Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992
Bókaforlagið verð-
ur selt í næstu viku
I dag hefjast viðræður Landsbankans og AKO-plasts um kaup á Prent-
verki Odds Björnssonar. Gengið verður frá sölu á Bókaforlagi Odds
Bjömssonar í næstu viku.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Starfsmenn Flugfélags Norðurlands, Ari Fossdal og Anfinn Heinesen, i fríhafnarversluninni á Akur-
eyrarflugvelli.
Viðræður fulltrúa Landsbankans
og eigenda AKO-plasts á Akureyri
um kaup hinna síðamefndu á hús-
næði og prentsmiðju Prentverks
Odds Bjömssonar heQast í dag. Ei-
ríkur Jóhannsson, fulltrúi Lands-
bankans, sagði að á þessu stigi væri
enn ekkert unnt að upplýsa um kaup-
verð eða aðra skilmála.
í samtali við Daníel Ámason,
framkvæmdastjóra AKO-plasts, kom
fram að stefnt væri að því, ef samn-
ingar næðust, að reka prentverkið
áfram. Þeir Ako-menn hefðu verið
með plastframleiðslu og plastprent-
un, umsvifin hefðu aukist og þess
vegna hefðu þeir verið í húsnæðis-
leit. Með því móti að þeir keyptu
Prentverkið og hús þess gætu þeir
annast hvoru tveggja starfsemina
undir einu þaki. „Við erum ekki byrj-
aðir að reka Prentverkið, næstu dag-
ar skera úr um það hvenær það verð-
ur,“ sagði Daníel.
Að sögn Eiríks Jóhannssonar hef-
ur ekki enn verið gengið frá sölu
Bókaforlags Odds Bjömssonar, sem
rekið var jafnframt Prentverkinu.
Hann sagði að þrír aðilar hefðu sýnt
áhuga á að kaupa forlagið af Lands-
bankanum, en á þessu stigi vildi
hann ekki segja nánar frá því efni
að öðm leyti en því að gengið yrði
frá sölu forlagsins eftir helgina.
Akureyrarflugvöllur:
Einhver minnsta fríhöfn í heimi
FLUGFÉLAG Norðurlands hefur opnað frihöfn á Akureyrarflugvelli.
Nú geta farþegar í millilandaflugi til og frá Akureyri keypt þar toll-
fijálsan varning. Frihöfninni verður þröngur stakkur skorinn uns við-
bygging flughafnar við Akureyrarflugvöll kemst í gagnið, en það er
áætlað að verði eftir tvö ár.
Friðrik Adolfsson hjá Flugfélagi
Norðurlands sagði að fyrir hálfu
öðru ári hefði FN fengið leyfi fyrir
tollfrjálsri birgðageymslu með und-
anþágu til að selja tollfrjálsan varn-
ing við komu og brottför flugvéla
félagsins í millilandaflugi. Þá hefði
varningurinn verið seldur gegn pönt-
unum sem farþegar gerðu fyrirfram.
Við ýmsar breytingar sem gerðar
hefðu verið á húsnæði flugstöðvar-
innar, sem ekki væri plássmikil,
hefðu Flugleiðir látið Flugfélagi
Norðurlands í té herbergi, sem væri
fyrrum fundarherbergi og umdæ-
misstjóraskrifstofa, í skiptum fyrir
Mikil umferð
verður um
Eyjafjörð um
helgina
MATTHÍAS Einarsson, varð-
sljóri hjá lögreglunni á Akur-
eyri, sagði að umferð hefði
verið óhappalítil undanfarna
daga, þó hefðu orðið tvö smá-
óhöpp, slysalaus, þegar tók
að rigna á Akureyri á mið-
vikudag. Matthías sagði að
lögreglan legði mikla rækt við
að fylgjast með umferðarhraða
og reyndi að halda honum í
hófi, en menn vildu margir
spretta óþarflega úr spori. Sagði
hann að þeir sem hefðu verið
stöðvaðir fyrir óhæfilegan hraða
á þessu ári skiptu orðið hundr-
uðum. „Langmest eru þetta
ungir ökumenn, strákar sem eru
að flýta sér í bíó eða á fótbolt-
leik — og raunar eru stúlkurnar
ekkert betri, þær aka ekki síður
hratt en strákamir þótt oftast
sé talað um þær sem varfæm-
ari bifreiðastjóra. Þær aka sum-
ar alveg ótrúlega hratt," sagði
Matthías.
Mikil umferð verður um Eyja-
Qörð um komandi heigi, ekki
síst vegna afar fjölmenns
íþróttamóts ungmenna á Dalvík.
Matthías sagði að lögreglan á
Dalvík myndi hyggja að þessu
með aðstoð Akureyrarlögreglu,
en þess væri óskandi að vegfar-
endur tækju mið af aðstæðum
og færu varlega, það væri besta
leiðin til að forðast óhöpp.
herbergi á efri hæð. Þetta hefði
gert FN kleift að opna litla verslun
á jarðhæð flugstöðvarinnar.
