Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Bam slasast alvar- lega í umferðarslysi eftir Margréti Sæmundsdóttur Nýlega rakst ég á þessa fyrir- sögn í blaði. Fréttin segir frá fjög- urra ára barni sem slasaðist alvar- lega. Barnið var á leið í verslun handan götunnar ásamt fímm ára vini sínum og varð fyrir bifreið sem ekið var með „eðlilegum hraða“ eins og segir í fréttinni. Barnið fékk töluverða höfuðáverka og liggur nú á sjúkrahúsi. Því miður eru slíkar fréttir ekk- ert einsdæmi. Slysaskýrslur Um- ferðarráðs og lögreglu sýna að undanfarin 5 ár hafa 136 börn á aldrinum 0-14 ára slasast að með- altali ár hvert hér á landi. Árið 1991 fjölgaði slysum á börnum miðað við meðaltal síðustu 5 ára, þá slösuðust 163 börn í umferðar- slysum, þar af slösuðust 34 mikið en 129 lítið. 72 þeirra barna sem slösuðust árið 1991 voru farþegar í bíl en 91 barn var gangandi eða á reið- hjóli. Þótt hægt miði er það staðreynd að slysum á yngstu börnunum til sjö ára aldurs hefur fækkað hlut- fallslega á síðustu árum. Helsta skýringin er sú að yngri bömin eru keyrð á milli staða í ríkari mæli en áður, og eru því minna á ferli gangandi. Auk þess hefur notkun barnabílstóla aukist mikið sem er helsta ástæða þess að ung börn slasast nú sjaldnar. Þess eru mörg dæmi að barn í barnabílstól sleppi við alvarlega áverka í umferðar- slysi þegar aðrir í bílnum slasast. Gleymið ekki stóru börnunum Árið 1991 fjölgaði umferðarslys- um á börnum á aldrinum 7-14 ára verulega eða úr 84 slysum árið 1990 í 124 árið 1991. Börn á aldrin- um 7 til 14 ára eru í meiri hættu en þau yngri m.a. vegna þess að þau verða að sjá um sig sjálf og þau eru fremur laus í bíl en yngri börnin, og slasast þar af leiðandi oftar sem farþegar. Árið 1991 slösuðust 47 börn á aldrinum 7-14 ára sem farþegar í bíl en 21 bam á aldrinum 0-6 ára. Lögum samkvæmt mega börn ekki vera laus í bíl og það er skylda foreldra að sjá til þess að þau noti öryggisbúnað. Engin afsökun er- fyrir því að börn séu laus í bíl þótt þau geti ekki lengur notað barna- Margrét Sæmundsdóttir „Slysum á gangandi og hjólandi fólki mætti fækka verulega með því að gera fleiri undir- göng t.d. í tengslum við hjólreiðastíga. Undir- göng nýtast bæði gang- andi og hjólandi veg- farendum, þannig að þeir þurfa ekki að fara yfir hættulegar ak- brautir. Ennfremur ætti að auka skólaakst- ur þar sem umferðin er hættulegust.“ bílstól. Nóg er af góðum öryggis- búnaði svo sem bílapúðar sem hækka barnið þannig að það getur notað bílbelti fullorðinna og síðan eiga börn einfaldlega að nota bíl- belti eins og fullorðnir. Umferðar- ráð og lögreglan kanna árlega notkun öryggisbúnaðar. Stöðvaðir eru bílar af handahófi alls staðar á landinu á sama tíma. Síðasta könnun var í júní 1991, þá kom fram að 9 af hveijum 10 börnum voru með öryggisbúnað. Hins vegar er annað upp á teningnum þegar skoðuð er beltanotkun þeirra sem lenda í umferðarslysum. Þá kemur í ljós að aðeins 6 af hverjum 10 börnum sem slasast sem farþegar í bíl nota öryggisbúnað. Af þessu dreg ég þá ályktun að þeir sem lenda í slysum séu yfirleitt kæru- lausari um öryggi barna sinna en aðrir. Árið 1991 gerði Baldur Krist- jánsson sálfræðingur samanburðar rannsókn fyrir Umferðarráð á slys- um á börnum á íslandi og hinum Norðurlöndunum. Baldur nefnir þtjár ástæður fyrir hárri tíðni slysa á börnum í umferðinni. 1. Börn njóta ónógrar verndar foreldra sinna. 