Morgunblaðið - 31.07.1992, Page 34

Morgunblaðið - 31.07.1992, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 TM Reg. U.S. Pat Off,—sll right* reserved ° 1991 Lœ Angeies Times Syndicate Sýnist vera í lagi, en taktu líka forstofuna áður en ég ákveð kaupin. Heimilisaðstoð er mikils metin í skólanum. BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Breytt heimsmynd Frá Magnúsi Einarssyni: Evrópa er stjörf af hræðslu við borgarastyijöld og það er óhjá- kvæmilegt að EB sogist inn í þá hít ef ekki verður gripið í taumana. Stórfyrirtæki fjárfesta grimmt fyrir austan, og vist er hver gerir hag- stæðu samningana og fá pening- ana; það eru þeir sem gera samn- inga eins og fyrirtækin erlendis sem kaupa niðurgreitt íslenskt lamba- kjöt. Þetta eitt sér er uppskrift að reiði alls konar þjóðemissinna. Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu sýnir þá upplausn sem eins getur brotist út í Sovétríkjunum, þá geta stríð og kreppa hjálpast að við að koma að fasistum sem vakna úr dvala við slík skilyrði. Sovétríkin hafa leyst upp og það er ástæða til að benda á að þessi skilyrði eru nú fyrir hendi þar. Þjóðernishyggja og trúarbrögð og auðvitað peningar geta gert magnaða hluti með fólk einsog sjá má í Khomeini og Hitler o.s.frv. Mér fínnst nauðsynlegt að benda á að kapítalismi er í raun ákveðinn fasismi, þar sem lýðræði er hafnað í krafti fjármagns stórra fyrirtækja. Fijálst markaðskerfi er sennilega ekki fasismi en frekar stjómleysi og hafnar lýðræði á þeim forsendum að fmmskógarlögmál á að vera verðmætaskapandi. Von- andi verður hægt að sigla meðalveg í nafni lýðræðis jafnra einstaklinga og hópa án þess að fela sig bakvið úrelt hagkerfí sem bæði kapítalismi og kommúnismi hafa sýnt sig vera. Velferð ætti að vera grundvöllur hvers stjómskipulags einsog ætti að liggja í augum uppi þegar hug- takið lýðræði er notað um þjóðfélög almennt. Upplausn í fjármálaheimi Þessi ólga og spenna virðist smátt og smátt vera að draga fjár- málaheiminri í kreppu og þá er bmgðist við á þann hættulega hátt sem áður hefur gerst. Fjármagnið er fært í hendur stærri fyrirtækj- anna og þau látin fjárfesta vegna þess að þau ættu að vera hæfari til þess, á sama tíma er dregið úr ríkisafskiptum og almúganum bent á að veltan sé minni og þeim beri að spara og það helst hjá stórum aðilum einsog bönkum. Það er erf- itt að horfa upp á hmn kommún- isma í Austur-Evrópu en sjá á sama tíma Vesturlönd reiða sig á stórfyr- irtæki sem em því miður það stór að þau em miðstýrð á svipaðan hátt og Moskva gerði í Austur-Evr- ópu áður. Hættan sem blasir við er sú að stórfyrirtæki hafa efni á því að kaupa rándýran tæknibúnað sem leiðir af sér hagvöxt en at- vinnuleysi. Nú hafa fyrirtæki sem em stór- veldi tekið við þessu hlutverki með hrikalegum árangri. Þessi kapítal- ismi er einfaldlega kommúnismi í dulargervi þar sem stórfyrirtæki geta skipulagt markaðinn einsog áætlanabúskap. Er það þetta sem við viljum? Eigum við að horfa upp á kreppu vegna þess að stórfyrir- tæki sjá gróðaleiðir sem bitna á almúganum? Sagan sýnir að ef fjár- magni er beint til fárra stórra aðila verður kreppa og atvinnuleysi eins- og gamla aðalskerfíð sannaði. í ríkjum íslams er hagvöxtur al- gjört aukaatriði og lýðræði er hafn- að með öllu og nú þegar Saddam Hussein er goð í írak eftir afhroð í stríði við öll ríki heimsins, þrýtur rökhugsun sú sem hefur byggt upp hinn vestræna heim. En því verður ekki neitað að í kreppu á Vestur- löndum getur vaknað sama vanda- málið og þá er Iýðræðið komið í gröf. Eru til lausnir? Það verður að horfast i augu við það að vinnuafl er auðlind. Ef þessi auðlind er vannýtt þá myndast kreppa og vinnuaflið hættir að framleiða verðmæti á nákvæmlega sama hátt og ef álverið yrði óstarf- hæft vegna þess að Búrfellsvirkjun legðist niður. Þess vegna verður að freista þess að fá lánað fjármagn til verðmætasköpunar sem vinnu- aflið á síðan að greiða til baka þeg- ar hagnaðurinn skilar sér. Kannski má einna helst sporna við þeirri keðjuverkun sem nú á sér stað með því að dreifa auðnum meira og stuðla að aukinni neyslu og vinnu með því að hjálpa öllum til að vera þátttakendur; endurskoð- uð