Morgunblaðið - 09.08.1992, Page 30

Morgunblaðið - 09.08.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 Aðalheiður Ág. Axels- dóttír — Kveðjuorð Fædd 24. október 1931 Dáin 27. júlí 1992 Hinn 4. ágúst var til grafar bor- in Aðalheiður Ágústa Axelsdóttir, móðursystir mín. Aðalheiður Ágústa Axelsdóttir fæddist á Akureyri 24. október 1931. Hún ólst upp hjá ömmu sinni, Margréti Sæmundsdóttur, og frænda sínum, Karli Björnssyni, að Dvergasteini í Kræklingahlíð. Hinn 25. desember 1951 giftist hún Brynleifi Jóhannessyni frá Akureyri og eignuðust þau fimm böm sem öll eru á lífi; Jón Axel, Brynju Ingibjörgu, Jóhannes, Karl Heiðar og Tobías Rúnar. Einnig ólu þau upp dótturson sinn Jósep. Auk þess að ala upp sex börn vann Aðalheiður Ágústa við ræstingar og fleira á Keflavíkurflugvelli. Ég var stödd erlenais er ég frétti andlát hennar. Fregnin kom ekki á óvart. Ég gat því ekki verið við jarðarförina. Alla, eins og allir kölluðu hana, var einstök kona, glaðleg, traust og reyndist mér og ijölskyldu minni sem besta móðir. Ég minnist þess frá bemskudögum þegar Alla og Brynleifur komu norður til Akur- eyrar með bömin. Þá fannst mér og bræðrum mínum, Sigurði og Þórhalli, aldeilis gaman, og við eig- um margar góðar minningar frá þeim tíma. Þegar ég fluttist frá Akureyri til Keflavíkur átti ég mitt annað heim- ili hjá þeim Öllu og Brynleifi. Þá kynntist ég Öllu á nýjan hátt sem fullorðin manneskja. Varla liðu margir dagar svo að við hefðum ekki samband og mun hún eiga sinn þátt í því að ég ílengdist í Keflavík í átta ár. Ávallt vom vinir mínir velkomnir á heimili hennar og þegar ég kynnt- ist Jóni, manninum mínum, tók hún honum sem tengdasyni sínum. Síð- an þegar okkur fæddist sonur átti hann góða ömmu þar sem Alla var. Okkur Jóni, sem umgengumst hana svo mikið mun fínnast það tómleg tilfinning að koma til Kefla- víkur eftir fráfall Öllu, svo og bræðrum mínum, Sigurði og Þór- halli og konu hans Margéti sem dvöldu svo oft á heimili þeirra Öllu og Brynleifs, en þessa tilfinningu munum við ein skilja. Þijú ár eru nú liðin síðan Alla greindist með sjúkdóm þann sem nú hefur lagt hana að velli. Allan tímann stóð hún sterk og óbuguð í baráttunni. Með sárum söknuði kveðjum við Jón, Sigurður, Þórhallur og Margrét elskulegu frænku okkar. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Bryn- leifí, Jóni Axel, Brynju, Jóhannesi, Karli, Tobíasi, Jósep og fjölskyldum þeirra. Guðrún Bergþórsdóttir. Gengin ér mæt k‘tína, Áðalheiður Ágústa Axelsdóttir, eða Alla eins og hún var ævinlega kölluð. Eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu varð hún að lúta í lægra haldi fyrir sjúk- dómi þeim er hún kenndi sér fyrst meins fyrir um þremur árum. Bar- átta hennar gegn þeim skæða sjúk- dómi, krabbameini, var hörð og óvægin á báða bóga. Það vakti aðdáun okkar sem fylgdumst með að aldrei lagði hún árar bát, heldur reri hún þótt stundum blési hressi- lega á móti, gafst ekki upp, það var ekki í hennar anda. Með sinni rólegu og hlýju framkomu laðaði hún að sér fólk enda var hún vina- mörg. Allir sem kynntust Öllu fundu trausta og heilsteypta manneskju sem gott var að eiga að vini. Alla fæddist á AKureyri og var annað barn þeirra hjóna Aðalheiðar Ág- ústu Sigtryggsdóttur húsmóður og Axels Björnssonar vélstjóra. Fyrir áttu þau eina dóttur, Jónínu, sem búsett er á Akureyri. Aðalheiður Ágústa lést af bamsförum þegar Alla fæddist. Henni var þá komið í fóstur hjá föðurömmu sinni, Mar- gréti Sæmundsdóttur, sem þá var orðin ekkja en bjó með syni sínum, Karli Björnssyni á Litlu-Brekku í Amarneshreppi í Möðruvallasókn. Eftir nokkurra ára búskap fluttust