Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Sj ávarútvegxi r í helgreipum óstarfhæfrar ríkisstjórnar eftir Steingrím J. Sigfússon Eftir einhver mestu harmkvæli sem lengi hafa sést hefur ríkis- stjórnin komist að svokallaðri niðurstöðu varðandi úthlutun veiðiheimilda á komandi fiskveið- iári. Til að gera langt mál stutt er sú niðurstaða einhver mesta brotlending sem lengi hefur sést í íslenskum stjómmálum og þvílíkt skipbrot í raun og veru fyrir alla aðstandendur málsins að vart má á milli sjá hver ber þar verstan hlut frá borði, sjávarútvegsráð- herra, forsætisráðherra, ríkis- stjórnin sem heild, eða þolendum- ir, sem verða sjávarútvegurinn og byggðarlögin víða í landinu. Ríkisstjómin er greinilega óstarfhæf þegar kemur að erfiðum Súrmjólk hressandi Ijújmeti Með' morgunverði, semeftirréttur\ eðabara...bara. úrlausnarefnum og því varð niður- staðan málamiðlun sem í raun og vem nær engum af þeim markmið- um sem fyrir lágu í málinu. Sókn í þorskstofninn verður meiri en sérfræðingar og sjávarútvegsráð- herra höfðu talið æskilega, þannig að markmiði um æskilega vemdun þorskstofnsins er ekki náð og enn síður því markmiði að áfallinu sem íslenskt þjóðarbú, íslenskur sjávar- útvegur og byggðin og atvinnulífið hringinn í kringum landið verður fyrir með þessu, að því sé jafnað út á meðal landsmanna og innan greinarinnar með sanngjörnum hætti. Það má að vísu segja að unnist hafi nokkur sigur í baráttunni við þá ábyrgðarlausustu sem undir forystu forsætisráðherrans Davíðs Oddssonar vildu láta vaða á súðum og láta ráðleggingar sérfræðinga um nauðsynlegar verndunarað- gerðir vegna háskalegrar stöðu þorskstofnsins lönd og leið. En sá sigur er skammgóður vermir þeg- ar á hitt er litið að niðurstaða ríkis- stjórnarinnar er ranglát, í henni felst algjör uppgjöf gagnvart þeim hrikalegu afleiðingum sem þessi samdráttur í þorskveiðum verður fyrir fjölmörg byggðarlög við sjáv- arsíðuna, en einkum um vestan-, norðan og norðaustanvert landið. Þar eiga í mörgum tilvikum í hlut byggðarlög sem eiga ekki að neinu öðru að hverfa, eða hvað hefur hæstvirtur forsætisráðherra hugs- að sér að leggja til við íbúana á Patreksfirði, Grímsey, Raufar- höfn, Bakkafirði o.s.frv. að taka sér fyrir hendur þegar veiðiheim- ildir þeirra skerðast um 15-17% eins og nú liggur fyrir, ofan á það sem á undan er gengið. Tafla sem afhent var í sjávarútvegsnefnd (og birt var í Mbl. í gær) sýnir saman- burð á veiðiheimildum skipa skráð- um í hinum einstöku byggðarlög- um og eru dæmi I og II með eða án þess möguleika að fyrirtækin nýti sér forkaupsrétt sinn á veiði- heimildum Hagræðingarsjóðs. Mismunun milli byggðarlaga Þó það liggi ekki, þegar þetta er ritað, enn nákvæmlega fyrir hvernig ákvörðun ríkisstjómarinn- ar og/eða reglugerð sjávarútvegs- ráðherra kemur út fyrir hin ein- stöku byggðarlög, Iiggur það í augum uppi að útkoman verður fáránlega ósanngjörn. Þegar tillit er tekið til þess að með vísan til þess áfalls sem samdráttur í þors- kveiðum hefði orðið þjóðarbúinu er ákveðið að auka sóknina í aðrar tegundir, svo sem ýsu, karfa, ufsa, grálúðu o.s.frv. Það liggur jafn- Suöunona! Glæsilegur sumarbústaður Glæsilegur og mjög vandaður sumarbústaður á besta stað í Biskupstungum ca 50 fm ásamt 25 fm mann- gengu svefnlofti byggður 1992. Rafmagn við lóðarmörk og möguleiki á heitu vatni. Stór verönd og frábært út- sýni í kjarrivöxnu hraunlendi. Nánari upplýsingar hjá Lögmönnum Suðurlandi - fasteignasölu, Austurvegi 38, Selfossi, sími 98-22988. framt fyrir að aflareynsla útgerð- arfyrirtækja er mjög mismunandi í þessum tegundum og mun það valda því að útkoma landshlutanrta verður mjög misjöfn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um t.d. að auka sókn í karfa og ufsa þýðir að mörg fyrirtæki um sunnan- og suðvestanvert landið fá þegar upp verður staðið umreiknað í þorskí- gildi meiri en ekki minni veiði- heimildir á næsta fiskveiðiári. Þannig