Morgunblaðið - 31.07.1992, Side 19

Morgunblaðið - 31.07.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 19 ■.. ■ ■■ ■ ■ í?;ii *#***“ ’ Árni Sæberg eykjavík lugardal. Af því tilefni voru grillað- 100 leiðbeinendur þeirra. Sparifjárþróun frá júní 1991 til júní 1992: Sala ríkisvíxla jókst um 69% milli 1991 og 1992 Umsvif verðbréfasjóða minnkuðu um 28% PENINGALEGUR sparnaður í íslenska lánakerfinu jókst um 8% frá mars í fyrra til mars í ár. Er það nokkru minni raunaukning eii á árinu 1990. Verðbréfaeign verðbréfasjóðanna hefur minnkað um 28% að raungildi frá júní 1991 til júní 1992 og hlutabréfasjóðanna um 11%. Aftur á móti var 17% raunvöxtur í spariskírteinum ríkissjóðs og 69% vöxtur í raun- virði útistandandi ríkisvixla. Þetta kemur fram í upplýsingum frá pen- ingamáladeild Seðlabanka íslands. Heildarupphæð peningalegs spam- aðar var í mars 435 milljarðar króna. Aukingin frá mars 1991 til mars 1992 var minni en aukningin á árinu 1990, er hún var um 9,4% að raungildi. Af heildarsparnaði jókst frjáls spamaður, þ.e. innlán, seðlar, spari- skírteini, tryggingasjóðir og fleira, um 8,5% í 201 milljarð, og kerfísbundinn spamaður, þ.e. eignir lífeyrissjóða, skylduspamaður, eigið fé lánastofn- Ein myndanna á sýningunni Höndlað í höfuðstað er þessi gamla mynd úr verslun O. Johnsen og Kaaber. Geysishúsið: Sýning um verslun- arsögu Reykjavíkur SÝNINGIN „Höndlað í höfuðstað — þættir úr sögu verslunar í Reykjavík“ var formlega opnuð af Markúsi Erni Antonssyni borgar- stjóra í Geysishúsinu fimmtudaginn 30. júlí sl. Verslað hefur verið í Geysishúsinu allt frá upphafi verslunar í Reykjavík, eða frá 1780. Það eru Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Verslunarmannafélag Reykjavíkur sem standa að þessari sýningu. Á sýningunni er þróun verslunar í Reykjavík rakin frá upphafi til dagsins í dag með skjölum, ljós- myndum og öðrum gögnum. Á þessari sýningu-er margt merkilegt að sjá. Svanhildur Bogadóttir borg- arskjalavörður sagði að frá elsta tímabilinu, 1780-1880, væri t.d. tilskipun um kaupstaðarréttindin sem Rekjavík hefði fengið 1786. Jafnframt væru til sýnis borgara- bréf og borgaraeiðar sem hefðu verið gefnir út af því að borgarar máttu eingöngu reka verslanir í Reykjavík. Eitt af þessum sýnis- hornum væri með undirskrift og innsigli Skúla Magnússonar. Að sögn Svanhildar eru einnig til sýnis skjöl frá Reykjavíkur- klúbbnum sem margir kaupmenn hefðu verið í. Hún sagði að meðal þeirra skjala væri eitt mjög merki- Iegt en það væri listi frá því um 1826 yfir dansa sem hefðu verið dansaðir á dansleikjum sem klúb- burinn hefði haldið. Þessi listi væri eina skjalið yfir dansa á Norður- löndunum á þessum tíma sem vitað væri um. Svanhildur sagði að jafnframt væru á sýningunni fréttamiðar og dreifíbréf frá verslunum. Hún nefndi sem dæmi dreifíbréf frá 1902 þar sem tíundað væri hvað fengist í Thomsen-vöruhúsinu og væri úrvalið ótrúlegt. Að sögn Svanhildar var erfiðast að finna skjöl frá síðasta tímabil- inu, þ.e. eftir 1955, þar sem ekkert hefði komið inn til safnsins af slqöl- um frá verslunum eftir seinna stríð. Svanhildur sagði að reynt hefði verið að auglýsa eftir skjölum frá þessum tíma og þá hefði töluvert borist. Einnig hefði verið leitað til Þjóðskjalasafnsins en þar væri ein- göngu að fínna skjöl frá þrotabúum sem safninu bæri að varðveita í ákveðinn tíma. Svanhildur sagði að verslunarsagan væri að tapast frá þessu tímabili og eyða að skap- ast. Sýningin stendur til 30. ágúst og er aðgangur ókeypis. Hún er opin alla daga frá klukkan 9 til 20. ana og fleira, um 7,6% í 234 milljarða króna. Þá jókst erlent lánsfjármagn lána- kerfísins um 3,0% að raungildi, og var í mars síðastliðnum 196 milljarðar króna. Eignir og skuldir lánakerfisins jukust um 6,4% í 631 milljarð. Frá júní í fyrra til júní í ár jukust innstæður hjá innlánsstofnunum um 4,5% að raungildi, og voru þá 11,3 milljarðar. Verðbréfaútgáfa innláns- stofnananna jókst um 12,4% í 3,1 milljarð króna. Almenn útlán jukust á hinn bóginn um 2,9% að raungildi á tímabilinu, í 145 milljarða króna. Verðbréfaeign verðbréfasjóðanna dróst saman um 28,0%, niður í 10,6 milljarða króna, frá júní 1991 til júní 1992. Þá dróst verðbréfaeign hluta- bréfasjóðanna saman um 