Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 36
* LÉTTÖL Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAÖoÁLMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMl 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 31. JULI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Ólögleg net skammt frá Laxárósum s*Tvö ólögleg net fundust í svokall- aðri Saltvik, sem er skammt frá ósum Laxár í Aðaldal í fyrramorg- un. Að sögn Kristjáns Arnarsonar veiðieftirlitsmanns við Laxá var afli þeirra fremur rýr, einn lax, nokkrir silungar, kolar og mar- hnútar. „Netin voru merkt, en þarna hefur ekki verið heimilt að leggja síðustu árin, svo ég kippti netunum því upp í fjöru og mun gefa lögreglunni skýrslu um málið,“ sagði Kristján. Síðustu sumur hafa net verið tekin úr Saltvík af og til, en gönguleið laxins til Laxár í Aðaldal liggur um víkina. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Úlfar Jónsson Golf: Einvígi á Landsmóti LANDSMÓTINU í golfi lýkur í dag á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Keppnin er jöfn og spennandi og það stefnir í mikið —einvígi millli íslandsmeistarans » Úlfars Jónssonar úr Keili og Sig- uijóns Arnarssonar úr GR. Úlfar og Siguijón hafa gott for- skot og hafa leikið mjög vel. Úlfar setti vallarmet í gær, lék á þremur höggum undir pari vallarins, og skaust í fyrsta sætið. Hann á nú tvö högg á Siguijón. Síðasti riðill í meist- araflokki karla verður ræstur út kl. 13 í dag. Sjá B12. Kringlumýrarbraut lokað í 30 mínútur vegna umferðarslyss: Fimmá Morgunblaðið/Júlíus Hjúkrunarmenn búa um meiðsli lítils drengs eftir áreksturinn á Kringlumýrarbraut. Drengur- inn reyndist ekki hafa meiðst alvarlega. slysadeild LÖGREGLAN i Reykjavík þurfti að loka gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar eftir harðan árekstur þar í gærkvöidi. Fimm slös- uðust í þessum árekstri og voru flutt á slysadeild en meiðsli þeirra munu ekki talin alvarleg. Kalla þurfti til slökkviliðið til að klippa fjóra úr öðr- um bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni varð áreksturinn skömmu eftir klukkan 20. Jeppabifreið var ekið norður Kringlumýrarbrautina og ætlaði jeppinn að beygja vestur Miklubraut. Ökumaður jeppans taldi að hann æki yfir gatnamót- in á grænu beygjuljósi en svo var ekki. Lenti hann á fólksbíl sem kom úr gagn- stæðri átt. Höggið við áreksturinn var svo mikið að jeppinn kastaðist á bíl sem ekið var á eftir honum. Lögreglan lokaði strax gatnamótun- um meðen unnið var að því að ná þeim fjórum sem í fólksbílnum voru út úr flak- inu. Allir bílarnir þrír voru fluttir á brott með kranabíl. Deilur harðna enn milli meirihluta og minnihluta Fjölmiðlunar sf.: Stj ómarformaðurínn sakaður um umboðssvik JÓHANN Óli Guðmundsson, einn eigenda Fjölmiðlunar sf., segir að í Firmaskrá Reykjavíkur komi skýrt fram um Fjölmiðlun sf. að félagið skuli allir félagsmenn rita sameiginlega. Þetta segir hann að hljóti að kalla á þá túlkun að um umboðssvik hafí verið að ræða þegar stjórn Fjölmiðlunar sf. seldi Útheija hf. hlutabréf að nafnvirði 150 miHjónir króna án þess að bera það formlega undir aðra eigendur. A almennum sljórnarfundi íslenska útvarpsfélagsins í gær var lagt fram tilboð í hlutabréf sem félagið á í sjálfu sér frá fyrirtæki í eigu Siguijóns Sig- hvatssonar kvikmyndagerðarmanns í Bandaríkjunum, Overt Operation Inc. Tilboðinu var hafnað fyrir tilstuðlan minnihluta sljórnarinnar. svo skamman frest til að taka af- stöðu til tilboðsins og þess vegna hafi því