Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Margrét Ágústsdótt- ir - Einar G. Guðmunds son - Hjónaminning Margrét Fædd 15. mars 1909 Dáin 24. júlí 1992 Einar Fæddur 21. janúar 1905 Dáinn 1. apríl 1992 Skammt var á milli fráfalls þeirra mætu hjóna Einars Gunnars Guðmundssonar og Margrétar Ág- ústsdóttur, tengdaforeldra minna. Þrátt fyrir að bæði hafi verið kom- in á efri ár, kom andlát þeirra beggja mér nokkuð á óvart, sér- staklega þó Margrétar. Hana hafði ég kvatt allhressa skömmu áður, er ég lagði af stað í sumarfrí norð- ur. Við Ágúst, eiginmaður minn, vorum sammála um, að við hefðum kynnst tengdaforeldrum hvors ann- ar of seint. En þrátt fyrir að ég hafi ekki kynnst Einari og Mar- gréti fyrr en þeirra allra bestu ár voru að baki, geri ég mér góða grein fyrir því, hversu merk þessi hjón voru, bæði af frásögnum, sem ég heyrði ósjaldan í fjölskylduboð- um og af kynnum mínum við þau sl. 20 ár. í fyrsta skipti, sem ég var formlega boðin í heimsókn og mat á Víðimelinn, var ég sam- kvæmt gamalli og góðri hefð, spurð spjörunum úr um fjölskyldu mína, þótt í ljós hafi komið að þau vissu jafnvel meira um hana en ég sjálf. í þá daga var Einar nokkuð ræðinn og þrátt fyrir áhugaleysi mitt á laxveiðum, komst ég ekki hjá því þá, og oft síðar, að hlusta með athygli og gleði á frásagnir hans og þeirra beggja af þessum veiði- ferðum, sem áttu hug þeirra allan. Til er ennþá úrklippa úr dönsku blaði, þar sem birtist mynd og frá- sögn af Margréti með stóran lax, einn stærsta flugulax, sem veiðst hafði á íslandi, og var hún mjög stolt af veiðinni. Einár kom mér fyrir sjónir sem hægur, fremur fámáll maður, nema í góðra vina hópi, þar sem hann var ætíð hrókur alls fagnaðar, sem og eiginkona hans. Þau voru vina- mörg og ætíð tilbúin að halda stór- um hópi fólks veglegar veislur, þrátt fyrir þrengsli í íbúð þeirra. Stóðu þessar fjörugu veislur oftast langt fram eftir morgni. Einar var mjög vel ritfær maður og hin síðari ár, var hann sískrif- andi bréf og pistla um hin ólíkustu mál, þar sem hann lýsti skoðunum sínum. Því miður sendi hann aldrei bréfin svo ég viti, en þau voru flest stíluð á Morgunblaðið. Ég fékk sjálf og geymi nokkur bréf frá honum, en hann vissi um áhuga minn á bréfaskriftum. Margrét þurfti ekki að grípa til penna til að tjá sig. Hún var gædd miklum frásagnar- hæfileikum, hafði góða kímnigáfu og gerði oft grín að sjálfri sér. Hún hló manna mest, þegar verið var að segja frá sérvitringshætti henn- ar og jafnvel gleymsku hin síðari ár. Hún lá ekki á ákveðnum skoð- unum sínum, jafnt á stjórnmálum sem minni háttar fjölskyldumálum. Sem tengdadóttir þáði ég oft góð ráð frá henni. Fékk ég þau reyndar oftar en ég fór 'eftir þeim, en hún lét sér það í léttu rúmi liggja. Að undanskildum allra síðustu árum, vorum við nær undantekn- ingalaust'boðin í mat á Víðimelinn á sunnudagskvöldum, þar sem fjöl- skyldan hittist ásamt æ fleiri barnabörnumv Stundum fannst Margréti nóg um hávaðann, en allt- af vildi hún fá okkur öll aftur. Hún var einstaklega mikið gefin fyrir fjölskyldu sína og fanns mér að- dáunarvert, hversu lengi hún þrjóskaðist við að halda jólaboðin sjálf. Bæði Einar og Margrét létu sig miklu máli skipta velferð barna- barna sinna og fylgdust vel með uppvexti þeirra. Þau tóku Andreu dóttur mína, þá tæpra fjögurra ára, sem eitt af sínum um leið og verð ég þeim ævinlega þakklát fyr- ir þann hlýhug og væntumþykju, sem þau sýndu henni. Andrea er bundin i vinnu erlendis og þykir henni afar leitt að komast ekki í jararför ömmu sinnar. Það er margt, sem ég er þakklát