Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10, JULI 1992
26
Minning:
Margrét S. Halldórs■
dóttir frá Fjalli
Fædd 2. febrúar 1946
Dáin 2. júlí 1992
Úr fjarlægð langar mig að minn-
ast nokkrum fátæklegum orðum
góðrar æskuvinkonu, Margrétar
Sigurbjargar Halldórsdóttur frá
Fjalli í Skagafirði. Hún lést fimmtu-
daginn 2. júlí langt um aldur fram
eftir erfið veikindi og verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju í dag.
Margrét var fædd 2. febrúar
1946. Hún ólst upp á Fjalli í Sæ-
mundarhlíð hjá kjörforeldrum sín-
um, Þóru Þorkelsdóttur og Halldóri
Benediktssyni. Halldór lést fyrir
tæpum tveimur árum en Þóra lifir
dóttur sína, hún dvelst nú á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki, farin að
heilsu. Margrét, eða Magga eins
og hún var oftast kölluð, var einka-
bam þeirra hjóna, en hjá þeim ólst
einnig upp systursonur Halldórs,
Grétar Benediktsson frá Stóra-
Vatnsskarði (f. 1942), bifvélavirki
á Akureyri. Ég kynntist þessu fólki
þegar ég kom að Fjalli til sumar-
dvalar árið 1956. Þá varð Magga
leiksystir mín og góður félagi, lítið
eitt eldri en ég. Auðvitað stríddi
hún aðkomumanninum sem ekkert
kunni. En grínið var einkennilega
góðlátlegt. Þama var ég mörg sum-
ur í leik og starfi, og aldrei bar
skugga á vináttu okkar.
Magga var óvenjulega vel gerð
stúlka. Ég dáðist m.a. að hennar
næma eyra fyrir tónlist og textum.
Hún fór að spila á gítar án þess
að fá neina tilsögn sem heitið gæti.
Og fyrirhafnarlaust Iærði hún alla
dægurlagatexta sem þá vom
sungnir. Þessa texta kenndi hún
mér síðan við gítarinn, óg það em
þeir einu textar sem ég hef getað
lært. Þeir flölluðu gjarnan um efni
sem tengdist sveit og rómantík:
kaupakonur og mjólkurbílstjóra, en
einnig síld á Siglufírði. Stundum
spilaði Grétar undir á harmonikuna.
Segja má að Magga hafí lifað
tvenna tíma á allt of stuttri ævi.
Hún kynntist einangmn sveitarbýl-
isins og fomlegum vinnuháttum.
Rafmagnslaust var á Fjalli og ekki
var fær bílvegur alla leið heim að
bænum. Sæmundaráin var óbrúuð
og yfír hana var sjaldnast farið á
fólksbílum. En samt var gestkvæmt
á Fjalli. Margir komu ríðandi en
einnig vom þeir margir sem óku
að ánni, óðu hana berfættir og
gengu síðasta spölinn heim að bæn-
um. Glugginn að hinum stóra heimi
var því stærri en ætla hefði mátt.
Þannig dró seiðmagn árinnar enska
laxveiðimanninn Fortesque að Fjalli
á hveiju sumri, og það átti fyrir
Möggu að liggja að heimsækja hann
í Englandi og dvelja hjá honum
hluta úr ári við enskunám. Form-
legrar skólagöngu naut hún einnig,
hún lauk prófí frá Reykjaskóla í
Hrútafírði og síðar frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Skólaár sín í
Reykjavík dvaldi hún hjá föðurbróð-
ur sínum dr. Jakob Benediktssyni
og konu hans frú Grethe sem vom
henni eins og aðrir foreldrar.
Svo kynntist hún ungum og
myndarlegum manni, Ólafí Þ. Ól-
afssyni, sem átti eftir að verða
hennar tryggi og góði fömnautur
til síðasta dags. Samkvæmt kokka-
Sérfræöingar
í blómaskreytingum
vió öll tækifæri
^1)101113^6^812601
INNA»
Skólavörðustíg 12
á horni Bérgstaðastrætis
sími 19090
bókum gömlu danslagatextanna
hefði hann líklega átt að koma á
skjóttum hesti út yfír hið töfrandi
fljót og hrífa Möggu með sér úr
sveitinni. En það mun nær sanni
að þau hafí kynnst í Reykjavík þar
sem Magga vann við skrifstofustörf
hjá raforkumálastjóra. Ólafur er
Reykvíkingur, vélstjóri að mennt,
sonur hjónanna Bryndísar Krist-
jánsdóttur frá ísafírði sem lést árið
1971 og Ólafs Þorsteinssonar járn-
smiðs. Þau Magga og Ólafur stofn-
uðu heimili í Reykjavík og bjuggu
lengst á Vesturbergi 4 í Breiðholti.
