Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.07.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JULI 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1,.sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Flóttamenn og fangabúðir í Evrópu Hryllingurinn eykst með degi hverjum á blóðvöllum fyrr- um Júgóslavíu. Tilraunir til að koma á vopnahléi í bardögum Serba, Króata og múslíma skipta nú tugum og allar hafa þær reynst gjörsamlega árangurs- lausar. Fundahöld í Belgrad, Sarajevo, Lundúnum og nú síðast á bresku herskipi á Adríahafi fá engu breytt, hatrið, sem engin takmörk þekkir, hefur nú getið af sér mesta flóttamannavanda í sögu Evrópu frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. í Bosníu- Herzegóvínu ríkir nú ógnaröld sem einungis verður borin saman við síðari heimsstyijöldina og hreinsanir Jósefs Stalíns. Tölulegar upplýsingar segja sitt um það hörmungarástand sem ríkir í fyrrum Júgóslavíu nú um stundir. Rúmar tvær milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín frá því átök blossuðu upp í lýðveldunum. Að sögn tals- manna Sameinuðu þjóðanna fjölgar flóttamönnum um tíu þús- und á degi hveijum. Dauðinn bíð- ur allt að 500.000 flóttamanna takist ekki að stöðva átökin áður en vetur gengur í garð. Á ráð- stefnu um flóttamannavandann sem Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til í Genf á miðvikudag var minnt á hveijar afleiðingarnar yrðu blossuðu sambærileg átök upp í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Sú tilhugsun er að sönnu skelfi- leg. Suður í álfu hafa menn deilt um hvernig bregðast beri við flóttamannastraumnum frá Júgó- slavíu. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa kvartað undan tregðu ann- arra Evrópuríkja til að taka við flóttafólki. í Þýskalandi hafa rúmlega 5.000 manns frá Bosníu fengið tímabundið hæli á undan- fömum dögum og fyrir voru í landinu um 200.000 flóttamenn frá öðrum lýðveldum Júgóslavíu. Því hefur verið haldið fram að neyðaraðstoð beri að miða við að koma upp búðum fyrir flóttafólk í sjálfum lýðveldunum. Landvist- arleyfí á Vesturlöndum muni að- eins verða til þess að auka á flóttamannastrauminn. Þá er því og haldið fram að landvistarleyfí flóttafólkinu til handa muni ein- ungis verða til þess að ýta undir hinar villimannslegu „þjóðemis- hreinsanir" Serba í Bosníu og víð- ar. Króatar og múslímar eru hraktir á brott frá heimilum sín- um. Þeir sem þráast við eru tekn- ir af lífí. Viðurstyggileg níðingsverk Serba í Bosníu-Herzegóvínu — „þjóðemishreinsanirnar" og morðin — sýna að stjórnvöld í Belgrad hyggjast hvergi hvika frá því markmiði sínu að skapa nýja Stór-Serbíu. Útskúfun og for- dæmingu láta serbneskir ráða- menn og leiðtogar hersveita Serba í Bosníu sem vind um eyru þjóta. Með skipulegum hætti er komið í veg fyrir flutninga á hjálpargögnum til sveltandi íbúa; blóði saklausra borgara er úthellt á degi hveijum. Á síðustu dögum hafa borist enn uggvænlegri fréttir en áður af bijálsemislegum ofsóknum Serba á hendur Króötum og múlímum í Bosníu-Herzegóvínu. íbúum þorpa á landsvæði sem Serbar girnast er smalað saman og þeir fluttir á brott. Fangabúð- ir hafa litið dagsins ljós á ný í Evrópu. Fjölskyldum er sundrað; konur og böm fara í sérstakar búðir, karlar í aðrar. Ekki er vitað hversu mörgum er haldið í fanga- búðum þessum en ljóst er að þeir skipta þúsundum. Níðingsverk eru unnin í búðunum á degi hveij- um, fangarnir era beittir ofbeldi, margir hverfa. „Þjóðernishreinsanir" Serba verða einungis bornar saman við glæpaverk nasista og þjóðflutn- inga og hreinsanir þær sem áttu sér stað í Sovétríkjunum í tíð Jósefs Stalíns. Siðmenntaðar þjóðir geta ekki horft á fangabúð- ir spretta upp í Evrópu á nýjan leik. Siðmenntaðar þjóðir geta ekki horft aðgerðalausar á er stórfelld og skipulögð mannrétt- indabrot