Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Minning: Krisijana V. Hafliðadóttir Fædd 31. janúar 1918 Dáin 27. júlí 1992 M varst mér ástrik, einlæg, sönri, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvfld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Ég veit þó heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo látlaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. Þessi erindi Steins Sigurðssonar lýsa vel þeirri minningu sem okkur er efst í huga við andlát ástkærrar móður okkar, Kristjönu Vigdísar Hafliðadóttur. Kristjana fæddist í Bergsholts- koti í Staðársveit á Snæfellsnesi 31. janúar 1918 og þar lést hún 27. júlí síðastliðinn, er hún var þar, sem svo oft, við aðhlynningu veik- burðra tijáplantna. Fyrir nokkrum árum hafði hún ásamt fjölskyldu sinni fest kaup á fæðingaijörðinni í Staðarsveit og lagt grunn að umtalsverðri tijárækt. Sjálf var hún hið sterka samein- ingarafl fjölskyldunnar sem vakti yfír allri vegferð og öllu sem horfði til heilla fyrir hennar fólk. Sama hlutverk ætlaði hún „Kotinu“ í Staðarsveit, að vera sterkt samein- ingarafl fyrir ört stækkandi fjöl- skyldu. Óskandi er, að okkur af- komendum hennar auðnist að halda því merki á lofti. Hugur hennar var mjög bundinn Staðarsveit hin síðari ár, enda voru rætur hennar samofnar þeirri sveit. Gamli tíminn heillaði hana mjög og er hún fór í sína hinstu för i Staðar- sveitina skildi hún eftir á náttborð- inu kærkomið lesefni, sagnaþætti úr sinni sveit. Hún kynntist fæðingarsveit sinni á ný að eigin raun hin síðustu ár, en hún var aðeins þriggja ára er foreldrar hennar fluttust frá Bergs- holtskoti. Foreldrar hennar voru hjónin • Hafliði Þorsteinsson, bóndi í Bergs- holtskoti, fæddur 11. nóvember 1877, dáinn 21. nóvember 1969, og kona hans Steinunn Kristjáns- dóttir, fædd 12. október 1878, dáin 17. mars 1924. Foreldrar Hafliða voru Þorsteinn Þórðarson, bóndi lengst á Grenjum á Mýrum og kona hans Sigríður Hafliðadóttir frá Heydal. Foreldrar Steinunnar voru Kristján Elíasson, bóndi lengst á Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi og kona hans Vigdís Jónsdóttir og er ættbogi þeirra stór um allt Snæ- fellsnes. Böm Kristjáns og Vigdísar bjuggu öll í næsta nágrenni bemskustöðvanna. Elías bjó í Am- artungu og síðar á Elliða í Staðar- sveit, Ragnheiður Guðrún á Elliða, Borgarholti og Straumfjarðar- tungu, Jóhann Magnús á Lágafelli og Steinunn í Bergsholtskoti. Stein- unn og Hafliði giftust.1903 og hófu þau búskap í Bergsholtskoti og bjuggu þar til 1922 að þau fluttu að Stóru-Hellu á Hellissandi. Þeim varð ellefu barna auðið og fæddust þau öll í Bergsholtskoti nema yngsta dóttirin. Alsystkini Kristjönu voru: 1. Kristján Víglundur, fæddur 10. mars 1904, dáinn 16. júlí 1977, trésmiður á Hellissandi, átti Guð- mundsínu Sigurrós Sigurgeirsdótt- ur og eignuðust þau þijár dætur. 2. Halldóra Elínborg, fædd 23. apríl 1905, dáin 15. maí 1949, hús- freyja á Hellissandi, átti Kristján Ágúst Bjamason. Þau áttu átta börn, en hún átti eina dóttur fyrir hjónaband. 3. Þorsteinn, fæddur 27. maí 1906, dáinn 9. nóvember 1950, sjó- maður. Ókvæntur og bamlaus. 4. Sigríður Sesselja, fædd 17. júní 1908, dáin 1. ágúst 1984, hús- freyja í Ytri-Njarðvík, átti Einar Ögmundsson, vélstjóra og áttu þau átta böm. 5. Elísabet, fædd 17. ágúst 1909, dáin 2. júlí 1989, húsfreyja í Haga í Staðarsveit og síðar í Kefla- vík, átti Ingólf Kárason, bónda í Haga og áttu þau tvö kjörböm. 