verið hafnað. Auk þess séu erlendir fjárfestar yfirleitt að fjár- festa til mjög langs tíma og kaupi því hlutabréf á miklu hærra verði en gengur og gerist innanlands. „Því er heldur ekki að leyna að ég tel þetta gagnsæja og klaufalega tilraun þessara manna til að breyta valdahlutföllum aftur eftir sölu til Útheija hf,“ segir Jóhann. „Eins og ég hef áður haldið fram þá tel ég sölu stjómar Fjölmiðlunar sf. til Útheija hf. undir engum kring- umstæðum standast lög. Þvert á móti eru íjölmörg lagatæknileg atriði sem styðja skoðun mína. Ein af meginröksemdunum er sú að félagið er skráð hjá Firmaskrá Reykjavíkur með þeim hætti að skýrt er tekið Stúlka slasaðist á skátamóti í Sviss: Þungt haldin á gjörgæsludeild Stúlka frá Akureyri varð fyrir slysi á skátamóti í Sviss. Kajak sem hún reri hvolfdi og festist. Stúlkan liggur þungt haldin á gjörgæslu- deild. Á alheimsmóti eldri skáta, á aldrinum 18 til 24 í Kandersteg í Sviss, varð stúlkan sem tók þátt í hópsiglingu á kajökum, fyrir því óhappi að kajak hennar hvolfdi og festist við brú. Hjálparlið dreif fljótt á staðinn og sjúkrabíll kom að skömmu síðar og var stúlkan flutt á Inscell-sjúkrahúsið, þar skammt frá. Stúlkan var meðvitundarlaus, mjög köld og blaut og var lögð inn á gjörgæsludeild sjúkrahússins, þar • sem hún liggur enn þungt haldin. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Tr. Kjartanssonar, deildarforingja hjá Skátafélaginu Klakki á Akur- eyri og Þorsteins Sigurðssonar hjá Bandalagi íslenskra skáta, eru mótsstaðurinn og sjúkrahúsið skammt frá Bem í Sviss. Þetta sjúkrahús er talið afar vel búið og sérfræðingar þess vanir að fást við slys af því tagi sem hér um ræðir. Alls eru 66 íslenskir skátar á skátamótinu í Kandersteg, þar af tólf í hópi Akureyringa, en mótið hófst í byijun þessarar viku. fram að félagið skuli allir félagsmenn rita sameiginlega. Þetta eitt og sér hlýtur að kalla á þá túlkun að um umboðssvik sé að ræða,“ segir Jó- hann Óli. Jóhann J. Ólafsson stjómarfor- maður Fjölmiðlunar sf. segir um þetta, að hann hafi ekki fengið þess- ar upplýsingar og því liggi ekkert nýtt fyrir sem breytt hefði getað hans afstöðu til lögmæti sölu hluta- bréfa Fjölmiðlunar. Tilboðið sem gert var í hlutabréf íslenska útvarpsfélagsins í gær var að nafnvirði rúmlega 37 milljónir. Fjórir af sjö stjórnarmönnum vildu að tilboðinu yrði tekið en minnihluti stjómar krafðist þess að málinu yrði vísað til hluthafafundar sem halda á 12. ágúst nk. og lögmaður fyrirtæk- isins úrskurðaði að svo yrði að vera þar sem stjómin hefði ekki umboð til að gera neitt með hlutaféð úr því að krafa um hluthafafund kom fram. Tilboðsfrestur rann út kl. 17 í gær. Jóhann Óli segir með ólíkindum að minnihlutinn skuli hafnatilboðinu, þegar þess sé gætt að sömu aðilar hafi farið víða um heim í leit að fjár- festum. M.a. hafi verið leitað til Sig- uijóns Sighvatssonar. Jóhann J. Ólafsson segist líta á umræður um tilboð Sigurjóns í fjöl- miðlum sem alvarlegt brot á meðferð trúnaðarmála stjómarinnar. „Þar sem hins vegar er búið að bijóta trún- aðinn get ég ekki annað en fjallað um þetta,“ segir hann. Hann segist álíta að stjórn félags- ins hafi ekki getað látið bjóða sér Morgunblaðið/RAX Brugðið á leik íBarcelona ELSA Nielsen, badmintonkona, bregður á leik á baðströndinni í Ólympíuþorpinu í Barcelona í gær. Hún handleikur spjót Einari Vil- hjálmssonar, sem fylgist með góðum tilburðum hennar. Sjá allt um Olympíuleikana í aukablaði B/íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.