Morgunblaðið - 10.07.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.07.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Búnaðarsamband Austurlands: Lagt til að stofna búvörumark- að hliðstæðan fiskmörkuðum „ÞAÐ ER um líf eða dauða fyrir sauðfjárbændur að tefla, staðan er mjög erfið og það er mikill hugur í mönnum að finna nýjar leiðir sem bæta úr þessari erfiðu stöðu, “ sagði Aðalsteinn Jónsson, formaður Búnaðarsambands Austurlands, en á aðalfundi sambandsins nýlega var samþykkt tillaga þar sem skorað er á bændur og samtök þeirra að taka til alvarlegrar athugunar að stofna búvörumarkað. Hugmynd- in er sú að slíkur markaður starfaði á hliðstæðan hátt og fiskmarkað- ir og að kaupendur vissu ávallt hversu mikið magn hverrar vörutegund- ar væri til á markaðnum hvenu sinni. í tillögu Búnaðarsambands Aust- urlands kemur fram að búvörumark- aðurinn yrði að vera í eigu framleið- enda og markmiðið væri upplýs- ingamiðlun og sala búvara, auk þess að ná niður milliliðakostnaði svo sem mögulegt væri og skila sem hæstu hlutfalli söluandvirðis til framleið- enda. Um tölvustýrðan markað yrði að ræða með höfuðstöðvar á lands- byggðinni, seljendur yrðu afurða- stöðvar, en kaupendur verslanir og kjötvinnslur. Þá kemur einnig fram í tillögunni að brýna nauðsyn beri til að ferskt kjöt og sláturmatur verði á boðstólum mun lengri tíma ársins en nú er. Aðalsteinn sagði að mikið vantaði upp á að sölumál varðandi kindakjöt væru í góðu horfi og sætu menn uppi með mikið af framleiðslunni, enda hefði kindakjötsneysla dregist saman á meðan aðrar kjöttegundir hefðu sótt á. Hann sagði að dropinn sem fyllti mælinn hefði verið er framkvæmdastjóri Sláturfélags Suð- urlands hefði hvatt sunnlenska bændur til að auka framleiðslu á svína- og nautakjöti þar sem ekki fengist nægilegt magn kindakjöts á markaðnum. í greinargerð með tillögu sam- bandsins er átalið á hvern hátt stað- ið hefur verið að sölu dilkakjöts, söluaðilar fái ekki dilkakjöt til sölu þegar þeirra eigin framleiðsla er uppurin og er það álit fundarins að stokka verði upp sölumál og mark- aðssetningu dilkakjöts og reynt verði að stytta bilið milli framleiðenda og neytenda þannig að milliliðakostnað- ur lækki og þar með verð til neyt- enda. „Bændur vita fullvel að lækka verður verð búvara til neytenda og við viljum stytta bilið á milli bóndans og neytandans, en við viljum ekki að sú hagræðing sem við náum í okkar framleiðslu lendi hjá millilið- um,“ sagði Aðalsteinn og benti í því sambandi á dæmi af kartöflubænd- um er lækkað hefðu verð á fram- leiðslu sinni til verslunar, en sú lækk- un hefði ekki náð til neytenda. „Markmiðið hjá okkur er ekki að auka hagnað verslunarinnar eða annarra milliliða," sagði Aðalsteinn. Þá nefndi hann að verðmæti þriggja af hverjum fjórum lömbum sem slátrað væri og kjötið selt til versl- ana lenti hjá milliliðum og væri afar mikilvægt að minnka þetta hlutfall. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00 VEÐURHORFUR I DAG, 10. JULI YFIRLIT: Norðaustan af Jan Mayen er 994 mb lægð á leið norðaustur. 998 mb smálægð yfir austanverðu landinu grynnist heldur. Um 600 km suður af Hvarfi er vaxandi 1.006 mb lægð á leið austur. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt. Víða bjart veður við Faxaflóa og Breiða- fjörðinn, en skúrir annarstaðar. Svalt í veðri. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg vestlæg átt. Skúrir um allt land. Svalt í veðri. HORFUR Á SUNNUDAG: Vestlæg átt. Síðdegisskúrir inn til landsins en annars víðast léttskýjað. Hlýnandi veður. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ v Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Þoka rtig.. FÆRÐA VEGUM: (K, 17.30.g-o Allir helstu vegir um landíð eru nú greiðfærir. Fært er fjallabílum um Lakaveg, Kjalveg, Sprengisand um Bárðardal, Fjallabak nyrðra, nyrðri Gæsavatnaleið, Oskjuleið, Kverkfjallaleið og um Fljótsdalsheiði í Snæ- fell. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Ófært er um Fjalla- baksleið syðri en gert er ráð fyrir að sú leið opnist nú um helgina. Vegna vegagerðar verður þjóðvegur 917, Hellisheiði eystri, lokaður tíl kl. 19.00 á morgun, föstudag. Vegagerðin. I/EÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hiti veður 10 alskýjað 8 súld Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn vantar 24 léttskýjað 25 lóttskýjað vantar 6 skýjað 25 skýjað 23 hálfskýjað 12 skýjað Hehniid: Veöurslola Islands (Byggt á vaðurspá kl. 16.1S í gær) Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando Parfs Madelra Róm Vín Washlngton Winnipeg 27 helðskírt 24 léttskýjað 22 léttskýjaö 26 léttskýjað 21 alskýjaö 26 skýjað 26 léttskýjað 16 skýjað 26 léttskýjað 17 súld 22 mistur 21 skúr 30 léttskýjað 25 léttskýjað 26 léttskýjað 19 þokumóða 23 mistur 26 heiðsklrt 23 alskýjað 21 skýjað 24 léttskýjað 24 léttskýjað 26 skúr 12 þokumóða Jón Baldvinsson REíslipp Viðgerð stendur nú yfír á togaranum Jóni Baldvinssyni RE 208, sem er í eigu Granda hf. í Reykjavík. Togarinn var dreginn til hafnar á mánudag eftir að annar togvírinn flæktist í skrúfunni með þeim af- leiðingum að skrúfublöð og fleira skemmdist. Togvírinn slitnaði er reynt var að ná veiðarfærum úr botnfestu. Að sögn Gunnars Sæ- mundssonar forstöðumanns tæknideildar Granda voru skemmdimar allnokkrar og ráðgert er að viðgerð taki vikutíma. Á innfelldu mynd- inni má sjá hvemig flækst hefur í skrúfunni. Þýskt fyrirtæki býður almenningi þátttöku í gjaldeyrisviðskiptum EINSTAKLINGAR á íslandi hafa að undanförnu fengið send tilboð um að taka þátt í gjaldeyrisviðskiptum gegnum þýska verðbréfafyrir- tækið Protax Brokerage & Consulting GmbH í Hamborg. Til að taka þátt í viðskiptunum þurfa menn að senda rúmlega 1,6 milljón- ir króna til fyrirtækisins. Protax var stofnað í október á síðastliðnu ári, og ísland er fyrsta landið þar sem það reynir markaðssetningu með þessum hætti. Protax býður viðskiptavinum að leggja undir 5.000 bandaríska dali, eða rúmlega 270 þúsund íslenskar krónur, og öðlast þá viðkomandi stjóm á viðskiptum með 125.000 þýsk mörk, sem samsvarar um 4,6 milljónum króna. Norman Liibke forstjóri Protax sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta verðdæmi, sem gefið er í bréfi fyrirtækisins, sé aðeins miðað við núverandi viðskiptamenn þess. Nýir viðskiptavinir þurfi að leggja fram 30 þúsund bandaríkjadali en ekki 5 þúsund, og samsvarar það rúmlega 1,6 milljónum íslenskra króna. Tekur Protax 15% þeirrar upphæðar í þóknun, eða um 240 þúsund krónur. Fyrirtækið býður kaup og sölu á framtíðarsamningum um kaup eða sölu á þýskum mörkum. Viðskipta- maður tiltekur það gengi marks í dölum sem hann sættir sig við að selt sé eða keypt fyrir. Einnig getur viðskiptamaður gefið fyrirmæli til þess sem viðskiptin stundar fyrir hans hönd, að kaupa eða selja ein- faldlega á besta mögulega verði. En jafnvel þótt fyrrgreind leið sé farin, skuldbindur Protax sig ekki til að fara eftir fyrirmælum við- skiptamanns, og tekur fram að eng- in leið sé að koma algerlega í veg fyrir tap. Aðspurður kvað Liibke ísland eina landið sem fyrirtækið hefði markaðssett sig í með þessum hætti, og sagði hann að um einskon- ar tilraunastarfsemi væri að ræða. Fyrstu bréfín hafí verið send fyrir 3-4 vikum, en engin svör hafí enn borist. Samkvæmt upplýsingum sem sendiráð íslands í Bonn aflaði fyrir Morgunblaðið, var fyrirtækið skráð í Hamborg þann 19. október 1991 með lágmarksstofnfé, sem er 50 þúsund þýsk mörk. Tollftjáls innflutning- ur aðeins á þriggja sólarhringa fresti SAMKVÆMT nýrri reglugerð um tollfijálsan ínnflutning ferða- manna er mönnum ekki heimilt að koma með tollfijálsan varning inn í landið oftar en einu sinni á þremur sólarhringum. Indriði H. Þor- lákssson, skrifstofusljóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ákvæðið gæti snert áhafnir flugvéla. Þóra Sen, starfsmaður Flugfreyjufélags Islands, sagði að félagið myndi ekki tjá sig um breytinguna. Indriði H. Þorláksson sagði að nýja reglugerðin fæli í sér 3 breyt- ingar. Sú fyrsta væri fólgin í því að líða þyrftu a.m.k. 3 sólarhringar frá því að menn hefðu síðast komið til landsins til þess að þeir gætu að nýju nýtt sér heimild um toll- fijálsan innflutning. Önnur breyt- ing væri sú að minnkuð væri heim- ild áhafna til að flytja inn tollfrjáls- an bjór. Hingað til hafa áhafnir flugvéla haft minni heimild til að flytja inn tollfrjáls vín en ferðamenn að bjór undanskildum. Áhöfnir hafa fengið að taka jafn mikið af honum og venjulegir ferðamenn. Nú hefur sú heimild verið minnkuð um helm- ing. Þriðja breytingin felur í sér hækkun einkasölugjalds sem fólk greiðir fyrir að fara með meira áfengi og tóbak inn í landið en það fær án þess að greiða aðflutnings- gjald. Indriði sagði að ekki væri um mikla hækkun að ræða, en hún miðaðist að því að tekjur rikissjóðs nálguðust það sem þær væru miðað við að selja varninginn í ríkinu. Hann sagði að ekki hefði verið reiknuð út meðaltalshækkun, en dæmi væri um að einkasölugjald af vindlategund lækkaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.