Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Álagning opinberra gjalda 1992: Islenskir aðal- verktakar greiða 482 milljónir kr. Álögur alls 58% meiri en í fyrra ÁLAGNINGARSKRÁ skattstjóraumdæmanna verður lögð fram í dag. Samkvæmt þeim eru gjaldahæstu einstaklingar á landinu feðgarnir Þorvaldur Guðmundsson og Skúli Þorvaldsson í Reykja- vík, með 37 og 19 milljón króna álögð gjöld 1992. Hæstu lögaðilar eru íslenskir Aðalverktakar og Eimskipafélag íslands með 483 og 251 milljón króna. Alls nema álögð gjöld einstaklinga 7,8 millj- örðum króna, sem er 21% hækkun frá árinu áður. Heildargjöld lögaðila eru 18,6 miHjarðar, og heildina eru því lagðir á um 26,' meira en í fyrra. Af einstaklingum er hæsti greiðandi í Reykjavík Þorvaldur Guðmundsson forstjstjóri með rúmar 37 milljónir króna í álögð gjöld, í Reykjanesumdæmi Helgi Vilhjálmsson forstjóri Hafnarfirði með 12,5 milljónir, í Suðurlands- umdæmi Sigfús Kristinsson bygg- ingarmeistari á Selfossi með 6,3 milljónir, í Norðurlandsumdæmi eystra Oddur Carl Thorarensen lyfsali Akureyri með 6,2 milljónir, í Norðurlandsumdæmi vestra Pálmi Friðriksson Sauðárkróki með 5 milljónir, í Vestfjarðarum- dæmi Benedikt Bjarnason fram- kvæmdastjóri Bolungarvík með 8 milljónir og í Vesturlandsumdæmi Soffanías Cecilsson útgerðarmað- ur á Grundarfirði með 9,9 millj- ónir króna. Gjaldahæsti lögaðili í Reykjavík er Eimskipafélag íslands hf. með 251 milljón króna en Sameinaðir verktakar greiða hæsta tekju- Óhæfur físk- ur seldur í Englandi er það 81% meira en í fyrra. I 1 milljarðar króna, tæplega 58% skattinn, 99,3 milljónir króna. í Reykjanesumdæmi greiða íslensk- ir aðalverktakar sf. hæst gjöld, 483 milljónir, sem eru jafnframt hæstu gjöld sem lögaðili greiðir á landinu. í Suðurlandsumdæmi Kaupfélag Ámesinga með 49 milljónir, í Norðurlandsumdæmi eystra Kaupfélag Eyfirðinga með 117 milljónir, í Norðurlandsum- dæmi vestra Kaupfélag Skagfírð- inga með 35 milljónir, í Vestfjarða- umdæmi Norðurtangi hf. með 20 milljónir og í Vesturlandsumdæmi Hvalur hf. með 40 milljónir króna í opinber gjöld. Tölur fengust ekki hjá skatt- stjóranum í Austurlandsumdæmi. Fjöldi éinstaklinga á skrá er 196.769 og fjöldi lögaðila er 13.779. Hefur einstaklingum fjölgað um 1,5% en lögaðilum fækkað um 1,4% frá árinu áður. Gort er ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs vegna skattlagningar árið 1992 geti orðið 100-150 milljónum minni en áætlað var við gerð fjár- laga ársins. Kemur það einkum til vegna meiri bóta- og endur- greiðslna til einstaklinga en búist var við. Sjá bls. 14-15 og Akureyrarsíðu Bandarísk farþega þota nauðlenti á Keflavíkurflugvelli: Ljósmynd/Bjöm Blönd- Flugvélin skoðuð Nákvæm athugun fór fram á vélinni eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Á innfelldu myndinni er farþegaþota Delta-flugfélagsins sem neyddist til að lenda hér á landi í gær. Morgunblaðið/Þorkell Eldur laus um borð BANDARÍSK farþegaþota með 226 farþega innanborðs neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í gær eftir að eldur hafði læst sig í kallkerfi vélarinnar. Flugfreyjum tókst að slökkva eldinn með tveimur handslökkvitækjum og vélin lenti heilu og höldnu 45 minútum síðar og urðu