6. Sæma, fædd 8. október 1910, dáin 7. júlí 1941, húsfreyja á Hellis- sandi og víðar, átti Guðmund Breið- fjörð Jóhannsson, verkamann, og áttu þau þijú böm. 7. Valdimar Friðrik Sæmundur Óskar, fæddur 11. október 1911, dáinn 21. september 1970, trésmið- ur í Reykjavík, átti Ljósunni Jónas- dóttur, og áttu þau tvö böm. 8. Jóhann Straumfjörð, fæddur 28. desember 1914, dáinn 11. jan- úar 1968, kaupmaður í Reykjavík, átti Valgerði Sigurtryggvadóttur, og áttu þau þijú börn. 9. Guðríður Jóhanna, fædd 16. mars 1920, dáin 25. júní 1978, átti Bjöm Kristjánsson, sjómann á Rifi og áttu þau þijú böm. 10. Steinunn Hafdís, fædd 14. október 1923, húsfreyja á Gríshóli í Helgafellssveit og síðar á Akra- nesi, átti Illuga Halisson, bónda á Gríshóli. Þau áttu íjögur börn og eitt bam átti hún fyrir hjónaband. Steinunn lifír nú ein af alsystkinum sínum. Kristjana fluttist þriggja ára með foreldrum sínum að Stóru-Hellu á Hellissandi. Þar bjuggu þau með kýr, "kindur og nokkra hesta, og vann Hafliði auk þess utan heimilis- ins með hestana við vöruflutninga, einkum fískflutninga. Þegar Krist- jana var sex ára missti hún móður sína. Hafliði bjó áfram á Stóm- Hellu og bjó svo í nokkur ár með Guðlaugu Pálsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Hálfsystur Kristjönu era: 11. Lára Magnea, fædd 28. nóv- ember 1925, búsett í Alaska og á einn son. 12. Ásdís, fædd 5. apríl 1927, búsett í Alaska og á sex börn. Eftir að Hafliði og Guðlaug slitu samvistir flutti hann að Skarði. Kom þá Sigríður, dóttir hans honum til hjálpar við heimilishaldið og komu þau bömin sern farið höfðu í fóstur heim aftur. Á þeim tíma var Kristjana í fóstri hjá hjónum á Hellissandi og víðar. Þegar Sigríður stofnaði síðan heimili með Einari Ögmundssyni árið 1929, leystist heimili Hafliða að Skarði upp. Fór hann í vinnumennsku í Borgarfjörð og bömin fóru víða í fóstur. Krist- jana var þá ellefu ára og fýlgdi Sigríði og Einari að Klettsbúð á Hellissandi. Þar var hún til fjórtán ára aldurs að hún hleypir heimdrag- anum og heldur til Reykjavíkur. Fyrsta veturinn var hún vinnukona hjá Snjólaugu og Kay Braun á Laugavegi 13, og í þijá vetur var hún hjá frænku sinni, Ragnhildi Gottskálksdóttur, og manni hennar, Eggerti Ólafssyni í Tjarnargötu 30. Síðan vann hún í tvo vetur í þvotta- húsi í Reykjavík. Á sumram var hún í kaupavinnu, oftast í Borgar- firði, á Sturlureykjum í tvö sumur, eitt sumar í Bæ og annað á Grand í Skorradal, og síðan í eitt sumar á Bergþórshvoli í Landeyjum. Á árinu 1938 hóf Kristjana nám í kjólsaumi hjá Rebekku Hjörtþórs- dóttur, sem þá þótti með færastu kjólameisturam Reykjavíkur. Þar stundaði hún nám í níu mánuði og ætlaði að því loknu að stofna ásamt vinkonu sinni eigin saumastofu í Reykjavík. Ekki varð af þeirri fyrir- ætlan, en þær stöllur fóra saman til Siglufjarðar á síld vorið 1939. Kristjana hafði þá kynnst nema á öðra ári í Stýrimannaskólanum, Jóni Zophoníasi Sigríkssyni frá Akranesi; sem þá var skipveiji á Bjama Ólafssyni og lagði upp á Siglufírði. Haustið 1939 stofnuðu þau heimili á Ljósvallagötu 14 í -Reykjavík. Gengu þau síðan í hjóna- band 25. maí 1940 og fæddist þeim framburðurinn í Reykjavík það sama ár. í októbér 1940 fluttu þau á Akranes og bjuggu fyrstu þijú árin á Hól, Bragagötu 10 (nú Akur- gerði 10). Árið 1943 fluttust