Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLlAÐlÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 ókomna framtíð. Með sárri saknaðarkveju. Elsku afí okkar, við vonum að þú haldir áfram að lifa þínu lífi, það er svo margt sem þú hefur til að lifa fyr- ir. Við verðum þér ávallt til halds og trausts og munum ávallt elska þig- Brynhildur, Harpa, Mjöll og makar. Kristjana Vigdís Hafliðadóttir föðursystir mín, Jana, eins og hún var kölluð á mínu heimili, er fallin frá._ Á slíkum stundum koma margar kærar minningar fram í hugann og sitja þær sem greyptar í hugann. Fyrsta minningin um ferð upp á Akranes var þegar Jana og maður hennar, Jón Zophonías Sigríksson, bjuggu á Heiðarbrautinni. Jana kom mér alltaf þannnig fyrir sjónir, að hún var ákaflega hjartahlý, glaðleg, frændrækin og jákvæð og vildi öllum gott gjöra og manni leið alltaf mjög vel í návist hennar og naut vel gestrisni hennar og manns hennar í ríkum mæli. Það var mjög gaman að tala við Jönu, hún hafði mikla ánægju að segja frá ýmsu því sem ég spurði hana um og það var alltaf fært í glaðværan og jákvæðan búning, sem ég kunni svo vel við. Ég bið Drottinn að blessa minn- ingu hennar um ókomin ár. Ég vil að lokum votta eigin- manni, börnum og barnabörnum mína dýpstu samúð og megi Drott- inn styrkja ykkur í sorg ykkar. Heiðar Steinþór Valdimars- son og fjölskylda. í dag verður lögð til hinstu hvílu elskuleg tengdamóðir mín Kristjana Vigdís Hafliðadóttir. Vil ég með nokkrum orðum minnast hennar og þakka henni samfylgdina, sem aldr- ei bar skugga á. Hún Jana mín var falleg mann- eskja. Ein af þessum fágætu perlum sem geislar af í hógværð hennar og fórnfýsi. Hún var svo glaðlynd og hlý með faðminn sinn útbreidd- an. Lítil hjörtu eru líka döpur. Aldr- ei framar tekur hún Jana á móti þeim fagnandi með gleðibros á vör. Hún amma sem vildi allt gera fyrir stelpurnar sínar, litlar og stórar. Og þegar hann litli bróðir fæddist fyrir fjórum mánuðum varð hún amma nú glöð. Rúmum 30 árum áður hafði hún fengið hjartamein sem fylgdi henni æ síðan. Þá hafði yngsti sonur hennar, Þorsteinn, eig- inmaður minn, þá 7 ára, heitið |ækni hennar því að hann skírði son sinn í höfuðið á honum ef hann læknaði móður hans. Og stolt var hún og glæsileg þegar hún hélt á sonarsyn- inum undir skím fyrir mánuði er áheitið var efnt. Því miður fær hún ekki að fylgja bamabömum sínum frekar eftir með allt umvefjandi kærleika sínum. Söknuðurinn er sár því hún var meistaraamma, dýrlingur í augum barnanna minna. En sárastur er söknuður tengdaföður míns, sem sér á eftir ástríkri eiginkonu og miklum félaga. Ég bið um styrk honum til handa. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, þakka ég allt sem hún var mér og mínum. Minning hennar verður hrein og björt. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og virðingu. Guð blessi hana. Hrefna Steinþórsdóttir. Sú harmafregn barst okkur að morgni þriðjudagsins 28. júlí að Jana frænka hefði látist daginn áður. Ekki gat okkur órað fyrir því, þegar við kvöddum hana hressa og káta á heimili sínu kvöldið áður en hún dó, að þetta væri síðasta skipt- ið sem við sæjum hana í þessum heimi. Kristjana Hafliðadóttir, eða Jana frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, var dóttir hjónanna Hafliða Þorsteinssonar og Steinunnar Kristjánsdóttur. Alsystkini Kristjönu voru tíu, og eru þau nú öll látin nema Steinunn, yngsta systirin, sem kveður nú góða systur og vinkonu. Einnig átti Krist- jana tvær hálfsystur, sem báðar eru á lífi og eru búsettar í Bandaríkjun- um. Jana frænka giftist