Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 15
15
_________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR JO. J,ýU..1,9,93 ._
Beðið fyrir Matthíasi
eftirJón Magnússon
Það var einhvern tímann sagt, að
starfsemi banka væri eins og þess
sem byði mönnum regnhlífar í sól-
skini, en tæki hana til baka þegar
byijaði að rigna. Mér datt þessi sam-
líking í hug, þegar ég hlustaði á
fréttir sunnudaginn 5. júlí sl. vegna
þess, að Landsbanki Islands hafði
lokað á fyrirgreiðslu til helsta at-
vinnufyrirtækis á Bíldudal, fyrirtæk-
ið væri því lokað og viðbrögð Matthí-
asar Bjarnasonar, alþingismanns við
þessum aðgerðum bankans. Matthí-
as boðar til fundar og sálusorgari
staðarins hvetur til þess, að beðið
verði fyrir Matthíasi. Oft hefur sjálf-
sagt verið þörf, en nú þykir presti
sem sagt nauðsyn. Frá því er líka
skýrt, að fjárhagsstaða umrædds
fyrirtækis, sé afar bágborin, sem
þýðir þá væntanlega á mannamáli,
að fyrirtækið geti ekki greitt til baka
það sem fengið hefur verið að iáni
frá Landsbanka Islands. Talsmaður
fiskvinnslustöðva upplýsir síðan
vegna þessa, að fjölmörg fyrirtæki
í fiskvinnslu séu með álíka bágborna
fjárhagsstöðu. Spurningin er þá
þessi; er e.t.v. eðlilegt, að stöðva
rekstur þessara fyrirtækja einnig
eða þýðir þetta það, að þar sem
aðrir séu ekki hótinu betri komnir á
hausinn hvort sem er, að þá sé órétt-
mætt að taka fiskvinnsluna í Bíldud-
al út úr og neita frekari fyrir-
greiðslu til þess fyrirtækis.
Lán eða gjöf
Fyrir skömmu var þess getið í
Bæjarstjórn Kópavogs:
Arnór L. Páls-
son kjörinn
forseti bæjar-
stjórnar
ARNÓR L. Pálsson hefur verið
kjörinn forseti bæjarstjórnar
Kópavogs og Bragi Michaelsson
fyrsti varaforseti.
Amór tekur við sem forseti af
Birnu Friðriksdóttur. Auk þess hef-
ur verið kosið um fulltrúa í bæjar-
ráði og hlutu kosningu bæjarfulltrú-
arnir Gunnar Birgisson, Birna Frið-
riksdóttir og tekur hún sæti Guðna
Stefánssonar, Sigurður Geirdal,
Guðmundur Oddsson og Valþór
Hlöðversson.
fréttum, að nýr útibússtjóri banka á
Akureyri hafí neitað frekari fyrir-
greiðslu til nokkurra fyrirtækja þar
í bæ. Þetta var gert vegna slæmrar
fjárhagsstöðu þeirra fyrirtækja.
Stjórnmálamenn á staðnum töldu
þetta hina mestu ósvinnu og kröfð-
ust breytinga. Nú þekki ég ekki
hvernig þeim málum lyktaði, en alla
vega komst ró á aftur. Þessar frétt-
ir núna frá Bíldudal og áður frá
Akureyri eru slæmar fréttir. Það er
slæmt þegar fyrirtækjum gengur svo
illa, að lánastofnanir hætta fyr-
irgreiðslu við þau. Slíkt hefur óhjá-
kvæmilega í för með sér röskun í
atvinnulífinu, uppsagnir starfsfólks
og jafnvel mikið staðbundið atvinnu-
leysi. Hin hliðin er síðan sú hvort
það, að fyrirtæki er gert upp, þegar
það getur ekki starfað lengur vegna
þess,. að fjárhagslegur grundvöllur
rekstursins er brostinn þarf að þýða
annað en tímabundna röskun á at-
vinnustarfseminni þar sem nýir aðil-
ar muni byija á sambærilegum at-
vinnurekstri fljótlega ef nokkur
grundvöllur er þá fyrir slíkum
rekstri. Sé hinsvegar enginn grund-
völlur fyrir rekstrinum, þá eru menn
hvort heldur er aðeins að tjalda til
einnar nætur með því að setja pen-
inga í það sem enginn grundvöllur
er fyrir og það heitir einfaldlega
sóun á verðmætum.
