Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 18
Bandaríkin 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Reynt að ráða Saddam af dögnm BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times skýrði frá því í gær að fjórir yfirmenn í Íraks- her hefðu verið drepnir eða handteknir af öryggisvörðum Saddams Husseins Iraksforseta þar sem þeir bjuggust til að veita bílalest Saddams fyrirsát í Bagdad hinn 29. júní síðastlið- inn. Upp komst um samsærið gegn Saddam skömmu áður en hrinda átti því í framkvæmd og síðan hafa 200 foringjar í hem- um verið reknir og sumir teknir af Iífí, að sögn blaðsins. Mandela hafnar við- ræðum NELSON Mandela, leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins (ANC), hafn- aði í gær tilboði F.W. de Klerks, forseta landsins, um viðræður. Mandela sagði að það væri til- gangslaust fyrir þá tvo að ræð- ast við núna. Ríkisstjórnin hefði enn ekki orðið við kröfum ANC um aðgerðir til að stemma stigu við ofbeldinu í landinu. De Klerk varaði við því í gær að ástandið I landinu væri að verða mjög alvarlegt. Kosningar í Eistlandi og Litháen EISTNESKA þingið boðaði í gær til forseta- og þingkosninga hinn 20. september næstkom- andi. Það verða fyrstu kosning- arnar í landinu síðan það hlaut sjálfstæði eftir hrun Sovétríkj- anna. Rússar í Iandinu fá ekki að kjósa. Boðað hefur verið til þingkosninga í Litháen 25. októ- ber næstkomandi. Jafnframt verður kosið um nýja stjórnar- skrá. Lengsta ferð geimskutl- unnar GEIMSKUTLAN Columbia lenti í Flórída í gær eftir 14 daga rannsóknarferð, sem telst lengsta ferð nokkurrar skutlu. Ahöfnin gerði rannsóknir á sviði læknisfræði, líffræði og eðlis- fræði til að undirbúa væntanlega geimstöð Bandaríkjamanna. Kafbátur sökkti báti Kjamorkuknúinn, breskur kafbátur sökkti skoskum fiski- báti árið 1990 með þeim afleið- ingum að allir fjórir í áhöfninni fómst, að sögn breskrar rann- sóknamefndar. Nefndin sagði sökina liggja hjá áhöfn kafbáts- ins, sem hefði ekki verið nægi- lega á verði. Báturinn var dreg- inn í djúpið þegar kafbáturinn flæktist í netum hans, en breska vamarmálaráðuneytið segist hafa gert ráðstafanir til að auka öryggi kafbátaumferðar. Vilja Kirjála- héruðin aftur FINNAR sem misstu heimili sín þegar Sovétríkin tóku Kirjála- héruðin af Finnlandi eftir Vetr- arstríðið og síðari heimstyijöld- ina hafa tilkynnt að þeir muni krefjast endurheimtar svæðisins. Finnski þingmaðurinn Kyosti Toivonen sagði að hann myndi vekja máls á þessari kröfu á fundi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) í Helsinki. Um 430.000 manns, eða tíundi hluti Finna, fluttist á brott úr Kiijálahéruðunum þeg- ar Rússar tóku við stjórn þeirra. Reuter „Vafasömum“ skemmtistað lokað í Manilla Viðskiptavinir skemmtistaðar i Manilla á Filippseyjum hylja andlit sín, í von um að þekkjast ekki, eftir að lögreglan lokaði honum í opinberri herferð borgaryfírvalda gegn klámi. Staðurinn er kunnur fyrir fata- felluatriði og sýningar á klámmyndum. Dagbækur Göbbels: Bresk blöð í stríði um birtimrana London, París. Reuter. BRESKA dagblaðiðThe Daily Mail ætlar skjóta öðrum breskum blöðum ref fyrir rass og birta kafla úr dagbókum