þau að bænum Dvergasteini sem var skammt utan við Akureyri. Axel gifti sig aftur Jónínu Jónsdótt- ur og eignuðust þau tvær dætur, Unni, fædda 1934, búsett í Reykja- vík, og Jónínu, fædda 1937, en hún lést fyrir allnokkmm árum. Árið 1948 kynnist Alla eftirlifandi manni sínum, Brynleifí Jóhannessyni frá Helli í Blönduhlíð, fæddur 3. ágúst 1930. Þau giftu sig 25. desember 1951 á Akureyri. Hann var þá starfsmaður Bifreiðaverkstæðis Akureyrar og bjuggu þau þar fyrstu árin. Árið 1955 fluttust þau suður til Keflavíkur og fór Brynleifur þá að vinna í lögreglunni og síðar hjá bæjarfógetaembættinu í Keflavík. Hann rak bifreiðasölu í Keflavík ásamt yngsta syni sínum, Tóbíasi. Alla og Binni kunnu vel við sig í Keflavík og 1963 byggðu þau myndarlegt hús á Sunnubraut 40. Fyrir nokkmm ámm keyptu þau einbýlishús í Baugholti 20, glæsi- legt hús, og er heimili þeirra í anda Öllu, hlýlegt og myndarbragur á öllu. Þar var engum í kot vísað, hún var höfðingi heim að sækja og engu til sparað. Binni bauð okkur fjöl- skyldunni í gríðarmikla grillveislu nú um verslunarmannahelgina. Vom þær kræsingar miklar á borð bornar svo borðin svignuðu undan. Þetta var notaleg stund og fundum við að húsmóðirin var ekki langt undan. Binni hafði á orði að veislan væri í anda Aðalheiðar sinnar, svona vildi hún hafa það, öllum átti að líða vel. Þeim varð fímm barna auðið og þau eru: Jón Axel, f. 1951, maki Guðbjörg Gísladóttir, búsett í Innri- Njarðvík; Brynja Ingibjörg, f. 1953, maki Philipp Mallios, þau eru bú- sett í Bandaríkjunum; Jóhannes Guðmundur, f. 1956, maki Sigríður Garðarsdóttir, búsett í Þorlákshöfn; Kveðjuorð: t Móðir okkar, RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Hjalteyri, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að morgni 7. ágúst. Börnin. t Jarðarför RAGNARS KRISTJÁNSSONAR, Lindargötu 9b, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Systkini hins látna. t Minningarathöfn um eiginmann, föður, tengdafööur, afa og langafa, KNÚT MAGNÚSSON málarameistara, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13. 30. Sjöfn Jóhannsdóttir, Sonja Larsen, Guðmundur Bragi Torfason, Jóhann Larsen, Hildur Valgeirsdóttir, Edda Larsen, Guðmundur Ásgeir Sölvason, Axel Knútsson, Jóhanna Jónsdóttir, Hilmar Knútsson, Jónfna ívarsdóttir, Gerða Knútsdóttir, Crister Olsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Hjörleifsson Fæddur 27. júlí 1928 Dáinn 28, júlí 1992 „Eru ekki allir hressir og kátir heima“, spurði ég Anítu systur mína þegar hún kom í heimsókn til okkar hérna í Osló 29. júlí. Auðvitað bjóst ég við að heyra það sama og venju- lega að allir væru hressir og byðu að heilsa, en ekki í þetta skiptið, því að Jón frændi var dáinn. Ég vissi að hann var búinn að vera veikur en bjóst ekki við þessu. Ég hugsa til baka og riljast þá upp margar skemmtilegar stundir sem ég átti með Jóni frænda og Eddu. Ég var bara 9 ára og nýflutt- ur í Kópavoginn þar sem Jón og Edda bjuggu líka þegar Jón hringdi og bauð mér og Aroni bróður í veiði- ferð austur í Vík í Mýrdal, hann kenndi mér allar kúnstir í sambandi við veiðar sem ég kann enn þann dag í dag. Svo þegar ég eignaðist fyrsta bílinn minn og eitthvað var í ólagi þar þá var það bara að hringja í Jón frænda og hann var alltaf tilbú- inn að kippa öllu í Iag, betri frænda var ekki hægt að fá. Elsku Edda, Lilja og fjölskylda, sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Með kærri kveðju. Ervin og fjölskylda í Noregi. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ EYJÓLFSDÓTTIR, Efstaleiti 14, sem lést í Borgarspítalanum 4. ágúst, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Rauða kross (slands. Kristján Þorvaldsson, Björg Kristjánsdóttir, Ásgeir Theodórs, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Birgir Einarsson, Helga Kristjánsdóttir, Jeffrey Wieland, Hans Kristjánsson, Snjólaug E. Bjarnadóttir, Kristján Kristjánsson, Birgit Mogensen, Eyjólfur Kristjánsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNJÓNSSON frá Klausturseli, Útgarði 6, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaöakirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vilja minn- ast hans, er bent á Sjúkrahúsiö á Egiisstöðum. Guðrún Aðalsteinsdóttir, Sigurður Jónsson, Hrafnkell A. Jónsson, Aðalsteinn I. Jónsson, Jón H. Jónssson, Rósa Jónsdóttir, Ingibjörg J. Jónsdóttir, og barnabörn. Sigurlaug Jónsdóttir, fna G. Gunnlaugsdóttir, Sigrfður M. Ingimarsdóttir, Ólavfa Sigmarsdóttir, fris D. Randversdóttir, Bjarni S. Richter, Dagur Emiisson Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Karl Heiðar, f. 1958, maki Jónína Skaptadóttir, búsett í Keflavík; Tóbías Rúnar, f. 1960, maki Mar- grét Jónsdóttir, búsett í Innri- Njarðvík. Dótturson sinn, Jósep, ól hún upp sem sitt eigið barn frá tveggja ára aldri og var hann ömmu sinni sérlega handgenginn. Barna- börnin eru orðin 11, myndarlegur hópur sem amma var stolt af. Þau voru henni hugleikin og breiddi hún arma sína og hlýju yfir þau, lék við þau og var í orðsins fyllstu merk- ingu eins og góð amma á að vera. Fjölskylda hennar var henni allt og lagði hún sínar fórnfúsu hendur til að laga allt og bæta sem úrskeiðis fór og taldi ekkert eftir sér í því frekar en öðru. Hún gat verið stíf fyrir ef því var að skipta og gaf þá sinn hlut ekki auðveldlega eftir. En hógværð og góðmennska ein- kenndu hana og lagði hún engum manni illt til. I vinahópi á góðri stund brá hún gjarnan á glaðværð og minningarnar eru margar sem koma upp í hugann á kveðjustund eftir 44 ára óslitna vináttu. Kynni okkar hófust sumarið 1948, þá unnum við saman sumarlangt í ull- arverksmiðjunni Gefjun á Akureyri. Okkur varð strax vel til vina enda á svipuðum aldri og áhugamálin lík. Eftir að hún giftist bróður mínum urðu vinaböndin sterkari svo aldrei bar skugga á og hefur samgangur fjölskyldna okkar verið mikill. Éerðalögin sem við fórum öll saman um ísland eru mér ógleymanleg, stórbrotið landslag og áningarstaðir sem urðu margir í gegnum árin. Gjarnan var fundinn tjaldstaður við á eða lækjarsprænu og margt spjall- að og rætt þegar kyrrð var kominn á barnahópinn. Maðurinn minn var Eyfirðingur eins og Alla svo ekki var óvenjulegt þó stefnan hafi oft verið tekin norð- ur á bóginn. Öllu þótti vænt um Eyjafjörð og átthagarnir áttu vissan stað í hjarta hennar. Það er hveijum manni mikilvægt að eiga góðan vin. Alla var vinur vina sinna og kom til dyranna eins og hún var klædd. Það var gott að leita ráða hjá henni, hún sagði umbúðalaust hvort henni fyndist þetta eða hitt rétt eða rangt án þess að særa eða móðga því hún hafði sérstakt lag á að umgangast fólk með einstaklega blíðri fram- komu. Ég fór ætíð betri manneskja af hennar fundi. Á kveðjustund vefst mér tunga um tönn, hjartað er hrært og söknuðurinn mikill. Mestur er þó söknuður eiginmanns, barna og barnabama sem sjá á eft- ir elskulegum vin sem var svo stór hluti af lífi þeirra. Starfsfólki Sjúkrahúss Keflavík- ur vil ég færa innilegar þakkir frá fjölskyldu rninni fyrir frábæra umönnun og nærgætni við Öllu mína á erfiðum stundum. Megi elskuleg mágkona mín fara í friði. Friður Guðs blessi hana og hafí hún þökk fyrir allt og allt. Heiðbjört Jóhannesdóttir. f$t#£pS«N ÞlaMfr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.