þau í nýbyggt hús sitt að Heiðarbraut 8 (nú Heiðargerði 8), þar sem þau bjuggu til 1955, að þau fluttu í nýbyggingu sína að Stillholti 11, þar sem þau bjuggu lengst, eða þar til þau minnkuðu við sig húsnæði 1976 og fluttu á neðri hæð hússins að Hjarðarholti 18, þar sem þau hafa átt heimili síðan. Eiginmaður Kristjönu, Jón Zoph- onías Sigríksson, fæddist á Krossi í Innri-Akraneshreppi 26. október 1914. Lengst af stundaði hann sjó en eftir að Sementsverksmiðjan tók til starfa hóf hann þar störf og vann þar fram á eftirlaunaaldur. Síðustu árin hefur hann svo stundað bókband með ágætum árangri. Þeim varð fjögurra barna auðið: 1. Hrönn, fædd 17. september 1940, kennari á Akranesi, gift Hall- dóri Jóhannssyni, bankamanni. Þau eiga þijár dætur. 2. Ester, fædd 7. mars 1943, dáin 2. júní sama ár. 3. Börkur, fæddur 16. desember 1944, netagerðarmaður og nú verk- stjóri á Grandartanga, kvæntur Valgerði Sólveigu Sigurðardóttur. Þau eiga fimm börn og einn son átti hann fýrir hjónaband. 4. Þorsteinn, fæddur 6. júní 1953, bókaútgefandi í Kópavogi, kvæntur Hrefnu Steinþórsdóttur og eiga þau þijú böm, auk þess sem hann á eina fósturdóttur. Afkomendur þeirra era tuttugu og einn, barnaböm era tólf og bamabarnaböm fímm. Þetta er í stóram dráttum ytri ramminn um lífshlaup móður okkar Kristjönu Vigdísar Hafliðadóttur. Það var enginn veraldlegur auður sem prýddi hana. Hún var ekki þeirrar gerðar. Hennar tilgangur í lífinu miðaðist við þau andlegu gildi sem henni fannst göfga manneskj- una. Þau ræktaði hún sjálf í eigin fari og ávallt vildi hún sjá hið já- kvæða í fari allra samferðarmanna sinna. Öll höfum við systkinin notið þeirrar einstöku hlýju og vemdar sem móðir okkar veitti. Frá unga aldri höfum við verið meðvituð um hið göfuga eðli hennar. Máltækið, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, á sem betur fer ekki við um samskipti okkar, því sam- bandið var þess eðlis að aldrei féll styggðaiyrði okkar í millum. Slík var skapsnilld móður okkar. Gagn- kvæm virðing óx- frá bernsku allt til hinstu stundar. Mamma var ávallt besti félaginn á öllum þroska- stigum. Hún setti sig vel inn í öll okkar mál. Þættist hún geta orðið að liði, hreyfði hún málum, en ann- ars lét hún sem hún vissi ekki af þeim. Þannig reyndist hún okkur ávallt traustur vinur. Persónugerð móður okkar var svo einstök að allir sem henni kynntust bára til hennar hlýhug. Pabbi og mamma hafa alla tíð verið okkur góðir félagar. Tvö okk- ar hafa búið á Akranesi við stöðuga jákvæða umgengni, og það okkar sem fjærst hefur verið, var í dag- legu símasambandi við mömmu og pabba. Samheldni foreldra okkar var mikil. Ekki skipti máli hvort þeirra sagði frá atburðum dagsins. Samstillt hjónaband þeirra var að- dáunarvert. Faðir okkar er ástríðufullur lax- veiðimaður. Á þeirra fyrstu hjóna- bandsárum, uppúr 1940 sýndi móð- ir okkar mikil tilþrif í laxveiðiíþrótt- inni. Þessari íþrótt hefur síðan ver- ið sýnt meira umburðarlyndi á heimili okkar, en öðrum íþróttum. Ávallt stóð hún fast við hlið pabba og studdi hann í hans áhugamálum. Það var ekki eingöngu við börnin sem fengum að njóta hennar hlýju persónu, bamabömin kunnu að meta heimsóknimar til hennar og þráðu sífellt návist hennar. Söknuð- ur þeirra er mikill en hin tæra og fallega minning Jönu ömmu er öll- um hvatning til jákvæðrar eftir- breytni. Hugsunin um hana verður okkur