Þau eignuðust þijú böm: Þóm Hall-
dóm, f. 1966, sem er þjónn á Hótel
Loftleiðum; Bryndísi, f. 1968, sem
stundar hjúkmnamám við Háskóla
íslands; og Jakob Benedikt, f. 1973,
sem er við nám í rafeindavirkjun.
Þegar bömin vom komin nokkuð á
legg settist Magga á skólabekk á
ný og lauk stúdentsprófí frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti og síð-
ar sjúkraliðaprófí. Allt lék í lyndi
hjá þessari samstilltu fjölskyldu.
Magga hafði ráðið sig í gott starf
þar sem hæfileikar hennar nutu sín.
En fyrir rúmu hálfu öðru ári veikt-
ist hún af illkynja sjúkdómi. Hún
mætt því mikla áfalli af óbilandi
æðruleysi og verk sterk þar til yfír
lauk.
Við þennan sára_ skilnað flyt ég
og íjölskylda mín Ólafí, bömunum
og öllum öðmm aðstandendum inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Margrétar
Halldórsdóttur.
Baldur Hafstað.
Margrét S. Halldórsdóttir andað-
ist á Borgarspítalanum 2. þ.m. eft-
ir langvinn veikindi. I fmmbernsku
var hún tekin í fóstur af Halldóri
bónda Benediktssyni, bróður mín-
um og konu hans, Þóm Þorkelsdótt-
ur, en þau ættleiddu hana síðar.
Hún ólst upp á Fjalli í Sæmundar-
hlíð í Skagafírði á heimili sem mót-
að var af skagfírskri sveitamenn-
ingu. í æsku vandist hún öllum
venjulegum sveitastörfum og sýndi
í þeim dugnað og atorku. Við hjón-
in áttum þess kost að fylgjast með
uppvexti hennar allt frá því að hún
var skírð, þvi að flest árin vomm
við sumarleyfísgestir á Fjalli.
Snemma kom í ljós að Margrét
hafði góðar námsgáfur og vilja til
að beita þeim. Að barnalærdómi
loknum var hún tvo vetur í Reykja-
skóla í Hrútafírði, en síðan aðra tvo
vetur í Kvennaskólanum í Reykja-
vík og lauk þaðan burtfararprófí
við góðan orstír. Þá vetur var hún
hjá okkur, og allt upp frá því litum
við stöðugt á hana sem eins konar
fósturdóttur, og það engu síður eft-
ir að hún sjálf hafði stofnað heim-
ili. Að loknu kvennaskólanámi vann
hún um skeið á skrifstofu í Reykja-
vík, en árið 1968 gekk hún að eiga
eftirlifandi mann sinn Ólaf Þ. 01-
afssson vélstjóra. Þeim búnaðist
vel, þau komu sér upp myndarlegu
heimili og eignuðust þijú mannvæn-
leg böm, Þóm Halldóm, Bryndísi
og Jakob Benedikt.
Þegar bömin fóm að stálpast og
heimilið var komið í fastar skorður
hóf Margrét nám í öldungadeild
Fjölbrautaskólans í Breiðholti og
lauk þaðan stúdentsprófi. En hún
lét ekki þar við sitja heldur hélt
áfram námi og lauk því með sjúkra-
liðaprófi. Eftir það vann hún um
nokkurt skeið hjá læknum og við
hjúkranarstörf, þangað til hún
veiktist fyrir tæpum tveimur áram.
í öllu þessu námi og starfí sýndi
Margrét frábæran dugnað og stað-
festu, en aldrei fannst á henni að
hún þyrfti að leggja nokkuð að sér
eða væri að kafna í annríki. Hún
var sífellt glaðlynd og gestrisin, góð
húsmóðir á sínu heimili, hjálpsöm
bæði við fjölskyldu sína og vini.