engin slys á fólki. Flugvélin gat haldið áfram för sinni síðar um daginn. Flugvélin, sem er af gerðinni Lockþgad 1011 og í eigu Delta- flugfélagsins, var að koma frá Frankfurt og á leiðinni til Atlanta þegar eldsins varð vart. Þá var vélin stödd um 320 sjómílur suð- suðvestur af Keflavík. Flugmála- stjórn var tilkynnt um atburðinn klukkan 13.10 og var allt tiltækt lið almannavarna þegar í stað kallað til og neyðaráætlun sett í gáng. 26 mínúturrg síðar var önnur tilkynning send og hafði þá áhöfn vélarinnar giftusamlega tekist að slökkva eldinn. Neyðarástandi var því næst aflýst en flugvélinni var eftir sem áður snúið til lendingar svo hægt væri að staðfesta að eldur leyndist hvergi. Farþega- rými og farangurslest voru grand- skoðuð og nýjum slökkvitækjum var komið fyrir áður en leyfí var veitt til brottfarar. Eftir því sem Morgunblaðið komst næst voru allir farþegar ákaflega rólegir. í þessari óvæntu heimsókn til íslands nutu þeir gestrisni .flugvallarstarfsmanna og var þeim boðið upp á málsverð á meðan áthuganir fóru fram á vélinni. Áætlað var að leggja af stað af landi brott um hálf fjögur- leytið en þá kom í Ijós bilun í rafkerfi vélarinnar sem tafði brottförina en um kvöldmatarleyt- ið var endanlegt brottfararleyfi að lokum gefíð og flugvélin hélt áfram ferð sinni. ÓLAFUR Pálsson, starfsmaður Ríkismats sjávarafurða, var ný- lega á ferð í Englandi, þar sem hann gerði úttekt á starfsemi fiskmarkaða í samvinnu við Sea Fish Industry Authority. Farið var m.a. á fiskmarkaðinn í Hull, þar sem íslenskur fiskur var metinn og sýni tekin. I ljós kom að hann var mjög misjafn að gæðum, allt frá því að vera góð- ur og niður í það að vera óhæfur. Hjá sumum var fiskurinn ekki tegundaflokkaður og greinilegt að búið var að safna í gáma í einhvem tíma. Einnig kom fram að verulegur misbrestur var á þvotti á físki. Þrátt fyrir lélegt ástand fór fískurinn á þokkalegu verði og meðalverð var um 130 krónur. Fyrirhugað er frek- ara samstarf Ríkismatsins og Sea Fish Authority um rannsóknir á geymsluþoli og mat á íslenskum físki, sem seldur er á enskum físk- mörkuðum, segir í nýjasta frétta- bréfí Ríkismats sjávarafurða. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna: Of hátt verð sett upp fyr- ir kvóta Hagræðingarsjóðs KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands útvegsmanna (LÍÚ), segir að sér virðist að ríkisstjórnin hyggist fá verð fyrir veiði- heimildir Hagræðingarsjóðs, sem sé hærra en markaðsverð, og hann efíst um að útgerðarmenn vilji kaupa kvóta á slíku verði. Kristján segist jafnframt ekki sjá að nein sveitarfélög uppfylli skilyrði laga fyrir því að fá forkaupsrétt að hluta veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs. Hagræðingarsjóður hefur yfir að upphaf nýs fiskveiðiárs, skal bjóða ráða kvóta upp á 12.000 tonn þorskí- þeim útgerðum, sem hafa botnfisk- gilda, allt í botnfíski. Samkvæmt kvóta, að kaupa kvóta í samræmi nýjum lögum um sjóðinn, sem taka við hlutdeild þeirra í heildarafla. Sem giidi 1. september næstkomandi, við dæmi má nefna að eigi útgerð 1% Vargfugli eytt í höfuðborgiuni EFTIRLITSMENN á vegum Reykjavíkurborgar hafa undanfarið unnið að því eyða vargfugli við Tjörnina, úti á Granda