Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1992 17 Margt gætí komið á daginn leysi Honecker frá skjóðunni VIÐBRÖGÐIN í Þýskalandi, við afhendingn Erichs Honeckers, fyrr- um leiðtoga Austur-Þýskalands, hafa verið æði misjöfn. Annars veg- ar fagna menn því að nú verði Ioks hægt að efna til réttarhalda vegna þeirra grimmdarverka sem framin voru í Austur-Þýskalandi, en hins vegar óttast menn einnig að grundvöllurinn fyrir málaferlun- um sé í veikara lagi. Þá eru þeir sem telja likur á að ýmislegt mis- jafnt gæti komið í ljós um ráðamenn í Vestur-Þýskalandi leysi Honec- ker frá skjóðunni um samskipti sín við þá. Flokkur hins lýðræðislega sósíal- isma (PDS), sem er arftakaflokkur fyrrum austur-þýska kommúnista- flokksins (SED) hefur enn ekki tek- ið formlega afstöðu til Honecker- málsins vegna sumarleyfa, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið aflaði sér á skrifstofu flokks- ins í Berlín í gær. Einn stjórnar- manna flokksins, Angela Marqu- ardt, sagði aftur á móti, í samtali við Morgunblaðið, að réttarhöld yfir Honecker væru ekki rétta leiðin til að gera upp við fortíðina. „Ríkis- stjómin gleðst eflaust yfir því að Honecker hafi verið framseldur en PDS tekur ekki þátt í þeirri gleði. Honecker ber vissuiega ábyrgð á þeim pólitíska raunveruleika sem var við lýði á þessum tíma en það er ekki hægt að gera upp við það tímabil á þennan hátt.“ Hún sagði að þótt gera yrði Honecker ábyrgan fyrir gjörðum sínum þá þyrfti að taka tillit til margra annarra þátta. Menn yrðu að horfast í augu við það sem gerst hefði og takast á við það. Það sem nú væri að gerast líktist hins vegar frekar einhvers konar hefnd. Honecker hefði ekki verið sá eini sem var við völd. „Ég tel ekki miklar likur á að sanngirni verði látin ráða í réttar- höldunum yfir Honecker. Hann verður eflaust gerður ábyrgur fyrir öllu sem átti sér stað í Austur- Þýskalandi en það voru fleiri sem báru ábyrgð. Réttarhöldin yfir Honecker munu vafalítið falla í góðan jarðveg hjá íbúum austur- hlutans sem þurfa sálarró. En það er einmitt það fólk sem ætti að sjá um umræður um þessi mál en ekki fólkið í vesturhlutanum. Það á ekki að segja okkur fyrir verkum." Hún sagði að leysa yrði fortíðar- vandann í mörgum skrefum og ætti fyrsta skrefið að vera að hætta að stimpla alla sem tengdust komm- Keuter. Erich Honecker ræðir við lögfræðing sinn Friedrich Wolff í fangels- inu. únistaflokknum eða Stasi sem glæpamenn. Það væri ekki hægt að gera heilt samfélag að glæpa- ríki. „Það voru ekki allir glæpa- menn. Þegar það er komið á hreint er hægt að byrja að ræða hlutina. Menn virðast hins vegar ekki vera á þeim buxunum að taka þessi skref,“ sagði stjórnarmaðurinn í PDS. Friedrich Wolff, lögfræðingur Erichs Honeckers, sagði á blaða- Réttað verður í máli Honeckers í haust; Akæran er siðferðilega sterk en lagalega veik Bonn. Frá Sæmundi H. Halidórssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. FORMLEG ákæra á hendur Erich Honecker var lögð fram í maí síð- astliðnum. Er hann sakaður um manndráp í 49 tilvikum og tilraun til manndráps 25 tilvikum til við- bótar við þýsk-þýsku landamærin. Auk þess var Honecker sakaður um spillingu og valdamisnotkun. Til stendur að hefja réttarhöldin yfir Honecker og fimm samstarfs- mönnum hans úr Æðsta ræði komm- únistaflokksins í haust. Allir sitja þeir nú í fangelsi í Berlín, að einum undanskildum, sem var sleppt úr haldi vegna veikinda. Þekktastir fimmmenninganna eru þeir Erich Mielke, stofnandi og yfirmaður ör- yggislögreglunnar Stasi, Willi Stoph, sem starfaði sem eins konar forsætis- ráðherra, og Heinz Kessler, fyrrum vamarmálaráðherra Austur-Þýska- lands. Allir undirrituðu þeir þann 3. maí 1974, ásamt Honecker, fyrir- skipun um að beita skyldi miskunar- laust skotvopnum gegn hverjum þeim sem reyndi að komast vestur yfir múrinn eða landamærin. Saksóknarar hafa viðað að sér gífurlegu magni upplýsinga í ákæru- skjölin. Stóra spumingin er hins veg- ar samt sem áður sú hvort það sé í samræmi við leikreglur réttarríkisins að draga stjómendur annars ríkis til saka fyrir athæfi sem í flestum tilvik- um stóðst lög viðkomandi ríkis. Landamæralög Austur-Þýskalands voru nefnilega að litlu frábmgðin samsvarandi lögum í öðram ríkjum. Því er eingöngu hægt að skera úr um hvort þeir Honecker og Mielke hafi gerst brotlegir við eigin lög eða stjómarskrá. Saksóknarar era þeirrar skoðunar að sú sé raunin. Telja þeir athafnir landamæravarðanna hafa brotið gegn stjórnarskrá Austur-Þýska- lands, sem tryggði rétt manna að flytja úr landi, a.m.k. fram til ársins 1968. Þá hafi þær verið í andstöðu við samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 