árið 1940 miklum ágætismanni, Jóni Zophon- íasi Sigríkssyni frá Krossi, Innri Akraneshreppi. Sjómanni og síðar starfsmanni Sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi. Þau Jana og Soffí eignuðust fjög- ur böm. Þau eru: Hrönn, fædd 17. september 1940, maki Halldór Jó- hannsson, Ester, sem dó 2 mánaða, Börkur, fæddur 16. desember 1944, maki, Valgerður Sigurðardóttir, og Þorsteinn, fæddur 6. júní 1953, maki Hrefna Steindórsdóttir. þau Jana og Soffi bjuggu allan sinn búskap á Akranesi. Fyrst bjuggu þau við Heiðarbraut, en síðar reistu þau sér fallegt hús við Stillhölt 11 þar sem þau bjuggu meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Síðar þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu keyptu þau sér íbúð við Hjarðar- holt þar sem þau komu sér vel fyrir. Óhætt er að fullyrða að Jana og Soffí hafí verið fastur punktur í til- veru okkar fjölskyldunnar, bæði meðan við bjuggum að Eyri í Svínadal og eins eftir að við fluttum til Reykjavíkur. Fáar ferðir voru farnar á Akranes að ekki væri kom- ið til þeirra hjóna. Enda var sama á hvaða tíma var komið, ekki voru góðgerðirnar skornar við nögl. Þau hjón voru einstaklega sam- hent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Margar ferðir fór hún til dæmis með manni sínum til lax- veiða á ýmsum stöðum á landinu. Fyrir nokkrum árum festi öll fjöl- skyldan kaup á fæðingarstað Krist- jönu, jörðinni Bergholtskoti í Stað- arsveit á Snæfellsnesi. Aðdáun vakti hversu öll fjölskyldan var ein- staklega samtaka að gera stað þennan að sælureit sínum, Strax var hafist handa við að gera upp húsin á staðnum fyrir sumarbústað. Einnig lagði fjölskyldan mikla vinnu í skógrækt á jörðinni og var að- dáunar vert hve mikil alúð var lögð í það verk. Þó að heilsu Jönu hefði hrakað síðustu ár og hún verið öðru hvoru undir læknishendi og á sjúkrahús- um bar hún það ekki á torg og allt- af var hún jafn hrss og kát þegar við sáum hana. Þannig var það líka síðasta kvöldið sem við heimsóttum þau hjón, og var þá mikið rætt um fyrir- hugaða ferð þeirra vestur að Berg- holtskoti, þangað sem för þeirra var heitið daginn eftir. Þangað komst hún á fæðingarstað sinn hinsta sinni. Við þökkum Jönu frænku, alla góðvild í okkar garð á liðnum árum. Soffi, Hrönn, Börkur, Steini og fjölskyldur; okkar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Olafur Olafsson og fjölskylda. í dag er elskuleg tengdamóðir mín, Kristjana Vigdís Hafliðadóttir, borin til grafar. Á svona stundum er fátt um orð enda lítils megnug. En mig langar að þakka henni fyrir þessi 30 ár sem við þekktumst, mér fínnst þau alltof fá í dag. Ég vil þakka henni alla hlýjuna sem hún gaf okkur, alla tryggðina og trúna á hið góða, því ég held að enginn hafí verið jafn bjartsýnn og gert jafn gott úr hlutunum og hún. Hvernig sem henni leið í gegnum veikindi sín lét hún sem minnst á því bera, en var alltaf tilbúin til að létta undir með öðrum. Það er margt sem rifjast upp þegar litið er til baka, til dæmis þegar hún var að aðstoða mig við það sem ég var ekki alltof ánægð með, þá sagði hún: Það er nú ekk- ert að marka fyrr en beltið er kom- ið á, og það var satt. Þetta lýsir henni kannski best og hvað henni þótti allir með fallega húð, það var hennar háttur til að lýsa hvað henni þótti fólkið gott. Ég vil þakka henni fyrir það sem ég tel hana eiga þátt í, í lífí okkar í dag, og hún skilur svo vel. Svo bið ég guð að geyma hana. Hennar tengdadóttir, Vallý. 