Morgunblaðið - 10.07.1992, Page 10

Morgunblaðið - 10.07.1992, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 Hvar er stytt- an af Nonna? Nína vinnur að gerð höggmyndar af Nonna (Jóni Sveinssyni) í Iðn- skólanum árið 1958. - Myndin er birt með leyfi Listasafns Islands. eftir Önnu S. Snorradóttur Á nýliðnu vori var haldin sýning á verkum eftir listakonuna Nínu Sæmundsson í Listasafni íslands. Ekki er ætlan að fjalla um þá sýn- ingu, enda löngu gert af sérfróðu fólki, en það er ein spurning sem sækir á huga þeirrar er hér skrif- ar: Hvar er styttan af Nonna? Á þessari sýningu gaf að líta ljós- rit af skrifum blaða um listakonuna og ýmis verk hennar og var þessum textum, oft með mynd, haganlega komið fyrir á veggjum sýningarsal- arins. Á einu þessara ljósrita var mynd af listakonunni við stóra höggmynd af pater Jóni Sveins- syni. Það er þessi stytta sem nú er spurt um eftir langan tíma þagn- ar. I texta mátti lesa að Menningar- sjóður hefði falið Nínu Sæmundsson að gera höggmynd af Nonna. í því skyni fékk listakonan vinnuaðstöðu í Iðnskólanum í Reykjavík. Þetta var árið 1958, og á myndinni mátti sjá að verkið stóð, að því er mér virtist, fullunnið. Síðan þetta var er mér ekki kunnugt um að nokkur viti um samastað styttunnar eða hvort þetta verk Nínu af Jóni Sveinssyni sé enn til. Áhugi Zontaklúbbs Akureyrar Einhverjar spumir höfðu Zonta- systur á Akureyri af þessari styttu en aldrei fengust nein svör um hvar hún myndi vera niðurkcjmin. Eftir sýninguna á Listasafni íslands tal- aði sú er hér ritar við ekkju Harald- ar Hannessonar hagfræðings, Ragnheiði Hannesdóttur, en Har- aldur var sérfræðingur í öllu er varðar líf og starf Nonna. Frú „Heitið er á alla þá sem vita hvar höggmyndin er niðurkomin eða hafa heyrt einhvern ávæn- ing um afdrif hennar að láta það uppskátt.“ Ragnheiður var spurð að því hvað hún myndi um þetta mál. Hún tjáði mér að þau hjón hefðu farið upp í Iðnskóla, þegar verkinu var lokið og verið var að búa um það til flutn- ings. Eftir það vissi hún ekkert hvað varð um styttuna. Þá var haft samband við Gils Guðmundsson, sem var framkvæmdastjóri Menn- ingarsjóðs á þessum árum. Hann kannaðist vel við málið. Gils sagði svo frá, að eftir að listakonan lauk verkinu hefði verið sótt um auka- fjárveitingu til ríkisins a.m.k. tvö ár í röð en þeirri beiðni var synjað. Eftir það vissi hann ekki hvað varð um styttuna af Nonna. Átti að fara til Akureyrar Árið 1961 birtist lesendabréf til dagblaðsins Vísis í blaðinu, undirrit- að Listunnandi. Þar segir að Menntamálaráð hafi falið Nínu að vinna þetta verk, og það hafí átt að fara til Akureyrar þar sem Nonni átti heima sem bam. Eg leyfí mér að taka orðrétt úr þessari grein eftirfarandi: „Svo langt mun málið hafa verið komið, að gifsafsteypa af listaverk- inu var komin í afgreiðslu Eim- skipafélagsins, en þaðan skyldi það sent til Kaupmannahafnar, þar sem gera átti afsteypu úr málmi." I umræddri grein segir ennfremur: „Fyrir sinnuleysi hlutaðeiganda að- ila, lá þetta ágæta listaverk mánuð- um saman í hirðuleysi án þess að nauðsynleg leyfí væru útveguð fyr- ir flutningi til Hafnar. Þar kom, að ekki var hægt að hýsa listaverkið lengur í vöruskemmum Eimskipafé- lagsins, og þar sem það var aðeins merkt listakonunni, fór svo að það komst á flæking og týndist um tíma, en fannst að lokum fyrir til- viljun úti í bæ og var tekið í vörslu menntamálaráðs. Síðan er ekki vit- að, hvað af því hefír orðið." Ofangreind ummæli eru úr grein í dagblaðinu Vísi, ódagsett, því miður, en af ummælum má ráða að greinin er skrifuð einhvern tíma á árinu 1961. Bréfritari veltir fyrir sér hvort hugsanlegt sé að lista- konan hafi selt verkið til útlanda og segir að henni hafi borist mjög gott tilboð í verk sitt erlendis frá. Fyrir höfund þessarar greinar er þetta algerlega ný vitneskja. Og nú er spurt af enn meiri áhuga: Fór verkið úr landi og þá hvert? Getur ekki einhver veitt upplýsingar? Einhvers staðar er þessi stytta niðurkomin. Þótt efnið væri við- kvæmt og brothætt er erfítt að hugsa sér að hún hafi horfið með öllu af yfirborði jarðar. Ef hún er einvers staðar til, ætti ekki að þurfa að leita hennar eins og saumnálar í heystakki, því að hún er geysi- stór, og það var í raun sorgin í málinu, eins og Gils Guðmundsson komst að orði. Stærð styttunnar varð þess valdandi að kostnaðurinn við að setja hana í varanlegt efni varð miklu meiri en menn höfðu