Josefs Göb- bels, áróðursmálaráðherra nas- istaleiðtogans þýska, Adolfs Hitl- ers. Afrit af dagbókunum fundust fyrir skömmu í Moskvu og hafði The Sunday Times áður boðað að birtir yrðu kaflar úr þeim á næst- unni. Síðarnefnda blaðið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að ætla að láta sagnfræðinginn Bretland: Æðstu emb- ættismenn fá 4% launa- hækkun London. The Daily Telegraph. BRESKA ríkisstjórnin kynnti í gær þá ákvörðun sína að hafna þeim miklu launahækkunum til háttsettra embættismanna sem opinber launanefnd hafði lagt til. Æðstu embættismenn lands- ins fá einungis 4% launahækkun á þessu ári en ekki allt að 24% eins og nefndin vildi. John Major forsætisráðherra sagði í gær að efnahagsástandið í landinu gerði það að verkum að leiðréttingar til handa embættis- mönnum til að minnka bilið milli þeirra og forstjóra í einkageiranum væru útilokaðar. Auk þess hefðu launahækkanir hjá einkafyrirtækj- um verið mjög hóflegar á þessu ári og í sumum tilfellum engar. Ákvörðun bresku stjórnarinnar tek- ur til 2.040 embættismanna hjá dómstólum, í stjórnsýslunni og hernum. Ríkisstjórnin leggur ennfremur til að framlög til þingmanna vegna skrifstofukostnaðar hækki um 9,8% en ekki um allt að 40% eins og lagt hafði verið til. Tillagan verður borin undir atkvæði í þinginu í næstu viku. David Irving þýða dagbækurnar en hann er þekktur fyrir að draga í efa ýmsar heimildir um hermd- arverk nasista. The Daily Mail heitir lesendum sínum að „enginn sagnfræðingnr haldinn endur- skoðunaráráttu“ muni matreiða efnið. Gyðingar hafa efnt til mótmæla í London vegna ráðningar Irvings sem þeir segja svívirðingu við fórn- arlömb nasista. „Verð ég að grafa upp fúin bein fjölskyldu móður minnar til að sanna að þessi maður hafi á röngu að standa?“ spurði leik- konan Miriam Karlin. Irving heldur því m.a. fram að nasistar hafí alls ekki myrt sex milljónir gyðinga á valdatíma sínum og hefur hann jafn- framt gefið í skyn að áróðursmeist- arar Breta hafí skáldað upp útrým- ingarbúðirnar alræmdu. Hann hefur haft náin tengsl við hópa manna sem margir telja hreinræktaða nýn- asista. Irving sagði fréttamönnum að dagbækurnar sýndu að hann hefði haft rangt fyrir sér varðandi af- skipti Hitlers af Kristalnóttinni svo- nefndu í nóvember 1938. Þá réðust stormsveitir nasista á verslanir gyð- inga og heimili þeirra víða um land- ið og misþyrmdu fólki auk þess sem margir voru handteknir. Irving hef- ur fullyrt að Hitler hafí ekki vitað um aðgerðimar. Andrew Neil, ritstjóri The Sunday Times, segir að Irving muni ekkert hafa með framsetningu efnisins að gera, aðeins þýða bækumar. Orsök- in fyrir því að hann hafi verið ráð- inn sé að hann sé einn örfárra manna sem geti lesið skrift Göb- bels. Dagbækurnar spanna tímann frá 1924 til 1945 er Göbbels og eig- inkona hans sviptu sig lífi í neðan- jarðarbyrgi Hitlers í Berlín; áður höfðu þau myrt böm sín. Vísindamenn á vegum franskra yfírvalda vömðu í gær við því að menn hröpuðu að ályktunum og minntu á að fyrir nokkrum ámm vakti svipaður fundur mikið fjaðra- fok. Þá fundust dagbækur sem sagðar vom ritaðar af Hitler en reyndust vera falsaðar. Vísinda- mennirnir