Morgunblaðið - 10.07.1992, Page 19

Morgunblaðið - 10.07.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 19 Síðasti landstjóri Hong Kong Chris Patten (t.h.), fyrrverandi formaður breska íhaldsflokksins, sver emb- ættiseið sem síðasti landstjóri í bresku nýlendunni Hong Kong. Bretar hafa samið við stjóm kommúnista í Peking um að nýlendan verði á ný hluti Kína árið 1997. Deilur hafa risið milli Breta og kommúnistastjómarinnar um við- skilnaðinn fyrirhugaða, m.a. vegna lagningar nýs flugvallar fyrir borgina er verður mun dýrari en gert hafði verið ráð fyrir. Einnig óttast margir að stjórnin í Peking muni beija niður með valdi samtök lýðræðissinna er lýst hafa samúð með málstað andófsmanna í Kína. Enskumælandi Kanadamenn: Tillögur um aukin völd fylkja 1 eigin málum Oljóst um viðbrögð Quebecmanna Toronto, Ottawa. Reuter. LEIÐTOGAR enskumælandi fylkja í Kanada samþykktu á þriðjudag tillögur um víðtækar breytingar á stjórnarskrá sambandsríkisins þar sem m.a. yrði komið verulega á móts við kröfur Quebec þar sem frönskumælandi menn eru þorri íbúa. Þeir hafa krafist sjálfstjórnar og jafnvel fulls sjálfstæðis. Samkvæmt tillögunum yrði miðstjórnar- vald sambandsstjórnarinnar minnkað en jafnframt yrðu verslunarvið- skipti milli einstakra fylkja gerð auðveldari með því að fella niður ýmiss konar hindranir. Leiðtogar Quebec hafa enn ekki svarað tilboð- inu en stjórnmálaskýrendur telja að þeir muni ekki hafna því afdrátt- arlaust. Tvö ár eru síðan Quebec dró sig út úr viðræðum forsætisráðherra allra sambandsríkjanna um aðgerð- ir til að koma í veg fyrir aðskilnað fylkisins. Áköfustu stuðningsmenn aðskilnaðar sögðu í gær að tillög- urnar væru öldungis ófullnægjandi, um væri að ræða kröfur fremur en tilboð. Fyrirhuguð er þjóðarat- kvæðagreiðsla í Quebec í lok októ- ber þar sem spurt verður hvort sam- bandsríkið eigi að lýsa yfir fullu sjálfstæði. Enskumælandi fylkin eru níu og þar býr mikill meirihluti íbúa Kanada. í tillögunum er mælt með sérstöku stjómarskrárákvæði um að Quebec sé afmarkað samfélag er skuli njóta sérvemdar, einnig að hvert fylki skuli hafa neitunarvald hvað snertir breytingar á stjórnar- skrá. Fylkin fengju mest völd í menningarmálum, endurþjálfun at- vinnulausra, húsnasðismálum, ferðamálum og varðandi nýtingu skóga og námuvinnslu en með síð- astnefnda ákvæðinu er komið til móts við kröfur fylkjanna í vestur- hluta landsins þar sem náttúru- auðæfi eru mest. Fylkin fá einnig aukin áhrif í sveitarsjómarmálum og á málefni innflytjenda. Öldungadeild þingsins, þar sem nú sitja fulltrúar er ekki eru kosnir heldur tilnefndir, yrði breytt í valda- meiri samkundu sem minnti á bandarísku öldungadeildina. Hvert fylki fengi átta þingmenn og tvö sjálfstjórnarsvæði í norðvestri tvo fulltrúa hvert. Við úthlutun þing- sæta í neðri deildinni yrði á hinn bóginn meira tillit tekið til íbúa- fjölda en áður en þessi breyting yrði til þess að Ontario, þar sem 40% allra Kanadamanna búa, yrði öflugra í deildinni. Minnihlutaþjóð- ir, þ. e. inúítar og indjánar, fengju lögfest réttindi til sjálfstjórnar í eig- in málum. Newsweek um gröndun íranskrar farþegaþotu árið 1988: Hylmt yfir leynilegar aðgerðir og mistök BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið laug vísvitandi um veiga- mikil atriði í sambandi við það atvik er bandarískt herskip á Persa- flóa skaut niður íranska farþegaþotu í áætlunarflugi árið 1988 og allir 290 farþegar hennar fórust. Þetta kemur fram í grein í bandaríska tímaritinu Newsweek. Blaðið segir skipið Vincennes hafa veríð að skjóta á báta Irana innan íranskrar lögsögu í trássi við alþjóðalög, en ekki á alþjóðlegri siglingaleið, eins og ráðuneyt- ið hélt lengi fram. Þá hafí íranska vélin verið á venjulegri flug- leið, en ekki utan hennar. Skipstjórinn hafi verið þekktur fyrír ákafa sinn að beita sér í bardaga og í leynilegum aðgerðum gegn hraðbátum íranskra byltingarvarða hafí hann verið einum of gikk- glaður, með hörmulegum afleiðingum. Atvikið varð á dögum stríðs ír- aka og írana, þegar bandarísk herskip gættu olíuflutningaskipa á Persaflóa fyrir áreitni og hugsan- legum árásum írana. íranir höfðu verið staðnir að því að leggja tund- urduflum í flóanum og vopnaðir hraðbátar íranskra byltingarvarða sigldu oft að olíuflutningaskipum á Hormuz-sundi við mynni flóans. Newsweek segir bandarísk yfír- völd hafa skipulagt leynilega áætl- un um að eggja sveitir byltingar- varða á Hormuz-sundi til að fara á hraðbátum út á alþjóðlega sigl- ingaleið svo hægt væri að sanna nauðsyn þess að halda flotanum í flóanum og hugsanlega að gera árásir á eldflaugaskotpalla og tundurduflageymslur Irana, sem taldar voru ógnun við skipaum- ferð. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins sagði opinberlega að Vincennes hefði verið á leið til hjálpar líberísku skipi, Stoval, en Newsweek segir ekkert slíkt skip vera til og að þetta hafí verið nafn- ið á tilbúnu skipi í talstöðvarsend- ingum sem bandaríski flotinn setti á svið til að lokka íranska hrað- báta út á Hormuz-sund. Will Rogers, skipstjóri Vincen- nes, sendi út þyrlur til að fylgjast með ferðum hraðbátanna í hinni leynilegu aðgerð og þegar skotið var í átt að einni þyrlunni taldi hann sig þar með hafa heimild til að elta bátana og svara í sömu mynt. Hann hélt í norður inn í ír- anska lögsögu og hóf að skjóta á íranska hraðbáta í yfír fimm kíló- metra fjarlægð. Blekktu til að bjarga Aegis-kerfinu Um borð í Vincennes var hið svonefnda Aegis-kerfí, 20 millj- arða ÍSK tækniundur, sem á að geta kortlagt allt að 200 óvinaeld- flaugar í einu og stjómað flug- skeytum til að granda þeim. í hita leiksins um borð í Vincennes tókst mönnum samt sem áður ekki að lesa rétt úr upplýsingum um eina farþegaþotu, sem kom inn á ratsjá á meðan verið var að skjóta á írönsku hraðbátana. Hún var í hefðbundnu áætlunarflugi frá Bandar Abbas í íran til Dubai og skrár um slík farþegaflug vom um borð i Vincennes. Skipveijar töldu hana hins vegar vera F-14 ormstuþotu og Rogers gaf út skipun um að skjóta tveim- ur loftvarnarflaugum áður en vélin kæmist í skotfæri. Þá höfðu önnur bandarísk herskip í grenndinni lýst vélinni sem „líklega farþegavél“. William Crowe, þáverandi yfírmað- ur herráðsins, sagði að þotan hefði hegðað sér undarlega, verið utan flugleiðar og verið að lækka sig, en upptökur af upplýsingum Aeg- is-kerfisins sýna að vélin var að hækka