Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 10-5 þegar draumar þínir rætast. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI BREF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 l Á málþingí Frá Þorsteini Guðjónssyni: Orðið „málþing" virðist nú hafa unnið sér fastan sess í málinu, en fáir munu kunna skil á því hvaðan það er komið eða hvaða leið. Orðið var reyndar til um aldamótin — sem vel heppnuð íslensk þýðing á enska orðinu „parliament" — en nútímamerking þess er allt önnur, og veit ég ekki önnur upptök en þessi: Árið 1979 kom út á vegum Nýalssinna bókin Málþing íslend- inga, safn ritgerða eftir 34 landa, flesta þjóðkunna, og þó að ekki væri hátt um þá bók haft, mun hún hafa haft sín áhrif. Og síðan fóru allir að halda málþing. Málþing það sem Nýalssinnar efndu til sl. laugardag (í Valhöll á Þingvöllum) var vel skipað fræði- mönnum, sem héldu stutt erindi hver um sitt efni. Þór Jakobsson veðurfræðingur talaði um fyrir- hugaða Brúnó-ráðstefnu um líf í alheimij í Róm og Reykjavík árið 2000. Olafur Halldórsson líffræð- ingur talaði um heimspeki Scho- penhauers og Nietzsches; Ævar Jóhannesson, starfsmaður raunvís- indadeildar, um Kirlian-Tesla myndtæknina; Þorsteinn Þor- steinsson lífefnafræðingur um „Prótein, efnahvörf og kenningar dr. Helga Pjeturss", Ingvar Agn- arsson um framlífsfræði og Þor- steinn Þorsteinsson jarðeðlisfræð- ingur um GRIP, hið mikla alþjóð- lega rannsóknaverkefni á Græn- landsjökli og tímatal þaðan. Eftir fundarhlé voru fróðlegar hringborðsumræður. Allir frum- mælendur höfðu vikið að því í sam- bandi við ræðuefni sitt á hvern hátt þau tengdust verki dr. Helga Pjeturss, hins mikilhæfa vísinda- manns, sem starfaði á fyrri hluta þessarar aldar og skapaði þá heim- speki sem er meðál annars sérstök fyrir það hve tengsl hennar eru frjó og fjölbreytt, í allar áttir ef svo mætti segja, eins og líka kom sérstaklega vel fram á þessu mál- þingi. Fyrirhugað er að halda annað málþing með líku sniði, þegar líður að hausti. Svo skrítilega vildi til að haldið var annað málþing með líku sniði í hinum sömu sölum daginn eftir (sunnudag), og hafði þó verið skipulagt alveg óháð þessu og án samráðs. Sýnir þetta, eitt með öðru, hve málþing gerast nú tíð, og oft vel heppnuð. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Island og leiðbeinandi hlutverk þess Frá Rafni Geirdal: Við íslendingar erum smáþjóð. En við erum sjálfstæð og við erum stórhuga. Við erum vel menntuð og njótum virðingar á alþjóðavett- vangi. Því erum við kjörinn þjóð til að mynda fordæmi. Fordæmi þurfa ekki að vera stór. Aðeins að sýna sig og helst að sanna sig. Það er síðan öðrum og stærri þjóðum til eftirbreytni. í síðustu greinum mínum hef ég vitnað í ráðstefnuna í Ríó og fram- lag okkar íslendinga til hennar. Eitt sterkasta atriðið sem forseti okkar varpaði fram þar, var fram- lag íslendinga sem nú þegar hefur átt sér stað og er mjög raunveru- legt. Það er plöntun á 4 milljónum tijáa á ári, 16 á hvert mannsbarn. En það er annað sem hún varp- aði fram. Hún varpaði fram tilvitn- un í Völuspá: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna Það er viskan sem liggur í forn- um fróðleik sem söguþjóðin getur varpað fram til annarra þjóða. Is- land getur verið í öndvegi til að gefa góð ráð. Góð ráð dýr. Góð ráð, veitt á góðum ráðstefnum, veitt af góðum „ráð-herrum“. Þetta er dýrmætt fyrir þjóðina, framtíðarat- vinnugrein, gjaldeyristekjur, verð- ugt verkefni fyrir hina nýju Ráð- stefnuskrifstofu íslands. Aukning á ferðamannastraumi, einnig yfir há- veturinn, aukið framlag við þau 9% af landsframleiðslu sem ferðamað- urinn aflar nú. Jafnframt verðugt starf fyrir all- an þann fjölda menntaðra starfs- krafta sem þjóðin hefur nú, og hef- ur aflað með dýrum stofnkostnaði hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Það er kominn tími á að Frá lngimundi Sæmundssyni: Mér