Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. JUU 1992 ALAGNING OPINBERRA GJALDA 1992 Niðurstöður skattálagningar 1992: Tekjur ríkissjóðs 100-150 millj. kr. minni en gert var GEBT er ráð fyrii* að tekjur ríkissjóds vegna skattálagningar áríð 1992 geti orðið 100-150 milljónum króna minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er álagning skatta á fyrirtæki og einstaklinga nánast á áætlun, en hins vegar eru ýmsar endurgreiðslur og bótagreiðslur til einstakl- inga heldur meiri en búist var við. Þannig nema heildargreiðslur vaxtabóta og húsnæðisbóta um 2,8 milljörðum króna á þessu ári, samanborið við 2,4 milljarða á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að þessar fjárhæðir nálgist 3 milljarða að teknu tilliti til kæra og endurúrskurða. Talið er að skýringar á þessari aukningu milli ára séu aukin skuldsetning heimilanna annars vegar, meðal annars í formi húsbréfa, og hins vegar hærri vextir á eldri lánum Húsnæðis- stofnunar. Bótaþegum milli ára fjölgar úr 39.400 í 43.800, eða um 4.400. Álagður eignarskattur á ein- staklinga nemur um 1.570 milljón- um kr. á þessu ári samanborið við 1.480 m.kr. á síðasta ári, og er hækkunin rétt um 6% milli ára. í greinargerð ijármálaráðuneytisins kemur fram að þetta er heldur minni breyting en gert hafði verið ráð fyrir í forsendum fjárlaga, en skýringin á lítilli hækkun eignar- skattsstofnsins er aukin skulda- söfnun heimilanna. Samkvæmt skattframtölum jukust framtaldar skuldir um 14% að raungildi milli áranna 1990 og 1991, eða um 22 milljarða króna á mælikvarða framfærsluvísitölu. Eignirnar juk- ust hins vegar aðeins um 2,5% á föstu verði, eða um 15 milljarða króna, og þar af eru um 6 milljarð- ar í nýjum bílum. Fram kemur að þessi þróun nær yfír lengra tíma- bil, og þannig hafa framtaldar skuldir heimilanna í lok síðasta árs meira en tvöfaldast frá árinu 1988 á meðan skattskyldar eignir á Umræddu tlmabili hafa hækkað um 50%. Skattstofn til eignarskatts hefur því í reynd dregist saman um 6% að raungildi á síðustu þrem- ur árum, eða um 30 milljarða króna. Þannig hafa skuldir sem hlutfall af fasteignum heimilanna hækkað úr rúmlega 30% í 42%, enda hefur lánsfjárhlutfall í fast- eignakaupum hækkað mjög mikið síðustu árin með tilkomu húsbréfa- kerfisins. Einnig er talið að áhrifa gæti frá lækkandi fasteignaverði að undanförnu og jafnframt skipti aukning námslána einhverju máli. Fram kemur að í árslok 1988 var fjöldi þeirra sem áttu eignir um- fram skuldir 90.502, en í lok síð- asta árs voru þeir 88.818, eða 1,9% færri. Þeir sem voru með skuldir umfram eignir árið 1988 voru 11.212 talsins. Þeim hefur fjölgað um 62,75 á þessu tímabili, því í árslok 1991 voru þeir orðnir 18.245 talsins, en það er um 9,5% framteljenda í landinu. Útgreiðslur ríkissjóðs í formi bamabóta, barnabótaauka, vaxta- Reykjanesumdæmi; íslenskir aðalverktak- ar með 483 milljónir ÁLAGNING opinberra gjalda á Reykjanesi 1992 er í heild um 15,9 milljarðar króna og eru skattgreiðendur alls 52.616. Einstaklingar greiða 12,9 milljarða en félög 3 milljarða króna. Langhæst gjöld eru lögð á íslenska aðalverktaka, um 483 milljónir króna. Tekjuskattur einstaklinga er 7,5 milljarðar sem dreifist á 24.957 gjaldendur og útsvar 4 milljarðar á 45.629 gjaldendur. Þá er heildar- upphæð eignarskatts einstaklinga 574 milljónir á 14.861 greiðendur, aðstöðugjald 