Friðrik sagði að verslunin væri
ekki stór, trúlega væri þetta minnsta
fríhafnarverslun í heimi. Herbergið
sem hún væri í væri um það bil 26
fermetrar að stærð. Þrjár vikur væm
liðnar frá því leyfi hefði fengist til
reksturs þessarar verslunar, undir
ströngum skilyrðum ráðuneyta.
Þessi fríhafnarverslun væri sjálfstæð
verslun á vegum Flugfélags Norður-
lands til þjónustu fyrir farþega fé-
lagsins og aðra þá sem ættu leið
um Akureyrarflugvöll í millilanda-
flugi. Hér hefði með öðmm orðum
verið stigið skrefið úr pöntunarfélagi
í verslun.
Að sögn Friðriks ræður smæð
verslunarinnar miklu um vömval.
Þar sem ekki rúmaðist mikið á þess-
um 26 fermetmm hefði verið farið
af stað með nokkrar vömtegundir,
áfengi, tóbak, sælgæti, ljósmyndaf-
ilmur og agnarögn af snyrtivör-
um.„Þegar fram í sækir og við finn-
um hvemig þetta þróast verður von-
andi hægt að auka vömúrvalið. Þeg-
ar nýja flughöfnin verður komin í
gagnið vonumst við til að gert verði
ráð fyrir húsnæði fyrir stærri og
myndarlegri fríhafnarverslun og
betri aðstöðu en nú er og þá hægt
að bjóða upp á rafmagnsvömr og
fleira sem sjálfsagt þykir að fáist í
fríhöfn." Friðrik sagði að ætlað
væri að byggt yrði við flughafnar-
húsið og því verki ætti samkvæmt
áætlunum að verða tilbúið innan
tveggja ára.
Fyrstu viðskiptavinir nýju fríhafn-
arverslunarinnar á Akureyrarflug-
velli vom farþegar sem fóm með
Flugfélagi Norðurlands til Noregs
þegar félagið sótti þangað skíða-
göngumennina sem komu til að gera
úttekt á fyrirhuguðu skíðasvæði á
Bjamargili í Fljótum. Síðan hefur
verslunin verið opin að jafnaði annan
hvem dag, þegar Flugfélag Norður-
lands hefur flogið til Grænlands, og
auk þess þegar hingað hafa komið
farþegaþotur beint frá Sviss og
þannig sagði Friðrik að verslunin
yrði opnuð til þjónustu fyrir milli-
landafarþega þegar óskað yrði.
Verðlag í versluninni sagði Friðrik
að væri hið sama og í Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli. Afgreiðslumenn
Flugfélags Norðurlands sinna störf-
um í versluninni en til þessara starfa
hefur ekki verið ráðið sérstakt
starfsfólk.
Friðrik sagði að það hefði verið
bráðnauðsynlegt fyrir samkeppnis-
aðstöðu Flugfélagsins og ekki síður
flugvallarins að geta boðið þessa
þjónustu fyrir farþegana. „Nú er
Akureyrarflugvöllur orðinn alvöru-
flugvöllur og verður orðinn fyrir-
myndarvöllur þegar búið er að
stækka flughafnarhúsið."
Slætti lok-
ið á sum-
um bæjum
Ytri-Tjömum.
FYRRI slætti er lokið á sum-
um bæjum í Eyjafjarðarsveit.
Hretið um Jónsmessu olli ekki
skaða, en hægði þó nokkuð á
sprettu.
Sláttur hófst að venju
snemma í Eyjafirði og er fyrri
slætti nú lokið á allmörgum
bæjum, til dæmis í Grundar-
plássinu, en víðast annars staðar
er hann mjög langt kominn.
Heyfengur er góður.
Hretið í júní hafði sáralítil
áhrif í Eyjafjarðarsveit. Hér
hvítnaði aldrei í byggð, snjó setti
aðeins í fjöll, en talsvert kóln-
aði. Hins vegar fengu bændur
vel þegna vætu. Vegna kuldans
dró að vísu aðeins úr sprettu í
bili, en regnið kom sér mjög vel
og spretta má teljast góð.
*
A annað þúsund keppendur
á Unglingalandsmóti UMFÍ
Dalvík.
í DAG verður fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ sett á Dalvík og mun
það standa til sunnudagsins 12. júlí. Það er Ungmennasamband
Eyjafjarðar sem heldur landsmótið en á annað þúsund börn og ungl-
ingar á aldrinum 8 til 16 ára munu taka þátt í því. Keppt verður á
ýmsum stöðum á svæði Sambandsins en stærsti hluti mótsins fer
fram á Dalvík. í tilefni þessa mun Ungmennafélag Svarfdæla á
Dalvík taka formlega í notkun nýtt íþróttasvæði sem félagar hafa
unnið við að fullgera nú fyrir mótið.