fyrir í mínu lífi, og éitt af því er að hafa kynnst hjartahlýju og manngæsku Einars og Margrétar, hafa þekkt þau og notið samvista við þau þessi ár. Þau hjónin létu tilfinningar sínar ekki augljóslega uppi, en svo sterk bönd voru á milli þeirra, að þau máttu ekki hvort af öðru sjá. í þau fáu skipti, sem Margrét var að heiman hin síðari ár, var Einar ómögulegur maður, að honun fannst. Eitt af því síðasta, sem Margrét sagði við mig, skömmu áður en hún lést, var að hún saknaði Einars „alveg hræðilega". Ekki þurfti Ein- ar lengi að bíða konu sinnar og miklu skemur en nokkur átti von á. Nú trúi ég því, að þau séu sam- an á ný. Blessuð sé minning þess- ara yndislegu hjóna. Eva Hreinsdóttir. Þegar ég.nú stend við dánarbeð Margrétar Ágústsdóttur koma þessi orð upp í huga minn: „Trygg- ur er hver sá er traust byggir.“ Þannig var allt ævistarf hennar. Hún bar með sér traust og mikla reisn, hvar sem hún var. Margrét var gift Einari Guðmundssyni og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði, Guðmund og Ágúst. Einar starfaði í Hamri sem gjaldkeri öll sín ár, var hann vel liðinn í sínu starfi og munu margir Reykvíkingar þekkja hann þaðan. Einar og Margrét eru víða þekkt að myndarskap og mannvirðingu, mér datt stundum í hug er ég átti stund með Einari, hversu skýr hann var og minnugur 86 ára gamall, svo fljótur var hann að reikna að ég efast um að tölvan í dag væri íljótari. Listaskrifari var hann einnig og stytti sér stundir með því síðustu árin. Einar dó 1. apríl 1992 og eru því tæpir 4 mán- uðir milli dauða þeirra. Ég ætla ekki að rekja ættarsögu Margrétar heldur lýsa kynnum okkar yfir 30 ára tímabil, aldrei hefur borið skugga á vináttu okk- ar. Fyrstu kynni mín við Margréti eru er dóttir okkar giftist syni þeirra hjóna, Guðmundi, var hún þá 19 ára gömul og flutti hún þá í sama hús og þau bjuggu. Tók Margrét á móti henni sem besta móðir og hefur aldrei skugga borið á þeirra samverustundir. Fáa þekki ég eins fróða og Margrét var, hún fylgdist með öllu enda las hún mik- ið og var minnug á allt sem hún heyrði. Kynni mín við hana eru mér svo mikils virði, áttum við saman marg- ar ánægjustundir frá því að okkar börn kynntust, fórum við t.d. í ferðalög á hveiju sumri og eru það mér ógleymanlegar ánægjustundir, alltaf skildi Margrét eftir gleði í huga mínum. Hún var skemmtileg og orðheppin og myndarleg við allt sem hún tók að sér að vinna við. Hvergi hef ég fengið eins góðan mat eins og hjá henni, hlakkaði ég alltaf til að koma til Margrétar og tók hún á móti mér sem öllum öðr- um með mikilli reisn. Það sögðu margir vinir mínir og kunningjar við mig að það þætti sérstakt þetta samband á milli tengdafólks, en það var það gott að við Margrét töluðum saman á hveiju kvöldi eftir að hún var orðin ein. Síðasta mánuð gekk Margrét ekki heil til skógar en hún kvartaði aldrei enda kjarkmikil og skynsöm. Fyrir viku bauð hún okkur í mat, en er hún kom til dyra sá ég hversu veik hún var orðin, þó hún reyndi þannig: „Guð gefi ykkur góða nótt.“ Ég veit að amma mín á eft- ir að sakna hennar mikið. Viku fyrir andlát frænku minnar bauð ég henni til kvöldverðar ásamt ömmu minni. Því miður varð hún að afþakka boðið þar sem hún var „dálítið slöpp“ eins og hún tók til orða, auk þess átti hún sjálf von á gestum í mat til sín sama kvöld. Það var í lagi fannst okkur báðum. Hún bara myndi koma seinna og þiggja hjá okkur hjónunum kvöld- verð. í raun var hún orðin mikið veik þegar við áttum saman þetta samtal. Ekki var að heyra á henni veikindin væru mikil. Ekki kvartaði hún. Henni var