Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992
17
Sumarsýning Nor-
ræna hússins opnuð
Daði, Helgi Þorgils og -Tumi í Norræna húsinu.
SUMARSÝNING Norræna húss-
ins 1992 verður opnuð í sýningar-
sölum laugardaginn 11. júlí kl.
15.00.
Sumarsýning Norræna hússins
er orðin föst hefð í starfsemi húss-
ins en fyrsta sýningin var haldin
1976. Markmiðið er að sýna gestum
hússins, innlendum sem erlendum,
það besta í íslenskri myndlist hverju
sinni.
Að þessu sinni var þremur lista-
mönnum boðið að sýna verk sín,
þeim Daða Guðbjörnssyni, Helga
Þorgils og Tuma Magnússyni. Verk
Helga og Tuma eru máluð á þessu
ári en verk Daða eru frá undanför-
um árum.
Þeir stunduðu myndlistarnám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands,
Daði á árunum 1969-1976, Helgi
Þorgils 1971-1976 ogTumi 1976-
1978. Að loknu námi hér fóru þeir
til Hollands til framhaldsnáms í
myndlist. Daði í Amsterdam, Helgi
Þorgils í Haag og Maastricht og
Tumi í Enschede.
Helgi Þorgils var með einkasýn-
ingu í Norræna húsinu 1981 og
Tumi Magnússon hélt þar einkasýn-
ingu 1988 og þeir hafa allir tekið
þátt í samsýningum í Norræna hús-
inu. Auk þess hafa þeir haldið
margar einkasýningar og tekið þátt
í samsýningum bæði hérlendis og
erlendis.
Gunnar J. Ámason, hdmspek-
ingur og kennari við MHÍ, skrifar
grein um listamennina í sýningar-
skrá.
Sýningin verður opin daglega kl.
14-19 og stendur til 16. ágúst.
Aðgangur er ókeypis.
(Fréttatilkynning)
Nýtt aðal-
kort af Vest-
fjörðum
LANDMÆLINGAR íslands hafa
gefið út nýtt aðalkort af íslandi í
mælikvarða 1:250.000. Um er að
ræða blað 1, sem sýnir Vestfirði.
Kortið hefur mikið verið leiðrétt
frá síðustu útgáfu. Það veitir m.a.
nýjustu upplýsingar um þjóðvega-
kerfið á Vestfjörðum; veganúmer,
vegalengdir og gerð slitlags. Á kort-
inu er að fínna rúmlega 2.000 ör-
nefni, auk upplýsinga um ferjuleiðir,
neyðarskýli og söfn, svo dæmi séu
tekin.
Kortið er fáanlegt í Kortaverslun
Landmælinga íslands og á 200 sölu-
stöðum um land allt.
(Fréttatilkynning)
ÍTAXll
Foreign Living:
Erlendu verkafólki ekki gerð
grein fyrir réttindum sínum
S/G</,
Útlendingaeftirlitinu ekki borist kvartanir
FOREIGN Living, blað útlendinga búsettra á íslandi, greinir frá því
að fjórir fyrrum starfsmenn SS frá Póllandi, sem sóst hafi eftir
áframhaldandi vinnu, hafi snúið til síns heima 1. júní án þess að
vita hvar umsóknir fyrirtækisins um framlengingu atvinnuleyfis
þeirra lægju og án þess að hafa fengið upplýsingar um réttindi sín,
t.d til að sækja um vinnu hjá öðrum atvinnurekenda. Oddur Gunnars-
son, starfsmannastjóri hjá SS, segir að umsóknirnar hafi verið dregn-
ar til baka með óformlegum hætti þegar ljóst hafi verið að litlar
líkur væru til að leyfin yrðu veitt. Jóhann Jóhannsson, hjá útlendinga-
eftirlitinu, sagði að því hefði ekki borist kvartanir um að erlendu
verkafólki hefði ekki verið gerð grein fyrir rétti sínum.
Foreign Living greinir frá því að sinn til atvinnuleysisbóta og að
24 Pólverjar hafi hafíð störf hjá SS
1. september í fyrra og í vor hafi 5
þeirra óskað eftir að halda áfram
að vinna hjá fyrirtækinu. Sótt hefði
verið um atvinnuleyfí fyrir Pólveij-
ana hjá Verkalýðsfélaginu Rangæ-
ingi en aðeins einum þeirra hafí
verið veitt leyfíð. Hinir hafí snúið
til Póllands án þess að vita um rétt
Fæðingarorlof:
Greiðslur
ekkiauknar
á þessu ári
SIGHVATUR Björgvinsson heil-
brigðisráðherra segir að ósk fjöl-
buramæðra um lengra fæðingar-
orlof og auknar dagpeninga-
greiðslur verði lögð fyrir vinnu-
hóp um endurskoðun fæðingar-
orlofs. Hann segir útilokað að
auka greiðslur vegna fæðingar-
orlofs á næsta ári.
