Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBM.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 31 BMkn#a.u ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 GRÍNMYND SUMARSINS ER KOMIN BEETHOVEN MYND SEM ÞU NÝTUR BETUR í LUCASFILM Ivan Reitman, sem gert hefur myndir eins og „Chostbusters" og „Twins“, er hér kominn með nýja stórgrínmynd, „Beethoven". Myndin hefur slegið í gegn um allan heim og segja menn, að ekki hafi komið skemmtilegri grínmynd fyrir fólk á öllum aldri síðan „Home Alone“. „BEETHBVEH" - GELTAHDIGRÍH OB GAMAH! IHIiVEH" - MTND SEM Ff I Ht DE Hlt II It VEIIAIF ILlHU Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Dean Jones og Oiiver Platt. Framleiðandi: Ivan Reitman. Leikstjóri: Brian Levant. Sýnd kl. 5,7,9 og 11ÍTHX. Sýnd kl. 6,8 og 10 í sal B ÍTHX. BIBSONj^BLOVER LETHAL WEAPOIM Sýnd kl. 7 og 11. nm n EICECI SNORRABRAUT 37, SÍMI 11 384 TOPPMYND ÁRSINS TVEIRÁT0PPNUM3 mel ernsani, bamw blover ot***-. ★ ★★ A.I.Mbl. „LETHAL WEAPON 3“ er fyrsta myndin sem frumsýnd er f þremur bfóum hérlendis. „LETHAL WEAPON 3“: 3 sinnum meiri spenna, 3 sinnum meira grin. Þú ert ekki maður með mönnum nema að sjá þessa mynd! Aðalhlutverk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci og Rene Russo. Framleiðandi: Joel Silver. Leikstjóri: Richard Donner. Sýnd kl. 4.30,6.45,9 og 11.15. bí. 14 ára. ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 TOPPGRÍNMYND MEÐ TOPPFÓLKI VINNY FRÆNDI Aðalhlutverk: Joe Pesci, Ralph Macchio, Marisa Tomei, Fred Gwynne. Framleiðendur: Dale Launer og Paul Schiff. Leikstjóri: Jonathan Lynn. Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.10. HJPP OMENfy THE. AWAKENI NG FYRIRB0ÐINN4 Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. GRANDCANYON D ★ ★★MBL Sýnd kl. 9. STEFNUMOT VIÐVENUS Sýnd kl. 6.45. Sfðustu sýn. EINUSINNI KRIMMI Sýnd kl. 5 og 11.15. TTTT n hiit Frá Árbæjarsafni. ■ ÁRBÆJARSAFNIÐ er opið um verslunarmannahelg- ina og verða prentarinn og skósmiðurinn að störfum. I krambúðinni verður ýmiss konar varningur til sölu og að sjálfsögðu býður Dillons- hús upp á gómsætar veiting- ar. Þá mun harmonikuleikar- inn landsþekkti Karl Jóna- tansson þenja nikkuna fyrir kaffiþyrsta safngesti. Sunnu- daginn 2. ágúst kl. 14 verður messa í kirkju safnsins. Prest- ur er séra Þór Hauksson. Þennan sama dag kl. 14 held- ur Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður fyrirlestur um fornleifar í Viðey. Fyrir- lesturinn verður haldinn í hús- inu Laugavegur 62, efri hæð miðasöluhússins. Gestum Ár- bæjarsafns gefst kostur á leiðsögn um safnið alla daga nema mánudaga og sunnu- daga. Lagt er af stað frá miðasölu kl. 14.30. Hundakúnstir Kvikmyndir Amaldur Indriðason Beethoven. Sýnd í Laugarás- bíói og Bíóhöllinni. Leikstjóri: Brian Levant. Framleiðandi: Ivan Reitman. Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Dean Jones, Oliver Platt. Uni- versal. 1992. Gæludýr ýmiskonar og hund- ar sérstaklega hafa- farið með aðalhlutverk í fjölda þekktra mynda og orðið stjörnur miklar. Beethoven er ein af þeim, gamanmynd fyrir fjölskyldúna um samnefndan St. Bernharðs hund er læðir sér bakdyramegin inn á fjölskyldu sem hvolpur og þegar bömin þrjú á heimilinu ná taki á honum verður ekki aftur snúið jafnvel þótt heimilis- faðirinn, leikin af Charles Grod- in, sé sérstakur andstæðingur hundahalds. Hundurinn hefur að sjálfsögðu bitastæðasta hlut- verkið, hann er stjarna myndar- innar. Beethoven er ansi slípuð fjöl- skylduskemmtun með krúttleg- um hundinum, fallegu póst- kortafjölskyldunni, glaðværa tónlistarmyndbandinu sem hægt er að skjóta inn í hvar sem er á sjónvarpsstöðvunum og mátu- lega spennandi söguþræði til að hræða ekki þá yngstu í fjölskyld- unni, en vondu kallarnir eru miskunnarlausir hundafangar- ar. Allt gerir þetta Beethoven að sárasaklausu þrjúbíói en ef myndin væri öllu þynnri efnis- lega slitnaði filman. Tilfinningasemin gagnvart hundinum og því hlutverki hans að lappa upp á andlaust og leiðinlegt fjölskyldulíf og vera gleðigjafí barnanna er heldur lint drama og mestanpart væm- ið. Sá eini sem fær rullu sem varið er í annar en hundurinn, er Grodin sem leikur húsbónd- ann, en hann hefur horn í síðu hundsins frá fyrsta degi. Grodin fer ágætlega með hlutverkið svo langt sem það nær, sýnir skemmtilega hvað hann er hund- fúll og hefur mikinn ama af Beethoven. Grodin er með bestu gamanleikurum Bandaríkjanna og gerir heilmikið fyrir myndina þótt efnið sé kannski ekki upp á marga físka fyrir hann en hann sér um að halda uppi spennu á milli sín og hundsins, sem eykur gamanið og slær á óþarfa tilfinningasemina. Það eru nokkrir góðir brandarar í myndinni sem megna þó varla að halda henni uppi. Sérstaklega fá uppaleg kaupsýsluhjón skemmtilega út- reið í atriði þar sem þau ætla að svindla á Grodin. Mestur húmorinn snýst í kringum Beet- hoven. Hann er hetjan sem bjargar yngstu dótturinni frá drukknun, gætir þess að sonur- inn sé ekki laminn af föntum og kemur elstu dótturinni á séns með sætasta stráknum í skólan- um. Hundarnir í þessum hunda- myndum eru sannarlega súp- erhundar. í hliðarsögu er sagt frá ótýnd- um glæpamönnum sem ræna seppum og nota í tilraunir og er hún hæfilega spennandi og grínaktug í leiðinni líkt og sagan um innbrotsþjófana í Aleinum heima, þaðan sem hugmyndin er að líkindum fengin. Beethoven er þokkaleg skemmtun sett í skrautlegar, alamerískar fjölskyldupakkning- ar en innihaldsrýr og algerlega bitlaus, a.m.k. miðað við hvað Beethoven er stór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.