Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 25 Að eilífu lifir minningin um góðan mann. Ingvar Jónsson. í dag er vinur minn Björn Einars- son bóndi á Bessastöðum í Miðfirði til grafar borinn, en hann lést í Land- spítalanum 23. júlí eftir erfiða sjúkrahúslegu, langt um aldur fram. Mig langar til að minnast hans í örfáum orðum. Kynni okkar Björns hófust fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar ég fór að venja komur mínar norður að Bessastöðum, æskuheimili Björns, þar sem kona mín hafði haft at- hvarf alla sína æsku. Þegar Björn dvaldist hér fyrir sunnan um nokkurra ára skeið við nám og vinnu í vélvirkjun efldust kynni okkar þar sem hann var tíður gestur hjá okkur hjónum. Ekki undi Björn hag sínum við reglubundna vinnu hér suður á mölinni og dvaldi hugurinn oft við sveitina. Það var mikið heillaspor þegar Björn gekk að eiga Ólöfu Pálsdóttur frá Bjargi í Miðfirði. Tóku þau við búi foreldra Björns að Bessastöðum. Það kom fljótt í Ijós að þar voru samhent hjón á ferð sem hugsuðu stórt og byggðu upp myndarbú af miklum dugnaði. Gestrisni þeirra hjóna var einstök enda gestagangur mikill því móttökurnar voru ætíð höfðinglegar og gestum tekið opnum örmum. Við hjónin og börnin okkar höfum alltaf litið á það sem ákveðin forrétt- indi að geta hvenær sem er komið í sveitina og fengið að taka þátt í sveitastörfum og kynnast því and- rúmslofti sem þar ríkir. Oft hefur verið flölmennt á Bessastöðum því það voru fleiri en við sem sóttust eftir sveitasælunni og þeirri gestrisni og glaðværð sem ætíð ríkir á þeim bæ. Það var sérstaklega gaman að ræða við Björn um hin ýmsu mál- efni og ekki kom maður þar að tóm- um kofunum því bæði var hann vel lesinn og hafði mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var oft búinn að velta hlutunum fyrir sér og var með svör á reiðum hönd- um. Aldrei deildum við Björn heldur virtum hvor annars skoðanir. Björn fylgdist sérstaklega vel með nýrri tækni bæði hvað varðaði búskapinn og einnig ýmiskonar nýjungum til dæmis á sviði tölvutækni sem hann var sjálflærður í og notaði í þágu búsins. Eitt aðaleinkenni Björns var hjálp- semin og var hann ávallt boðinn og búinn til að rétta fólki hjálparhönd og greiða úr erfiðleikum þeirra er til hans leituðu. Björn var sérlega úrræðagóður og dugnaðarforkur til vinnu og var vinnudagurinn oft lang- ur enda tíminn afstæður hjá honum þegar mikilvægu verki var ólokið. Björn var mikið náttúrubarn og hafði unun af því að vera úti við og fylgjast með dýralífi og gróðurfari. Eitt sinn er við dvöldum saman er- lendis sagði hann okkur að hann hefði farið á fætur um miðja nótt til að hlusta á náttúruna vakna. Bjöm var söngelskur maður og var söngurinn sameiginlegt áhuga- mál þeirra hjóna enda hefur Olöf aflað sér þekkingar á því sviði. Voru þau hjónin bæði virkir þátttakendur í karla- og kirkjukórum, hann sem söngvari og hún sem stjórnandi. Það er mikill harmur er slíkur maður sem Björn á Bessastöðum fellur frá. Vinir hans og skyldmenni munu sakna hans mjög en sárastur er þó söknuðurinn hjá eiginkonu, börnunum fjórum og aldraðri móð- ur, sem við vottum innilega samúð okkar. En harmaléttir eru þó hinar fögru og ljúfu minningar sem hann lætur eftir sig í hugum ástvina og samtíð- armanna sinna. Við hjónin munum geyma minn- inguna um góðan dreng og einlægan vin í hjörtum okkar. Jón Vignir Karlsson. Við systkinin höfum skipst á að dveljast í góðu yfirlæti hjá fjölskyld- unni á Bessastöðum á sumrin. Það hefur alltaf verið mikið tilhlökkun- arefni að fara í sveitina, þar er allt- af líf og fjör og nóg að gerast. Þessi sumur hafa verið okkur mikils virði og við