umhugað hvernig lífið gengi hjá mér og hvort að nýfædd dóttir mín og við öil hefðum ekki góða heilsu. Ég kvaddi frænku mína,- í bili hélt ég. Þetta var það síðasta sem ég heyrði í henni hérna megin lífs. Magga frænka var mikil fjöl- skyldukona og þótti sérlega vænt um börnin sín og mann. Á tali hennar var greinilegt að hún var stolt og ánægð yfir velgengni bama sinna. Og þau voru henni hjálpleg. Ég sá þær mæðgur, Sirrý dóttur hennar og Möggu frænku, oft á ferð á leiðinni í búðir, að kaupa í soðið í fískbúðinni á Dunhaga eða erinda eitthvað annað. Sirrý-var sérstaklega hjálpleg við móður sína og söknuðurinn er sár hjá henni við fráfall hennar. Öll syrgjum við yndislega mann- eskju, ég sendi börnum hennar, barnabörnum, og tengdafólki henn- ar mína dýpstu samúðarkveðju. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góða manneskju lifir, líkt og sólin sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa. Elskuleg frænka, „Guð gefi þér góða nótt“. Svenni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vijiaskilnaðar viðkvæm stund. (V.Briem.) Elsku Margrét amma okkar er látin. Kom það okkur mjög að óvör- um þar sem það bar svo brátt að því þrátt fyrir háan aldur var hún mjög hress. Amma var hlý og góð kona sem ávallt var gott að koma til. Aldrei heyrði maður ömmu hallmæla nokkrum manni því að í öllum sá hún eitthvað gott. Það var oft gam- an að hlusta á ömmu segja frá því hún hafði einstakléga skemmtilega frásagnargáfu sem kom mörgum til að brosa. Amma fylgdist vel með öllu sem var að gerast, hringdi hún oft í okkur barnabömin til að athuga hvort allir væru hressir. Ef einhver hafði veikst þá var hún alltaf manna fyrst til að hringja og athuga hvort viðkomandi væri að hressast. Amma var alveg einstök og verð- ur hennar sárt saknað. Nú eru þau komin saman á ný amma og afi, sem kvaddi þennan heim ekki alls fyrir löngu. Megi minning um yndisleg hjón geymast í hjörtum okkar um ókomna tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Valur, Hildur, Gunnar og Tryggvi. logm, sem se eKKi osxaveon lax- veiðimannsins. Það voru margar ferðirnar sem við fórum saman um landið. Magga og Eifiar voru góðir og skemmtilegir ferðafélagar. Þau höfðu gott skopskyn og bæði ein- staklega orðheppin. Magga átti það til að vera utanvið sig og kölluðum við hana oft „prófessorinn". Hún gerði létt grín að sjálfri sér. Það var því oft mikið hlegið og glatt á hjalla þegar kvöldvökur voru haldn- ar eftir langa útiveru. Magga var góðum gáfum gædd. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólan- um, var einstaklega minnug, las mikið, var fróð bæði um menn og málefni. Það var því mikið áfall fyrir hana þegar sjónin fór að dapr- ast. Hún átti orðið bágt með að lesa blöðin og jafnvel erfitt að horfa Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem biitast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund- ar getið. að vera hress og taka á móti okkur með sinni sömu reisn og venjulega. Við borðuðum saman hennar góða mat, en eftir klukkustund bað hún mig að styðja sig inn í rúmið sitt, var ég ánægð að geta stutt hana yfir gólfin á heimili hennar í síð- asta sinn. Síðan var hún flutt á Borgarsjúkrahúsið, heimsótti ég hana þangað og sá þá að hveiju stefndi, dó hún síðan 24. júlí. Þótt ég sæi að hverju stefndi kom dánar- fregn hennar mér á óvart, mér fannst hlekkur í bijósti mínu hafa brostið. Nú hefur elsku Magga mín hlotið hvíld frá öllum þrautum, ég veit að góður Guð tekur hana í sinn faðm og leiðir hana til ljóssins heima og launar henni allt það góða sem hún var okkur. Minning Margrétar mun lifa á mannlífsins brautum. Um leið og ég votta börnunum hennar og bamabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur þá vona ég að þau verði arftakar hennar að myndar- skap og manngæðum. Hvíl þú rótt, ó, kæra vina mín Kristur hefur leitt þig heim til sín frá sorgum, kvíða, sjúkdómsþungri pín þar sól guðs náðar eilíflega skín. (Jón Ólafsson) Friðbjörg Ólafsdóttir. 