Hún hélt stöðugu sambandi við fóst-
urforeldra sína, dvaldist oft hjá
þeim á sumrum og var þeim stoð
og stytta í veikindum þeirra á efri
áram. Okkur hjónunum var hún
stöðugt sem trygglynd fósturdóttir,
ævinlega boðin og búin að gera
okkur greiða eða vera til aðstoðar,
og það jafnvel eftir að heilsa henn-
ar bilaði.
En nú er lokið langri og erfíðri
baráttu við illvígan sjúkdóm, bar-
áttu sem hún háði með óbilandi
kjarki og bjartsýni allt til loka.
Hana sem reyndist okkur sannar-
lega í dóttur stað kveðjum við
gömlu hjónin með djúpu þakklæti
og sáram söknuði. En mestur harm-
ur er þó kveðinn að eiginmanni
hennar og bömum, og til þeirra
hverfur nú öll samúð okkar.
Grethe og Jakob Bene-
diktsson.
Margrét Sigurbjörg Halldórs-
dóttir vinkona mín, lést á Borgar-
spítalanum 2. júlí sl. langt um aldur
fram. Hún fæddist í Skagafírði 2.
febrúar 1946. Aðeins fárra daga
gömul var hún gefin hjónunum
Þóru Þorkelsdóttur og Halldóri
Benediktssyni á Fjalli í Sæmundar-
hlíð. Þar var hún umvafin ástúð og
hlýju og var hún þeim alla tíð um-
hyggjusöm og góð dóttir. Þau Þóra
og Halldór ólu einnig upp frænda
Halldórs, Grétar, nú búsettan á
Akureyri.
Ég kynntist Möggu er við urðum
herbergisfélagar í Héraðsskólanum
að Reykjum í Hrútafíði. Það fór
strax vel á með okkur enda var hún
skemmtileg og léttlynd og alltaf líf
í kringum hana. Ég fór með henni
heim í fríum og naut gestrisni for-
eldra hennar.
Seinna lá leiðin til Reykjavíkur
þar sem hún hóf nám í Kvennaskól-
anum og bjó í góðu yfirlæti hjá
Jakobi Benediktssyni frænda sínum
og frú Grethe konu hans. Eftir að
ég flutti til Reykjavíkur leigðum við
saman og var oft glatt á hjalla.
Hún stundaði þá skrifstofustörf
m.a. hjá raforkumálaskrifstofunni.
Magga kynntist eftirlifandi manni
sínum, Ólafí Þ. Ólafssyni vélstjóra,
og gengu þau í hjónaband árið
1968. Þá kom í ljós að hún var
myndar húsmóðir og bar heimili
þeirra þess fagurt vitni. Hún sagði
mér eitt sinn fyrir löngu að hennar
stærsti draumur væri að eignast
börn og rættist hann svo sannarlega
því að saman eignuðust þau þijú
efnileg börn sem era: Þóra Hall-
dóra, þjónn á Hótel Loftleiðum,
Bryndís, nemi í hjúkran og Jakob
Benedikt, nemi í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti. Hún Magga var
góð móðir og vann heima á meðan
börnin voru ung, aðstoðaði þau við
nám, saumaði föt á þau og var
þeim alla tíð ráðgjafí og félagi.
Veit ég að hennar er sárt saknað.
Magga átti mjög auðvelt með
nám og eftir að bömin fóra að stálp-
ast dreif hún sig í öldungadeild
Fjölbrautaskólans í Breiðholti og
lauk stúdentsprófí þaðan árið 1985.
Síðar útskrifaðist hún sem sjúkra-
liði. Eftir það hóf hún störf hjá SÁÁ
og vann þar uns sá sjúkdómur, er
nú hefur lagt hana að velli, upp-
götvaðist. Síðastliðin tvö ár voru
henni erfíð, en Magga lét ekki bug-
ast, heldur barðist til hinstu stundar
og uppörvaði sína nánustu með
bjartsýni sinni.
Ég er þakklát fyrir allar okkar
ánægjulegu samverustundir.
Aðstandendum hinnar látnu
votta ég og fjölskylda mín okkar
dýpstu samúð.
Hildur Eyjólfsdóttir.
Á björtu og fögru sumarkvöldi,
fímmtudaginn 2. júlí, berst sú
harmafregn að Margrét Halldórs-
dóttir sé dáin. Óþyrmilega er á það
minnt að lífíð er að láni, „Drottinn
gaf, Drottinn tók.“
Margrét Sigurbjörg Halldórs-
dóttir eins og hún hét fullu nafni
fæddist á Sauðárkróki 2. febrúar
1946. Hún var kjördóttir hjónanna
Þóru Þorkelsdóttu og Halldórs
Benediktssonar og ólst upp á Fjalli
í Skagafírði. Lauk gagnfræðaskóla-
prófi frá Reykjarkóla í Hrútafírði
og stundaði nám í Kvennaskólanum
í Reykjavík 1963.
