Morgunblaðið - 10.07.1992, Page 3

Morgunblaðið - 10.07.1992, Page 3
fSLENSIA AUClÝSINGASTOfAN HF. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 3 Morgunblaðið/Róbert Schmidt Bílddæling-ar hafa notað vikuna, á meðan óvissa er um framtíð Fiskvinnslunnar hf., til að dytta að húsum sínum og görðum. Páll Kristjánsson sem lengi hefur unnið i Fiskvinnslunni var að huga að kartöflusprettunni þegar fréttaritari átti leið hjá húsi hans i vikunni. Allt í óvissu á Bildudal: Sjö börn í stað 23 á barnaheimilinu Bfldudal. ALLT er í biðstöðu á Bíldudal fram yfir fund forráðamanna Fisk- vinnslunnar hf. með bankastjórn Landsbankans í dag. í gær fóru oddviti og sveitarstjóri Bíldudalshrepps á fund Jóhönnu Sigurðar- dóttur til að kynna henni ástand mála vegna lokunar Fiskvinnslunn- ar hf. Lokun fyrirtækisins er strax farin að segja til sín. Aðeins sjö börn eru nú á dagheimilinu en á sama tíma í fyrra voru 23 börn þar. Forráðamenn Fiskvinnslunnar fóru suður í gær til fundar við stjórnendur Landsbankans og verð- ur fundurinn í dag. Bankinn hefur ekki viljað upplýsa hvað eigi að ræða við stjómendur fyrirtækisins, í skeyti bankans þar sem óskað er eftir fundinum er aðeins talað um viðræður vegna lokunar bankavið- skiptanna. I frétt Morgunblaðsins í gær kemur fram að bankinn muni á fundinum ítreka kröfu sína um að Fiskvinnslan verði gefín upp til gjaldþrotaskipta. Oddviti og sveitarstjóri Bíldu- dalshrepps fóru á fund Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í gær til þess að kynna henni mál- ið. Jóhanna sagði að á fundinum hefði verið farið almennt yfír stöð- una til þess að upplýsa hana um ástandið á Bíldudal. Hún sagði að farið hefði verið yfír stöðuna gagn- vart sveitafélaginu og starfsfólki fyrirtækisins. Jóhanna telur ástandið á Bíldudal mjög alvarlegt ef að ekkert verður gert til þess að koma til móts við fyrirtækið. Lokun helstu atvinnufyrirtækja staðarins segir til sín á ýmsan hátt. Yfír 30 skólanemar störfuðu í Fisk- vinnslunni fyrir utan 45 fastráðna starfsmenn. Starfsfólki hefur ekki verið sagt upp störfum. Á dagheim- ilinu eru aðeins skráð sjö börn í dag. Á sama tíma í fyrra voru 23 böm. Um leið og Rækjuveri hf. var lokað í maí dró strax úr barna- fjölda á dagheimilinu og eftir lokun Fiskvinnslunnar hf. eru aðeins fá- ein börn eftir. Yfírvofandi er lokun einu vél- smiðju staðarins, Smiðjunni hf. sem er í eigu Fiskvinnslunnar hf. Öm Gíslason bifvélavirki í vélsmiðjunni segir að ef engin lausn fínnst á vanda fyrirtækisins loki Smiðjan. Þar með hætta allar almennar bíla- og vélaviðgerðir hér, auk þess sem fyrirtækið er eini þjónustuaðilinn á staðnum sem tekur að sér viðgerð- ir fyrir ferðamenn. R. Schmidt. Ráðstefnuskrifstofa íslands: Ráðherra heimilt að breyta samþykktum - segir Þórhallur Jósepsson deildar- stjóri í samgönguráðuneyti ÞÓRHALLUR Jósepsson deildar- stjóri í samgönguráðuneytinu seg- ir þá skoðun Pauls Richardson um að samgönguráðherra sé ekki heimilt að breyta stofnsamningi um Ráðstefnuskrifstofu íslands ranga. Sú skoðun Pauls kom fram í frétt í blaðinu í gær, en áður hafði komið fram að ráðherra hefði samþykkt stofnsamning um skrifstofuna með þeirri breytingu að í stað þess að Ferðamálaráð tilnefndi einn fulltrúa í stjórn, skyldi ráðherra skipa einn fulltrúa í stjórn skrifstofunnar. Þórhallur sagði að samkvæmt 3. grein laga um skipulag ferðamála kæmi fram að Ferðamálaráð færi með stjóm ferðamála undir yfírstjóm samgönguráðuneytis. Það væri því alveg skýrt að ráðherra hefði heimild til að gera breytingar á stofnsam- þykktum um Ráðstefnuskrifstofu ís- lands. Hann kvaðst ekki vita til að ráðherra hefði beitt þessari heimild sinni áður og það gerði hann ekki nema brýn nauðsyn væri talin til. „Ráðherra hefur allan rétt til að samþykkja stofnsamninginn með þeim breytingum er hann tiltekur," sagði Þórhallur. „Það liggur fyrir yfirlýsing frá íjórum fulltrúum í stjórninni, þ.e. frá Reykjavíkurborg, Flugleiðum, sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda og Félagi íslenskra ferðaskrifstofa um að þeir séu sáttir yið þá breytingu á stofnsamþykktum skrifstofunnar sem ráðherra hefur gert. Það getur vart talist óeðlilegt að ráðherra vilji hafa hönd í bagga m.a. í ljósi þess að verið er að gera íjárhagsskuldbindingar, en gert er ráð fyrir að Ferðamálaráð muni leggja fram 9 milljónir króna á ári vegna ráðstefnuskrifstofunnar á næstu 3 árum,“ sagði Þórhallur. ------------------ Jarðskjálfta- hrina í Hveragerði SNARPUR jarðskjálftakippur fannst í Hveragerði og í Ölfusi rétt fyrir kl. 5 í gærdag. Kippur- inn mældist 3,5 á Richter og átti upptök í um tveggja kílómetra fjarlægð frá Hveragerði I norð- austur. I kjölfar kippsins fundust aðrir vægari. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings, var stærsti skjálftinn mjög grunnur, aðeins á tveggja kílómetra dýpi og því urðu áhrif hans sterk í Hveragerði. Ragnar segir ekki sérstaka ástæðu til að búast við stórskjálfta í kjölfar þessara atburða. Hann segir hins vegar að greinilegt samband sé á milli skjálftans í Hveragerði og nokk- urra skjálfta sem urðu við Kleifar- vatn og út af Reykjanesi í gærmorg- un. Ragnar segir að nokkuð mörg ár séu síðan svo snarpur jarðskjálfti hafí fundist í Hveragerði. „Skjálftinn var hins vegar svo snarpur vegna þess hve nálægt Hveragerði upptök hans voru og þess hve grunnur hann var. “ segir Ragnar. 3=SsSr- ENN BETRAAN I dag tekur Landsbanki íslands, Seltjarnarnesi, til starfa að Austurströnd 1. A Austurströndinni býðst þér sérhæfð bankaþjónusta eins og hún gerist best í Landsbankanum. Þar má nefna Einkareikning sem veitirýmis hlunnindi, Reglubundinn sparnað (RS) sem auðveldar fólki að eignast sparifé, hina kostum hlöðnu Kjörbók, Námu fyrir námsmenn og Vörðu sem er víðtæk ráðgjafar- og fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga. Verið velkomin í kaffiveitingar og viðskipti í Landsbanka íslands, Seltjarnarnesi. L Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.