finnst nokkuð mikið byggt af þessum félagsbyggingum sem öldruðum er ætlað að kaupa. Ég er alveg hissa hve margir kaupa þessar íbúðir, þær eru mjög dýrar og litla sem enga þjónustu að fá þar — að vísu er hægt að fá eina máltíð á dag og kaffi. Þetta fólk verður að fara á spítala eða á elli- heimili ef eitthvað kemur fyrir það. Væri nú ekki skynsamlegra að vera í sinni eigin íbúð á meðan fólk get- ur bjargað sér og komist allra sinna ferða heldur en að taka kannski á sig skuldir á gamals aldri. Svo þarf það framlag myndi arð. „Hugsaðu ekki um hvað þjóðin getur gert fyr- ir þig, hugsaðu um hvað þú getur gert fyrir þjóðina" ómaði af vörum Johns F. Kennedys Bandaríkjafor- seta fyrir þremur áratugum. Þetta á við nú fyrir íslendinga. Og núna er framlagið ekki aðeins fyrir þjóð- ina. Það er fyrir mannkynið! ísland í öndvegi. íslandi allt. Ég þakka. RAFN GEIRDAL skólastjóri, Smiðshöfða 10, Reykjavík. þetta fólk að borga í hússjóð nokk- ur þúsund krónur á mánuði. Nú fjölgar ört í þessum hópi og erfitt er að fá pláss á Grund eða á Hrafn- istu, það tekur mjög langan tíma að komast þangað. Hefði ekki verið skynsamlegra að stækka þessi elli- heimili eða byggja nýtt elliheimili sem tæki svona 50-100 manns til að byija með og byggja það á stað sem gæfi kost á frekari stækkun? Á svona stað fengi fólk alla þá þjón- ustu sem hægt er að veita því. INGIMUNDUR SÆMUNDSSON Sörlaskjóli 56, Reykjavík Málefni aldraðra Víkveiji skrifar Víkveija bárust fyrir skömmu tvö póstkort frá Bandaríkjun- um og komu þau inn um póstlúguna með sólarhrings millibili, eða á fimmtudegi og föstudegi. Annað, það sem kom á fimmtudeginum 25. júní, hafði verið sent frá West Palm Beach í Flórída þann 9. maí og því verið nær sjö vikur á leiðinni. Hitt kortið var sent frá New York þann 22. júní og barst Víkveija þann 26. eða fjórum dögum síðar. Ekki veit Víkveiji hvort við bandarísku eða íslensku póstþjónustuna er að sak- ast í fyrra tilfellinu, en sjö vikna bið eftir korti er auðvitað með mikl- um ólíkindum á því herrans ári 1992. XXX Víkveiji þurfti að láta dytta að bílnum sínum fýrir skömmu og leitaði til verkstæðis umboðsins. Sólarhring síðar var bíllinn tilbúinn og þó að reikningurinn hafi verið ansi hár, eða tæpar 86 þúsund krón- ur, var það einn liður hans sem Víkveiji getur vart annað en brosað að. Hann hafði nefnilega fengið þann úrskurð, að flautan í bílnum væri ónýt og þyrfti að skipta um hana. Þetta tók Víkveiji að sjálf- sögðu fram á verkstæðinu og bað um nýja flautu. Á reikningi verk- stæðisins er liður sem heitir „Flauta athuguð — ekki til“ og upphæðin við þennan lið er 808 krónur. Vík- verji spurði hvernig ætti að skilja þetta og þá kom í ljós, að verkstæð- ið var í raun og sann að innheimta 808 krónur af því að starfsmaður þess rölti yfir í varahlutaverslunina og komst að því að flautan var ekki til á lager. Víkveiji prísaði sig sælan eftir á, því hvað í ósköpunum hefði endurnýjun flautunnar kostað úr því að engin viðgerð kostaði 808 krónur? Ýmislegt annað vakti athygli Víkveija á þessum verkstæðisreikn- ingi. Þannig virðist það heldur klén þjónusta, að greiða þurfi starfs- mönnum verkstæðisins sérstaklega fyrir að ganga úr skugga um, að verk þeirra sé vel af hendi leyst. Víkveiji varð að greiða 808 krónur, sem virðist lágmarksgjald verk- stæðisins, af því að starfsmaður þess sannreyndi að hemlarnir virk- uðu sem skyldi að lokinni viðgerð. Og svo bættust 1.600 krónur við, því Víkveiji varð að sjálfsögðu að greiða fyrir notkun hemlamælinga- búnaðarins. Ef til vill er það ein- hver misskilningur hjá Víkveija að telja að verkstæðum sé skylt, eða að þau ættu að minnsta kosti að hafa til þess metnað, að ganga úr skugga um að viðgerðir séu rétt framkvæmdar og allur búnaður í lagi, án þess að viðskiptavinurinn þurfí að greiða sérstaklega fyrir svo frábæra „þjónustu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.