Leiðir lágu fyrst saman þegar
\
við Margrét sóttum okkur maka í
fjölskyldu Ólafs Þorsteinssonar og
Bryndísar Kristjánsdóttur. Þá skein
gleði úr hveiju andliti, ástin
blómstraði. Margrét og Ólafur
treystu sín tryggðabönd, giftust og
stofnuðu eigið heimili.
Magrét tók á móti öllum með
sínu hreina og hlýja brosi, var hrók-
ur alls fagnaðar, þegar því var að
skipta. Fluggáfuð og víðlesin.
Æskuárin og sveitalífið í Skagafírði
vora henni ætíð mjög hugstæð og
þaðan hafði hún frá mörgu að segja.
Kindunum heima hafði hún öllum
gefíð nafn og þekkti hveija frá
annarri, hátt á annað hundrað fjár.
Ljóðmæli vora henni töm enda
kunni hún mikið af þeim og átti
auðvelt með að semja sjálf smellna
vísu eða hátíðlegt ljóð.
Börn þeirra hjóna urðu þijú,
Þóra, Bryndís og Jakob. Ástríki
móðurinnar kom hvarvetna í ljós.
Alltaf var mamma heima. Veraldar-
auður mátti sigla sinn sjó og þótt
hugurinn stæði til frekari mennta
var því frestað.
í góðri útilegu sem niðjar Ólafs
og Bryndísar fóra í með allan
bamahópinn sinn er ljúft að minn-
ast Margrétar og umhyggju hennar
fyrir börnum sínum. I tjaldinu var
falleg barnasaga lesin og farið með
bænir.
Bömin uxu úr grasi og þeim
komið til mennta í þeim greinum
sem hugur þeirra stóð til. Nú var
komið að Margréti sjálfri að setjast
í öldungadeild Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og lauk hún þaðan stúd-
entsprófí og sjúkraliðanámi.
Stuttu eftir að hún hóf störf við
hjúkrun, sem hugur hennar hafði
alltaf staðið til kenndi hún sér
meins, sem reyndist vera hvítblæði.
Þá hófst baráttan við þann ógn-
vald. Hún tókst á við sjúkdóminn
með viljastyrk og krafti og horfði
fram á við með von um bata. Illur
granur læddist að, sjúkrahúsdvölin
varð lengri og strangari, en á milli
birti upp.
Sá tími var notaður til að fegra
heimilið, endurnýja gamla hluti og
færa það í nýjan skrúða, sem hún
sjálf fékk ekki notið. Stefnan var
mörkuð, ásýnd heimilisins eins og
Margrét vildi hafa hana er augljós.
Söknuður maka og barna er og
verður mikill, en fögur er minning-
in sem eftir stendur. „Eitt bros
getur dimmu í dagsljós breytt“,
segir Einar Benediktsson. Því segi
ég börnunum, þegar sorgin verður
bitrast, farið í minningar um móður
ykkar og spyijið hvað hún hefði
viljað. Minning hennar verður ljós-
geisli í lífi ykkar.
Lygnt, hlýtt og fagurt var það
sumarkvöld þegar Margrét kvaddi
þennan heim. Reykjavík skartaði
sínu fegursta. Mætti það verða
táknrænt fyrir þann frið sem hún
skilur eftir sig. Það var hennar
ferðaveður yfír móðuna miklu. Við
trúum því að þar munum við öll
hittast að lokum.
Verðug þætti mér sú móttaka
að mæta hlýju brosi Margrétar á
ný með orðum sem hljómuðu á
heimili hennar þegar bankað var
upp á: Gerið svo vel og gangið
í bæinn.
Hinsta kveðja,
Ólafur Jóhannsson.
í dag kveðjum við mágkonu okk-
ar Margréti Halldórsdóttur, sem
látin er langt um aldur fram. Okkur
langar til að minnast hennar með
fáeinum orðum og þakka samfylgd-
ina.
