Morgunblaðið - 31.07.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 31.07.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 félk í fréttum Logan og Linda á sigurstundu... TONLIST Linda og Logan syngja saman Það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdist með síð- ustu sönglagakeppni „Júróvisíon", að Johnny Logan gekk þar aftur þótt ekki væri hann flytjandi að sigurlag- inu. Logan, sem hefur tvívegis flutt sigurlög á Júróvisí- on, var höfundur lags og texta sigurlagsins sem flutt var af vinkonu hans Linda Martin. Þótt Hamilton flytti lagið með þeim glans að sigur vannst var Logan engu að síð- ur kallaður inn á sviðið með henni og látið með hann eins og hann væri hinn raunverulegi sigurvegari. Þó þau Logan og Hamilton hafí þekkst lengi og Logan hafi skrif- að lagið fyrir Hamilton til flutnings á Júróvisíon, hafa þau aldrei komið fram og sungið saman. Stendur það nú allt til bóta, því þann 20. ágúst ætla þau að láta verða af því. Það var boð um gull og græna skóga sem atti þeim út í það, nýtt spilavíti verður opnað í húsakynnum Hótel Scandinavia í Kaupmannahöfn og er gestalistinn við opnunina stjömum og stórmennum prýddur. Aðal- skemmtiatriðið er samsöngur þeirra Lindu Hamilton og Johnny Logan. LJOSMYNDUN íslandsvinur sýnir Islandsmyndir Um þessar mundir stendur yfír í anddyri Norræna hússins sýning á ljósmyndum eftir Þjóð- veijann Franz-Karl Freiherr von Linden. Þetta era nokkrar af ljós- myndum þeim sem hann ánafnaði íslensku þjóðinni árið 1990, en þær spjaldanna á milli allar bækur Jóns. Ekki minnkaði áhugi á land og j)jóð við það. Oskin rættist árið 1959 er hann réði sig sem kaupamann á bóndabæ norður í landi. Árin 1962 til 1965 starfaði hann við ljós- myndadeild Landmælinga íslands og sankaði þá að sér m.a. miklum jarðfræðilegum og landfræðilegum upplýsingum um Island, m.a. með því að fylgjast grannt með tilurð Surtseyjar árin 1963 til 65. Eftir íslandsdvölina vann hann sem ljós- myndari í Þýskalandi, en kom hingað til lands árin 1972,73,74, 76 og 77. Kallaði þá ísland annað heimaland sitt. Hann hefur auk þessa verið meðhöfundur að ís- landsbók sem kom út í Sviss og víðar og flutt fjölmarga fyrirlestra um ísland í þýskum og svissnesk- um borgum. Á árum sínum á íslandi tók von Linden mikið af ljósmyndum og árið 1990 ánafnaði hann þjóðinni myndimar. Tóku fulltrúar Ferða- málaráðs við gjöfínni fyrir hönd landsmanna og var þá ákveðið að Norræna húsið skyldi gangast fyr- ir sýningu á völdum hluta mynda- safnsins. Gekk það eftir og stendur sýningin yfir um þessar mundir. COSPER Hvernig ferðu að þekkja tvíburana í sundur? eru af landi og þjóð. Von Linden er mikill Islandsvinur og hafa leið- ir legið saman um langt skeið. Áhugi hans á íslandi vaknaði þeg- ar í bemsku, en móðir hans þekkti Jón Sveinsson„Nonna“ og urðu þau kynni til þess að hann las Morgunblaðið/Ó.K.M. Franz-Karl Freiherr von Linden t.h. ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni við opnun sýningarinnar í Norræna húsinu. En á innfelldu myndinni sést ein af myndum von Lindens, Strokkur í Haukadal. Michelle Pfeiffer og Fisher Stevens, KATTARKONAN Draumurinn rættíst Nú er stórmyndin „Batman Retums" komin á fullt skrið, en með aðalhlutverkin í henni fara Michael Keaton, Mich- elle Pfeiffer og Danny DeVito. Ungfrú Pfeiffer fer með hlutverk Kattakonunnar og hefur haft mikil áhrif á tískuna fyrir vestan haf þar sem nú eru fjöldafram- leiddar alls konar eftirapanir af búningum Pfeiffers úr myndinni. í byijun stóð ekki til að leikkonan færi með hlutverkið, heldur An- nette Bening, en hún varð að draga sig í hlé vegna bamsburð- ar. Pfeiffer hefur látið hafa eftir sér að með því að fá hlutverk í myndinni hafi draumur orðið að vemleika. Michelle Pfeiffer er mjög virt leikkona í Hollywood og hún þyk- ir hafa skilað ýmsum af hlutverk- um sínum eftirminnilega, til dæmis með þeim Bridgesbræð- mm Jeff og Beau í „The Fabulo- us Baker Boys“. En hún hafði aldrei leikið á móti fyrmm sam- býlismanni sínum Michael Kea- ton. Þau slitu samvistum fyrir rúmum fjórum árum síðan og höfðu ekki einu sinni sést þar til að þau hittust við tökur á Bat- mann-myndinni sem um ræðir. Pfeiffer segir, að Keaton sé ein- mitt sú manngerð sem best er að vinna með, hann sé skilnings- ríkur og ætíð reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Því hafí hún þráð að vinna einhvern tíma með honum þó svo að ástarsamband þeirra hafí farið út um þúfur. Um samband þeirra segir Keaton: „Okkur þykir vænt hvort um annað og við þekkjum mjög vel tilfínningar hvors annars. Við emm um margt lík og ég fagn- aði því að hitta hana aftur og leika á móti henni. Það gaf verk- efninu stóraukið gildi“. En bæði tóku fram að ekkert gæfí tilefni til þess að þau myndu hressa upp á gamla kunnings- skapinn, Pfeiffer er heitbundinn minni háttar leikara að nafni Fis- her Stevens og Keaton býr með leikkonunni Courtney Cox. Stoltur faðir með Ieðurklæddann son sinn. ROKK Sjaldan fellur eplið að er sagt að sjaldan falli epl- ið langt frá eikinni þó svo að til þessa hafí epli aldrei vaxið á eikartijám. Þetta skrýtna orða- tiltæki sannast þó á þeim feðgum Billy og Willem Idol. Billy er sem kunnugt er heims- fræg rokkstjama og annálaður slagsmálahundur, en þegar hann eignaðist son, Willem litla, sem nú er á fímmta aldursári, réði hann sér vart af gleði og lýsti yfir að nýr rokkari væri fæddur. Billy og barnsmóðir hans era ekki sambýlingar, en vinátta ríkir þeirra í milli og bamið er eins mikið hjá föðumum og frekast er kostur. Og Billy hefur ekki bilað á uppeldinu. Drengurinn klæðist denim og leðri og spilar dynjandi rokktónlist föður síns daginn út og inn. Það er ekki verið að horfa á múmínálfana á þeim bæ. Þó ekki sé aldurinn hár er hann far- inn að krefjast þess að fá að fylgja föður sínum á tónleikaferðalögum. Þó ekki hafí hann orðið að ósk sinni enn sem komið er, er ljóst að þess er ekki langt að bíða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.