eru framin í Evrópu. Villimennsku á borð við þá sem Serbar hafa sýnt af sér geta sið- menntaðar þjóðir einfaldlega ekki liðið. Og ekki er heldur unnt að líða að milljónum manna sé gert að lifa í flóttamannabúðum vegna bijálsemislegra landvinninga- áforma hinna siðlausu ráðamanna í Serbíu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Genf, sem vikið var að hér að framan, voru þjóðir heims hvattar til að taka við flóttafólki frá fyrram lýðveldum Júgóslavíu og veita því tímabundið hæli. Við íslendingar þurfum, með þátttöku í alþjóðlegu hjálparstarfí, að vera reiðubúnir til að leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar hinna saklausu fómarlamba stríðsins í Júgóslavíu. Jafnframt er mikilvægt að þjóðir heims sam- einist í fordæmingu á grimmdar- verkum Serba þannig að ráða- menn í Serbíu þurfi ekki að velkj- ast í vafa um hvem hug heims- byggðin ber til þeirra. Oneitanlega gerist sú hugsun áleitin að stríðið í Júgóslavíu verði ekki stöðvað með milligöngu full- trúa siðmenningarinnar. Vera kann að átökin og grimmdarverk- in verði einungis stöðvuð með .vopnavaldi eða hótun um beitingu þess. Verði ekkert lát á flótta- mannastraumnum og grimmdar- verkum Serba mun það sjónarmið að vopnuð íhlutun sé nauðsynleg fá aukinn hljómgrunn. Þriðja útboð á 6 mánaða ríkisbréfum; Meðalávöxt- un lægri en í fyrri útboðum ÞRIÐJA útboði á 6 mánaða rík- isbréfum lauk með opnun tilboða í gær. Tekin voru tilboð frá 63 aðilum að heildarfjárhæð 550 miHjónir króna og er meðal- ávöxtun samþykktra tilboða 11,08%. Lægsta ávöxtun er 10,90% og hæsta 11,20%. Alls bárust 83 gild tilboð í ríkisbréfin að fjárhæð 968 milljónir króna. Með þessu útboði skuldbatt rík- issjóður sig að taka tilboðum að fjárhæð um 500 milljónir króna. Meðalávöxtun samþykktra til- boða er 11,08% eða 0,27% lægri en í öðra útboði en þá var meðalávöxt- un 11,35%. í fyrsta útboði var meðalávöxtun 11,49%. Næsta útboð ríkisbréfa fer fram 26. ágúst nk. Lokahóf Vinnuskólans í R Lokahóf Vinnuskólans í Reykjavík var haldið í gær á gervigrasvellinum í L ar pylsur. Á milli 1.500 og 1.600 unglingar mættu í hófíð og um það bil V erslunarmannahelgin: Straumiiriim er í austur LÍKT og undanfarin ár skipuleggur BSÍ ferðir á fjölmargar útihátíðir um verslunarmannahelgina. Að sögn Gunnars Sveinssonar hjá BSÍ má búast við að um 70 rútur aki frá Umferðarmiðstöðinni á föstudaginn. Þennan sama dag mun íslandsflug fljúga 35 sinnum til Vestmannaeyja og Flugleiðir 15 sinnum. Austurleið hf. mun annast ferðir frá Reykjavík til Galtalækjar, Þórs- merkur og Víkur í Mýrdal. Á föstu- daginn verður bætt við ferðum á þessa staði og verður síðasta ferð í Galtalæk kl. 21.00 og síðasta ferð í Þórsmörk kl. 20.00. Seinni ferðin í Vík í Mýrdal verður farinn kl. 17.00. Þegar haft var samband við Kristján Kristinsson í Galtalækjarskógi í gær sagði hann að um 200 til 250 tjöld væru þegar komin upp og fólk streymdi á svæðið. Kristján sagði það óvenjulegt hve margir hefðu komið á miðvikudagskvöldinu og taldi allt útlit fyrir svipaða aðsókn og síðasta sumar. Að sögn Þuríðar Reynisdóttur hjá BSÍ hefur óvenjulítil aðsókn verið í Þórsmörk. Ekki verða nein skipulögð hátíðahöld í Þórsmörk en það hefur ekki komið í veg fyrir fjölmenni þar undanfarin ár. Þuríður sagði hins vegar að ferðir til Vestmannaeyja hefðu selst mjög vel og þegar að loknum miðvikudegi hefði verið búið að selja 500 miða á Þjóðhátíð. Ferð- ir til Þorlákshafnar frá Umferðar- miðstöðinni á föstudag verða kl. 11.20 og 18.45 og þaðan mun Heij- ólfur flytja fólk til Eyja. íslandsflug og Flugleiðir munu einnig flytja fólk til Vestmannaeyja. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýs- ingar að félagið mundi fljúga fimm ferðir á fímmtudeginum en 15 dag- inn eftir. Sætaframboð Flugleiða á föstudag verður 927 sæti og þegar síðast fréttist voru aðeins örfá sæti laus. íslandsflug mun fljúga vélum sínum frá Hellu og Reykjavík og höfðu samtals 800 manns bókað flug til Vestmannaeyja að sögn Sigfúsar Sigfússonar hjá íslandsflugi. Rútuferðir á Eldborg ’92 á Kald- ármelum verða nokkuð tíðar um þessa helgi. Á föstudaginn verður farið frá Reykjavík á fjórum mis- munandi tímum, síðast kl. 20.30. Næsta dag verður farið kl. 10.00, 13.00 og 14.00. Einnig verða sæta- ferðir frá Snæfellsnesi, Akranesi, Borgamesi, Suðumesjum og Norð- urlandi. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem fengust hjá BSÍ höfðu 200 manns keypt miða á hátíðina að morgni fimmtudags. Þegar efnt var til síldarævintýris á Siglufírði síðasta sumar segja kunnugir að íbúatala gamla síldar- bæjarins hafi tvöfaldast. Nú ætla Siglfirðingar að endurtaka leikinn og verða skipulagðar áætlunarferðir frá Umferðarmiðstöðinni farnar einu sinni á dag að undanskildum föstu- deginum en þá verður einni ferð bætt við. íslandsflug mun einnig fljúga aukalega til SigluQarðar. A Eiðum við Egilsstaði verður efnt til útihátíðar í fyrsta skipti. Flugleiðir munu bæta við einni flug- ferð á föstudaginn og fljúga því fjór- um sinnum þann dag. Að sögn starfsmanna Flugleiða hefur góð sala verið í pakkaferðum til Eiða og eru allar vélar föstudagsins nærri því fullar. Að sögn Jónasar Þórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra UÍA, er stemmningin góð fyrir aust- an. Til dæmis ætlaði hópur fólks að mæta strax á fimmtudagskvöldinu. Hann sagðist því vera vongóður og búast við um tvö til þijú þúsund manns. Frá Neskaupstað verða áætl- unarferðir alla dagana nema sunnu- dag. Fyrir þá sem ætla að fara á hátíðina með langferðabíl frá Reykjavík er vert að geta þess að ferðin tekur tvo daga. Þeir sem ætla sér að sækja Snæ- fellsás ’92 eiga möguleika á skipu- lögðum rútuferðum frá Reykjavík einu sinni á dag. Auk þess verður einni ferð bætt við klukkan 19.00 á föstudaginn. Borgarráð: Samþykkt var að kaupa 12 íbúðir í Aðalstræti 9 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa 12 íbúðir í Aðalstræti 9, Miðbæj- armarkaðinum, en fyrirhugað er að byggja þijár hæðir ofan á húsið á næstunni. Alftárós mun sjá um bygginguna en væntanlega verða 18 eða 19 íbúðir í húsinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað borgin muni gera við húsnæðið, jafnvel er talið koma til greina að selja hluta þeirra aftur. Kaupin voru samþykkt með 4 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 1 at- Á fundi borgarráðs var lagður fram samningur milli borgarsjóðs og verktakafyrirtækisins Álftáróss hf. um kaup á íbúðunum. Þar kemur fram að kaupverð þeirra sé ríflega 100 milljónir króna og skuli þær afhendast fullgerðar til notkunar eigi síðar en 1. september 1993. Frá kaupverðinu dragast um 13 milljónir króna, sem eru gatnagerðar- og bíla- stæðagjöld sem renna til borgar- sjóðs. Fulltrúar minnihlutans óskuðu bókað á fundinum að eins og fram hefði komið við umræðu um íjár- hagsáætlun borgarinnar væru þeir algerlega mótfallnir þessum íbúða- kaupum. Hér væri verið að kasta hundrað milljónum króna úr borgar- sjóði án þess að sérstök nauðsyn væri fyrir borgina að eignast dýrar íbúðir á þessum stað. Ástæðan virt- ist vera sú að aðstoða sérstaklega þá aðila sem þarna ætluðu að byggja. Eins og alkunna væri fengjust íbúð- ir til kaups á tiltölulega góðu verði núna í borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað að kaup borgarinnar á íbúðunum helguðust af því að tryggja bæri hraða og öragga upp- byggingu á þessum viðkvæmasta byggingarstað í borginni, þar sem unnið væri einmitt nú við gagngerar endurbætur á gatnakerfi og með áformum um Ingólfstorg. Það skipu- lagsmarkmið hefði áður verið sam- þykkt að fjölga bæri íbúðum í mið- bænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.