Kynni okkar hófust fyrir 26 árum
er hún giftist bróður okkar og mági,
Ólafí Þorsteini. Magga var búin
miklum mannkostum, góðum gáf-
um gædd, víðlesin og fróð. Yndi
hafði hún af ljóðum og vísum enda
hagmælt sjálf þótt hljótt færi. Hún
hafði gott vald á íslenskri tungu
og nýttust þeir hæfíleikar vel, bæði
í námi og við uppeldi bamanna.
Á kveðjustund hrannast minn-
ingamar upp, þótt fátt skuli nefnt.
Við minnumst samverustunda þeg-
ar börnin voru lítil. Öll hændust þau
að henni enda gaf hún sér ávallt
tíma til að spjalla við þau, hlusta
og miðla af fróðleik sínum. Oft kom
öll fjölskyldan saman og var þá
glatt á hjalla.
Ógleymanleg er ferðin í Skaga-
fjörð fyrir tveimur áram, er við fór-
um með Möggu og Óla á æskuslóð-
ir hennar. Þá sagði hún okkur frá
æsku sinni að Fjalli í Skagafírði,
og fræddi okkur um fólk og staði
þar.
Magga var vinamörg og þótti
vinum og vandamönnum notalegt
að koma á fallegt heimili þeirra
hjóna. Lífsgleði hennar og rík
kímnigáfa gerði samverustundirnar
ánægjulegar, laðaði fólk að og létti
lund. Þetta breyttist ekki þótt alvar-
legur sjúkdómur heijaði á. Hún
hélt reisn sinni og andlegum styrk
til hins síðasta.
í dag kveðjum við ekki aðeins
yndislega mágkonu okkar, hún var
einnig náinn vinur sem skilur eftir
bjartar minningar sem munu ylja
um ókomna tíð.
Fjölskylda Ólafs Þorsteinssonar
þakkar samfylgdina og sendir Óla,
Þóru, Bryndísi og Jakobi innilegar
samúðarkveðjur. Megi góður Guð
varðveita þau og styrkja.
Ranna, Árni, Helga og Erling.
Okkur langar í fáeinum orðum
að minnast hjartkærrar vinkonu
okkar, Margrétar S. Halldórsdóttur,
sem lést 2. júlí sl. Við eram harmi
slegnar yfír því að Magga skuli
vera dáin. Magga var fædd 2. febr-
úar 1946 og var því aðeins 46 ára
þegar hún lést. Við trúum því að
Guð hafí ætlað henni annað hlut-
verk.
Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Ólafur Þ. Ólafsson og eiga þau
3 börn, Þóru Halldóru, fædda 1966,
Bryndísi, fædda 1968 og Jakob
Benedikt, fæddan 1973. Þóra Dóra
er vinkona og skólasystir annarrar
okkar, Sigrúnar Örnu, en þó varð
vinskapur við alla fjölskylduna, sem
varir enn. Við kynntumst þeim þeg-
ar við fluttum í Vesturberg 4,
haustið 1972, við tvær systurnar,
bróðir og pabbi okkar. Mamma
okkar hafði dáið þá um vorið og
ekki síst þess vegna var það okkur
mikils virði að eignast svona góða
og umhyggjusama vini. Frá þessum
tíma sækja nú að okkur margar
minningar.
Hún Magga var sérstök um svo
margt. Hún gaf sér alltaf tíma til
að hlusta á aðra og einnig að
ígrunda það sem aðrir höfðu til
málanna að leggja og mundi hvað
maður hafði sagt og vitnaði í það.
Hún gat líka talað við alla, aldurinn
skipti ekki máli, hvort það vora
smáböm, unglingar eða gamalt
fólk. Þeir sem hafa þannig viðmót
era vel gerðir. Magga var lagin til
margra verka, henni vannst svo vel
og það var gaman að vinna við hlið
hennar. Allt var svo sjálfsagt. Hún
var líka létt í lund og fann iðulega
spaugilegu hliðarnar á hlutunum.
Samheldni var henni lífsins mál,
hún vildi halda fjölskyldunni saman
og hélt tryggð við vini sína. Hún
var þannig ríkulegum gáfum gædd
í mannlegum samskiptum. Við
munum ætíð minnast hennar af
hlýju, hún gaf okkur svo mikið af
sjálfri sér og söknuðurinn er svo
sár, en minnjngarnar verða okkur
alltaf kærar. Öll skemmtilegu atvik-
in og allt sem spjallað var og öll
hnyttnu og góðu tilsvörin, þetta eru
allt gullmolar sem geymdir verða.