búist við og töldu sig ráða við á þessum tíma. Veit einhver hvar styttan er? Hvar er styttan af Nonna? Getur nokkur gefið upplýsingar um afdrif hennar frá árinu 1958 er hún stóð fullmótuð af listamanninum í Iðn- skólanum í Reykjavík? Heitið er á alla þá sem vita hvar höggmyndin er niðurkomin eða hafa heyrt ein- hvern ávæning um afdrif hennar að láta það uppskátt. Smábrot geta orðið að heilli mynd sé rétt raðað saman og upplýsingar um þetta mál vantar sárlega til þess að kom- ast að því hver urðu örlög styttunn- ar. Lengi var talið að hún hefði verið send til útlanda og aldrei kom- ið heim aftur og heyrðist Frakkland nefnt í því sambandi. Þetta var borið undir Gils Guðmundsson og taldi hann það af og frá, styttan hefði aldrei farið úr landi af áður- greindum ástæðum. Einhvers staðar er þetta stóra verk listakonunnar Nínu Sæmunds- son, heilt eða partar af því, í ein- hverri skemmu eða geymsluhúsi, eða kannski einhvers staðar á er- lendri grund? Það væri mikill feng- ur í því að heyra frá lesendum þess- ara orða hvort þeir vita nokkuð um þetta mál. Vinsamlegast skrifið eða hringið til Zontaklúbbs Akureyrar eða greinarhöfundar (s. 35081) ef þið búið yfir einhverri vitneskju um það hvað gerðist eftir að höggmynd af Nonna stóð fullgerð í Iðnskólanum í Reykjavík fyrir 34 árum. Höfundur er meðal fyrstu Zontasystra á Akureyri. Glæsilegur fjölskyldubíll - einn með öllu Sportlegur fjölskyldubíll - hlaðinn aukabúnaði Verð með ryðvörn og skráningu: 4ra dyra kr. 1.098.000,- Verð með ryðvörn og skráningu: 8 ARA RYÐVARNAR ÁBYRGÐ 3 ÁRA VERKSMIÐJU ÁBYRGÐ 3ja dyra 5 dyra kr. 949.000,- kr. 998.000,- / Athugið! \ Næsta sending verður búin hvarfakút og mun því \ hækkavemlega / i verði. Bílaumboðið hf. RENAULT 19 Fallegir fjölskyldubílar á góðu verði Takmarkað magn! 19 TXE - 92 hestöfl 19 GTS - 80 hestöfl Ársskýrsla Amnesty International; 142 þjóðir á svört- um lista vegna mannréttindabrota ALÞJÓÐASAMTÖKIN Amnesty International hafa sent frá sér við- amikla ársskýrslu. Þar má finna úttekt og lista yfir margvísleg mannréttindabrot sem samtökin telja viðgangast í 142 löndum. Is- land er ekki meðal þessara landa en að mati samtakanna nýtur fólk ekki fullra mannréttinda í nágrannalöndum okkar Danmörku, Nor- egi og Finnlandi, auk nokkurra annarra V-Evrópuríkja. Samtökin mótmæla sérstaklega setningu laga um sakaruppgjöf þeirra sem taldir eru hafa framið mannréttindabrot. í skýrslu samtakanna kemur fram að á sama tíma og ríkisstjórn- ir landa heims segja í auknum mæli mannréttindabrotum stríð á hendur halda sömu stjórnir áfram að breiða yfir gamlar syndir. I fréttatilkynningu lýsa talsmenn samtakanna yfir áhyggjum sínum og segja að ef ekkert verði að gert verði aldrei hægt að brjóta upp víta- hring ofbeldisaðgerða og misþyrm- inga. Forsvarsmenn samtakanna segja einnig að ef uppræta eigi mannrétt- indabrot verði þrennt að koma til. í fyrsta lagi verði nákvæmar rann- sóknir að fara fram á öllum stað- hæfíngum um hvers konar brot á mannréttindum. í öðru lagi eigi að leitast við að koma lögum yfir þá aðila sem bera ábyrgð á brotunum. í þriðja og síðasta lagi verði að koma í veg fyrir að lög um sakar- uppgjöf séu sett sem hindri fram- gang sannleikans og réttvísinnar. Tölulegar upplýsingar samtak- anna gefa ákveðna mynd af stöðu mannréttindamála. Þar kemur fram að í 26 löndum hefur fólk horfið og að til þeirra hafi ekki spurst síð- an. Aftökur án dóms og laga fara samkvæmt skýrslunni fram í 45 löndum auk þess sem dauðarefsing- ar tíðkast í 50 löndum heims. Mörg Evrópuríki eru meðal þeirra 142 ríkja sem eru á svörtum lista Amnesty. Islendingar eru þar ekki en í Noregi og Finnlandi er, samkvæmt skýrslunni, þremur mönnum haldið í hvoru landi fyrir að neita að gegna herþjónustu. Þetta telur Amnesty stríða gegn mannréttindasáttmálanum. Sam- tökin gagnrýna einnig meðferð á innflytjendum í Danmörku. í um- fjöllun um Bretland er meðal ann- ars vísað í nýlega sýknudóma yfir þeim sem nefndir hafa verið fjór- menningarnir frá Guildford og sex- menningarnir frá Birmingham og haldið fram að víðar sé pottur brot- inn í dómskerfi Breta. I'jölmörg dæmi eru nefnd til viðbótar svo sem slæm meðferð á föngum í Persa- flóastríðinu. Samtökin krefjast í inngangi sín- um að skýrslunni fyrst og síðast aðgerða og telja orðin ein hvergi munu duga í baráttunni gegn mannréttindabrotum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.