Þetta er fyrsta Unglingalands-
mót UMFÍ og hefst klukkan 12 á
hádegi í dag með fararstjórafundi,
og orgels verða í Akureyrarkirkju
á sunnudag og hefjast klukkan
17.00.
Sumartónleikar á Norðurlandi:
Þrjú selló og orgel
NÚ FER S hönd önnur tónleikahelgi I kirkjum á Norðurlandi. Að
þessu sinni verður leikið á þijú selló og orgel. A laugardag verða
sumartónleikar í fyrsta sinn að Hólum í Iljaltadal
Á efnisskrá þessara sumartón-
leika eru verk eftir Pachelbel, Bart-
ok, Marcello, Hándel og fleiri.
Hörður Áskelsson leikur á orgel
en á sellóin þrjú leika Inga Rós
Ingólfsdóttir, Judith Janin van Eck
og Sebastian van Eck, en sá síðast-
nefndi hefur umritað Qölda tón-
verka fyrir sellósamspil og verða
nokkur þeira leikin á tónleikunum.
Fyrstu tónleikamir verða í
Húsavíkurkirkju í kvöld, föstu-
dagskvöld, klukkan 20.30. Síðan
fara listamennimir að Hólum í
Hjaltadal og leika í dómkirkjunni
þar á morgun, laugardag, klukkan
17.00. Lokatónleikar þriggja sellóa
♦ » ♦
HLJÓMSVEITIN Loðin rotta
leikur í Sjallanum á Akureyri í
kvöld og annaðkvöld. í kvöld munu
jafnframt stúlkur úr Model 79 sýna
nýjustu tísku í undirfatnaði og létt-
um sumarfatnaði.
Hljómsveitina skipa Sigurður
Gröndal, Ingólfur Guðjónsson,
Jóhannes Eiðsson og Bjarni
Kjartansson ásamt Þorsteini
Gunnarssyni sem nýverið gekk til
liðs við Loðna rottu.
en klukkan 14.00 hefst keppni í
golfi á velli Golfklúbbsins Hamars
í Svarfaðardal. Eiginleg mótssetn-
ing verður í kvöld og hefst klukkan
19.00 með skrúðgöngu.
Keppnisgreinar á landsmótinu
verða mjög flölbreyttar þar sem
keppt verður í öllum helstu greinum
fijálsra íþrótta, skák, borðtennis,
glímu, golfi, knattspymu, sundi og
hestaíþróttum. Þá verður einnig í
boði ýmiss konar afþreying fyrir
mótsgesti, meðal annars göngu-
ferðir, og þá munu skátar bjóða upp
á sitt sívinsæla tívolí. Samkomur
verða haldnar í 400 fermetra tjaldi
sem reist hefur verið á mótssvæðinu
og þar verður einnig dansleikur.
Má því reikna með að þátttakendur
á mótinu hafi ýmislegt við að vera
mótsdagana.
Mikil sjálfboðavinna hefur verið
hjá félögum í Ungmennafélagi
Svarfdæla fyrir þetta mót en þeir
hafa unnið hörðum höndum að því
að ljúka við gerð íþróttavallar með
fullkominni aðstöðu fyrir frjálsar
íþróttir. Hlaupabrautir eru lagðar
sérstöku malarefni en atrennu-
brautir fyrir stökk og köst lagðar
tartanefni. Hefur Dalvíkurbær lagt
félaginu til fjárstyrk til fram-
kvæmdarinnar. Allt er svæðið orðið
hið glæsilegasta og góð aðstaða
fyrir áhorfendur til að fylgjast með
keppni á vellinum. Þá hefur Dalvík-
urbær hafíð byggingu sundlaugar
á svæðinu þar sem gert er ráð fyr-
ir búningsklefum fyrir íþóttasvæðið
og böðum. Þar verður einnig að-
staða fyrir félagsstarfsemi Ung-
mennafélagsins. Við mótssetningu
verður hið nýja íþróttasvæði vígt
og formlega tekið í notkun og verð-
ur fyrsta keppnisgreinin sem þar
fer fram 800 metra hlaup.
Unglingalandsmótinu lýkur á
sunnudag með verðlaunaveitingu
og gríðarmikilli grillveislu fyrir
þátttakendur.
- Fréttaritari
------»■ ♦ ♦-------
Eyjafjarðarsveit:
Misstí fram-
an af fingri
Það slys varð á Garðsá í Eyja-
fjarðarsveit í gærmorgun að bónd-
inn, sem var að vinna við að taka
reim af súgþurrkara, missti framan
af fíngri. Klemmdist litli fingur
vinstri handar þegar reimin var tek-
in af svo hluti af fíngrinum fór af.
Maðurinn fór á slysavarðstofu
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
að láta gera að sárum sínum.