Þeir sem stjórna lánastarfsemi í
þessu landi hvort heldur þeir eru
bankastjórar eða eitthvað annað eru
til þess fengnir, að stýra lánastofn-
unum sínum með þeim hætti, að
þeir láni til arðgæfra hluta alla vega,
að þeir láni með það að markmiði,
að fá til baka það sem lánað er ásamt
vöxtum. Bankastarfsemi gengur
einfaldlega út á það, að bankinn
láni það sem hann fær lánað með
hærri vöxtum en hann greiðir með
þeim sem lána honum þ.e. sparifjár-
eigendum. Láni bankinn óskynsam-
lega til aðila sem ekki borga lánin
til baka verður hann að ná töpuðu
peningunum til baka t.d. með því
að hækka vexti á lánum til annarra
lántakenda. Þá er talað um vaxtaok-
ur vegna óskynsamlegrar lánastarf-
semi bankans. Undanfarin ár hafa
bankar og lánasjóðir þurft að af-
skrifa milljarða króna vegna tapaðra
útlána. Þó sennilega mest sá sjóður
sem Matthías Bjarnason veitir for-
stöðu, þar sem þeir sem þar ráða
ríkjum, stjórnmálamennirnir sem
skipa stjórn sjóðsins, líta fremur á
hlutverk sitt sem jólasveina sem út-
deila eiga gjöfum til útvaldra fremur
en fara eigi eftir eðlilegum viður-
kenndum leikreglum um útlána-
starfsemi þar sem við það er miðað
að lánin fáist endurgreidd.
Kaþólska kirkjan byggði á þeirri
kennisetningu, að ekki mætti taka
vexti af dauðu fé. Þetta leiddi til
stöðnunar í Evrópu um aldir og gerði
það að verkum að Gyðingar sem
töldu sér heimilt að taka vexti af
dauðu fé urðu helstu fjármálamenn
álfunnar. I dag er það almennt viður-
kennt, að bankar eru einfaldlega
venjuleg fyrirtæki, sem verða að
haga málum sínum þannig að rekst-
urinn skili hagnaði og þá þýðir ekk-
ert að vera í gjafaleik eða miða við
pólitíska fyrirgreiðslu til útvaldra
sem ekki greiða lánin til baka. Þá
liggur líka fyrir að ekki er hægt að
ætlast til þess, að lánastofnanir taki
meiri ábyrgð á atvinnurekstri ein-
staklinga en þeir sjálfir og útvegi
endalaust fjármagn til starfseminnar
á meðan áhættufjármagn svo-
nefndra eigenda er óverulegt. Þetta
eru einfaldlega þær staðreyndir sem
blasa við.
Af vondum bankastjórum
Af fréttaflutningi síðasta sunnu-
dags virtist mér mega ráða, að
bankastjórar Landsbankans væru
miður góðir menn. Þeir veltu ekki
fyrir sér hagsmunum fólks í Bíldu-
dal og væru jafnvel sov óskamm-
feilnir að standa með prik út í ein-
hverri laxveiðiá meðan atvinnulíf á
Bíldudal stöðvaðist. Ekki veit ég
hvar umræddir bankastjórar voru
enda skiptir það í sjálfu sér ekki
máli. Það sem skipir máli er hvort
þeir tóku eðlilega bankalega ákvörð-
un miðað við hagsmuni þeirrar stofn-
unar sem þeir stjórna. Hafi þeir
gert það, þá er ekkert við þá að
sakast.
Bankastjórar Landsbankans hafa
enga heimild til þess að taka tillit
til annarra sjónarmiða. Þeir geta
ekki farið í jólasveinaleik þar sem
þeirra hlutverk er ekki að gefa til
baka. Atvinnulíf á Bíldudal og/eða
annars staðar er heldur ekki vanda-
mál þeirra númer eitt. Það eru aðrir
sem þurfa að bera þær byrðar.
Fyrir rúmu ári lauk viðamiklu
dómsmáli þar sem bankastjórar eins
viðskiptabanka, sem nú er látinn,
sátu á bekk sakborninga borið á
brýn, að hafa lánað óskynsamlega
til eins fyrirtækis. Á því ári lauk líka
dómsmáli þar sem starfsfólk annarr-
ar bankastofnunar sem enn er lif-
andi sat á bekk sakborninga fyrir
það að hafa veitt fyrirtæki í greiðslu-
erfiðleikum fyrirgreiðslu gegn því
að hagsmunir lánastofnunarinnar
voru tryggðir. I báðum tilvikum voru
Jón Magnússon
„Ekki veit ég hvar um-
ræddir bankastjórar
voru enda skiptir það í
sjálfu sér ekki máli. Það
sem skipir máli er hvort
þeir tóku eðlilega
bankalega ákvörðun
miðað við hagsmuni
þeirrar stofnunar sem
þeir stjórna. Hafi þeir
gert það, þá er ekkert
við þá að sakast.“
umræddir sakborningar sýknaðir.