27 Sigmjóna Jakobs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 18. september 1891 Dáin 18. júlí 1992 Eitt fyrsta hús á Akureyri sem foreldrar mínir voru boðin í með börn sín, þá nýflutt til Akureyrar, var heimili Siguijónu Jakobsdóttur og manns hennar Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn, sem var mik- ilhæfur maður og þekktur af sinni samtíð sem skólastjóri, bókaútgef- andi, stjórnmálamaður o.fl. er lát- inn fyrir allmörgum árum, en Siguijóna, sem nú er kvödd varð hundrað ára og vantaði tæpa tvo mánuði upp á að verða 101 árs að aldri. Ekki man ég margt úr þessu boði annað en það, hve innilega þetta fullorðna fólk heilsaðist og taldi ég víst, að hér væri komið frændfólk, sem oft var talað um að við ættum, þegar við kæmum norður. Síðar komst ég að því, að svo var ekki. Hinsvegar höfðu þær Siguijóna og móðir mín verið vin- stúlkur ungar að árum og mátti rekja tengsl til bemskudaga, en Guðbjörg móðir Siguijónu var um skeið hjá afa móður minnar, séra Jóni Reykjalín að Þönglabakka í Þorgeirsfírði. Siguijóna var fædd í Grímsey og vinátta við móðursyst- ur mína, Ingu Jóhannesdóttur var hluti af þessum tengslum. Til er skemmtileg mynd af þeim Sigur- jónu og móður minni á íslenskum búningi með sjöl, báðar ungar blómarósir. Um húsbóndann á heimilinu er aftur það að segja, að þeir'Þor- steinn M. og faðir minn, höfðu verið saman í Gagnfræðaskóla á Akureyri, arftaka Möðmvallaskóla, og útskrifast saman vorið 1905 ásamt fleira fólki, sem átti eftir að setja svip á samtíð sína. Engin undur að það yrðu fagnaðar fundir er þetta fólk hittist aftur. Þegar ég kom í bamaskóla fyrst, 10 ára að aldri, eignaðist ég vin- stúlku, sem mér þótti skemmtileg. Það var Þórhalla Þorsteinsdóttir, sem síðar varð íþróttakennari á Akureyri og leikkona. Við urðum mjög samrýmdar telpur, saman í leikfimisflokki hjá Hermanni Stef- ánssyni, saman í þjóðdönsum hjá Ólafí Daníelssyni og urðum báðar að vera í matrósafötum og leika stráka, vegna þess hve erfitt var að fá stráka til að dansa. Ég fór stundum heim með Gógó, eins og hún var kölluð, og þá var heimili Siguijónu og Þorsteins í stóru gulu húsi neðarlega á Brekkunni norðan við gil. Þar þótti mér gott að koma. Siguijóna fagnaði mér alltaf og naut ég að sjálfsögðu vinskapar foreldra okkar beggja. Ævinlega var mér tekið með hlýju brosi, þótt ekki væri há í loftinu, engu síðar en alls kyns mektarfólki, sem þar bar oft að garði. Gógó var dugleg að bjóða mér heim eftir skóla, stundum fórum við heim til mín eftir að við vorum komin á Brekk- una. Alltaf var fullt hús af fólki heima hjá Gógó, bæði ungu og gömlu, mikil glaðværð og mikið annríki. Siguijóna var sannkölluð drottning í sínu heimili. Ég held að hún hafí ráðið öllu sem hún vildi ráða, en hún gerði það á sinn sér- staka hátt. Heimilið var hlaðið bók- um og fallegum málverkum og þar sá ég í fyrsta sinn málverk eftir Jóhannes Kjarval. Ég gleymi aldrei myndunum úr gamla ævintýrinu um Hlyna kóngsson og alveg sér- staklega þeirri af skessunum úti í skógi að kasta fjöregginu á milli sín. Löngu síðar sagði Sigutjóna mér, þá flutt í Eskihlíð í Reykjavík, að ein myndin úr samstæðunni hefði horfið af vegg, en hún hafði haft þær í stiga uppgangi, alla veggi þurfti fyrir bækur. En hún var ekkert að fjargviðrast út af þessu, þetta var svona oft í lífinu, því miður, og svo var málið út- rætt. Siguijóna var góð leikkona og oft sá ég hana á sviði á Akur- eyri hér á árum áður. Fólk í bænum undraðist, að þessi húsfreyja með fullt hús af börnum, gestum og manni, sem var starfandi á mörg- um sviðum og umkringdur fjölda manns, sem þurfti að sinna, gat komið því í verk að fara í leikhús á æfingar