefði fundið lykt
af köttum. En það kom kvikmynda-
gerðafólkinu í opna skjöldu hvað
mikið er um ketti í Reykjavík þar
sem allar tökur fóru fram. Að sögn
Konráðs gekk þó allt slysalaust
fyrir sig og tókst Ragnari þjálfara
að hafa stjóm á Tinnu.
Konráð sagði að einn af mótleik-
urum Tinnu væri svanur af Tjörn-
inni. Svanur þessi nefnist Kári og
hefur áður komið fram í fjölmiðlum
vegna vinfengis við unga telpu,
Dröfn Ósk Snorradóttur. Hún að-
stoðaði við að fá svaninn til þess
að leika í myndinni að sögn Konr-
áðs.
Myndin Seppi er byggð á smá-
sögunni Seppi leitar að mömmu
eftir Guðmund Þórarinsson og
Bjöm Ragnarsson. Ásthildur Kjart-
ansdóttir er leikstjóri en hún er
jafnframt framkvæmdastjóri
ásamt Guðmundi Þórarinssyni.
Amar Þór Þórisson sá um hljóðupp-
töku og aðstoðaði Konráð Gylfason
við kvikmyndatöku. Bjöm Ragn-
arsson sá um leikmuni og Ragn-
heiður Óskarsdóttir um förðun.
Eyþór Amalds mun semja tónlist
fyrir myndina.
Konráð sagði að nú væri verið
að klippa myndina. Hann sagði að
hún yrði um 25 mínútur að lengd
og yrði á haustdagskrá Ríkissjón-
varpsins.
Tíkin Tinna ásamt Vöku Hjálmarsdóttur en þær leika saman í
bamamyndinni Seppa.