Þessi tvö sakamál sýna hins vegar
ótvírætt, að forstöðumenn lána-
stofnana verða að fara með gát og
þeir kunna að baka sér refsiábyrgð
að lögum fari þeir út fyrir skynsam-
leg mörk í fyrirgreiðslu sinni til ein-
staklinga eða fyrirtækja.
Stjórnmálamenn og
lánastofnanir
Miðað við það sem upplýst hefur
verið og rakið er hér framar í þess-
ari grein, þá liggur fyrir, að fyrir-
tæki í helsta undirstöðuatvinnuvegi
okkar eiga við mikil vandamál að
stríða. Mér virðast þau vandamál
vera þess eðlis að óréttmætt sé að
kalla á lánastofnanir og heimta að
þær haldi áfram lánveitingum eitt-
hvað út í buskann. Það er einfald-
lega stjórnmálamannanna, að skapa
það umhverfi sem gerir atvinnulífmu
fært að starfa. Islenskir stjórnmála-
menn hafa um langa hríð farið að
með röngum hætti og afleiðingin af
því er smám saman að koma fram.
Nú skuium við athuga það, að boðað-
ur aflasamdráttur er ekki kominn
fram ennþá. Fyrst ástandið er svo
slæmt í dag sem raun ber vitni
hvernig verður það þá þegar afla-
samdrátturinn kemur fram?
í Morgunblaðinu var fyrir nokkr-
um dögum vitnað í að fram hefði
komið í tímaritinu The Economist,
að ísland væri nú á hvað hraðastri
hnignunarleið efnahagslega af öllum
ríkjum OECD-samtakanna. í þeim
samtökum er t.d. lönd eins og Grikk-
land og Spánn, en ég hygg, að okk-
ur þyki nokkuð sérstakt, að ástand
afnahagsmála sé á alvarlegri braut
hér en í þeim löndum. Getur verið,
að staða okkar nú sé ekki síst vegna
þess hvernig stjórnmálamenn þessa
lands hafa farið að við skipulagningu
atvinnumála og lánastarfsemi til
atvinnuveganna. Ég held að það sé
hluti af skýringunni að vísu ekki
nema hluti en stór hluti samt.
Allar skyndiákvarðanir og við-
brögð í lána- og atvinnumálum eru
slæmar. Enginn sá hlutur er hins
vegar að koma fram í dag sem ekki
var fyrirséður fyrir löngu. Eitt það
versta sem komið getur fyrir fullf-
rískt duglegt fólk er að hafa ekki
atvinnu. Það er eitt af meginhlut-
verkum stjórnmálamanna að hlutast
til um það að til slíks komi ekki séu
þá ráð til. í því sambandi þýðir ekki
að tjalda til einnar nætur eða tveggja
eins og svo oft hefur verið gert með
þeim afleiðingum, að menn standa
um síðir uppi með enn verri vanda
en áður. Vandamál fólksins í Bíldud-
al geta verið vandamál okkar heima-
byggðar á morgun og líklegt miðað
við aðstæður að þau verði það. Það
er því brýn ástæða til, að forustu-
menn þessarar þjóðar setjist niður
og ræði í alvöru um þau vandamál
og hvaða kostir eru til að leysa þau
til frambúðar, en láti af upphlaupum
og lýðskrumi. Vandinn sem nú er
að koma fram er vegna þess, að
enginn alvöru atvinnustefna hefur
verið mörkuð og lánastarfsemin hef-
ur verið um of pólistísk.
Ég get hugsað mér að fara eftir
því sem prestur þeirra Bílddælinga
bað um varðandi Matthías Bjarnason
fyrst og fremst, að hann byiji að
líta á sig sem þingmann íslendinga
allra, en ekki eingögnu síns kjör-
dæmis og hlutist til um það, að
grundvallarumræða um íslenskt at-
vinnumál fari fram, þar sem hags-
munir og vandi þjóðarinnar í heild
verði skoðaður. Ég veit að það er
full þörf á að biðja með þeim hætti
fyrir þorra þingmanna.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður
ÍHunts
I 1
(Huntfej
pHunFsi
Hichory
Flavor Bold
Original
Recipe
Original
Recipe Bold
Hickory
Ftavor
Kansas Oity Style
(Svartur ílöskukragi)
Sósan er grænmetisblönduö meö sætu
reykbragöi. Hún hentar vel sem krydd
íyrir nautakjöt, kjúkling eöa svínakjöt.
(Gulur ílöskukragi)
Grænmetisblönduö sósa meö chili
kryddi. Hún gefur ekta „Tex Mex“
bragö á allan grillmat.
Sjá lýsingu á öÖrum Hunt’s grillsósum í væntanlegum eða nýlega birtum auglýsingum.
HUNT'S -íjölskylda af tómatvör
um