24. júlí sl. lést á Borgarspítalan- um góð vinkona min, Margrét Ág- ústsdóttir, eftir stutta legu. Það urðu aðeins 4 mánuðir á milli þeirra hjónanna því Einar Guðmundsson fyrrv. gjaldkeri í Hamri lést 1. apríl sl. Þau höfðu búið saman í farsælu hjónabandi í 55 ár. Eiginmenn okkar höfðu verið vinir og veiðifélagar í mörg ár. Það má segja að við Magga yrðum vin- konar við fyrstu kynni. Við fengum báðar mikinn áhuga á laxveiði og fylgdum því mönnum okkar eftir. Frá öllum þessum veiði- ferðum á ég yndislegar og ógleym- anlegar endurminningar. Við vorum þrenn hjón saman sem vorum svo heppin að hafa i mörg ár vikulega veiði í Ásgarðs- landi austur við Sog. Þar var dásamlegt að vera. Veið- in var misjöfn eins og gengur, en það skyggði aldrei á ánægju okk- ar. Náttúrufegurðin, friðsældin og ilmandi birkið hafði róandi áhrif á sálina. Við leituðúm fanga víðar. í Mið- fjaraðrá veiddi Magga stærsta-lax sem „hollið“ hafði fengið, 24 punda bolta. Það var í giampandi sól og á sjónvarpið. í rúm 30 ár höfum við 6 vinkonur komið vikulega sam- an yfir vetrarmánuðina og spilað brids. Sl. vetur kvartaði Magga oft um það við okkur hvað hún væri alltaf þreytt. Hún hafði samt gam- an af því að hitta okkur og spila enda var hún ágætis spilakona. Við fundum það og sáum að hún gekk ekki heil til skógar. Samt finnst okkur lát hennar hafa borið bráðar að en við bjuggumst við. Við munum sakna hennar úr hópn- um. Ég held að hún hafi verið sátt við að kveðja þennan heim. Einar hefur tekið fagnandi á móti Möggu sinni, sem hann dáði alla tíð. Blessuð sé minning þeirra. Ragnheiður Einarsdóttir. Ég vil trúa því að þeir sem deyja séu ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan. Jafnframt vil ég trúa því að skilnaðarstundin sé dagur samfundanna. Þannig þegar Guð snerti elskulega frænku mína Margréti Ágústdóttur með fingri sínum að kveldi dags 25. júlí síðastliðinn þá sameinuðust aftur tvær sálir í himnasalnum. Aðeins eru tæpir fjórir mánuðir síðan Einar Guðmundsson eigin- maður frænku minnar lést. Þannig að viðskilnaðurinn var ekki langur. Daginn eftir andlát frænku minnar gekk ég í fallegu veðri Víði- melinn á enda og staldraði við hús hennar nr. 52. Þar sem ég lít yfir garðvegginn sé ég hve garðurinn var vel hirtur, þar sem hann skart- aði sumarblómum í öllum litum. Magga frænka hugsaði ávallt vel um garðinn. Fánastöngin hallaði örlítið til austurs líkt og hún væri að heilsa mér sem gömlum „fé- laga“. Mér er minnisstætt að Magga frænka skipaði mig sérleg- an fánavörð_er ég bjó í kjallaranum hjá henni. Ég hafði jú meirapróf í fánaburði sem skáti til margra ára. Mitt hlutverk var að flagga á tylli- dögum. Þetta var ánægjulegt verk- efni sém ég held að ég hafi sinnt skammlaust. Magga frænka var sterkur per- sónuleiki, hún var hlýleg og áhuga- söm um velferð annarra og einka- hagi. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Hún gat verið ákveðin, en hún var réttlát. Samband hennar við ömmu mína var sérstaklega gott. Að jafnaði hafði hún Magga frænka samband við hann tvisvar á dag i síma. Á kvöldin lauk hún símtalinu jafnan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.