159 milljónir á 4.117 greiðendur og tryggingagjald 401 milljón, sem dreifist á 4.294 ein- staklinga. Til frádráttar hlutu 8.699 ein- staklingar alls 438 milljónir króna í barnabótaauka, 2.467 fengu alls 149 milljónir í húsnæðisbætur og 10.100 manns fengu 675 milljónir alls í vaxtabætur. Skattafsláttur til útsvars var 611 milljónir sem dreifðist á 20.749 einstaklinga, skattafsláttur til eignarskatts var 109 milljónir á 3.931 einstakling og skattafsláttur til sérstaks eign- arskatts var 7,6 milljónir króna sem dreifðist á 1.292 einstaklinga. Barnabætur eru ekki meðtaldar, en eru greiddar ársfjórðungslega. Meðalupphæð álagðra gjalda á einstaklinga eftir sveitarfélögum er hæst á Seltjamarnesi, eða 338 þús- und krónur, en næsthæst í Garðabæ, 335 þúsund, og í þriðja sæti er Bessastaðahreppur með 309 þúsund. í 4.-6. sæti eru Gerða- hreppur, Keflavík og Mosfellsbær, með 266, 265 og 260 þúsund krón- ur. Meðalgjöld eru lægst í Hafna- hreppi, eða 197 þúsund krónur. Tekjuskattar lögaðila eru alls 938 milljónir króna, sem er 20% hækkun frá árinu áður. Eignar- skattur lögaðila minnkaði hins veg- ar um 10,8%, niður í 169 milljónir. Þá er aðstöðugjald 710 milljónir og hækkaði því um 12,6%. Trygginga- gjald var 1 milljarður króna. Einstaklingar: Tíu hæstu greiðendur heildargjalda í Reykjanesumdæmi 1992: 1. Helgi Vilhjálmsson, Skjólvangi 1, Hafnarfirði 2. Matthías Ingibergsson, Hrauntungu 5, Kóp.... 3. Guðmundur Rúnar Hallgrímss., Óðinsv. 5, Kef 4. Sigurður Valdimarsson, Bollagörðum 2, Seltjn, 5. Benedikt Sigurðsson, Heiðarhomi 10, Keflavík 6. Sigurjón S. Heigason, Heiðarbraut 6, Keflavík 7. Hilmar Rafn Sölvason, Heiðarbrún 4, Keflavík 8. J_ón Ásbjömsson, Hofgörðum 1, Seltjamamesi 9. Ágúst Valfells, Hrauntungu 46, Kópavogi.. 10. Jón Skaftason, Sunnubraut 8, Kópavogi... 12.472.035 10.961.779 10.632.269 8.410.420 8.059.722 7.891.455 7.382.153 7.341.721 7.128.657 6.963.859 Lögaðilar: Tíu hæstu greiðendur heildargjalda í Reykjanesumdæmi 1992: 1. íslenskir aðalverktakar sf., Keflavíkurflugv. ... 482.773.464 2. BYKO - bygg.vöruv. Kóp. hf., Nýbýlav. 6, Kóp... 78.253.447 3. Sparisj. Hafnarfj., Strandg. 8-10, Hafnarf.. 72.076.830 4. Stálskip hf., Trönuhrauni 6, Hafnarfirði.... 68.041.573 5. P. Samúelsson hf., Nýbýlavegi 8, Kópavogi... 49.855.653 6. Fjarðarkauphf., Hólshrauni lb, Hafnarfirði.... 47.883.553 7. Kópavogskaupstaður, Fannborg2, Kópavogi.. 43.347.619 8. Hafnarfjarðarkaupst., Strandg. 6, Hafnarf. 39.114.096 9. íslenska álfélagið hf., Straumsvík ......... 32.691.814 10. Hagvirki hf., Skútahrauni 2, Hafnarfirði. 29.218.201 bóta og húsnæðisbóta nema rúm- lega 7 milljörðum króna á þessu ári, og þar af verða tæplega 4 milljarðar greiddir út nú um mán- aðamótin. Þá kemur auk þess til útborgunar ofgreiddur tekjuskatt- ur og útsvar að fjárhæð 2,3 millj- arðar króna. Frá þessu dregst um 1 milljarður til greiðslu skatt- skulda, þannig að til útborgunar koma um 5,2 milljarðar 1. ágúst. Stefnt er að því að greiðslurnar fari sem mest beint inn á banka- reikning viðkofflandi aðiia í stað less að senda ávísanir í pósti. Að lessu 8inni verður iagt inn á lankareikning hjá tæplega 62 þúa= und einstaklingum, en útsendar ávísanir nema um 54 þúsund. V estfjarðaumdæmi; Norðurtangi greið- ir hæstu gjöldin Norðurtangi hf. á ísafirði greiðir hæstu opinber gjöld lögað- ila og Benedikt Bjarnason framkvæmdasljóri í Bolungarvík greiðir hæstu opinber gjöld einstaklinga í Vestfjarðaumdæmi að þessu sinni. Einstaklingar: Greiðendur hæstu heildargjalda BenediktBjarnason, Bolungarvík ...................... 