skattastefna og breytt afstaða til miðju- og láglaunafólks, þ.e. hátekjuskattur t.d. og gera almúg- anum kleift að auka neyslu sem leiðir til virkara hagkerfís og veltu. Ef brugðist er við samdrætti með samdrætti verður samdráttur sem bitnar á öllum. Það gæti verið, að annars stefnum við inn I heims- kreppu sem því miður getur eyði- lagt þau fallegu verðmæti sem við eigum. Hvað verður um háleit sið- ferðismarkmið Vesturlanda í kreppu? MAGNÚS EINARSSON Hvassaleiti 119, Reykjavík Illa farið með dýr Frá Arndísi G. Jakobsdóttur: í Morgunblaðinu 29. júlí er frásögn með mynd af tveim ungum bömum, sem unnu það mikla „afrek“ að drepa minkal- æðu og fjóra yrðlinga norður í Trékyllisvík. Lýsingin á aðför- unum er vægast sagt ógeðsleg. Veit ég vel að minkurinn er skaðvaldur í íslenskri náttúru og réttdræpur, en hér var illa að farið. Samkvæmt frásögn- inni voru börnin í tvo tíma að pynta dýrin uns grenjaskytta batt enda á þjáningar þeirra. Það vantaði heldur ekki áhuga fullorðins fólks, bílar stoppuðu og menn fylgdust áhugasamir með. „Einn maður fór út og hjálpaði" börnunum við iðju sína. Ég er vonandi ekki ein um það að fordæma þann hugsun- arhátt sem lýsir sér í þessari frétt, að ekkert sé athugavert við að murka lífið úr þessum dýrum. Því miður er þetta ekki einsdæmi. Vonandi eiga þessi vesalings börn, sem hér er hampað sem „hetjum“, eftir að vitkast og skilja að þurfi að drepa dýr, á að gera það á annan hátt. Jafnvel þó það séu minkar. ARNDÍS G. JAKOBSDÓTTIR, Merkjateigi 5, Mosfellsbæ. HOGNI HREKKVISI Víkverji skrífar IMorgunblaðinu miðvikudaginn 22. júlí sl. birtist frétt þess efn- is að hár konu hefði skemmst við notkun permanentvökva hjá hár- greiðslustofunni Kristu. Rætt var við konuna sem fyrir þessu varð, Tatiönu Dimitrovu, og einnig við eiganda Kristu, Hönnu Kristínu Guðmundsdóttur. í Morgunblaðinu miðvikudaginn 29. júlí birtust tvær greinar um þetta mál, annars vegar grein eftir Hönnu Kristínu Guðmundsdóttur, sem heitir „Hin hliðin á málinu", og hins vegar eftir Magnús Axels- son fyrir hönd Intercoiffure-félaga á íslandi, sem heitir „Skaðlegur fréttaflutningur". í grein Hönnu Kristínar Guð- mundsdóttur sagði orðrétt m.a.: „Fyrirfram hefði ég búist við öðrum efnistökum hjá Morgunblaðinu en raunin varð á. Blaðamaðurinn sem skrifaði „fréttina“ hringdi að vísu í mig og leitaði staðfestingar á því að unga konan hefði fengið tiltekna „útreið" á hárgreiðslustofu minni, en birti síðan svar mitt klippt og skorið. „Frétt“ Morgunblaðsins fær mest pláss allra frétta þennan dag, 5 dálka á fjórðu síðu og sett fram í æsifréttamennsku stíl.“ í grein Magnúsar Axelssonar segir orðrétt m.a.: „En skaðinn af fréttaflutningnum er ekki kominn í ljós. Á hárgreiðslustofunni Kristu vinna um 30 manns. Umfjöllun fjöl- miðla hefur sett atvinnuöryggi þessa hóps í verulega hættu. Aðför sem þessi að fyrirtæki getur valdið því að fyrirtæki líður undir lok. Það er skaði sem verður ekki eingöngu vegna mistaka, heldur af fljótfærni eða hugsunarleysi mannanna sem um fjalla.“ xxx Morgunblaðið getur ekki með neinu móti fallist á það að fréttir blaðsins af málinu hafí verið settar fram í æsifréttastíl. Fréttir af þessu tagi eiga heima í fjölmiðl- um eins og önnur mál sem varða neytendur. Talað var við báða aðila og sjónarmið þeirra komu skýrt fram í fréttinni. Að tala um að fréttaflutningurinn sé aðför að fyr- irtækinu eins og Magnús Axelsson gerir er fráleitt. xxx Frétt sem birtist í Morgunblað- inu á miðvikudaginn um unga minkabana í Trékyllisvík hefur vak- ið hörð viðbrögð lesenda. Þeir hafa gagnrýnt tvennt, í fyrsta lagi ljótar lýsingar af drápi yrðlinga og í öðru lagi að Morgunblaðið skuli hafa birt slíka frásögn, þar sem börnum sé óbeint hrósað fyrir að hafa ban- að yrðlingunum. Þessi viðbrögð eru vissulega at- hyglisverð og til marks um breytta tíma að mati Víkveija. Fyrir nokkr- um árum hefðu viðbrögð við minka- drápi örugglega ekki verið með þessum hætti. En Víkveiji getur verið sammála því að sú aðferð sem notúð var við drápið er ekki til eftir- breytni fyrir önnur börn gagnvart málleysingjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.