er niðurskurður þorskveið- anna sem bitnar þyngst að meðal- tali á fyrirtækjum um vestan- norðan- og norðaustanvert landið notaður sem réttlæting til að auka veiðiheimildir hinna sem verða fyrir minnstum áhrifum af sam- drætti í þorskafla. Þetta mun væntanlega þýða t.d. að veiðiheim- ildir útgerðarfyrirtækja með heimahöfn í Reykjavík aukast um einhver prósent á sama tíma og veiðiheimildir fyrirtækja á fjöl- mörgum stöðum um vestan- og norðanvert landið dragast saman um á annan tug prósenta. Til að bæta gráu ofan á svart eyðilagði ríkisstjórnarmeirihlutinn á síðasta vetri í raun og veru lög- in um Hagræðingarsjóð sjávarút- vegsins gjörsamlega hvað snertir mögulega notkun þess sjóðs til að jafna út áföll af þessu tagi innan greinarinnar og milli hinna ein- stöku fyrirtækja og byggðarlaga. Fljótt á litið verður ekki betur séð en að kórónan á sköpunarverkinu verði sú staðreynd að núgildandi ákvæði um forkaupsrétt fyrir- tækja á3/4 hlutum veiðiheimilda Hagræðingarsjóðs í hlutfalli við aflahlutdeild hvers skips komi þannig út að forkaupsréttur fyrir- tækjanna um suðvestanvert landið á aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs aukist enn við þessa nýju úthlutun ríkisstjórnarinnar. Með öðrum orðum að aukinn kvóti Granda t.d. vegna viðbótarúthlut- unar veiðiheimilda á karfa þýði að forkaupsréttarmöguleikar-þess fyrirtækis í veiðiheimildum Ha- græðingarsjóðs aukist. En hinna sem taka á sig samdrátt í þros- kveiðum minnki að sama skapi. Og þá má nú segja að sköpunar- verkið sé fullkomnað. Það er svo einhver magnaðasti brandari sem heyrst hefur á síðari árum, enda höfundurinn sjálfur brandarakall- inn Davíð Oddsson, að ríkisstjóm- in afgreiði „ganske pent“ þann vanda sem að byggðarlögunum snýr með því að skrifa Byggða- stofnun bréf og biðja hana að líta á málið. Þeirri sömu Byggðastofn- un og ríkisstjórnin sjálf, að frum- kvæði Davíðs Oddssonar, er búin að halaklippa og í raun og veru taka af allar heimildir til að koma raunverulegri aðstoð á framfæri til byggðarlaganna. Þannig hefur Davíð Oddsson SKaAfrwQujiMi pallhús Vorum að fá nýja sendingu af SHADOW CRUISER pallhúsum. PALLHÚS SF Borgartún 22 - S: 61 0450 Ármúla 34 - S: 37730 Steingrimur J. Sigfússon „Ekkert, segi ég og skrifa, ekkert raunhæft hefur verið gert til þess að bæta afkomu sjávar- útvegsins þrátt fyrir þær hrikalegu taptölur sem liggja fyrir og hafa legið fyrir frá því á síð- ari hluta sl. árs.“ nýlega breytt starfsreglum Byggðastofnunar á þann veg að henni er nú óheimilt að taka bein- an þátt í raun og veru í uppbygg- ingu atvinnulífs og nánast búið að lama hana sem slíka til þess að gera eitthvað sem máli skiptir. Þar fyrir utan hefur Byggðastofn- un svo augljóslega enga burði til þess að taka á svo risavöxnu vandamáli sem tekjusamdráttur í sjávarútvegi í heilum landshlutum uppá milljarða króna er. Það eina sem Byggðastofnun má gera og getur gert er að taka saman skýrslu um ástandið og senda rík- isstjórninni. Það verður sjálfsagt gert og við það látið sitja. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er eins og áður segir algjör uppgjöf og skipbrot gagnvart þessu risa- vaxna vandamáli sem menn standa nú frammi fyrir og því verður ekki trúað að óreyndu að þingmenn landsbyggðarinnar, hvar í flokki sem þeir standa, og þingmenn yfirleitt, jafnt á suðvest- urhorni landsins sem annars stað- ar, sem gera sér grein fyrir þeirri vá sem er fyrir dyrum að þeir láti þessa ranglátu og vitlausu niður- stöðu standa. Það mun þegar upp verður staðið reynast öllum fyrir bestu, ekki síður útgerð og fisk- vinnslu, byggð og mannlífi öllu hér á suðvestanverðu landinu, heldur en annars staðar á landinu, að þjóðin jafni öll á sig byrðunum af þessu áfalli sem við stöndum frammi fyrir varðandi nauðsynleg- an samdrátt í þorskveiðum. Þetta hygg ég að hugsandi menn skilji, þó svo að ríkisstjórn landsins sé þannig heillum horfin að hún