11,2% að raungildi á sama tímabili, eða niður í 1,36 milljarða. Leigusamningar eignaleigufyrirtækjanna jukust hins vegar að raungildi um 0,6% frá júní 1991 til maí 1992. Upphæð útistandandi spariskír- teina ríkissjóðs jókst um 16,8% að raungildi frá júní í fyrra til júní í ár, er hún var 49,8 milljarðar króna. Upphæð útistandandi ríkisvíxla jókst um 69,0%, í 12,5 milljarða. Átökin í Bosníu-Herzegóvínu: Flóttamenn hafa þegar fengið atvinnuleyfi hér NOKKRIR flóttamenn frá júgóslav- nesku lýðveldunum fyrrverandi hafa þegar fengið atvinnu- og dval- arleyfi hérlendis. En Sadako Ogata, yfirmaður Flóttamanna- þjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt þjóðir Evrópu til þess að taka við flóttamönnum frá átakasvæð- unum í Bosníu-Herzegóvínu. Gunn- ar Snorri Gunnarsson, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði að nauðsynlegt væri að taka af- stöðu til þessa máls og yrði það gert á næstunni. íslenska ríkis- stjórnin hefur ákveðið að leggja fram 3 milþ'ónir króna til neyðarað- stoðar í Júgóslaviu. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendinga- eftirlitinu sagði að nokkuð hefði borið á því að fólk frá júgóslavnesku lýð- veldunum fyrrverandi hefði komið hingað til lands það sem af er árinu. Nokkrum hefði verið veitt atvinnu- og dvalarleyfí af mannúðarástæðum á meðan ástandið væri að skýrast í heimahögum þeirra. Jóhann sagði að ekkert flóð eða holskefla af flóttafólki kæmi hingað og væru það landfræði- legar aðstæður sem gerðu það að verkum. Kjartan Jóþannsson, sendiherra, sat fyrir hönd íslands á fundinum sem Sadako Ogata boðaði til um neyðarað- stoð við fórnarlömb átakanna í fyrrum Júgóslavíu í Genf 29. júlí sl. í fréttatil- kynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Kjartan hafí í ræðu sinni á fundinum lýst yfír stuðningi við áætlanir um skipulag hjálpar- starfsins og jafnframt tilkynnt um þriggja milljóna króna framlag af hálfu íslands til starfsins. Sóknarnefndin í Keflavík endurkjörin: Vill afsögn prestsins SAFNAÐARFUNDUR sem haldinn var í Keflavík í fyrrakvöld endur- kaus alla fyrri sóknarnefndarmenn til áframhaldandi starfa. Sóknar- nefndin hafði sagt af sér vegna samskiptaörðugleika við sóknarprest- inn í Keflavik, séra Ólaf Odd Jónsson. Séra Bragi Friðriksson prófastur í Kjalarnesprófastdæmi kveðst munu kalla saman fund með sóknar- nefndinni eftir helgi til að kanna hvort hún hyggist fylgja eftir kröfum sínum um afsögn prestsins. Séra Ólafur Oddur vildi ekki tjá sig um málið. í Sævar Reynisson gjaldkeri sókn- amefndarinnar flutti á fundinum í fyrrakvöld skýrslu nefndarinnar í fjarveru formannsins Hrafnhildar Miðsijórn Sjálfstæðisflokksins: Nýr fulltrúi kjörinn á næsta þingflokksfundi NÝR fulltrúi þingflokks Sjálfstæðisflokksins verður væntanlega kjör- inn í miðstjórn flokksins í stað Matthíasar Bjarnasonar á næsta þing- flokksfundi, að sögn Geirs H. Haarde, formanns þingflokksins. Matthías Bjarnason hefur sagt sig hefur setið þar síðan 1970. Eftir því úr miðstjórn flokksins og gefur m.a. sem Morgunblaðið kemst næst hefur sem ástæðu niðurstöðu ríkisstjórnar- það ekki gerzt áður að miðstjómar- innar um aflaheimildir næsta árs. maður segi sig úr stjórninni vegna Hann var tilnefndur í miðstjómina pólitísks ágreinings við flokksforyst- af þingflokki sjálfstæðismanna og una. , Gunnarsdóttur. í skýrslu Sævars komu fram ýmsar ávirðingar á störf sóknarprestsins og lýsingar á sam-' skiptaörðugleikum hans við sóknar- nefnd og söfnuðinn. „Þetta mál er mjög sárt og viðkvæmt og það hlýt ég að hafa í huga við umfjöllun þess“, segir séra Bragi Friðriksson. Sævar Reynisson segir að allir 14 sóknamefndarmenn, 7 aðalmenn og 7 varamenn, hafí verið endurkjörnir á fundinum með miklum meirihluta atkvæða. „Þetta fólk var allt kjörið sem einstaklingar og það segir sína sögu um hug fundarmanna“, segir Sævar. Seta í sóknamefnd er að sögn Sævars borgaraleg skylda sem ekki er hægt að víkjast undan. „Mál þetta er mjög viðkvæmt og við sem þarna vorum endurkjörin kærum okkur ekki um að vera að velta okkur upp úr því“, segir Sævar. „Hins vegar er alveg ljóst að það er vilji okkar að presturinn segi af sér og það munum við tjá prófasti."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.