segjast geta staðfest hvort um sé að ræða rithönd Göb- bels fái þeir að kanna afritin sem em varðveitt á ljósmyndum. EB-þingið í Strassborg: íslendingar endur- skoði úrsögnina Strassborg. Reuter. ÞING Evrópubandalagsins (EB) í Strassborg fordæmdi í gær hval- veiðar Norðmanna og sagði að bandalagið ætti að íhuga þann mögu- leika að neita Noregi um inngöngu ef ríkið virti ekki bann um hval- veiðar í ágóðaskyni. Þá bað þingið íslendinga að endurskoða úrsögn sína úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Orðrétt sagði í ályktun þingsins að framkvæmdastjórn EB ætti að „íhuga að gera virðingu fyrir hval- veiðibanninu að einu af grundvall- arskilyrðum þess að ríki fái inn- göngu í Evrópubandalagið." Þá sagði þingið að EB ætti að nýta allar hugsanlegar efnahagslegar og diplómatískar aðgerðir til að tryggja framgang hvalveiðibanns- ins. Talið er líklegt að Norðmenn sæki um inngöngu í EB í nóvem- ber. Ályktanir Evrópuþingsins em ekki lagalega bindandi, en fram- kvæmdastjóm EB hefur þegar beð- ið Norðmenn að endurskoða fyrir- ætlanir sínar um hvalveiðar. United Air- lines kaup- ir 50 Air- bus-vélar París. Reuter. BANDARÍSKA flugfélagið Un- ited Airlines (UAL) hefur undir- ritað samning við evrópsku flug- vélaverksmiðjumar Airbus Ind- ustrie um kaupleigu á fimmtíu A320 150 sæta farþegavélum og fest sér aðrar fimmtíu. Með kaupunum mun staða hinna evr- ópsku Airbus-véla styrkjast mjög í Bandaríkjunum en hing- að til hafa Boeing-flugvélaverk- smiðjurnar verið nær einráðar á farþegaflugvélamarkaðnum vestra. Airbus-flugvélaverksmiðjurnar em í Toulouse í Suður-Frakklandi en fyrirtækið var stofnað við sam- mna nokkurra evrópskra flugvéla- framleiðenda, British Aerospace í Bretlandi, hins spænska Cons- tmcciones Aeronauticas, hins franska Aerospatiale og flugvéla- verksmiðju Daimler-Benz í Þýska- landi. Fram að þessu hefur Airbus átt erfitt uppdráttar á Ameríku- markaði en nú virðist ísinn hafa verið brotinn eftir að hinn stóri samningur náðist við UAL, sem er eitt af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna. Sérfræðingar í flugvélaiðnaði telja að Airbus hafi boðið UAL vélamar á mjög hagstæðum kjör- um. Efni samningsins hefur ekki verið gert opinbert en innan flug- vélaiðnaðarins hefur heyrst að UAL sé heimilt að láta endurskoða og breyta kaupsamningnum eftir þijú ár til að tryggja það, að kjör- in á vélunum verði aldrei verri en þau sem Boeing-verksmiðjurnar munu bjóða á þessum tíma. Þá hafa gagnrýnisraddir heyrst úr bandarískum flugvélaiðnaði þess •efnis, að Airbus-verksmiðjumar njóti óeðlilegra ríkisstyrkja í Evr- ópu og það hafí fyrirtækið óspart nýtt sér þegar Boeing-verksmiðj- umar voru undirboðnar. Talsmað- ur Airbus neitar þessu og segir að fyrirtækið hafi gert tilboðið alger- lega á eigin ábyrgð og að evrópsk- ar ríkisstjórnir hafí hvergi komið þar nærri. Helsti keppinautur Airbus A320 farþegavélarinnar er Boeing 737-400, en Airbus-vélin þykir hafa þá kosti umfram hina, að hún hefur meira flugþol og er kraft- meiri. PHIUPS Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 {/u&vutoSutáyiutÉegtkísamHÚujuM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.