7.984.851 Ásgeir Guðbjartsson, Isafirði ...................... 3.127.078 Tryggvi Tryggvason, ísafirði ........................ 3.080.984 Ruth Tryggvason, ísafírði ........................... 2.948.132 Ásbjörn Sveinsson, ísafirði ......................... 2.939.360 Gunnlaugur Jónasson, ísafirði ....................... 2.936.337 Viðar Konráðsson, ísafirði .......................... 2.933.262 Þorsteinn Jóhannesson, ísafirði ..................... 2.845.217 Jóakim Pálsson, ísafirði ............................ 2.729.143 Hermánn Skúlason, Isafirði .......................... 2.706.579 Lögaðilar: Norðurtangi hf., tsafirði ............................ 20.372.339 EinarGuðfinnssonhf., Bolungarvík ..................... 19.896.317 Sparisjóður Bolungarvíkur, Bolungarvík ............... 17.522.525 Búðanes, ísafirði .................................. 16.795.200 Seljavík hf., Patreksfirði .......................... 13.716.325 Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal, Isafirði .............. 13.068.482 ísafjarðarkaupstaður, ísafirði ....................... 11.743.128 Gunnvörhf., Isafirði ............................... 10.486.643 Hrönnhf.,ísafirði ................................ 10.311.995 Oddi hf., Patreksfirði ............................... 10.007.906 V esturlandsumdæmi Soffanías Cecilsson greiðir hæstu gjöld TÍU gjaldahæstu einstaklingar og lögaðilar Vesturlandsumdæm- is 1992 samkvæmt álagningarskrá eru eftirfarandi. Einstaklingar: Greiðendur hæstu heildargjalda 1. Soffanías Cecilsson, Hlíðarvegi 2 ................ 9.947.752 2. Kjartan Magnússon, Kveldúlfsgötu 16a................. 4.872.807 3. Olgeir Ingimundarson, Reynigrund 6 .................. 4.675.190 4. Hjálmar Gunnarsson, Hamrahlíð 1...................... 4.151.925 5. Guðrún Ásmundsdóttir, Skagabraut 9................... 4.804.612 6. Bragi Þórðarson, Dalbraut 17......................... 3.410.147 7. Jón Þór Hallsson, Brekkubraut 29 .................... 3.388.975 8. Kristinn Gunnarsson, Borgarbraut 23 ................. 3.375.426 9. Sæmundur Sigmundsson, Kveldúlfsgötu 17 .............. 3.079.635 10. Jón Bjömsson, Suðurgötu 32 ......................... 2.945.330 Lögaðilar: 1. Hvalurhf., Miðsandi............................... 40.022.923 2. Sparisjóður Mýrasýslu-, Borgarbraut 14 ........... 33.714.638 3. Haraldur Böðvarsson og Co. hf., Bárugötu 8-10 .... 32.057.845 4. KaupfélagBorgfirðinga, Egilsgötu 11 .............. 30.301.583 5. Olíustöðin í Hvalfirði hf., Suðurlandsbraut 18 ... 20.192.309 6. Sjúkrahús Akraness, Merkigerði 9 ................. 17.447.794 7. Akraneskaupstaður, Kirkjubraut 28................. 12.342.956 8. SigurðurÁgústssonhf., Aðalgötu 1 ................. 12.112.540 9. íslenskajárnblendifélagið hf., Grundartanga....... 10.600.044 10. ÞorgeirogEllerthf., Bakkatúni 26 .................. 8.351.461 Mest seldu steikur á Islandi Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakaöri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. Tilboðsverð næstu daga: 690, krónur. Jarlinn ~ V E I T I N G A S T O F A ■ Sprengisandi - Kringlunni Gódandagim!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.