sjái hvergi ljós í þessum efnum. Afkoma sjávarútvegsins Það er óhjákvæmilegt að nefna í þessu sambandi þá afleitu af- komu sem sjávarútvegurinn býr við fyrir, áður en til þessa viðbót- aráfalls kemur sem er samdráttur í þorskveiðum á næsta fiskveið- iári. Það er rétt að minna á að sjávarútvegurinn lifir nú þessa mánuðina á því að éta upp skyldu- sp'arnað sinn sem til varð í tíð síð- ustu ríkisstjórnar og honum verður því ekki til að dreifa þegar afla- samdrætti og jafnvel enn lækk- andi afurðaverðum verður að mæta á komandi hausti og næsta vetri. Ekkert, segi ég og skrifa, ekkert raunhæft hefur verið gert til þess að bæta afkomu sjávarút- vegsins þrátt fyrir þær hrikalegu taptölur sem liggja fyrir og hafa legið fyrir frá því á síðari hluta sl. árs. Það er ljóst að tap físk- vinnslunnar, umreiknað á árs- grundvelli, mælist nú í 4-5 millj- örðum króna hið minnsta og fer vaxandi vegna heldur lækkandi afurðaverðs á sl. mánuðum. Þvert á móti fela fjárlög yfirstandandi árs í sér nýjar álögur á sjómenn og sjávarútveginn sem nemur yfir milljarði króna. Engu að síður og þrátt fyrir þær breyttu forsendur sem nú liggja fyrir frá því að fjár- lög voru afgreidd á sl. vetri heldur ríkisstjórnin sig við það að slá hvergi af varðandi þessar nýju álögur á greinina. Nýframkomnar tölur um taprekstur nokkurra stærstu og sterkustu sjávarút- vegsfyrirtækja landsins hafa ekki einu sinni megnað að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina í þessum efn- um. Ek-ki heldur sú staðreynd að verð hlutabréfa í nokkrum stærstu og sterkustu sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins, sem komin voru á hlutabréfamarkað, hefur hríð- fallið að undanförnu. Það verður því að segjast eins og er að það er vandséð hvað gæti orðið til þess að koma vitinu fyrir forystu- menn ríkisstjórnarinnar og hlýtur að hvarfla að fleirum en greinar- höfundi að sé ekki annað eftir en að afskrifa hana sem eitt af hinum vonlausu tilvikum í þessu sam- bandi. Alþingi taki málið í sínar hendur Það er óhjákvæmilegt að látið verði á það reyna strax og Alþingi kemur saman að lögum um Hag- ræðingarsjóð verði breytt á nýjan leik í átt til fyrra horfs og allar veiðiheimildir sjóðsins nýttar til þess að jafna út veiðiheimildum fyrirtækja svo lengi sem þær end- ast, þannig að dregið verði úr því mikla misvægi sem ella kemur upp innan sjávarútvegsins og þeim hrikalega mismun sem verður á milli landshluta að óbreyttu. Sú aðferð er einföld og nærtæk að umreikna breytingu á. veiðiheim- ildum allra fyrirtækja yfir í þorskí- gildi og nýta síðan veiðiheimildir Hagræðingarsjóðs til hlutfallslegr- ar úthlutunar á þau fyrirtæki sem verða fyrir mestri skerðingu svo lengi sem þær entust. Því ber að fagna að meirihluti sjávarútvegsnefndar Alþingis hef- ur þegar ákveðið að skoða allar leiðir í þessu sambandi. Auðvitað þarf Alþingi greini- lega að taka víðar til hendinni. Óhjákvæmilegt er að það verði ennfremur látið á það reyna hvort þingmeirihluti er fyrir því sem rík- isstjórnin er að gera, eða öllu held- ur ekki að gera, í málefnum ís- lensks sjávarútvegs og íslensks atvinnulífs og þar er ekki mikill tími til stefnu. Að mjög mörgu leyti er ástandið nú svipað, ef ekki verra, og það var á sama tíma síðsumars árið 1988, skömmu áður en ríkisstjórn sem þá var einnig undir forystu Sjálfstæð- isflokksins, sigldi endanlega í ■strand vegna ósamkomulags í efnahagsmálum og málefnum at- vinnulífsins. Staðan er nú eins hvað það snertir. Atburðir síðustu daga og vikna hafa sýnt og sann- að svo ekki verður um það deilt að ríkisstjórnin er óstarfhæf. Hún er ófær með öllu um að taka á málum og enn á ný stendur því þjóðin frammi fyrir vali, sambæri- legu og haustið 1988 hvor eigi að víkja sjávarútvegurinn eða Davíð Oddsson, atvinnulíf og byggð í landinu eða ríkisstjórnin. Höfundur cr itlþingismnóur og varnformaóur Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.