og í eyjunum á Faxaflóa. Að sögn Eiríks Beck, meindýraeyðis, hefur óyenju mik- ið verið af vargfugli í höfuðborginni og kringum hana að undan- förnu en ágætlega hefur tekist að vinna á honum. Eiríkur segir að vandasamt .sé að skjóta varginn við Tjömina. Skjóta verði af mjög þröngu sviði auk þess sem nota verði sérstök koparhúðuð skot þar sem ekki megi fara blý í Tjörnina. „Það verður að hugsa um það hvar skotin lendi, aðrir fuglar em í hættu og þarna er fólk með börn sem kærir sig oft ekki um að horfa upp á þetta. Margir þættir gera þetta því erf- itt,“ segir Eiríkur. Hann segir að mávurinn sé ekki við Tjömina á kvöldin og nætum- ar. „Frá Tjöminni flýgur hann yfir tollhúsið og Slippinn út á Granda þar sem auðveldara er að ná hon- um. Á nætumar heldur hann sig síðan úti í eyjunum á Faxaflóa," segir Eiríkur. Hann segir að oft sé brugðið á það ráð við Tjörnina að skjóta upp hvellhettum sem fæli mávinn frá. Ókosturinn sé hins vegar sá að hann hætti að hræðast hvellina eft- ir skamman tíma, þannig að þetta dugi ekki eitt sér. heildarbotnfískkvótans, á hún jafn- framt forkaupsrétt aðl%af 12.000 tonnunum í Hagræðingarsjóði, eða 120 tonnum. Fyrir þann kvóta á útgerðin að greiða „almennt gang- verð“ á sambærilegum kvóta, eins og segir í lögum um Hagræðingar- sjóð. Sjávarútvegsráðherra metur hvert það verð sé. Nýti útgerðin sér ekki forkaupsréttinn, er kvótinn seldur hæstbjóðanda á uppboði. Kristján Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sér þætti ótrúlegt að útgerðarmenn væru ginnkeyptir fyrir því að kaupa kvóta á verði, sem væri talsvert yfir mark- aðsverði. Ef ríkisstjórnin hygðist fá 525 milljónir króna fyrir 12.000 tonn þorskígilda, þýddi það að kílóið yrði selt á um 44 krónur, en þorskkvót- inn hefði undanfarið selzt á undir 40 krónum kílóið. Samkvæmt lögunum um Hagræð- ingarsjóð geta einstök byggðarlög, sem misst hafa kvóta vegna sölu eins eða fleiri fískiskipa burt af staðnum, sótt um að fá forkaupsrétt að hluta af kvóta Hagræðingarsjóðs. „Skilyrði fyrir að sveitarstjórn fái forkaupsrétt að aflaheimildum sjóðs- ins er að sala fiskiskips eða físki- skipa hafí valdið straumhvörfum í atvinnumálum viðkomandi byggðar- lags þannig að fyrirsjáanleg sé veru- leg.fækkun starfa og byggðaröskun sé yfírvofandi," segir í lögunum. Stjórn sjóðsins metur umsóknir sveitarfélaga að fengnum tillögum Byggðastofnunar. Akveði sjóðs- stjórnin að selja viðkomandi sveitar- félagi kvóta, skal sveitarstjórnin greiða fyrir hann markaðsverð. Kvótinn er síðan framseldur skipi eða skipum með því skilyrði að aflan- um verði landað til vinnslu í viðkom- andi byggðarlagi. Kristján Ragnarsson segist ekki sjá að í neinu sveitarfélagi séu þau skilyrði fyrir hendi, sem krafizt sé í lögunum. „Eftir minni þekkingu get ég ekki séð að það eigi nokkurs staðar við að sveitarfélag eigi for- kaupsrétt. Ég kannast ekki við að nokkurs staðar hafí orðið sú breyting á útgerð eða sveitarfélag hafí misst skip, sem hafi valdið straumhvörfum í atvinnulífinu,“ sagði hann. „Hvorki eru skilyrðin til staðar né geta til að kaupa kvótann, því að þessi sveit- arfélög eiga að borga fyrir kvótann eins og aðrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.