16. desember 1966 sem tryggir rétt hvers og eins til að yfirgefa hvaða land sem er, þar með talið sitt eigið. Bæði þýsku ríkin voru aðilar að Sameinuðu þjóðunum frá Margot Honecker, eiginkona Erichs, hélt í gær til Chile þar sem dóttir þeirra býr. Hér sést hún koma til Moskvuflugvallar skömmu fyrir brottför. Margot hefur oft verið nefnd „galdra- nornin" og sagði hið virta dagblað Frankfurter Allgemeine Zeitung í gær að margir hefðu frekar vilj- að sjá hana dregna fyrir rétt en Erich Honecker. og með 1973 og þær samþykktir sem ríkin undirrituðu þá um mannrétt- indamál era æðri landslögum. Sam- kvæmt ákæranni hvöttu hinir ákærðu ekki eingöngu til manndráp- anna heldur bára þeir einnig megin- sökina. Siðferðilega séð getur þessi mál- atilbúnaður fullkomlega staðist en það gæti samt reynst erfitt að halda fram ákæranni til streitu. Það hefur sannast í áralöngum réttarhöldum yfir þýskum nasistum, sem alltaf gátu vísað til þess að þeir hefðu ein- ungis framfylgt skipunum og farið eftir gildandi lögum. Honecker mun eflaust vísa til þess að ákvörðunin um að reisa Berlínarmúrinn, sem tekin var 13. ágúst 1961, hafi verið tekin í Moskvu á fundi Varsjárbanda- lagsins í þeim tilgangi að „tryggja heimsfriðinn" og forða Austur- Þýskalandi frá því að blæða út vegna straums flóttamanna vestur yfir. Reuter. mannafundi í Berlín í gær að hann teldi engar líkur á að Honecker fengi sanngjörn réttarhöld vegna þeirra aðstæðna sem ríktu. „Honec- ker hefur þegar verið dæmdur af almenningi og fjölmiðlum og komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að hann sé sekur. Sanngjörn réttar- höld era óhugsandi þegar haft er í huga hvernig hann hefur verið dæmdur fyrirfram.,“ sagði Wolff. Annar lögfræðingur, Hubert Dreyl- ing, sem varið hefur Erich Mielke, yfírmann Stasi, sagði að réttarhöld- in gætu snúist upp í mjög opin- skátt uppgjör varðandi samskipti þýsku ríkjánna þá fjóra áratugi sem skipting Þýskalands varði. „Hann veit um ótrúlega margt og mun eflaust vilja bera hönd yfir höfuð sér. Það gæti orðið gífurlegt uppi- stand,“ sagði Dreyling í viðtali við þýska sjónvarpið. Sagði hann hugs- anlegt að Helmut Kohl kanslgtri yrði kallaður sem vitni og að orð- spor hans gæti beðið mikinn hnekk þegar í ljós kæmi hversu langt kristilegir demókratar hefðu gengið í að viðurkenna skiptingu Þýska- lands og tilvist Austur-Þýskalands. Einnig hafa menn spáð því að margir forystumenn jafnaðar- manna, s.s. Björn Engholm og Osk- ar Lafontaine, gætu átt á hættu að þurfa að heyra frá Honecker ýmsar fagrar yfirlýsingar sem þeir hafi látið falla í hans eyru um hið sósíalíska ríki í austurhluta Þýska- lands. Fijálsir demókratar í Bæjara- landi sögðu einnig í gær að Honec- ker væri „draumavitnið" til að varpa ljósi á viðskiptatengsl Franz Josefs Strauss, fyrram forsætisráð- herra Bæjaralands, við Austur- Berlín. Varaforseti Rússlands vinsæll VARAFORSETI Rússlands, Alexander Rutskoi, sagði í gær að í auknum vinsældum hans fælist engin freisting til að ögra Borís Jeltsín. Opinber könnun sýnir að 24% Rússa treysta for- setanum fyllilega en 28% taka varaforsetann fram yfir hann. Rutskoi er íhaldssamur og hefur oft gagnrýnt stjómbrögð Jelts- íns. Rússlandsforseti virðist gera sér grein fyrir þeim sess sem öflugt miðstjómarvald skipar í hugum margra landsmanna. Hann sækist, eins og Gorbatsjev gerði, eftir auknum persónuleg- um völdum og vill að næsta ár verði stjórnarskránni breytt þannig að hann geti gefið út til- skipanir án atbeina þingsins. Atvinnuleysi eykst í Frakklandi ATVINNULAUSIR Frakkar vora fieiri en nokkra sinni í síð- asta mánuði, 12,9 milljónir tals- ins. Aukinn hagvöxtur er talinn eina leiðin til úrbóta og niður- stöður úr athugun Alþjóða gjald- eyrissjóðsins auka á vanda frönsku stjómarinnar. Þær herma að undirbúningur sam- eiginlegs Evrópumarkaðar muni minnka hagvöxt um 0,8% árlega frá 1993-6. Greint var frá þessu degi eftir að stjómvöld hófu áróðursherferð fyrir sameiningu Evrópu, en Frakkar greiða at- kvæði um Maastricht-samkomu- lagið í septemberlok. Baker hitti íraska stjórnarand- stæðinga BANDARÍSK stjómvöld sögðu í vikunni að þau myndu styðja dyggilega við bakið á and- stæðingum harðstómar Sadd- ams og átti James Baker utan- ríkisráðherra fund með forystu- mönnum stjómarandstæðinga. írakarnir sögðust ekki þurfa hemaðaraðstoð til að velta Sadd- am heldur peninga ásamt sið- ferðilegum stuðningi annarra ríkja. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1 .fl. 01.08.92-01.02.93 kr. 57.954,71 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, Júlí 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.