Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 Ný keppnisíþrótt á Islandi: Blak á sandvelli Fyrsta íslandsmót í strandblakí, þar sem leikið er á sandvelli, stendur nú yfir. Fyrsta umferð mótsins af þremur fór fram á nýjum sandvelli á IÖ\.-svæðinu á Akureyri um síðustu helgi. Hér er um að ræða annars konar blak en keppt er í innanhúss, en í þessu blaki, sem kallað er strandblak vegna þess að það er jafnan leikið á sandströndum erlendis, eru aðeins tvéir leikmenn í hvoru liði. Pétur Ólafsson starfsmaður KA og einn þátttakenda í íslandsmótinu sagði að hingað til hefði verið reynt að iðka þessa íþrótt á gasvöllum, meðal annars í Kjamaskógi við Akureyri og í Laugardal í Reykjavík en nú hefði Blakdeild KA komið sér upp sandvelli svo nú mætti leika þessa íþrótt við þær aðstæður sem tíðkað- ist erlendis. Pétur sagði að blak á sandvelli væri skemmtileg en erfíð íþrótt, enda erfiðara að stökkva í sandi en þar sem undirlag væri harðara og þétt- ara. Þátttaka í fyrstu umferð íslands- mótsins, en þær verða alls þijár, hefði verið allgóð, þama hefðu verið 6 kvennalið og 12 karlalið. Þátttak- endur hefðu verið viða að, mest þó frá Akureyri og Reykjavík. Búist væri við fleiri þátttakendum í seinni umferðunum. Enn sem komið væri væru það einkum blakmenn sem iðk- uðu íþróttina, enda væri þetta svo nýlega byijað. Blakmenn teldu þetta hins vegar afar gott og hagstætt þeim, þar sem strandblakið, eða rétt- ara sagt sandblakið, væri góð æfíng í undirbúningi vetrarstarfs þeirra og lengdi auk þess blakárið. UMBOÐIÐ Hjólbardaþjónustan Hvannavöllum 14b, Akureyri, sími 22840. Big Boss 6x6, burðargeta 350 kg., stgr. m/vsk. kr. 466.666,- Verktakar — Bændur — Skógræktarf élög o.f I. Þetta eru réttu tækin Traíl BOSS 4X4,stgr m/vsk kr. 572.400,- Sævar, minni Hríseyjarferjan, kemur fullhlaðin fólki að bryggju í Hrísey. Morgunbiaðið/Magnús Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey: Lausn ferjumála er nú í höndum vegamálastj óra ENN hefur ekki verið gengið frá rekstrarmálum Hríseyjarferj- anna og Hríseyingar bíða þess í ofvæni að fundin verði lausn á þeim. Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að feijumál verði í höndum vegamálstjóra og nú er beðið tillagna hans í þessu máli. Samkvæmt áætlun ættu þær tillögur að liggja fyrir um eða upp úr miðjum ágúst. Að sögn Jónasar Vigfússonar, sveitarstjóra í Hrísey, er sá drátt- ur sem orðið hefur á því að koma rekstri Hríseyjarfeijanna Sævars og Sæfara orðinn langur og erfið- ur. Þegar Sæfari, stóra ferjan, hefði verið keyptur hefði verið ætlunin að stofna hlutafélag um eignarhald og rekstur feijanna með aðild Hríseyjar, Grímseyjar og ríkisins. Hríseyingar hefðu tek- ið að sér að reka fetjurnar í stutt- an tíma meðan gengið yrði frá stofnun hlutafélagsins, en nú væri sá stutti tími orðinn langur. Þegar hann hefði komið til starfa í Hrísey í júní á síðasta ári hefði verið áætlað að skrifa undir samn- inga 25. eða 26. júlí, en síðan hafi því verið frestað aftur og aftur af hálfu ráðuneytisins af ýmsum sökum. Aukafjárveiting til rekstrarins vegna ársins 1991 hefði ekki borist fyrr en nú fyrir skömmu og skuldir aukist. „Það má segja að þetta mál hafí verið í endalausum nefnd- um,“ sagði Jónas, „og það nýjasta er að samgöngumálaráðherra ákvað að þessi feijumál skyldu heyra undir Vegagerð ríkisins. Fyrir viku eða svo komu hingað Jón Birgir Jónsson, aðstoðarvega- málastjóri, og Halldór Blöndal, samgöngumálaráðherra. Þá var meðal annars rætt við okkur og þeim hjá Vegagerðinni falið að koma með tillögur um það hvern- ig staðið yrði að rekstrinum og þeir fengu til þess mánuð. Þannig er staða málanna í dag.