öllum leiðandi ljós. Hið skyndilega fráfall móður okkar kom sem reiðarslag yfir alla íjölskyldumeðlimi, það verður okkur öllum erfítt að sætta okkur við lífið án hennar, en hún yfírgefur okkur aldrei í minningunni. Dýrmætt er okkur öllum að hafa fengið að njóta samskiptanna við hana, sem var mæt og góð, trygg og trú, látlaus og falslaus. Hún vildi líka vera í faðmi fjölskyldu sinnar, því í þijátíu ár hafði hún betur í baráttunni við alvarlegan hjartasjúkdóm. Aldrei leyfði hún neinum að taka þátt í þeirri miklu þraut. Þó svo hún væri mjög þjökuð sýndi hún ávallt hetju- lund og öðrum vildi hún ekki •þyngja með sjúkdómsraunum sín- um. Ástvinir allir eiga nú um sárt að binda. Sárastur er þó söknuður föð- ur okkar sem misst hefur lífsföra- naut, en vinátta þeirra var mjög náin. Föður okkar auðnast vonandi fljótt að aðlagast breyttum aðstæð- um. Fjölskylda hans er með hugann hjá honum. Við kveðjum ástkæra móður okk- ar með söknuði. Hennar mikla hjartahlýja og velvild mun fylgja okkur öllum um ókomna tíð og lýsa veginn. Blessuð sé minning yndislegrar konu. Hrönn, Börkur og Steini. Nú er elsku amma okkar dáin. Okkur langar til að minnast hennar með fáeinum orðum, um leið og við þökkum henni fyrir þær ánægju- legu samverustundir, sem hún veitti okkur í lifandi lífi. Amma okkar, Jana, átti alltaf til hlý orð, gæsku og góðvild í garð annarra. Aldrei heyrðum við styggðaryrði af hennar vorum, heldur hafði hún ávallt eitthvað gott og fallegt um aðra að segja. Amma tók alltaf vel á móti okk- ur og veitti okkur mikið til að minn- ast. Sterkust er minningin um hennar miklu hjartahlýju. Oft vill koma upp sú ósk, þegar svona stendur á og við horfum til baka, að við hefðum veitt henni meira af okkar tíma og umhyggju. Ekki alls fyrir löngu varð amma Jana þessa aðnjótandi ásamt afa Soffa og þeirra afkomendum að eignast staðinn sem hún fæddist á, Brautarholt í Staðarsveit. Fyllti sá staður hana stolti og gaf henni mikla lífsfyllingu. Afl og amma voru stödd þar og vora að hlúa að jörðinni sinni þegar þessi sorglegi atburður átti sér stað. Það eru margar góðar minning- ar, margir atburðir sem okkur lang- ar til að segja frá, atburðir sem við geymum í hjarta okkar alla tíð. Við vonum að elsku ömmu okkar líði sem best, og við vitum að hún fylgir okkur og gætir okkar um t Litli sonur okkar og bróðir, ÁRNI GARÐAR HJALTASON, lést af slysförum þann 28. júlf í Vestmannaeyjum. Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Trausti og Tryggvi Hjaltasynir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JOHN FREDERIK BONYAI, 54 Knob Hill Road, Millford Conn., 06460, USA, lést þriðjudaginn 28 júlí. Vilborg Emilsdóttir Bonyai, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR JÓHANNESSONAR frá Svínárnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð. Fyrir hönd barna minna og annarra ættingja, Sólveig Hallgrfmsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, PÁLL LÍNDAL ráðuneytisstjóri, sem lést á heimli sínu laugardaginn 25. júlf sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. ágúst nk. kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Þórhildur Líndal, Eiríkur Tómasson, Björn Líndal, Jón Úlfar Lfndal, Páll Jakob Líndal, Hulda S. Jeppesen, Anna Salka Jeppesen, Stefán Jk. Jeppesen, og barnabörn. Sólveig Guðmundsdóttir, Bára Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.