Fjölburamæður hafa óskað eftir
því að 12 mánaða fæðingarstyrkur
verði greiddur til tvíburaforeldra og
6 mánaða styrkur til viðbótar fyrir
hvert bam fram yfír það. Ennfremur
verði 3-4 mánaða aukalegar dagpen-
ingagreiðslur fyrir hvert bam.
Sighvatur sagðist hafa skýrt full-
trúum fjölburamæðra, sem gengu á
hans fund á miðvikudagsmorguninn,
frá því að erindi þeirra yrði lagt fyr-
ir vinnuhóp um endurskoðun á
greiðslum í fæðingarorlofí, m.a. með
hliðsjón af því að jafna réttarstöðu
kvenna í fæðingarorlofí þannig að
ekki skipti máli þjá hvað atvinnurek-
enda þær hefðu starfað. Ráðherra lét
þess hins vegar getið að útilokað
væri að auka greiðslur í fæðingaror-
lofi á næsta ári þar sem verið væri
að draga úr öllum lífeyrissjóðs-
greiðslum.
Heilbrigðisráðherra sagðist vonast
til að endurskoðun á greiðslum í
fæðingarorlofi yrði lokið þannig að
hægt væri að leggja fram nýtt fmm-
varp á næsta Alþingi.
sækja um vinnu hjá nýjum atvinnu-
rekenda.
Sigurður Óskarsson, formaður
verkalýðsfélagsins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að í raun hefði
engum verið hafnað því aðeins hefði
borist ein umsókn um framlengingu
atvinnuleyfís og hún hefði þegar
verið veitt. Aftur á móti sagði hann
að litlar líkur hefðu verið til þess
að fólkið hefði allt fengið áframhald-
andi atvinnuleyfí þar sem verkalýðs-
félagið hefði fyrst og fremst skyld-
um að gegna gagnvart íslenskum
námsmönnum og fátæku íslensku
verkafólki. Það væri ekkert leyndar-
mál.
Oddur Gunnarsson, starfsmanna-
stjóri hjá SS, sagði að upphaflega
hefði verið sótt um áframhaldandi
atvinnuleyfi fyrir 5 Pólvetja en 4
umsóknanna hefðu óformlega verið
dregnar til baka þar sem ekki þóttu
miklar líkur til að þær yrðu sam-
þykktar. Hann sagði að ekki ríkti
ágreiningur milii fyrirtækisins og
verkalýðsfélagsins um málið.
Sigurður Oskarsson var spurður
að því hvort Pólveijunum hefði ekki
verið gerð grein fyrir rétti sínum á
íslandi og sagði hann þá að haldnir
hefði verið margir fundir á vinnu-
staðnum þar sem fyrirspumum frá
fólkinu hefði verið svarað hefðu þær
komið fram en svo hefði ekki verið.
Jóhann Jóhannsson, hjá útlend-
ingaeftirlitinu, sagðist ekki vita til
þess að réttindum erlends verka-
fólks væri haldið skipulega að þeim.
Aftur á móti hefði hann ekki orðið
var við kvartanir vegna þess að
upplýsingum af þessu tagi hefði
ekki verið komið á framfæri.
F.TORI 1KRA1N
FJORUGARÐURINN
Fjörukráin:
Glænýr matseðill.
Jón Möller leikur fyrir
matargesti.
Fjörugarðurinn:
Fyrir stóra sem smáa hópa.
Reynið eitthvað nýtt
Víkingasveitin
ávallt viðbúin í
Víkingarán
Hafíð samband og
við setjum saman
ógleymanlega
dagskrá
Hvunndagstilboð:
Þríréttað á kr. 990,-
Skoðunar- og
sjóferðir fyrir hópa
Góður matur
Franskt/íslenskt eldhús
• •
Ósviknar
víkingaveislur:
Þríréttuð máltíð
með tilheyrandi
gáska og gleði
Stórgóðar syngjandi
gengilbeinur
Þjóðlegur staður
Kostakjör fyrir hópa,
stóra sem smáa
F.TORUKRAIN
STRANDGÖTU 55 - HAFNARFIRÐI
SÍMIAR 651213-651890
'4'
LEIGUBILL
ER ÓDÝRARI
EN ÞÚ HELDUR
/wgco
IHVAÐA
VEÐRISEMER
Með Meco þarftu ekki
að hafa áhyggjur
af veðrinu, það er alltaf
hægt að grilla.
Hönnun MECO:
Loftflæðið gerir Meco
að frábæm útigrilli:
• Það sparar kolin.
• Brennur sjaldnar við.
• Hægt er að hækka og
lækka grindina frá glóðinni.
• Tekur styttri tíma að grilla
og maturinn verður
safaríkari og betri.
• Auðveld þrif.
*
Heimílistæki hf
SÆTÚNIS SlMI 691515« KRINGLUNNISIMI691520