“ Mikilvægast sagði Jónas að væri að hreinsa upp gamlan vanda, sem gerði ekkert annað en að hlaða utan á sig og auka kostnað. Þá væri óhjákvæmilegt að finna endanlegan flöt á því hvernig rekstrinum yrði háttað. Hann sagðist telja heppilegast að stofnað yrði sérstakt eignarhalds- félag fýrir skipin og annað rekstr- arfélag fyrir þau og tengsl þess við ríkið yrðu í gegnum Vegagerð- ina. Það ætti að geta orðið sæmi- lega skilvirkt. „Það þarf að koma þessu í lag sem fyrst og hefði þurft fyrir löngu. En miðað við það hvernig þessu hefur verið velt áfram og bremsað jafnóðum og okkur hefur sýnst eitthvað ætla að gerast, þori ég ekki að segja lengur hvenær vænta má að þessi mál komist í lag, sagði hann að lokum. Álagning opinberra gjalda 1992: KE A greiðir 117 milljónir Oddur C. Thorarensen lyfsali hæstur einstaklinga ÁLAGNINGARSKRÁ verður lögð fram í dag. Kaupfélagi Eyfirðinga hefur verið gert að greiða tæpar 117 milljónir króna í opinber gjöld, hæst allra lögaðila í Norðurlandsumdæmi eystra. Hæstur einstakl- inga er Oddur C. Thorarensen, með tæplega 6,2 milljóna króna álögð opinber gjöld. Heildargjöld lögaðila eru 1,32 milljarðar, og hafa því hækkað um 71,8% frá árínu áður. Heildargjöld einstaklinga eru 765 milljónir, 18,7% hærri en í fyrra. Einstaklingar á skrá í umdæminu eru alls 19.751, sem er 177 fleiri en í fyrra. Heildarálagning tekjuskatts einstaklinga er 2,3 milljarðar, 14,1% hærra en í fyrra. Útsvar nemur 1,58 milljörðum, 11,7% hærra en í fyrra. Eignarskattur nemur 90 milljónum og hefur hækk- að um 11,2%. frá árinu áður. Lögaðilar á skrá eru 1.086, en voru 1.195 í fyrra. Tekjuskattur alls 326 lögaðiia er 242 milljónir króna, 1,7% lækkun frá fyrra ári. Eignarskattur samtals 365 lögaðila er 62 milljónir, sem er 9,8% lækk- un. Þá eru tryggingagjöld 524 millj- ónir og aðstöðugjald 417 milljónir, 11,3% hærra en í fyrra. Einstaklingar: Hæstu greiðendur í Norðurlandskjördæmi eystra. 1. OddurCarl Thorarensen, Brekkugötu 35 6.152.678 2. Stefán Gunnar Þengilsson, Höfn 2 5.958.043 3. Tómas P. Eyþórsson, Skarðshlíð 7 5.288.413 4. Þórarinn B. Jónsson, Jörvabyggð 8 4.565.071 5. PéturBjamason,Móasíðu2d 4.351.860 6. Vigfús Guðmundsson, Stóragerði 13 4.195.307 7. ValdimarSnorrason, Svarfaðarbraut 15 3.993.659 8. Ari Halldórsson, Þórunnarstræti 124 3.723.233 0. Guðni Jónsson, Hrísalundi 16d 3.656.246 10. Þorsteinn Vilhelmsson, Hjarðarlundi 11 3.411.063 Lögaðilar: 1. Kaupfélag Eyfirðinga, Hafnarstræti 91-95 116.707.761 2. Útgerðarfélag Akureyringa hf., Fiskitanga 57.577.717 3. Akureyrarkaupstaður, Geislagötu 9 55.584.592 4. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi 41.903.133 5. Samheiji hf., Glerárgötu30 27.759.870 6. KaupfélagÞingeyinga,Garðarsbraut5 20.666.160 7. Celite ísland hf., Túngötu 1 17.803.594 8. Slippstöðin hf., Hjalteyrargötu 20 17.421.946 9. íslenskur skinnaiðnaður hf., Gleráreyrum 16.632.244 10. K. Jónsson og Co hf., Laufásgötu 15.858.677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.