og sýningar, en ég er nærri viss um, að þetta var henni mjög mikils virði, jafn vel nauðsyn. Hún var mjög söngvin, og í Kant- ötukór Björgvins Guðmundssonar hittust þær aftur móðir mín og hún. Siguijóna var glæsileg kona. Hún var alltaf á íslenskum búningi hér áður fyrr og bar hann fjarska fallega. Heimilið þeirra í París var stærra og betur búið en á Brekk- unni og gott var að koma þar, en þá var ég að verða stór stelpa og barnaskólaár okkar Gógó að baki. Ég hringdi stundum til hennar á afmælisdögum, en við áttum sama dag. Alltaf var sama hlýjan í röddinni, alltaf glaðlegt viðhorf til alls, stundum spaugað og var þá stutt í hlátur hennar, sem var sérstakur. Mér þykir vænt um að hafa getað sagt henni meðan hún var hér, hve minningar frá heim- sóknunum á Akureyri voru og eru mér kærar. Oft hefí ég hugleitt, hve framkoma við lítil börn getur haft mikil áhrif og enst lengi. Minn- ingar mínar um heimili Siguijónu eru af þeim toga. Skyldi nokkur íslensk kona hafa haldið upp á níræðisafmæli sitt með jafn miklum glæsibrag og Sig- uijóna Jakobsdóttir? Hún flaug austur á land og færði Menntaskól- anum á Egilsstöðum málverk eftir Kjarval að gjöf, en bóndi hennar hafði haft mikinn hug á að koma upp slíkum skóla á Héraði. En hún lét ekki þar við sitja heldur færði Borgarfírði eystra, þar sem þau höfðu hafíð búskap ung, fræga Dyrfjalla mynd eftir Kjarval. Ég þakka henni alla elskusemi við litla telpu fyrir meir en hálfri öld. Fallegar bernskuminningar eru fjársjóður og af góðvild og hlýju gaf hún stórgjafir í þann sjóð. Blessu sé minning hennar. Anna S. Snorradóttir. Skálholts- hátíð í fögru veðri Selfossi. SKÁLHOLTSHÁTÍÐ fór fram á sunnudag í fögru veðri. Hún hófst með klukknahringingu, organleik og skrúðgöngu presta og biskupa sem gengu til há- tiðarmessu í Skálholtskirkju. Að lokinni messu var hátíðarsam- koma í kirkjunni. Hátíðin var vel sótt. Það var Guðmundur Óli Ólafs- son staðarprestur sem predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Jón- asi Gíslasyni vígslubiskup í Skál- holti. Tign Skálholtsstaðar og saga hans dregur fólk að til þeirra tíða sem þar eru sungnar og til að eiga þar dagsstund, en fjöldi ferða- manna fer þar um hlaðið á degi hveijum. Jónas Gíslason vígslu- biskup sagði um Skálholt er hann kynnti hátíðina í Morgunblaðinu: „Skálholt er heilög jörð! Hér hefur Guð á liðnum öldum kallað marga til starfa á ættjörð vorri. Vér getum margt lært af sögu þeirra.“ Að lokinni hátíðarmessu fór Jón- as Gíslason Skálholtsbiskup fyrir prestum og biskupum er þeir gengu frá kirkju. Á hátíðarsam- komunni síðar um daginn lék Haukur Guðlaugsson á orgel kirkj- unnar, sr. Jónas Gíslason vígslu- biskup flutti ávarp, Inga Backman söng einsöng og Sveinbjörn Bjömsson háskólarektor hélt ræðu. Loks var ritningarlestur og bæn og almennur söngur. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup í Skálholti fer fyrir prestum og bisk- upum að lokinni hátíðarmessu í Skálholtskirkju. t SVEINN ÓLAFUR JÓNSSON fyrrverandi kirkjuvörður, fsafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu, l’safirði, 21. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Matthias Sveinsson, Elias Sveinsson og aðrir aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA MAGNÚSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu 24. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 31. júlí, kl. 13.30. Oddný Dóra Jónsdóttir, Þórir H. Konráðsson, Helga Jónsdóttir, Hilmar Haraldsson, Sigurður Jónsson, Sigrfður Oddsdóttir barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.