sig og var á réttri leið. Newsweek segir að flotinn hafí óttast að þingið hætti að fjár- magna Aegis-kerfið, ef sannleikur- inn kæmi í ljós þ.e. hve illa það nýttist áhöfn undir álagi á vett- vangi átaka. Vamarmálaráðuneytið komst fljótt að hinu sanna í málinu, en hylmdi yfir þau atriði sem lutu að ólöglegum hemaðaraðgerðum inn- an íranskrar lögsögu og mistökum skipstjórans. Ráðuneytið skýrði George Bush, þáverandi varafor- seta, ekki frá sannleikanum þegar hann var sendur til að tala máli Bandaríkjanna á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, en Bush sagði þá að Vincennes hefði verið að koma flutningaskipi til aðstoðar. Crowe hefur síðan viðurkennt að Vincennes hafi verið í íranskri landhelgi, en neitar ásökunum um vísvitandi lygar í málinu. Orða fyrir „hetjuskap" Rogers skipstjóri, sem var þekktur fyrir að hafa gengið of langt í heræfíngum og ákafa sínum við að ögra írönskum bátum, var veitt lausn frá störfum með sæmd í fyrra. Maðurinn sem sá um varn- ir skipsins gegn flugvélum var sæmdur orðu frá flotanum fyrir „hetjuskap" og „að halda sjálf- stjórn og stillingu á hættustund", sem gerði honum kleift að „fram- kvæma skotaðgerðina með ná- kvæmni og hraða.“ Segir Newswe- ek að þetta hljómi vægast sagt undarlega, þegar haft sé í huga að hér sé verið að lýsa skotárás á farþegavél. Talið er að árásin á farþegaþot- una hafi taflð lausn vestrænna gísla í Líbanon og kunni að hafa leitt klerkastjórnina í íran til að styðja hryðjuverkamennina sem sprengdu Pan Am þotu yfir bænum Loekerbie í Skotlandi í desember 1988, en vestræn yfirvöld hafa sakað Lábýumenn um það hryðju- verk. Stjórnborðið um borð í Vincennes, dýrasta herskipi bandaríska flotans, er ótrúlega fullkomið, en dugði samt ekki til að koma í veg fyrir að áhöfnin skyti niður farþegaflugvél í misgripum. Myndbandstæki VR3260 • HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði. • Mjöggóðkyirmynd. • Hægurhraði, leitarhnappur. • Sjálfvirk endurstilling á teljara. • Fjarstýring á upptökuminni. • 365 daga upptökuminni. • Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði. VR211 • 2 myndhausar með sjálfhreinábúnaði. • Evrótengi - aukin myndgæði. • 7-þrepa skeipustillir. • Fjarstýring fyrir öll PHILIPS-sjónvöip. • Einfalt og gott myndbandstæki. Nú fer í hönd annatími íþróttaáhugamanna sem ekki vilja missa af neinu. - Sumarólympíuleikarnir í Barcelona eru að byrja og beinar útsendingar í sjónvarpi á öllum tímum sólarhringsins. LÁTTU PHDLIPS MYNDBANDSTÆHÐ STANDA YAKTINA FYRIR WG. © q PHIIIPS 1 ííSSítC? VR 502 HIFl STEREÓ • 2 myndhausar - skýr skjámynd. • NICAM stafræn sjónvarpsmóttaka • 48 klst. upptökuminni. • Hljóðsetningarmöguleikar. • Ódýit en öflugt myndbandstxki. VR 702 HIFl STEREO • 4 myndhausat - krystalstær skjámynd. • NICAM-stafran sjónvaipsmóttaka - hágæðaafcpilun í stereói, • Hægstilling ellefu sinnum niðurfærður hraði. • 2 hljóðhausar. Möguleikar á yfirspilun og hljóðblöndun. • Hægstillt upptaka - allt að 8 klst. • Skjótvirkur leitarbúnaður finnur byrjun hverrar upptöku. • Faastarammafyrirrammaafturábakogáfram. • 2 Evróptengj - beintenging í sjónvarp. kr.stgr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.