höfum kynnst mörgu sem aðeins er hægt að kynnast í sveit- inni, og dvalist hjá frábæru fólki. Þegar við fluttumst fyrir nokkrum árum til Hvammstanga frá Húsavík, var ljósasti punkturinn að vera kom- in svo nálægt sveitinni okkar, allt í einu vorum við orðin nágrannar Bjössa, Lóu ömmu, Stínu og krakk- anna. Nú er Bjössi frændi okkar dáinn og þá vantar mikið. Það var alltaf stutt í brosið hjá Bjössa, hann var skemmtilegur, hjartahlýr og góður maður sem okkur þótti reglulega vænt um. Hans verður sárt saknað. Elsku Lóa, Guðný, Einar, Palli og Ingunn við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ingunn Helga, Ragnhildur og Jón Árni. Harmafregn berst um héraðið. Björn á Bessastöðum er látinn. Erf- iðu sjúkdómsstríði er lokið, stríði við þann illvíga sjúkdóm, sem svo marga leggur að velli um þessar mundir. Og þá er ekki spurt um aldur eða atgerfi. En hetjuleg barátta var háð, til síðustu stundar. Og í dag verður hann borinn til grafar frá sóknar- kirkju sinni að Melstað í Miðfirði. Björn Einarsson var fæddur 14. nóvember 1941, elstur 6 barna hjón- anna Helgu Sigríðar Þorsteinsdóttur og Einars Friðgeirs Björnssonar bónda á Bessastöðum. Einar lést vorið 1983, en Helga lifir son sinn og hefur jafnan dvalið á heimili hans og tengdadóttur sinnar á Bessastöð- um, vinamörg og virt af öllum sem hana þekkja. Að loknu barnaskólanámi stund- aði Björn nám í Reykjaskóla í Hrúta- firði og lauk þaðan landsprófi vorið 1962. Síðar hóf hann iðnnám í Reykjavík og lauk prófi í vélvirkjun árið 1970. Á árunum upp úr 1960 gekk mik- il ræktunaralda yfir landið. Stórvirk- ar vélar — jarðýtur — gengu um sveitir, brutu land til ræktunar og ruddu nýja vegi. Þetta voru störf að skapi Björns. Hann réðst til starfa sem ýtustjóri og vann með fleiri stór- virkum tækjum, víða um land, m.a. í Þingeyjarsýslum, A-Skaftafells- sýslu og Borgarfirði. Allstaðar var hann vel kynntur sakir dugnaðar og verklagni og ekki spillti að maðurinn var bæði glaðvær og opinskár. Á þessum árum eignaðist hann marga góða kunningja í viðkomandi héruð- um, og vináttutengsl mynduðust sem entust ævilangt, enda minntist hann oft með ánægju þessa tímabils ævi sinnar. Þann 1. nóv. 1969 kvæntist Björn eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Páls- dóttur frá Ytra Bjargi. Vorið 1970 tóku þau við jörð og búi á Bessastöð- um og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru fjögur: Guðný Helga, f. 1969, Einar Friðgeir, f. 1970, Páll Sigurður, f. 1972, og Ingunn, f. 1974. Börnin hafa tekið í arf góða kosti foreldra sinna og hafa að und- anförnu öll stundað nám, sem hæfir hugðarefnum þeirra. Björn mat konu sína mikils, svo sem verðugt var. Veit ég að hann taldi það sína mestu gæfu, að hafa fengið hana að lífsförunaut. Ólöf hefur ætíð staðið dyggilega við hlið hans, örugg og traust, jafnt í blíðu og stríðu, uns yfir lauk. Strax eftir að þau hjónin hófu búskap var hafist handa um miklar framkvæmdir á jörðinni. Nýtt fjós og fjárhús voru byggð ásamt hey- geymslum. íbúðarhúsið stækkað og endurbætt og ræktun stóraukin. Björn var atorkusamur og dugmikill og sérstakur hagleiksmaður, svo segja má að allt léki í höndum hans. Kom það þó skýrast fram í öllu, sem snerti vélar og viðhald þeirra og gilti þá einu hvort um var að ræða al- gengar viðgerðir eða tæknilega hluti, allt virtist liggja opið fyrir honum. Sama var hvort það var jarð- ýtan, heykögglavélin eða heybindi- vélin, alltaf var sjálfsagt að leita til Björns. Og það var eitthvað meira en lítið að, ef hann gat ekki bjargað hlutunum. Þá fór það saman að hann var sérstaklega bóngóður og hjálpsamur og vildi allra vanda leysa. Björn var félagslyndur í besta lagi og það gat ekki hjá því farið að hann veldist til ýmissa trúnaðar- starfa. Ungur hóf hann að starfa í ungmennafélagi sveitarinnar og var formaður Umf. Grettis 1962—1964 og aftur á árunum 1978—1980, og hefur jafnan verið virkur félagi þar. Eftir að hann hóf búskap voru hugðarefnin meira tengd landbún- aðinum og félagsmálum á þeim vett- vangi. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd sinnar stéttar og vildi hag bændastéttarinnar sem mestan. Hann sat um skeið í stjórn Búnaðar- félags Ytri-Torfustaðahrepps og var lengi fulltrúi félagsins á aðalfundum Búnaðarsambands V-Hún. og nú um árabil hefur hann átt sæti í stjórn sambandsins og var varaformaður þess er hann Iést. Þá tók hann fyrir fáum árum við rekstri Ræktunar- sambandsins, — RSVH — og vélaút- gerðar þess. Hann hefur um langt skeið verið einn af fulltrúum sveitar sinnar á fundum Kaupfélags Vestur- Húnvetninga og reynst þar traustur liðsmaður. Á síðasta ári var hann kosinn annar fulltrúi Vestur-Hún- vetninga á aðalfund Stéttarsam- bands bænda og sat síðasta aðalfund sambandsins, sem haldinn var á Hvanneyri, þá sjúkur orðinn. Björn var einn aðalhvatamaður að stofnun „Heimafóðurs hf.“, en það er félagsskapur bænda í Húna- vatnssýslum, sem rekið hefur fær- anlega vélasamstæðu, til þess að mala og köggla þurrhey. Það eru ómæld dagsverk, sem hann hefur unnið fyrir þetta fyrirtæki, því þar var við margvíslegan vanda að etja. Heimilið á Bessastöðum hefur lengi verið rómað fyrir gestrisni og greiðasemi, enda oft gestkvæmt og öllum tekið með alúð og hlýju. Hús- bóndinn jafnan glaður og reifur og hafði gjarnan gamanmál á hrað- bergi. Næmur á broslegu hliðarnar í lífinu og kunni vel að segja frá. Söngur og tónlist hafa skipað veg- legan sess á heimilinu, enda bæði hjónin söngelsk og höfðu yndi af góðri tónlist. Ólöf hefur iengi verið kirkjuorganisti í tveimur kirkjum sveitarinnar og stjórnað sameigin- legum kirkjukór þeirra. Og fyrir sjö árum var endurvakinn karlakór í héraðinu, sem hún hefur stjórnað síðan. í báðum þessum kórum hefur Björn jafnan sungið og verið þar góður liðsmaður. Það var ekki síst á þessum vettvangi, sem leiðir okkar lágu svo oft saman. Það eru orðin býsna mörg skipti, sem við höfum staðið saman á söngpalli, ýmist í kirkjukór eða karlakór, bæði á stundum sorgar og gleði. Alltaf var gott að hafa Björn sér við hlið, með sína hljómmiklu og góðu bassarödd. Hann var næmur bæði á ljóð og lag og smekkvís á flutning. Fyrir allar þessar stundir skal þakkað. Frá kirkjukór Melstaðar- og Staðar- bakkasókna flyt ég alúðarkveðjur og þakkir fyrir samstarfið og allar góðar stundir, sem við áttum með Birni í þessum félagsskap. Hann var jafnan ein af styrkustu stoðum kórs- ins. Þar er nú skarð fyrir skildi, eins og svo víða annars staðar, við frá- fall hans. Á kveðjustund skal þakkað fyrir samfylgdina og alla tryggð og vin- áttu á liðnum árum. Og víst er um það, að það eru margir sem nú sakna góðs vinar. Frá mér og mínu fólki flyt ég öllum ástvinum Björns Ein- arssonar innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk á þessum erfíðu stundum. Magnús Guðmundsson. í dag er Björn Einarsson, bóndi á Bessastöðum í Miðfirði, kvaddur hinstu kveðju. Sveitin skartar sínu fegursta, búið að slá og hirða mest allt. Þetta er sá tími, sem bóndinn gæti hvílt sig örlítið. Fram í hugann leita minningar, þar sem mest ber á birtu og gleði. Það er ábérandi fyrir Bessastaða- heimilið. Þar ríkir æðruleysi og hlýtt hjartalag. Ég kom þangað fyrst árið 1945, þá 10 ára. Þetta var mikil upplifun og langt ferðalag í mínum huga, þar sem bílar voru þá mun