2. Eftirlit fullorðinna með börn- um er ábótavant, einkum vegna ónógs framboðs á dagvistun. 3. Frágangi umferðarmann- virkja er ábótavant, þannig að börn eru ekki nægilega örugg í nánd við umferð. Við þessa upptalningu má bæta að skóladagur er víða ekki sam- felldur hér á landi eins og á hinum Norðurlöndunum. Þar af leiðandi þurfa mörg börn að fara oftar en einu sinni á dag fram og til baka í skólann. Börn eru einnig stutt í skólanum á hverjum degi og færri daga á ári. I rannsókn Baldurs kemur m.a. fram að íslensk börn séu að jafn- aði yngri þegar foreldrar sleppa af þeim hendinni en tíðkast í ná- grannalöndum okkar. Baldur held- ur því fram að íslenskir foreldrar ætlist til að börn sjái um sig sjálf og séu án leiðsagnar fullorðinna miklu fyrr en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum og fyrr en skynsamlegt getur talist. Baldur staðhæfir einnig að almennt séu gerðar meiri kröfur til íslenskra barna um að þau ráði sjálf fram úr sínum málum og læri af eigin rammleik að forðast hættur í um- hverfi sínu. Bílaeign er mikil hér á landi og er því þetta viðhorf mjög háskalegt. Mikil fjölgun bíla leiðir af sér vandamál Einkabílum hefur fjölgað mjög hratt hér á landi. Árið 1953 voru 16 manns um hvern bíl árið 1970 voru tæplega sjö um hvern bíl, í dag eru tveir um hvern bíl. Á að- eins 35 árum hefur bílafjöldinn áttfaldast en mannfjöldinn tvöfald- ast. Umferðarmannvirki eru hins vegar ekki gerð fyrir þennan fjölda ökutækja, sérstaklega í eldri hverf- um bæja. Þar af leiðandi hrannast vandamálin upp. Ekki aðeins þau sem snúa að ökumönnum, heldur einig gangandi vegfarendum og hjólreiðamönnum. Afleiðing aukins bílafjölda hér á landi er m.a. að umferð fer í auknum mæli í gegn- um íbúðarhverfi, en þar verða flest slys á börnum. Mjög hefur og þrengt að at- hafnasvæði barna m.a. vegna þess hve bílar eru fyrirferðamiklir. íbúð- arhverfi sem áður voru að mestu laus við bílaumferð hafa fyllst af bílum á ferð og kyrrstæðum. Bald- ur Kristjánsson sálfræðingur segir m.a. í rannsókn sinni. „Börn þarfnast bæði frelsis og verndar, og að öðru jöfnu þroskast börn best þar sem þau fá að hreyfa sig óhindrað og svala athafna- og leikþörf sinni. Hættur í umhverfi barna, svo sem vegir, bílar, bíla- stæði, hamla gegn því að börn geti nýtt útivistarsvæði í kring um heimili sín til alhliða þroska. Enn- fremur segir Baldur: „Eigi börn að verða að dugandi og heilsteyptum einstaklingum þarf að koma til móts við hvoru tveggja öryggi og vernd. Hið mikla frelsi má ekki vera fengið á kostnað öryggis.“ Foreldrar og foreldrafélög við skóla verða að berjast fyrir bættu umhverfi Umferðin ógnar börnum meir en allt annað í umhverfi okkar. Ótti foreldra um öryggi barna sinna kemur víða fram. Krafa þeirra um hraðahindranir í íbúahverfum er m.a. sprottin af þessum ótta. Þeir vita að ef ekki tekst að ná niður umferðarhraða og gera umhverfið hættuminna tekst ekki að fækka slysum á börnum í umferðinni. Of hraður akstur miðað við aðstæður er langalgengasta orsök umferða- slysa. Gangandi vegfarendur eru í þrisvar sinnum meiri hættu Hættulegast í umferðinni, bæði hjá hjólandi eða gangandi fólki, er að þurfa að nota sama svæði og bílar. Akstur bíla og reiðhjóla á NORRÆNT GIGTARAR 1992 GIGT OG ATVINNA eftir Vilhjálm Rafnsson Öllum má ljóst vera að erfið vinna og óhóflegt vinnuálag geta leitt til óþæginda, verkja og sjúkdóma sem leggjast á hreyfi- og stoðkerfið. Með því er átt við verki frá vöðvum, vöðvafestum, liðum og liðamótum. Augljósast af þessu eru ýmiss kon- ar bakverkir og baksjúkdómar sem fólk man að byrjuðu við ákveðin átök eða áreynslu úr hófi. Gigtsjúkdómar hindra iðulega hreyfingar, koma í veg fyrir fæmi og draga úr styrk sjúklingsins. Vegna þessa eru menn oft ófærir til erfiðra starfa sem krefjast lík- amsburða, kalla á líkamlega leikni eða útheimta átök, t.d. að þungum hlutum sé lyft. Óþægindi frá hálsi Niðurstöður athugunar sem gerð var á vegum Atvinnusjúkdóma- deildar Vinnueftirlits ríkisins fyrir nokkrum árum gefa nokkra hug- mynd um hve oft fólk þarf að taka tillit til óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi. í þess- ari athugun, sem fór fram 1986, var úrtak þjóðar- innar spurt m.a. hvort dregið hefði úr virkni vegna óþæginda frá ákveðnum svæðum líkamans. Niðurstöðumar birtust í Læknablaðinu 1988 og 1990. Hér verður stuttlega sagt frá hvernig óþægindi frá hálsi höfðu haft áhrif á starfs- og hreyfigetu fólks. Um 69% kvennanna og um 50% karlanna sögðust hafa verið með verki eða óþægindi frá hálsi síðasta árið. Þegar spurt var hvort dregið hefði úr virkni fólks vegna hálsó- þæginda svöruðu 28% kvennanna og 12% karlanna því játandi og 15% kvenna og 8% karla sögðust ekki hafa getað unnið dagleg störf vegna þessara óþæginda. Það var einnig spurt hve lengi menn hefðu verið óvinnufærir. Óþægindi frá hálsi gætu kostað okkur nálægt hálfan milljarð árlega Það er einnig hægt að meta þenn- an tíma til fjár með hliðsjón af meðaltekjum fólks á árinu eftir upplýsingum frá Byggðastofnun en peningagildi þeirrar upphæðar er fært til núvirðis samkvæmt launa- vísitölu. Með þessu móti sést að fjarvera karla frá vinnu vegna þess- ara óþæginda kostar 193 milljónir á ári en sambærileg tala hjá konum er 240 milljónir á ári. Hér með er ekki sagt hver eða hvort einhver beri þennan kostnað. Svona reikn- ingar em tilraun til nálgunar að raunkostnaði sem óþægindi frá hálsi hafa e.t.v. valdið. Þá var fólk spurt hvort það hefði leitað til læknis, sjúkraþjálfara eða annarra vegna hálsóþægindanna. Vilhjálmur Rafnsson „ Af þessum dæmum sést hve algengt er að fólk verði óvinnufært vegria óþæginda í hálsi og að þau geta orðið kostnaðarsöm eða ná- lægt hálfum milljarði árlega.“ 19% kvennanna og 8% karlanna sögðust hafa farið a.m.k. einu sinni í skoðun eða meðferð á árinu fyrir rannsóknina vegna verkja frá háls- svæði. Ef reiknað er með að í öllum þessum tilvikum hafi verið leitað til heimilislæknis og fyrir þjón- ustuna greitt samkvæmt núgildandi gjaldtöku hafa konurnar greitt 8,6 milljónir og karlarnir 3,8 milljónir til heilsugæslunnar vegna hálsó- þæginda einna á árinu. Enn ber að taka þessa útreikninga með allri varúð og e.t.v. hægt að líta á þá sem lágmarksmat. Rannsóknin fjallaði ekki um það hvers eðlis verkirnir eða óþægindin voru en margt kemur þar til greina. Ætla má að óþægindin stafi af ýmsum sjúkdómum, allt frá vöðva- bólgum eða liðbólgum í hálsi til al- varlegra skekkja í hálsliðum, brjósklosi í hálsi og e.t.v. enn aivar- legri sjúkdómum. Vöðvabólgur munu þó sennilegast valda mestu um. Af þessum dæmum sést hve al- gengt er að fólk verði óvinnufært vegna óþæginda í hálsi og að þau geta orðið kostnaðarsöm eða ná- lægt hálfum milljarði árlega. Höfundur er yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins. í s 6 I L I 1 t I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.