færri og ferðalög ekki jafn almenn. Sá ég þá í fyrsta skipti elstu systur mína, Helgu, og Einar mann henn- ar, ásamt börnum þeirra, sem þá voru fædd, þá Björn fjögurra ára og Högna rúmlega ársgamlan. Segja má að síðan hafi Bessastaðaheimilið verið sem annað heimili mitt i lang- an tíma, og ekki aðeins fyrir mig, heldur og alla fjölskyldu mína síðar meir. Dvöldum við þar oft langdvöl- um og var Helga mér sem besta móðir. Böm hennar komu í stað lí- tilla systkina, sem ég ekki átti. Það var alltaf mikill myndarbragur yfir Bessastaðaheimilinu og þar sannað- ist, að þar sem hjartað er hlýtt, þar er húsrými nóg. Man ég eftir þijátíu og fimm næturgestum þar, samtím- is. Bjössi frændi, sem var elsta barn, fór snemma að taka þátt í vinnu á heimilinu. En vinna var mikil í þá daga. Þá voru ekki komnar dráttar- vélar, heldur slegið með hestasláttu- vél og orfi. Því var heyskapur allur þyngri. Sem ungur maður lærði Bjössi vélvirkjun. Sagði hann mér eitt sinn er við vorum samferða norður: „Ég kann ekki við að vinna í bænum. Vakna við klukku, alltaf á sama tíma, og hætta vinnu á sama tíma. Mér finnst ég bundinn og sálarlaus. Þá vil ég heldur vera í sveitinni og ráða mér sjálfur." Svo sagði hann mér frá ástinni, sem hann hafði verið að leita eftir eins og allir ungir menn gera. Hann hafði leitað of langt. Hann hafði kynnst henni rétt við túnið heima, átti hann þar við unnustu sína, sem var skólasystir og frænka úr sveit- inni, Ólöfu Pálsdóttur frá Bjargi í Miðfirði. Það var hans mesta gæfu- spor í lífinu, því að þau hjónin voru einstaklega samhent alla tíð. Hann tók við búinu á Bessastöðum af for- eldrum sínum. Börnin urðu fjögur, Guðný Helga, Einar Friðgeir, Páll Sigurður og Ingunn. Eru þau öll í foreldrahúsum. Bjössi var oft beðinn að hjálpa við ýmsar viðgerðir. Var hann einstaklega laginn við vélar, eða það sem við köllum að allt lék í höndunum á honum. Þá kom sér líka vel hvað Lóa var dugleg við öll verk. Hún var kannske inni að elda og næst sást hún úti á vél að snúa heyi. Eftir að börn Bjössa og Lóu uxu úr grasi dreif hann sig í sveinspróf í vélvirkjuninni, en til þess hafði ekki unnist tími fyrr, vegna anna við búskapinn. Þar sem eiginmaður minn starfaði sem meistari við smiðj- una sem Bjössi lærði við, var sjálf- sagt að taka sveinsprófið þaðan. Þá fékk hann húslykil hjá okkur, svo að hann gæti komið þegar honum hentaði. Sama var uppi á teningnum þegar hann þurfti að sækja ýmis námskeið. Þá gat hann ekið suður að loknum búverkum og að morgni sáum við bílinn og vissum að Bjössi var kominn. Það eru þannig ótal stundir, sem við nú minnumst og munum alla tíð. Um þennan systurson sem varð að drenglunduðum, góðum manni, sem ekkert mátti aumt sjá. Manni sem tókst á við veikindi sín með æðru- leysi og dugnaði, sem byggir upp þá sem eftir lifa. Það rikir söknuður í hjörtum okk- ar, en jafnframt þakklæti fyrir góðu minningarnar sem ekki gleymast. Með þessum orðum vil ég þakka Bjössa frænda fyrir sameiginlega vegferð okkar. Veri hann kært kvaddur og ávallt hjá Guði geymdur, sem einnig mun styrkja Helgu, Lóu og bömin. Sigga og Sverrir. lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilbodi HREINASTI BÚHNYKKUR LAMBAKJÖT Á FUNHEITU GRILLTILBOÐI MEÐ MINNST 15% AFSLÆTTI Kryddlegnar framhryggjarsneiðar, rauðvínsleginn hryggur, kryddlegnar grillsneiðar. Notið tækifærið, gerið kjarakaup og setjið lambakjöt á funheitu grilltilboði - beint á grillið. lambakj öt á fu nheitu grilltilb oði • lambakj öt á funheitu grilltilbodi • lambakj öt á funheitu gri llti Ibodi • lambakj öt á funheitu grilltilb odi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.